Morgunblaðið - 27.06.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JtJNÍ 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Að Listahátíð
lokinni
Utlit er fyrir að níunda
Listahátíðin í Reykjavík,
sem haldin var dagana 31.
maí til 17. júní, hafí verið
rekin án fjárhagslegs halla og
kunni jafnvel að skila ein-
hverjum hagnaði. Þetta er
ánægjulegt og nokkur tíðindi
miðað við fyrri hátíðir af sama
tagi. Þessi árangur hefur
sýnilega ekki verið á kostnað
þeirra atriða, sem í boði voru.
Hinir erlendu listamenn, sem
hingað komu að þessu sinni,
Claudio Arrau, Doris Lessing,
Ingmar Bergman, Dave
Brubeck, Herbie Hancock og
Margaret Price, svo nokkrir
séu nefndir, eru ekkert síður
í hávegum hafðir, en þeir
listamenn, sem fyrri hátíðir
hafa sótt. Picasso-sýningin á
Kjarvalsstöðum er líka mikill
viðburður og sumir hafa talið
hana kórónu þessarar hátíðar.
Hitt er annað mál, að rétt-
læting Listahátíðar felst ekki
í reikningsniðurstöðum að
henni lokinni. Við höldum ekki
Listahátíð til að hagnast á
henni flárhagslega, heldur til
að auðga andann, örva hugs-
unina, kveikja nýjar hug-
myndir og efla okkar eigin
menningu. í því felst ágóði,
sem að sjálfsögðu verður ekki
færður í höfuðbækur fjár-
haldsmanna, en er ekki síður
mikilvægur fyrir það.
A undanfömum Listahátíð-
um hafa erlendir listamenn
verið í brennidepli, enda þótt
hlutur íslendinga hafí jafíian
verið veglegur. Þetta er ekki
nema eðlilegt, því markmið
Listahátíðar hlýtur að vera að
færa listalíf umheimsins nær
okkur. Frá upphafí var hátíðin
hugsuð sem vettvangur al-
þjóðlegra lista, tækifæri fyrir
almenning á íslandi til að
kynnast því, sem hæst bæri
og áhugaverðast væri í sam-
tíðarmenningu erlendra þjóða.
Ýmsum fínnst víst, að hlutur
íslenskra listamanna mætti
vera enn stærri, en hann hefur
verið, og gagnrýnisraddir í þá
veru hafa heyrst í flölmiðlum
að undanfömu. Vel má vera,
að þetta sé rétt, en við verðum
að treysta framkvæmdastjóm
hátíðarinnar til að meta það
hveiju sinni, hver hlutföllin
eigi að vera. Það getur verið
breytilegt frá hátíð til hátíðar
með tilliti til þess, hveijir hinir
útlendu gestir em og hvað er
að gerast í íslenskum listum.
Listahátíðin í Reykjavík er
fyrir íslendinga alla, en ekki
eingöngu Reykvíkinga, þótt
hún sé haldin í höfuðborginni.
Það er umhugsunarefni í
þessu sambandi, hvort unnt
sé að veita íbúum úti á landi
ríkari hlutdeild í hátíðinni, en
verið hefur, t.d. með sérstök-
um ferða- og gistitilboðum.
En við eigum einnig að sælg'a
áhorfendur til útlanda og gera
auglýsingar um Listahátíðina
að föstum lið í landkynningu
okkar. Þannig gæti Listahá-
tíðin orðið akkur fyrir ferða-
þjónustuna, jafnframt þvi sem
aukin kynning hátíðarinnar
erlendis auðveldar okkur að
fá hingað ýmsa listamenn.
Þegar næsta Listahátíð
verður haldin verður Borgar-
leikhúsið í Kringlunni tekið til
starfa og vafalaust verður það
vettvangur fyrir einhveija liði
hátíðarinnar. Hús tónlistar-
innar verður tæpast risið þá,
en vonandi komið á ágætan
rekspöl, því mikil þörf er á
sérstöku tónleikahúsi. Er það
raunar undarlegt í ljósi hins
mikla tónlistaráhuga og
grósku í tónlistarlífí, sem er
hér á landi, að slíkt hús skuli
ekki vera risið fyrir löngu.
Það hefur stundum gustað
um Listahátíðina í Reykjavík
og menn ekki alltaf verið sátt-
ir við þau atriði, sem boðið
hefur verið upp á. Gagnrýnin
hefur líka beinst að þáttum,
sem menn hafa viljað fá en
ekki fengið. Að þessu sinni
virtust ádrepurnar, sem fram-
kvæmdastjóm hátíðarinnar
fékk, einkum snúast um
rekstur klúbbs á hennar veg-
um, og voru það heldur lítil-
sigldar deilur. Skoðanamunur
um sýningar, samkomur og
aðra viðburði Listahátíðar er
annars ekki til að hafa miklar
áhyggjur af. Slíkt sýnir, að
mönnum stendur a.m.k. ekki
á sama um hátíðina qg hún
fer ekki framhjá fólki. Á þessu
atriði má raunar hnyklg'a og
segja, að það sé höfuðkostur
ef Listahátíðin veldur ein-
hveijum hræringum í þjóð-
félaginu. List er ekki bara
stofustáss, heldur partur af
lífinu, sem við lifum, þar sem
til allrar hamingju skiptast á
skin og skúrir, logn og storm-
ur.
Starfsmannafélagið Sókn hef-
ur flutt starfsemi sína í nýtt hús-
næði að Skipholti 50A. Þar hefur
félagið skrifstofur sínar en auk
þess hafa Sóknarkonur komið
sér þar upp fullkominni heilsu-
rækt. I húsinu er einnig stór
samkomu- og fundarsalur.
Frá því Starfsmannafélagið Sókn
var stofnað og til 1976 hafði það
tii afnota tvö herbergi á Skóla-
vörðustíg 16, en þá festi félagið
kaup á einni hæð að Freyjugötu
27. I ágúst í fyrra voru skrifstofur
félagsins svo fluttar í nýtt hús í
Skipholti 50A. Bygging hússins var
fjármögnuð með því fé sem til var
í sjóðum félagsins auk þess sem
húsnæðið við Freyjugötu var selt.
A efri hæð hússins eru tvær íbúðir
og voru þær einnig seldar á almenn-
um markaði. Verkakvennafélagið
Framsókn hefur sömuleiðis keypt
hluta hússins og deilir það allri
aðstöðu með Sókn.
Sem fyrr segir er í húsinu líkams-
rækt og er hún opin öllum konum
sem áhuga hafa, Sóknarkonum sem
öðrum. Karlmenn hafa enn ekki
haft not af heilsuræktinni en til
stendur að veita hópum aðstöðu í
framtíðinni. í heilsuræktinni er
þrekhjól, róðrartæki og fleira þ.h.,
gufubað og heitur pottur og þar er
líka einn ljósabekkur og hægt að
fá tíma í nuddi. Eftir líkamsræktina
geta konur síðan slappað af og
fengið sér kaffi í kaffistofu sem þar
Nýja Sóknarhúsið að Skipholti 50a.
[ heilsuræktmni er heitur pottur þar sem konurnar geta slakað á í vistlegu umhverfi..