Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 31

Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 31 speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur! Takk fyrir pistlana þína. Nú langar mig að vita hvemig þér líst á okkur hjónin. Ég er fædd 20. júní 1937 um hádegi, en maðurinn minn er fæddur 15. október 1944 á hádegi. Við emm bæði listamenn og langar til að fá hjálp til að þekkja okkur sjálf. Kærarþakkir. Tvíburakona.“ Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Miðhimin í Tvíbura, Tungl og Mars saman (Sporðdreka, Venus og Úranus saman í Nauti, Neptúnus Rísandi ( Meyju. Ef þú ert fædd kl. hálf eitt er Vog Rísandi. Hugarflug Það að hafa Sól t Tvíbura og Tungl ( Sporðdreka gefur til að kynna mótsagnakenndan persónuleika. Tvíburinn er opinn, félagslyndur og léttur, Sporðdrekinn er dulur, al- vöragefinn og ómannblend- inn. Því togast tvær ólíkar hliðar á í þér. Þú hefur því ftekar erfiða skapgerð. Ef þú nærð jafnvægi átt þú hins vegar kost á því besta í tveim heimum. Sem Tvtburi ert þú vitsmunalega lifandi og hefiir gaman af vangaveltum og abstrakt pælingum. MvrkviÖi sálar- MVi lífsins Sem Sporðdreki ert þú síðan djúp og næm á sálrænan veraleika og huldari þætti tilverunnar. Þú baðar þig á íjallstindum vitsmuna og stingur þér til sunds í ómælis- 4júp undirmeðvitundarinnar. Þú átt til að vera létt og hress kokkteilmanneskja annan daginn og Lady Macbeth hinn. Þú ert einnig skapstór, stolt, tilfinningalega kraft- mikil og viðkvæm. Myndrœn hugsun Merkúr er í afstöðu við Neptúnus í korti þínu og táknar það að þú hefur myndræna hugsun og sterkt ímyndunarafl, getur átt til að vera utan við þig en fellur jafnframt vel að tjá þig með táknmáli. Venus og Uranus saman ( Nauti er mótsagna- kennt. Þú ert tilfinningalega (haldssöm en vilt vera frjáls og átt oft í töluverðri baráttu við sjálfa þig, þolir ekki fé- lagsleg höft og skyldur. Úr- anus táknar einnig að þú hefur framlegt og óvenjulegt fegurðarskyn. Hann Hann hefur Sól, Tungl, Merkúr, Neptúnus og Mið- himin í Vog, Mars, Venus og Rísandi í Sporðdreka. Draumlyndur Hann er ljúfur, draumlyndur, viðkvæmur og þægilegur persónuleiki. Segja má að hann sé alltof næmur. Hann hefur það sterkt ímyndunar- afl að ef hann gætir sín ekki er hætt við að hann missi tengslin við raunveraleikann og týni sér í eigin fmyndun- um. Á hinn bóginn gefur Neptúnus sterkan innblástur og er ágætur ef viðkomandi tekst að virkja hann á list- rænum sviðum. Fegurö Hann er mikil Vog og táknar það að hann er næmur á liti, form og jafnvægi. Hann er ftiðelskandi og þarf að hafa fegurð f umhverfí sínu. GóÖ saman f raun er hann undarleg blanda, bæði félagslyndur, dulur og lokaður. Sennilega þarf hann á fólki að halda ( ákveðnum skömmtum og síð- an einveru. Það & reyndar við um ykkur bæði. Að lokum má segja að kort ykkar eigi vel saman. X-9 J£N- LÖ66ANBR AV KOMA.