Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986
13
Tölvugagnabanki fyrir um-
ferðaróhöpp í Reykjavík
eftir Gunnar H.
Gunnarsson
Upphaf þessa máls var, að ég
hafði um nokkurt skeið haft áhuga
á gerð slíks banka og fært það í
tal við yfirmenn mína. Þann 18.
maí 1984 fékkst svo þeirra leyfí
fyrir því að gerð bankans yrði hafín.
Með mér að gerð bankans hafa
unnið: Ásgeir Þór Ásgeirsson, deild-
arverkfræðingur á umferðairdeild,
Heiðar Þór Hallgrímsson, deildar-
verkfræðingur á þróunar- og
gagnasöfnunardeild og Bergur
Jónsson, tölvufræðingur.
Innslátt gagna í tölvubankann
hafa þær Anna Ólafsdóttir og
Hrönn Baldursdóttir séð um.
Gerð bankans sjálfs og þar með
talinn innsláttur upplýsinga upp úr
lögregluskýrslum um umferðar-
óhöpp í Reykjavík á árunum 1983,
1984 og 1985 og innsláttur upplýs-
Gunnar H. Gunnarsson
inga um gatnakerfið er nú að mestu
lokið. Þetta verk, sem að mestu er
greitt af umferðardeild gatnamála-
stjóra, eiganda bankans, mun kosta
rúmlega 1 milljón króna.
Helstu gögn, sem slegin
eru inn í bankann
Gatnakerfínu í Reykjavík er skipt
upp í á þriðja þúsund gatnamót og
götubúta og fær hver hiuti kerfísins
sitt númer og er síðan sleginn inn
í bankann. Dæmi: Gatnamótin Eiðs-
grandi — Öldugrandi eru númeruð
X—0001, en götubúturinn Eiðs-
grandi milli Öldugranda og Skelja-
granda fær númerið G—0001.
Ekki er látið nægja að númera
hvern stað í gatnakerfinu, heldur
eru gefnar aðrar upplýsingar um
hann einnig. Dæmi: Umferðar-
magn, leyfður hámarkshraði, teg-
und götulýsingar o.s.frv.
Einnig má geta þess, að gatna-
kerfisbútamir era flokkaðir í teg-
undir eins og t.d. krossgatnamót,
t-gatnamót og planfrí gatnamót
o.fl. og svo aftur á móti t.d. ijög-
urra akreina götur með miðeyju,
fjögurra akreina götur án miðeyju,
tveggja akreina götur án miðeyju
o.s.frv.
Eins og áður var nefnt era slegn-
ar inn upplýsingar í tölvuna um
umferðaróhöpp í Reylq'avík og era
þau hvert um sig skráð á réttan
stað, þ.e.a.s. á það X- og G-númer,
sem svarar tii þess staðar sem
umferðaróhappið varð á. Þar fyrir
utan era slegnar inn eftirfarandi
upplýsingar:
A. Aðilar að umferðaróhappi
Allt að þrír aðilar geta verið að
umferðaróhappi. Sérhvert öku-
tæki er sér aðili, gangandi veg-
farandi getur verið aðili, einnig
hindranir á vegi.
B. Slasaðir einstaklingar
Unnt er að skrá allt að 9 slasaða
einstaklinga fyrir sérhvem aðiia
að umferðaróhappi. Uin hvem
slasaðan einstakling era svo
skráðar ýmsar upplýsingar, t.d.
tegund og orsök meiðsla, notkun
bílbeltis eða ekki, innlögn á
sjúkrahús eða ekki, aldur, kyn
o.s.frv.
C. Nánari upplýsingar um
umfér ðar óhappið
1. Hvenær umferðaróhappið varð.
2. Hversu alvarlegt umferðar-
óhappið var.
3. Nánari lýsing á aðilum að
umferðaróhappinu.
4. Færð, þegar umferðaróhappið
varð.
5. Veður, þegar umferðaróhappið
varð.
6. Birta, þegar umferðaróhappið
varð.
7. Ástand götunnar, þegar um-
ferðaróhappið varð.
8. Gerð hjólbarðanna, þegar
umferðaróhappið var.
O.s.frv.
Helstu upplýsingar, sem
úr bankanum má fá
A. Svartblettaútskrift
Með henni má sjá m.a. þá staði
í gatnakerfinu, þar sem flest
umferðaróhöpp eða slys hafa
orðið, að teknu tilliti til umferðar-
magns, þ.e.a.s. þeir staðir sem era
hættulegastir. Þessir staðir hafa
verið nefndir svartir blettir (á
ensku: Black spots).
