Morgunblaðið - 27.06.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 27.06.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 Guðrún Hjörleifs dóttir - Minning Fædd 28. júní 1908 Dáin 20. júní 1986 „Margs eraðminnast margterhéraðþakka Guði sé lof fyrir liðna t5ð“ í dag verður ástkær móðuramina okkar, Guðrún Hjörleifsdóttir, jarð- sungin frá Bústaðakirlg'u. Hún andaðist í Borgarspítalanum 20. júní sl. eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Amma fæddist þann 28. júní 1908 á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Eyj- ólfsdóttir og Hjörleifur Hjörleifsson söðlasmiður, sem bæði voru Skaft- fellingar. Var hún yngst fimm bama þeirra, og er Bergsteinn einn þeirra eftir á lífi. Amma fór ekki varhluta af erfíðleikum lífsins því árið 1918 dó móðir hennar úr spönsku veikinni og var amma þá aðeins tíu ára gömul. Nokkrum árum síðar fluttist hún til Reykja- víkur ásamt Karitas systur sinni, og bjuggu þær saman þar til amma gekk í hjónaband. Hún giftist Frið- jóni Steinssyni frá Mýrum í Hrúta- fírði, síðar kaupmanni, árið 1929 og bjuggu þau fyrstu búskaparár sín á Langholtsvegi 52, Reykjavík. Þeim varð sjö bama auðið. Þau em: Valgarður, Margrét Erla, Steinar, Guðrún, Gunnar, Elísa Hjördís og Friðdís. Vegir Guðs em órannsakanlegir, því amma missti mann sinn árið 1941, þá aðeins 32 ára og aðeins þremur mánuðum seinna næst- yngstu dóttur sína, Elísu Hjördísi, í bílslysi en þá var yngsta bamið 6 mánaða og það elsta 11 ára. Ætla mætti að slík reynsla yrði mörgum um megn, en með Guðs og góðra manna hjálp yfírsteig amma alla erfíðleika, en Guðstrúin var hennar styrkur þá sem endranær. Amma vann mikið alla sína ævi og lengst af við ræstingar í Laugar- nesskóla og Mjólkurstöð Reykjavík- ur. Árið 1952 fluttist hún í húsið sitt að Selvogsgmnni 5, þar sem við, elstu barnabörnin hennar, átt- um okkar annað heimili í mörg ár. Frístundum eyddi hún gjaman við ýmiskonar hannyrðir, pijónaði mikið á bömin sín og bamabórnin. Síðustu æviár sín bjó amma að Huldulandi 3, þar sem hún átti fallegt og vel búið heimili. Þegar við minnumst bemsku- og æskuáranna þá er amma efst í huga okkar. Hún var okkur meira en amma, hún var kær vinur sem við gátum alltaf leitað til, og áttum við margar gleðistundir saman. Við þökkum elsku ömmu okkar samfylgdina á lífsins brautu. Böm- um hennar, tengdabömum og öðr- um ættingjum vottum við samúð okkar og kveðjum hana með þessum orðum: „Farþúífriði fnður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Blessuð sé minning hennar. Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, Kristín Guðrún Jóhannsdóttir. Minning: Ingvar Magnús- son, Hofsstöðum Fæddur 1. desember 1905 Dáinn 13. maí 1986 Núna þegar vorfuglamir vom að byrja að koma og vindamir fóm að blása örlítið heitar og litlu lömbin að fæðast inn í hið íslenska kalsama vor, sem er samt fullt af vonum og fyrirheitum, fór hann afí okkar til guðs. Það fór ekki framhjá neinu okkar að hann var orðinn mikið lasinn og gekk svo illa að verða skárri eins og hann sagði oft sjálfur. Hann var hættur að geta hirt um kindumar sínar, þó að hugurinn væri hjá þeim fram að síðasta degi. Hann afí okkar var orðinn dálítið gamall maður - samt bara 80 ára. Við munum hann öll - minningam- ar lifa þó nú sé hann dáinn. Við sem eldri er munum hann hressan og sterkan. - Hann afa sem réði við alla hesta, hann afa sem allt vildi fyrir okkur gjöra - sækja hestana - leggja á - fara með okkur upp á Þverbrekkur eða í rétt- imar - eða bara eitthvað sem okkur datt í hug. Hann afa sem ásamt ömmu tók alltaf á móti okkur með bros á vör og glampa í augunum og þessum orðum: „Nei, kemur heljarmennið" eða „Kemur blessuð konan". Þessum nöfnum nefndi hann okkur. Við komum oft í gamla bæinn til ömmu og hans meðan hún lifði - amma var líka svo góð, þau okkar sem eldri em muna eftir henni