Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 16

Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 16
16 foRá^MÁÐlfc,iFlÍ^UDkÖÚRS:J{jLlÍ9§6 Gluggað í tímarit Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Geronotologisk Magasin — um aldring og eldre, l.tbl. 1986. Útg. Norsk gerontologisk insti- tutt og Universitetsforlaget. Málefni aldraðra eru æ meira til umfjöllunar og er ekki vanþörf á. Norðmenn gefa út sérstakt rit um öldrunarmálefni og er þetta þriðja árið sem ritið kemur út. Það kemur á fjögurra mánaða fresti ár hvert. Ritstjóm leitast augsýnilega við að gera grein fyrir sem flestum þáttum sem varða aldrað fólk. í tímaritinu endurspeglast þau viðhorf sem verða æ almennari, að minnsta kosti á Norðurlöndunum, að í öldrunar- málum séu að koma upp ný viðhorf, sem ekki sízt snúast um það að gera fólki ellina léttbærari. Það er að segja: hjálpa fólki til að njóta hennar í stað þess að þreyja hana. Þessa gætir einnig hérlendis sem betur fer þótt meira megi vissulega að gera. I ritinu nú er meðal annars at- hyglisverð grein eftir Kirsten Daní- elson: Hvorfor bor sá mange eldre alene? og Selvhjulpenhet og arbeits- deling — den daglige dont som forskningstema eftir Svein Olav Daatland. Meðal annars efnis í þessu eintaki er De modeme beste- foreldre, Blir de eldre selv spurt? og raunar margt fleira, fróðlegt og innihaldsríkt. Ritstjóri er Svein Olav Daatland og með honum sitja í ritstjóm Eva Beverfelt, Odd H. Guntvedt, Reidun Ingebretsen, Ásmund Lunde og Per Erik Solem. The Icelandic Canadian — jóla- hefti 1985 44. árg. 2. tbl. Útg. Winnipeg, Kanada. Mikið hefur verið sknfað um þá tryggð sem Vestur-íslendingar sýna gamla landinu. Þó svo að einstaklingamir séu fæddir í Kan- ada og eigi kannski ekki ættir að rekja til Islands fyrr en í 3. lið er ótrúlegur og nánast heillandi sá áhugi sem þetta fólk sýnir Islandi. í þessu blaði er mikið af vönduðu efni og skemmtilegu aflestrar, Kristjana Gunnars ritstjóri skrifar greinina Christmas 1985, þar sem hún fer meðal annars orðum um jólahald á íslandi og segir: „The holiday is celebrated with incredible intensity; the festivities linger for the entire twelve days of Christmas and probably nowhere else in the world do so many relatives visit so many other relatives in so short a time.“ Önnur grein í blaðinu sem mér fannst mjög ánægjuleg aflestrar vom dagbókarbrot úr Islandsferð eftir Edith Bjömsson Sunley. Þá em þýdd nokkur ljóð eftir Stephan G. Stephansson, sagðar ýmsar fréttir, grein um öldunginn Steve Kolbinson sem er bóndi og fiðluleik- ari. Greinina skrifar Audrey Bay- duza. Sérstök sniðörk af upphluts- skyrtu fylgir þessu eintaki. Prýði- legt rit að útliti og innihaldi. Stoffmisbruk, l.tbl. 1986. Útg. Miðnefnd um eiturlyfja- vanda í samvinnu við Universi- tetsforlaget. Margir hafa álitið að fíkniefna- neytendur í Noregi hafí rofið öll samskipti við fjölskyldur sínar, eftir að þeir urðu forfallnir í eiturlyfja- neyzlu. Við könnun sem gerð var á vegum útgáfunefndar þessa rits kemur þó annað upp úr kafínu. NOTADU TÆKIFÆRID Stórútsala á tískufötum frá Bazar. Notaðu þetta sérstaka tækifæri og fataðu þig upp í dýrt - ódýi I leiðinni bjóðum við þér góð föt á börnin í sveitina. Opið frá kl. 10-19 og laugardaga frá kl. 10-17. H-HÚSIÐ KOPAVOGl Auðbrekku 9. Sími 4 44 40 Langtum fleiri fíkniefnaneytendur hafa