Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 1
80SIÐUR B STOFNAÐ1913 145. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Alelda loftfar AP/Símamynd Reynsluflug nýstárlegs loftfars á Bretlandi endaði með ósköpum á þriðjudag. Eldur kom upp í loftfarinu og hrapaði það til jarðar með þeim afleiðingum að einn maður beið bana af fimm manna áhöfn. Loftfarið var gert úr gríðarstórum belg og hlutum úr fjórum þyrlum, og var rúmlega hundrað metrar á lengd. Suður-Afríka: Stj órnvöld sækja 780 manns tíl saka Jóhannesarborg, London, AP. RÍKISSTJÓRN hvíta minnihlutans í Suður-Afríku skýrði frá þvi gær að í ráði væri að sækja um 780 manns, sem verið hafa í varðhaldi síðan neyðarástandslög voru sett þar, til saka fyrir glæpsamlegt athæfi. Talsmaður stjórnarinnar sagði að einnig væri líklegt að fleiri yrðu ákærðir fyrir sömu sakir. Verða fangamir m.a. ákærðir fyrir morð og líkamsárásir. Ekki er vitað hve margir hafa verið handteknir frá setningu neyðarástandslaganna 12. júní, en talið er að þeir séu á bilinu 1.800-3.000. Desmond Tutu biskup kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af því hve sprengjutilræðum hefur fjölgað undanfamar vikur. A þriðjudag særðust átta í sprengingu í miðborg Jóhannesarborgar, og er þetta tí- unda sprengjan, sem sprengd hefur verið frá því 12. júní. Talsmaður stærsta verkalýðs- sambands landsins, en þar eru blökkumenn í meirihluta, krafðist þess í gær að allir þeir verkalýðs- leiðtogar, sem handteknir hafa verið síðustu vikur, yrðu látnir lausir. Hann sagði að yrði stjómin ekki við kröfum Verkalýðssam- bandsins fyrir 10. júlí, þá yrði efnt til mikilla mótmælaaðgerða. Verkalýðsfélag námamanna gekkst fyrir mótmælum í gær við gullnámur í Suður-Afríku til að vekja máls á handtökum verkalýðs- leiðtoga. Sagði formælandi Verka- lýðsfélagsins að 13 starfsmenn þess hefðu verið handteknir. Námamenn hafa átt í vinnudeilum við atvinnu- rekendur, og líklegt þykir að þeir fari í verkfall ef samningar nást ekki í bráð. Námamenn höfnuðu í gær samningstilboði atvinnurek- enda. Bandariska stórblaðið The New York Times greindi frá því gær að lögregla í Durban hefði myrt fjóra svarta andstæðinga aðskilnaðar- stefnunnar 19. júní. Hefðu lög- reglumenn ginnt blökkumennina í hús eitt með því að segja að þar væri vopnum til að dreifa. Síðan hefðu þeir hafið skothríð á blökku- mennina með fyrrgreindum afleið- ingum. Talsmaður uppslýsinga- skrifstofu suður-afrískra yfirvalda hafði staðfest þetta, en sagt að svartur lögregluþjónn hefði valdið dauða blökkumannanna. Allsherjarverkfall boðað í Chile: Þrír létu lífið í skotárásum Brussel, Belgiu og Sautiago, Chile, AP. ÞRÍR létu lífið í skotárásum í Santiago í gær, og a.m.k. tiu sprengjur sprungu þar síðasta sólarhring. Umtalsverð þáttt- aka var í tveggja daga allsherjarverkfalli, sem verkalýðs- félög og stjórnarandstæðingar stóðu að og hófst í gær. Augusto Pinochet, for- seti Chile. Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga, ICFTU, lýstiígær yfir stuðningi sín- um við allsherjar- verkfallið. í yfír- lýsingu ICFTU sagði, að aðgerðir verkalýðsfélag- anna væru liður í baráttunni gegn harðstjóm Aug- ustos Pinochet forseta landsins og fyrir auknum stjómmála- og fé- lagsréttindum í Chiie. Meðal þeirra sem létu lífið í átökunum í gær var 13 ára gömul stúlka. Hún var skotin til bana, þegar hún átti leið um svæði, sem herinn hafði umsjón með. Ekki var vitað, hver banamaður stúlkunnar var, en hermenn skutu hina tvo. Þrátt fyrir verkfallsboðunina höfðu