en við sem erum svo lítil munum hana minna. Við komum líka í nýja húsið sem hann afí var svo stoltur af, þar hélt hann upp á afmælið sitt þann 1. desember sl. Þar komum við flest öll og þá var hann svo glaður. Blessað fólkið mitt, sagði hann, þetta er besti dagurinn minn í mörg ár. Þá vorum við öll glöð með honum og þá var sungið og svolítið lyft glasi. Það átti nú við hann afa. Hann verður okkur öllum ógleymanlegur - við munum hann kátan og glaðan tal- andi um gömlu dagana í Síðunni og í Selhaga. Segja okkur sögur af hestunum sínum, fjallaferðunum og svo mörgu öðru, svo tók hann upp tóbaksglasið tók hressilega í nefíð og hló - munum hann lítandi til ijallanna sinna, þangað sem hann var að síðustu fluttur í kistunni sinni. Við sem eldri erum munum hann við skepnuhirðinguna, við fengum stundum að hjálpa - munum hann eldhressan í réttunum, skimandi eftir kindunum sínum eða við af- tekningu, með orfíð sitt í brekkunni heima - þar munum við líka eftir ömmu - það kemur svo margt í hugann. En svo munum við hann dapran og farinn að heilsu. Honum leiddist að geta ekki sinnt skepnunum sín- um og hlaupið út í góða veðrið og ekki skroppið á bak. Það átti ekki við hann að vera svona fatlaður - svo fór hann í sjúkrahúsið og nú er hann farinn yfir móðuna miklu. Nú fer hann sjálfsagt á flugskeiði á Rauði sínum um bakka Sumar- landsins. Hver veit nema þar finnist brekka til að ganga með orfíð sitt Hún Rúna okkar er dáin. Hvem hefði getað grunað það fyrir nokkr- um mánuðum að þessi ákveðna og lífsglaða kona ætti eftir að verða heltekin af þeim hræðilega sjúk- dómi sem síðar dró hana til dauða. Ég mun ávallt standa í þakkar- skuld við Rúnu fyrir þá velvild og hjartagæsku sem hún auðsýndi mér þegar ég fyrir u.þ.b. þremur árum tengdist fjölskyldu hennar. Strax við fyrstu kynni fór ég að dást að þessari einstæðu konu, að þreki hennar og dugnaði við þau verkefni sem hún tók að sér. Sem dæmi mætti nefna þá ómældu vinnu sem hún lagði í starf sitt sem gjaldkeri hjá verkalýðsfélaginu í hennar heimabæ, árangurinn af þeirri vinnu vita allir sem til þekkja. Augljóst var af heimili þeirra hjóna og fjölskyldu að hvorki hún né eiginmaður hennar höfðu slegið slöku við til að gera hag afkomenda í og þá mun hún amma koma út með hrífuna og hjálpa honum. Um þetta hugsum við nú, þegar hjörtu okkar eru full af trega. Við þökkum honum allar liðnu stundirnar og biðjum honum blessunar á guðs vegum. sinna sem bestan og áberandi var það mikla ástríki sem ríkti milli þeirra hjóna og sá ég aldrei skugga beraá. Það sló okkur því öll sem hana þekktum þegar við fréttum um þann alvarlega sjúkdóm sem hafði heltekið hana en um leið var það okkur mikil huggun að fínna hversu sátt hún var við lífsgöngu sína og hversu tilbúin hún var að taka ör- lögum sínum. Nú þegar að kveðjustund er komið detta mér í hug tvö vers sem lýsa kannski best hugsunum mínum þegar ég kveð Rúnu í síðasta sinn. „Margseraðminnast, margter hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið.“ „Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Oll erum við sannfærð um endur- fundi. Barnabörnin stór og smá Sigrún H Páls- dóttir - Kveðjuorð Fædd 22. júní 1934 Dáin 10. júní 1986 45 Minning: Guðrún Hólm Fædd 21. apríl 1910 Dáin 19. júní 1986 Þegar við lítum til baka yfir liðna ævi koma margar minningar í hugann. Fólk, sem við höfum alltaf þekkt, er þar eins og hluti af okkar eigin tilveru. Óteljandi eru þau atvik og þættir mannlegra samskipta, sem við hljótum að minnast. Við vitum einnig, að ekkert í heiminum stendur í stað. Kynslóðir koma og kynslóðir hverfa. Ekkert fær til lengdar staðist hinn þunga straum tímans, sem hrífur á brott ættingja og vini. Þannig er gangur lífsins. Endurminningin er stundum það eina sem við eigum — en hún er líka dýrmæt, einkum þegar hún hefur að geyma samband okkar við gott