Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 7 Sumarbúðirnar í Vatnaskógi: „Slökun ’86 fyrir stráka eldrl en 18 ára Borgarfirði. í SUMARBÚÐUM Kristilegs félags ungra manna, KFUM, í Vatnaskógi í Svínadal, verða 10 flokkar í sumar, 90 drengir í hverjum flokki í rnn viku tíma. Forstöðumenn í sumar verða þeir Guðmundur Guðmundsson guðfræðingur, Skúli Svavars- son kristniboði og Guðmundur Jóhannsson sagnfræðinemi. Sjö foringjar eru með strákunum í leik og starfi. í eldhúsi eru sjö stelpur undir stjórn Auðar Pálsdóttur, ráðskonu. Síðustu helgina í águst í sumar verður nýmæli í starfí búðanna. Þá verður karlaflokkur fyrir 18 ára og eldri, dagana 29.—31. ágúst. Þar er ætlunin að strákamir, sem eru samkvæmt dagatalinu orðnir of gamlir til þess að vera í sumar- búðunum, en jafnungir í anda og áður, geti komið í andlega leikfími og ekki síður líkamlega. Upplifa gömlu góðu dagana þegar þeir fóru í Skóginn og sulluðu í vatninu. Hefur þetta verið nefnt „Slökun ’86“ og menn hvattir til þess að koma í dulitla slökun áður en skammdegið skellur á, áður en laufín fara að falla eða jafnvel víx- illinn. Ef svo er, þá getur þú boðið Stelpumar, sem framreiða matinn í tæplega 1.000 stráka i sumar í Vatnaskógi, þær Guðrún, Ragnheiður, Auður ráðskona, Linda, Sigr- ún, Kía og Edda. sjálfum þér í karlaflokkinn. Er ekki minningar koma fram. að efa, að þar munu margar góðar — pþ „Fer í sex vikna ferð til Austurlanda með Covent Garden-óperunni“ — segir Sigríður Ella Magnúsdóttir „ÉG KEM til íslands um jólin og syng í Aidu, sem fyrir- huguð er hjá íslensku óperunni í byijun janúar,“ sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir í samtali við blaðamann, en hún starfar nú hjá Covent Garden-óperunni í London. „í byijun september fer ég með Covent Garden-óperunni í sex vikna ferð til Kóreu og Jap- ans þar sem ætlunin er að sýna þijú verk alls 17 sinnum. Það verða níu sýningar á Carmen eftir Bizet, fímm sýningar á Samson og Dalilu eftir Saint- Saens og þijár sýningar á Cosi Fan Tutte eftir Mozart. Með í förinni verða stórstjömur í tón- listarheiminum svo sem tenór- söngvaramir José Carreras og Jon Vickers og söngkonumar Kiri Te Kanava, Agnes Baltsa og Elena Obratsova. Eg á að vera viðbúin að taka við öllum mezzósópran-hlutverkunum ef einhver hinna forfallaðist svo þessa dagana er ég að æfa þessi Sigríður Ella Magnúsdóttir hlutverk." Sigríður Ella sagðist vera ný- komin frá Frakklandi, þar sem hún söng konsertuppfærslu Samson og Dalilu með tenór- söngvara, sem ráðinn hefur verið til þess að syngja hlutverk í Metropolitan-ópemnni á næsta ári. „Það gekk vel og ég fékk fína dóma. í mars á næsta ári em síðan fímm tónleikar á dag- skrá hjá mér í Frakklandi og fyrirhuguð er plötuupptaka einn- ig á næsta ári þar sem ég syng lög úr frönsku ópemnni Therese eftir Massenet." Seltjarnames: Guðmar Magnús- son kosinn forseti bæjar- stjórnar NÝKJÖRIN bæjarstjórn Sel- tjamarness hélt sinn fyrsta fund miðvikudaginn 18. júní. Aldurs- forseti, Guðrún K. Þorbergs- dóttir, setti fundinn, lýsti úrslit- um kosninganna og stjómaði kosningu forseta. Guðmar Magnússon var kjörinn forseti bæjarstjpmarinnar, en til vara Ásgeir S. Asgeirsson og Guð- rún K. Þorbergsdóttir. Kosningum í nefndir og ráð á vegum bæjarins var frestað þar til í júlí, en á fundin- um vom ræddar tillögur og hug- myndir um breytingar á bæjarmála- samþykkt Seltjamamess. Konur á Seltjarnamesi hafa bætt hlut sinn vemlega að því er varðar þátttöku í stjóm bæjarins, en nú eiga þijár konur sæti í bæjarstjóm- inni en íjórir karlmenn. í kosning- unum 31. maí sl. missti Sjálfstæðis- flokkurinn einn mann úr bæjar- stjóm Seltjamamess og munaði þar aðeins tveimur atkvæðum. Engu að síður heldur flokkurinn ömggum meirihluta í bæjarstjóminni og fékk hærra hlutfall atkvæða en nokkur annar framboðsaðili á landinu. Guðmar Magnússon f dag tengjast Mobira Talkman bílasímarnir sjáifvirka farsímakerfinu í dag, 3. júlí, tekur Póstur og sími upp sjálfvirka þjónustu viðfarsímaeigendur. Mobira bílasímarnir, sem hundruðirkaupendahafaþegartryggtsér í bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og víðar, eru um leið komnir í fulla notkun. Mikilvæguráfangi í fjarskiptaþjónustu á íslandi er orðinn að veruleika. Við óskum Pósti og síma til hamingju með daginn og sömuleiðis núverandi og væntanlegum farsímaeigendum. Við hlökkum til samstarfsins á komandi árum. Hátæknihf. Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700 108 Reykjavík - með Mobira Talkman í broddi fylkingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.