B. Skrá yfir slasaða I umferð-
inni í Reykjavík
Miðað er við ákveðið ár, sundurlið-
að eftir kyni og aldri hins slasaða
ásamt því hvort hann er akandi,
hjólandi eða gangandi t.d.
C. Umferðaróhöpp í Reykjavík
á ákveðnu ári, flokkuð eftir
höfuðflokkum umferðarlaga-
brota.
D. Umferðaróhöpp sem upp-
fylla ákveðin skilyrði
Þau era leituð uppi með hjálp
sérstaks tölvuforrits. Dæmi:
Umferðaróhöpp, sem hafa orðið á
ákveðnum áram milli kl. 21 og
kl. 07, á gulu blikkandi ljósi.
E. Ýmsar fleiri skrár mætti
nefna, sem unnt er að fá.
Lokaorð
Nú kynni einhver að spyija: „Til
hvers í ósköpunum að vera að eyða
tíma og peningum í þennan tölvu-
gagnabanka?"
Því er til að svara að þama eram
við umferðartæknimennimir komn-
ir með ómetanlegt tæki til þess að
fínna hættulegustu staðina f gatna-
kerfínu og getum því einbeitt okkur
að því að laga þá, en þurfum ekki
að tefja okkur á tfmafrekri hand-
virkri leit.
Auk þess er ástandið þannig í
dag að við komumst ekki yfír að
leita þá uppi með handvirkum
hætti, svo vel sé, vegna þess að í
Reykjavík verða á ári hveiju u.þ.b.
3.000 umferðaróhöpp samkvæmt
skýrslum lögreglunnar.
Þó að heildarkostnaður við gerð
þessa banka verði rúmlega 1 milljón
króna, verður hann fljótur að borga
sig vegna vinnuspamaðar við úr-
vinnslu á skýrslum um umferðar-
óhöpp í Reykjavík, því það verk
yrði aldrei jafn vel unnið með hand-
Fer ínn á lang
flest
heimili landsins!
virkum hætti af minna en 3—4
mönnum í fullu starfí.
Einnig mun bankinn spara mikið
fé vegna markvissari og árangurs-
ríkari lagfæringa á gatnakerfínu,
vegna betri upplýsinga en áður um
svarta bletti í því.
Höfundur er deildarverkfræðing-
urá umferðardeild gatnamála-
stjóra.
Datsun King CAB árg. 1983.
Góður bíll, ekinn aðeins 49.000 km. Drif á öllum hjólum. Nýleg
dekk, útvarp. Topplúga. Silfurgrár á litinn. Verð 475.000,-.
Upplýsingar í símum 22013 og 44122, 20620 og 623858.
Íreturðu líka
að veislumatinn
ísuðvestan rign i nm ■’
Meco útigrillin eru alveg einstök í sinni
röð. Yfirhitinn, sem myndast með lokuðu
grilli gefur matnum þennan sanna
grill-keim.
Þú sparar grilltíma, notar færri kol og
nærð betri árangri í matargerðinni.
Að grilltíma loknum lokarðu einfaldlega
fyrir loftstrauminn og slekkur þannig
í kolunum, sem þú getur
síðan notað við næstu grill-máltíð.
Meco grillin bjóða upp á þægi-
lega fylgihluti svo sem teina, borð,
hitaskúffu og snúningsmótor.
Maturinn er munngæti úr Meco!
heimilistæki hf.
SÆTUNI 8 - S> 15G55
ALVÖRU ÞRÍHJÓL
Með öryggið í
öndvegi
Örugg og sterk
á mjög góðu verði
Þríhjólið er eitt albesta leikfang yngstu barnanna. í
leiknum lærir bamið að samræma hreyfingar sínar
og þjálfar jafnvægisskynið í leiðinni. Rauðu og hvítu
Winther þríhjólin rrá Danmörku hafa í áratugi verið langvinsælustu þríhjólin á íslandi og hafa
gengið í arf frá kynslóð til kynslóðar vegna styrkleika og varahlutaþjónustu. Nú hefur Winther
bætt um betur og hannað þríhjól framtíðarinnar sem er enn betra og öryggið haft í öndvegi.
Við hönnun eru allar línur hafðar bogadregnar eða sléttar, þannig að hvergi fyrirfinnast skarpar
brúnir, göt eða nibbur, sem bamið getur skaðað sig á. (Skrúfur era innfelldar, sléttir hjólkoppar
o.s.frv.)
Einkaumboð á íslandi: mm Reidhjólaverslunín_
ORNINN
Spítalastíg 8. Símar 14661 — 26888.
sérverslun i meira en hálfa öld