þúVSi KVFR— É6 f/AFt St&Z/Ð DYRAGLENS LJÓSKA þi'i 3BT )kl Ek-io /Blc- I I6> HÉK..,l1Auji /ETU»A' ' Atí icCMA " p | IfAB’ ‘A VAt> . -'A \i| í í At> U/BT)K 'A /■« í|Ai_LtO rtA-V'?. f 1 FrKlK nAr \ZÖK‘J TOMMI OG JENNI / /VSAtú V LiStí-A ? FERDINAND SMÁFÓLK Pear Contributor, We are re turnínq your manu5cript.Itdoe5 not suit our present needs. IMTME ONLY UJRITER UJMO 6ET5 A REJECTION 5LIP UJRAPPEP AROUNP A ROCK.' Kæri höfundur. Við end- ursendum handrit yðar. Það mætir ekki þörfum okkarnúna. Ég er eini rithöfundur- inn sem fær neitun vafða utan um stein! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslenska sveitin, sem keppir á Norðurlandamótinu í Osló, sigr- aði Norðmenn í fyrri umferð mótsins 19—11. Eftirfarandi spil átti stóran þátt í þeim sigri. Norður gefur, allir á hættu. Norður ♦ Á10976 VÁK3 ♦ 8 ♦ ÁD82 Vestur ♦ 2 ▼ 1098762 ♦ Á75 ♦ 973 Austur ♦ KD83 ¥D ♦ D10943 ♦ G65 Suður ♦ G54 ♦ G54 ♦ KG62 ♦ K104 Á báðum borðum vora spilaðir Qórir spaðar í norður. í lokaða salnum varð Þorlákur Jónsson sagnhafi. Hann fékk út tígul, vestur drap gosa suðurs með ás og skipti yfir í hjarta. Þorlákur fór upp með ásinn, felldi drottn- inguna og dundaði sér svo við að sækja spaðann. Hann gaf aðeins tvo slagi á spaða og einn á tígul, slétt staðið og 620! N/S. Á hinu borðinu vora Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson f vöminni gegn Helness og Aaby. Helness vakti á einum spaða í norður, Aaby lyfti í tvo og Hel- ness sagði fjóra. Sigurður f austur spilaði einnig út ( tfgli og Helness setti lfka gosann eins og Þorlákur á hinu borðinu. En þá skildi leiðir. Jón drap tfgulás og velti vöngum. Það var vissu- lega freistandi að skipta yfir f hjarta, en við nánari athugun sést að það er rangt. Til þess að það borgi sig þarf Sigurður helst að eiga ÁD blankt í hjarta og trompslag. Eða eyðu f hjarta og tvo háslagi á tromp. Jóni fannst hæpið að Sigurður gæti verið með spil af fyrmefnda taginu, því þá ætti hann meiri styrk en sagnir norðurs gáfu til kynna. Og ef hann var með spil af siðameftida taginu dygði að spiia tígli og stytta sagnhafa í trompinu. Jón spilaði þvf tígli og Sigurð- ur hélt styttingnum áfram þegar hann komst inn á hjónin f spaða og sótti sér þannig þriðja tromp- slaginn. Raunar fór Helness tvo niður í vonlausri viðleitni til að vinna spilið og A/V fengu 200, eða samtals 13 IMPa. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hollenska meistaramótinu f ár kom þessi staða upp f viðureign tveggja af öflugustu skákmönnum Hollendinga. Gert Ligterink hafði hvftt og átti leik, en stór- meistarinn Hans Ree svart. Byrj- unin hafði gengið þannig fyrir sig. Slavnesk vöm, 1. d4 — d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. Bg5 - h6, 6. Bxf6 - Dxf6, 7. e3 - Rbd7, 8. Dc2 - Dd8, 9. 0-0-0!? - Be7, 10. h4 - dxc4, 11. Bxc4 - Da5, 12. g4 - Rb6, 13. Bb3 - c5?, 14. Re5 - Bd6 og nú kom öflugur leikur: ÍHBk.. 16. Rg€!t - fxg6 (16. - c4, 16. Rxh8 veitti e.t.v. heldur meiri mótspymu.) 16. Dxg6+ — Kf8, 17. Hh3 — Rd7,18. Dxe6 og Ree gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.