samband við fjölskyldur sínar og búa oft heima tíma og tíma, en haldið var. í ljósi þessa hefur nefnd- in reynt að efla samstarf milli ættingja sjúklinga ef það gæti orðið þeim og bömum þeirra til hjáipar í erfíðu vandamáli. Reynslan af slíku samstarfí hefur gefízt vel til dæmis í Bandaríkjunum og þar vinna nú 8 þúsund foreldrahópar í samráði við sérfræðinga fyrirbyggj- andi starf gegn fíkniefnaneyzlu. í Stoffmisbruk er. íjallað um fíkniefnavandann, neytandann og fjölskyldu hans frá mörgum hliðum og meðal annars em greinar um sektarkenndina sem fjölskyldan fær, þegar bamið leiðist út í of- neyzlu fíkniefna og bent á hvemig megi vinna úr þeirri kennd, svo að hún verði að minnsta kosti ættingj- unum og ef til vill neytandanum til bjargar. Þá em greinar um meðferð fyrir fjölskyldur fíkniefnaneytenda og sagt ítarlega frá undirbúnings- starfí í Noregi að stofnun foreldra- samtaka svipaðra þeim og lýst var að ynnu saman í Bandaríkjunum. Ritstjóri þessa gagnmerka blaðs er Martin Blindheim og aðstoðarrit- stjóri er Tone Öiem. Ritið kemur út 3—4 sinnum á ári. Ariel l.tbl. 1986. Útg. Mennta- og vísindadeild ísraelska utanríkisráðuneytisins í samvinnu við Jerusalem Post Publications Ltd. Þetta er eitt vandaðasta og fal- legasta rit sem ég fæ í hendur og jafnan margar vemlegar bitastæðar greinar í því. Collecting Jewish Films eftir Geoffrey Wigoder og Þrjár ólíkar og mis- jafnar að gæðum Hljómplötur Sigurður Sverrisson The icicle works Seven singles deep Þrátt fyrir talsverða athygli í heimalandi sínu, Bretlandi, hefur Icicle works, til þess að gera litla athygli fengið hér á landi. Það er helst að lagið Birds fly, sem kom út á safnplötunni Breska bylgjan, hjá Steinum, ef mig misminnir ekki, hafí náð að beina sviðsljósinu að tríóinu. Seven singles deep er eins og nafnið gefur til kynna safn laga, sem komið hafa út á smáskífum á undanfömum þremur ámm. Sjálfur vissi ég lítil deili á Icicle works áður en ég hlustaði á þessa plötu, ef marka má hana hefíir maður misst af nokkmm ágætum lögum. Má þar t.d. nefna Love is a wonderful colo- ur og Seven horses. Þeir strákar í Icicle works ganga hreint og beint til verks og em ekki að drekkja lögum sínum í níð- þungum útsetningum. Það eitt em út af fyrir sig ágætis meðmæli. í öðru ljósi Bangles Different light Þeim ætlar að ganga illa að standa saman konunum í poppinu. Hver kvennasveitin á fætur annarri hefur orðið að fmmeindum sínum á ný — yfirleitt áður en samstarfið hefur náð fullum þroska. Stelpumar í Go Go’s em þó undantekning á þessari reglu en þær em reyndar hættar nú fyrir allnokkm. Náðu þær samt býsna góðum árangri. Stöllumar í Bangles em búnar að vera nokkuð lengi á ferð en hafa ekki náð að slá almennilega í gegn fyrr en nú með laginu Manic monday. Það lag er enda bókstaf- lega samið fyrir bandarískar út- varpsstöðvar og er ekki mnnið undan rifjum þeirra stelpna í Bang- les, heldur samið af utanaðkomandi aðila. Sömu sögu er að segja um lagið If she knew what she wants, sem er líklegt til að feta sömu slóð og Manic monday. En þeim Bangles-píum er ekki alls vamað og sum laga plötunnar bera það með sér að sveitin getur hæglega náð nokkuð langt, þ.e. ef konumar geta staðið saman. Endilega Pet shop boys Please Dúettar em eitthvert vinsælasta fyrirbrigðið í poppinu þessa dagana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.