Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986
Bylgjan á Suðureyri aflar leyfis
ráðherra til að kaupa kúfiskveiðiskip:
Formaður kúfisknefndar telur
rétt að bíða með fjárfestingar
Byggðastofnun hefur lagt
fram 30% af hlutafé i Bylgjunni
á Suðureyri við Súgandafjörð,
eða 5 milljónir króna. Fyrirtæk-
ið hefur fengið leyfi sjávarút-
vegsráðherra til að kaupa kú-
fiskveiðiskip frá Þýskalandi, og
verður sett upp vinnslustöð á
Tómas Björnsson, Jón Garðar Viðarsson, Bragi Kristjánsson og Jó-
hann Hjartarson, en þeir skipuðu ásamt Margeiri Péturssyni og
Hilmari Karlssyni sigursveit Búnaðarbankans í skákkeppni stofnana
og fyrirtækja.
Skák:
Snorri Bergsson vann
boðsmót TR1986
SNORRI Bergsson sigraði á boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem
lauk um síðustu helgi. Skáksveit Búnaðarbanka íslands sigraði í
A-riðli í skákkeppni stofnana og fyrirtækja og sveit Pósts og síma
f B-riðli. í firmakeppni I hraðskák varð keppandi Visa Island, Karl
Þorsteins, hlutskarpastur.
Snorri Bergsson fékk 6 V2 vinn-
ing af 7 mögulegum. Hannes Hlífar
Stefánsson varð annar með 6 vinn-
inga en jafnir í þriðja til fimmta
sæti urðu Uros Ivanovic, Þröstur
Þórhallsson og Sigurður D. Sig-
fusson, með 5 V2 vinning. Keppend-
ur voru 69 og teflt var eftir
Monrad-kerfi.
Verðlaun voru afhent þriðjudags-
kvöldið 24. júní. Þá voru einnig
afhent verðlaun í „Skákkeppni fyr-
irtækja og stofnana" og „Firma-
keppni í hraðskák". 38 sveitir tóku
þátt í „Skákkeppni fyrirtækja og
stofnana". Vinningssveit Búnaðar-
bankans fékk 23 V2 vinning af 28
mögulegum í A-riðli. Sveit Rfkis-
spítalanna varð f öðru sæti með 21
vinning og sveit Flugleiða í þriðja
sæti með 19 V2 vinning.
í B-riðli varð sveit Pósts og síma
hlutskörpust með 18 V2 vinning pg
86.5 stig. Önnur varð sveit Ár-
múlaskóla með 18 V2 vinning og
78.5 stig og þriðja sveit ÁTVR með
18 vinninga.
252 fyrirtæki tóku þátt í firma-
keppni í hraðskák. Karl Þorsteins,
sem keppti fyrrir Visa Island, varð
efstur, Jóhann Hjartarson, sem
keppti fyrir JL-húsið, varð annar,
Jón L. Amason, sem keppti fyrir
Félag löggiltra rafverktaka, varð
þriðji, Þröstur Þórhallsson fjórði
fyrir hönd Hreingemingarstöðvar
Hólmbræðra, og Snorri Bergsson
fímmti fyrir hönd Samvinnubanka
íslands.
Suðureyri. Þessar áætlanir hafa
ekki verið bornar undir Kúfisk-
nefnd. „Nefndin undirbýr nú
rannsóknarleiðangur f sam-
vinnu við Rækjunes hf. til að
kanna stofnstærðir og annað.
Stefnt er að þvf að hann fari í
gang í lok ágúst,“ sagði Finnur
Ingólfsson, formaður Kúfisk-
nefndar, í samtali við blaða-
mann. „Eg tel rétt að menn bfði
eftir niðurstöðum úr þessum
rannsóknarleiðangri áður en
lagt er út f miklar fjárfestingar.
Enn vitum við of lítið um veiðan-
legt magn.“
Finnur sagði að samkvæmt nið-
urstöðum skýrslu sem Kúfisknefnd
hefði látið gera væri fjárfestingar-
kostnaður vegna kúfískveiða og
vinnslu um 100 milljónir króna.
„Kúfísknefnd hefur verið í sam-
vinnu við Rækjunes hf. í Stykkis-
hólmi. Á næstunni verður sett um
borð í skip þeirra, Önnu, sérhæft
veiðarfæri, vatnsþrýstiplógur,
smíðaður í Bandaríkjunum, sem
notaður er við veiðar þar.“ Sagði
Finnur að Bylgjan hefði ekki átt
samstarf við Kúfisknefnd að und-
anfömu.
„Þetta er í burðarliðnum, en
menn líta mjög björtum augum á
þessar veiðar. Það er jú alltaf verið
að leita að leiðum til nýsköpunar,"
sagði Viðar Aðalsteinsson, sveitar-
stjóri og verðandi framkvæmda-
stjóri Bylgjunnar. Viðar sagði að
skelin sem Bylgjan hygðist gera út
á væri frábrugðin þeirri sem menn
í Stykkishólmi ætla að nýta. Hún
væri verðminni en til í mun meira
magni. Tæknin sem Bylgjan myndi
beita væri önnur en sú sem Rækju-
nes er að þróa. „Hér hefur verið
starfandi fiskifræðingur sem gerði
ýmsar rannsóknir, og sendi sýni
til útlanda. Allt lofar þetta góðu.“
Að sögn Viðars hefur fyrirtækið
átt viðræður við skipasmíðastöð í
Þýskalandi um kaup á skipi sem
hentar vel til kúfiskveiða. Ekki er
ljóst með endanlegt verð en í vetur
var uppsett verð rúmlega 40 millj-
ónir króna. Sjávarútvegsráðherra
hefur veitt leyfi fyrrir kaupunum
og unnið er að því að fá leyfi við-
skiptaráðherra fyrir erlendu láni
til að íjármagna kaupin. Á næst-
unni mun Bylgjan semja við Traust
hf. í Reykjavík um smíði á tækja-
búnaði fyrir fískvinnsluna. Búist
er við að um 15 manns geti haft
atvinnu af kúfiskveiðunum þegar
þær eru komnar í fullan gang.