fólk, fólk sem byggði líf sitt á þeim grunni að sælla væri að gefa en þiggja. Guðrún Hólm Sigurgarðsdóttir, eða Gunna, eins og hún var venju- lega nefnd, fæddist á Eysteinseyri við Tálknaíjörð 21. apríl 1910. Foreldrar hennar voru Sigurgarður Sturluson, bóndi og kennari á Eysteinseyri, og Viktoría Bjarna- dóttir. Gunna ólst upp í stórum hópi systkina, en á unglingsárum flutti hún til Reykjavíkur þegar foreldrar hennar brugðu búi. Sigurgarður andaðist nokkrum árum síðar, en Viktoría stundaði ýmis störf og rak m.a. verslun um skeið. Hún var mjög virk í félagsstarfsemi og þekkt fyrir hannyrðir og ritstörf. Gunna fékk snemma áhuga fyrir flestu sem að matreiðslu og fram- reiðslustörfum laut. í þeim efnum- sótti hún ýmis námskeið, bæði hér heima og í Danmörku. Hún starfaði við matreiðslu við sendiráð íslands í Danmörku síðustu árin sem Sveinn Bjömsson var sendiherra í Kaup- mannahöfn. Eftir lýðveldistökuna 1944 var hún ráðskona á Bessa- stöðum um skeið. Þar kynntist hún Sveini Egilssyni frá Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafírði, og gengu þau í hjónaband árið 1945. Þau eignuðust eina dóttur, Jakobínu. Gunna starfaði áfram við fram- reiðslustörf, og sá t.d. í mörg ár um veislur víða í Reykjavík. Var til þess tekið hversu allt var vandað og smekklegt sem hún sá um í þessa veru. Ekki er hægt að draga í efa að hún hafði lifandi áhuga á sinni atvinnugrein, hún starfaði í ýmsum veitingahúsum og hótelum, lengst af á Hótel Sögu. Gunnar var einstaklega gestrisin. Það var henni sönn gleði að taka á móti gestum, og gerði hún það af GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." Ég votta eiginmanni Sigrúnar, bömum hennar, tengdabömum, bamabömum og öllum skyldmenn- um mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu raun. S.Þ. slíkum myndarskap að lengi verður ^, í minnum haft. Á heimili hennar var alltaf gott að koma. Það má með sanni segja, að mesta ánægja hennar var að gera öðmm eins gott og í hennar valdi stóð. Hlýhug- ur og gjafmildi einkenndu hana. ásamt ríkri samúð með öllum sem minna máttu sín eða vom rangind- um beittir. Óréttlæti og hroka þoldi hún ekki, og sagði þá skoðun sína umbúðalaust, ef svo bar undir. Þær vom margar stundimar, sem við spjölluðum saman um liðna tíð eða atburði líðandi stundar, yfír kaffí og kökum á heimilinu sem ' henni hafði tekist að gera svo ein- staklega heimilislegt og vistlegt. Það get ég fullyrt, að þar fundum við fyrir vináttu, sem er dýrmætari en veraldleg gæði. Nú er Gunna horfín sjónum okkar. Þess emm við þó fullviss, að hún hverfíir aldrei úr hjörtum okkar, hún var tengd okkur sterkari böndum en svo megi verða. Þegar þetta er skrifað skín mið- nætursólin á fyöllin og sveitina við Eyjafyörðinn, og náttúran skartar sínu fegursta. Þannig lifir Gunna áfram í minningu okkar; eins og birtan sem sigrar myrkrið. Systkinum hennar, eiginmanni, einkadóttur og dóttursyni sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Egill H. Bragason Sally Field og James Garner fá sér snúning í „ Ástaræ vintýri Murphys". Stjörnubíó sýnir „Astar- ævintýri Murphys“ í STJÖRNUBÍÓl eru nú að hefj- ast sýningar á bandarísku kvik- myndinm „Ástarævintýri Murp- hys“, Murphy’s Romance. í myndinni segir frá Emmu sem er fráskilin og á 13 ára gamlan son. Fyrrverandi eiginmaður henn- ar, Bobby, er á svipuðu þroskastigi og sonurinn. Emma ætlar að vinna fyrir sér með hrossatamningum en það gengur fremur brösuglega, karlmönnunum í sveitinni er lítið gefið um að kvenmaður fáist við slíkt. í þorpinu er einn maður öðrum' efnaðri, Murphy. Honum þykir í fyrstu lítið til Emmu koma en smám saman myndast sterk bönd milli þeirra, Bobby til mikillar hrellingar. Martin Ritt leikstýrir myndinni en með aðalhlutverk fara Sally Field, James Garner og Brian Ker- win.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.