helstu þjónustufyrirtæki og stjómarskrifstofur opið eins og venjulega, en þó nokkur röskun varð á almenningssamgöngum. Skipuleggjendur verkfallsins höfðu sett sér það mark að lama aimenningsflutninga, og var um- ferð talsvert neðan við meðallag í stærstu borgum landsins. Er talið að verkfallið hafi haft nokkur áhrif, ekki síst af því að margir eigendur almenningsfarartækja og flutningabíla ákváðu að styðja aðgerðimar. Bandaríkjamenn og EB semja um landbúnaðarmál: „Miklum hagsmuna- árekstri afstýrt“ — sagði Willy de Clercq, viðskiptafulltrúi EB Briissel, Washington, AP. BANDARÍKJAMENN hafa komist að bráðabirgðasamkomulagi við Evrópubandalagið í landbúnaðardeilunni, sem veríð hefur milli þessara aðilja. Samkomulag þetta gerir að verkum að komist verður hjá miklum hagsmunaárekstrí, að því er Willy de Clercq, viðskipta- fulltrúi Evrópubandalagsins, sagði í gær. Samkvæmt samkomulaginu munu Bandaríkjamenn ekki setja viðskiptahömlur á innflutning frá aðildarrflqum Evrópubandalagsins næstu sex mánuði. Evrópubanda- lagið skuldbindur sig til að leyfa Bandaríkjamönnum að flytja kom til Spánar og Portúgals á núverandi verði meðan verið er að semja um leiðir til að draga úr viðskiptahöml- um. Deilurnar má rekja til aðildar Spánverja og Portúgala að Ev- rópubandalaginu. Þá héldu Banda- ríkjamenn því fram að útflutningur þeirra á komi til ríkjanna tveggja drægist saman vegna inngöngunn- ar, og sögðu embættismenn banda- ríska viðskiptaráðuneytisins að ár- legt tap vegna þessa mundi nema um einum milljarði dollara á ári. Hótuðu þeir því að beita Evrópu- bandalagið viðskiptaþvingunum. í samkomulaginu segir að auki Pinochet forseti sagði í gær að verkfallsaðgerðimar væru „ekkert annað en mannalæti verkalýðs- forkólfa og stjómarandstæðinga". Bandaríkin: Framlengja fiskveiði- samning Washington, AP. REAGAN forseti leggur til, að fiskveiðisamningur, sem Banda- ríkjamenn gerðu við Sovétmenn fyrir tíu árum, verði framlengd- ur um eitt ár. Samningurinn heimilar samvinnu fiskimanna beggja þjóðanna og hefur undanfarin ár verið fram- lengdur af Bandaríkjaþingi. Forsetinn tilkynnti þingmönnum, að félli samningurinn úr gildi, myndi það valda bandarískum fiski- mönnum vemlegum Qárhagserfið- leikum. að deiluaðiljar verði að hafa komist að endanlegu samkomulagi fyrir 31. desember. Tólf aðildarríki Evrópubanda- lagsins verða að samþykkja sam- komulagið, en de Clercq er vongóð- ur um að fulltrúar þeirra veiti samþykki sitt. Frakkar hafa reynd- ar sagt að þeir taki samkomulaginu með fyrirvara, „en þeirra fyrstu viðbrögð voru jákvæð," sagði de Clercq. Malcolm Baldrige, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, fagnaði sam- komulaginu og sagði að hvorugur aðilinn vildi viðskiptastríð. Norðmenn hyggjast hætta hval- veiðum OsIó.AP. ALLT útlit er fyrir að til- kynnt verði opinberlega í dag að Norðmenn hyggist hætta hvalveiðum í við- skiptaskyni frá og með næsta árí. Sjávarútvegsráðherra Nor- egs, Kurt Mosbakk, sagði í gær að með áframhaldandi hval- veiðum stefndu Norðmenn fisk- útflutningi sínum til Bandaríkj- anna í hættu. Því þyrfti stjórnin að taka afstöðu til málsins eins fljótt og auðið væri, og banna hvalveiðar Norðmanna. Sam- kvæmt heimildum norska út- varpsins verður sú ákvörðun tekin á ríkisstjómarfundi í dag, fimmtudag. Verðmæti fískútflutnings Norðmanna nemur nú um 160 milljónum Bandaríkjadala. Á þessu ári ráðgera Norðmenn að veiða 400 hrefnur, en 55 skip taka þátt í veiðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.