„Með haustinu ætti þetta að vera
orðið mikið ævintýri," sagði Viðar
Aðalsteinsson.
KA-menn vígja félags-
heimili sitt á morgun
Akureyri.
Knattspyrnufélag_Akureyrar heldur hátið á morgun, laugardag,
og á sunnudaginn. Á morgun verður nýja KA-heimílið vígt kl. 14
og á sunnudag leika yngri flokkar félagsins á KA-velIinum og þá
verður húsið opið allan daginn til sýnis fyrir gesti.
Hátíðin á morgun hefst með leik
Lúðrasveitar Akureyrar og skrúð-
göngu KA-félaga sem flytja félags-
fánann og góða gripi með hátíðleg-
um hætti úr KA-herberginu í Lund-
arskóla í hið nýja aðsetur.
Jón Amþórsson, fyrrverandi for-
maður KÁ, stýrir samkomunni.
Stefán Gunnlaugsson, formaður
bygg>nKarnefndar. lýsir fram-
kvæmdum og afhendir Guðmundi
Heiðrekssyni heiðurslykil og lykla-
völd hins nýja KA-heimilis fyrir
yngri og eldri félaga. Formaðurinn
stýrir síðan vígslunni með hjálp
yngri kynslóðarinnar sem afhjúpar
KA-merki á norðurvegg hússins.
Þá taka við stutt ávörp gesta og
síðan verður gestum boðið til stofu.
Á sunnudaginn byija yngri liðin
að leika kl. 14. Þann dag verða
veitingar á boðstólum sem foreldra-
félag KA stendur fyrir.
Nýja KA-húsið er á tveimur
hæðum, 520 fermetrar alls.
Blaðamaður Morgunblaðsins leit
inn í hið nýja félagsheimili fyrir
skömmu til að forvitnast hvað væri
þar á seyði. Þá var mikið óklárað,
en að líkindum hafa þeir KA-menn
lokið við frágang hússins er þessi
orð birtast á prenti.
Innan dyra voru nokkrir sjálf-
boðaliðar er kepptust við vinnu sína.
Þar gat m.a. að líta „heitan pott“
og hálfklárað gufubað. Einn vinnu-
þjarkanna, Guðmundur Heiðreks-
son, formaður KA, var tekinn tali
og hann spurður hvemig hefði
gengið.
„Það má segja að þetta hafí
gengið mjög vel það sem af er. Við
erum hér búnir að reisa 520 fer-
metra hús á tveimur hæðum og
ekki var byijað á bygginguni fyrr
en fyrir rúmlega ári, eða 11. maí
1985. Húsið var fokhelt í október
síðastliðnum og var þá haldið heil-
mikið reisugilli. Við stefndum upp-
haflega að því að ljúka byggingunni
á einu ári,“ sagði Guðmundur.
Á efri hæð hússins verður funda-
herbergi, salur, aðstaða vallarvarð-
ar og setustofa. Á neðri hæðinni
verða búningsklefar fyrir 60 manns,
gufubað, sturtuklefar, áhalda-
geymsla, heitur pottur, ljósabekkir
og e.t.v. einhver aðstaða til líkams-
ræktar.
Fyrir utan húsið hefur nú verið
hellulagt og malbikað, en þar er
ráðgert að hafa bílastæði. Næsta
sumar er hugsanlegt að upp verði
sett mini-golf þar fyrir utan. „Það
er ljóst að hér verður mest um að
vera á sumrin, enda er knattspyma
ekki iðkuð að marki utan dyra á
vetuma. Hins vegar er möguleiki á
að nýta landrýmið á vetuma og
leggjsi skíðagöngubrautir í jaðri
grasvallanna og búa til skautasvell
á malarvellinum. Þá getur fólk
komið hingað og brugðið sér annað-
hvort á skíði eða skauta og farið
síðan í sturtu og fengið sér kaffi-
sopa á eftir. Þá verður sjónvarps-
herbergi í húsinu, þannig að menn
geta hist og horft saman á leiki,
annaðhvort beinar útsendingar eða
af myndböndum. Uppi verður sölu-
aðstaða þar sem hægt verður að
fá keypta einfalda smárétti. Úti á
Guðmundur og Sigurður Jakobsson mæla fyrir bekkjum í búnings-
klefanum.
Hermann Sigtryggsson og óðinn Árnason við heita pottínn.
Gnðmundur Heiðreksson, formaður KA, og Jón Stefánsson f óða önn Hin nýj» féUgnmi'AgtflA þgirra KA.mnnna *ía MorgunbiaM/Magnús Gottfreðsson
að sópa nýju húsakynnin.