Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 25
Sólsetur eftir Gísla Sigurbjörnsson Er þetta vonlaust? Þessi hugsun kemur stundum upp í huga mér. Undirtektir litlar, skilningur tak- markaður og allir hafa svo mikið að gera. En þetta er ekki vonlaust. Sólsetursheimili munu rísa áður en langt um líður. Skilningurinn er að koma. Hann hafði unnið erfiðisvinnu langa ævi, aldurinn kominn á tíunda tuginn, og hann var hættur störfum fyrir nokkrum árum. Þau áttu fal- legt heimili hjónin og þeim leið vel. En svo fór hún fyrir nokkrum mán- uðum á undan honum í síðustu ferðina okkar allra og hann var einn eftir. Dótturdóttursonur hans var hjá honum í íbúðinni, skólapiltur, sem var augasteinninn hans. Þau höfðu alltaf fengið Heimilispóstinn sendan, en það fá um 1000 manns, og þar hafði hann lesið grein um Sólsetursheimilin. Hann fór nú að hugsa um þetta litla heimili, sem á að verða síðasta heimilið fyrir fólk- ið, sem komið væri á efri ár og þyrfti að fá öruggt og friðsælt athvarf síðustu æviárin. Þau höfðu rætt þetta sín á milli hjónin, en nú var hún horfín sýnum um sinn. Gat hann hjálpað til í þessu Sólseturs- máli? Nokkurt fé hafði þeim tekist að leggja til hliðar með spamaði og hagsýni og hann ákvað að gefa Sólsetursheimilinu minningargjöf um konu sína. Mér þótti vænt um þessa heim- sókn til hans. Hvemig komst hann alla þessa stiga? Ég átti fullt í fangi með það og var þó talsvert yngri. Og þama sátum við í stofunni hans, ég var að tala við mann, sem vildi hjálpa til að hugsjón rættist, Sólset- ursheimilið yrði að vemleika. Slíka menn, slíkar konur hef ég nokkuð oft átt tal við. En þetta er fágætt fólk og það hvetur til starfa og dáða. Ekki einungis með því að leggja fram stórfé, þeir sem eiga minnst gefa oft mest, heldur vegna þess, að traustið, sem okkur er sýnt, er stórkostlegt og því má ekki bregðast. Ekki skal minningargjöfínni gleymt, sem Sólsetri barst nýlega og sagt var frá í síðasta blaði, nær hundrað þúsund krónur. Það er til hugsjónafólk, fómfúst og skilnings- gott. Væri það ekki, þá væm líknar- og mannúðarmálin iila sett. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 Þess vegna er líka haldið áfram að skrifa í þetta litla blað, Heimilis- póstinn, um Sólsetursheimili, þar sem samhjálp og sjálfhjálp heimilis- fólksins ræður ríkjum. Sólsetur er táknrænt nafn. Ævikvöldið, hversu langt það er hjá okkur vitum við ekki, en hitt vitum við, það þarf að vera ömggt og friðsælt og það mun verða ef við hjálpumst að. En peninga vantar enn. Þeir munu koma og þá verða þeir notað- ir til framkvæmda. Peninga vantar, en það sem vantar ekki síður er fómfúst hugsjónafólk, sem vill starfa fyrir hugsjón sína. Fimmtán hundruð eintök af Heimilispóstinum verða prentuð að þessu sinni. Þau verða send víðs vegar, aðallega til fólks sem hefur tíma til að lesa, aldraðs fólks, sem margt hefur látið af störfum. En unga fólkið og allt hitt fólkið, það rekst kannski á blaðið og les þessa grein. En hver gerir hvað? Hringir nokkur, skrifar nokkur, verður þetta sama sagan? Nei, því vil ég ekki trúa. Komið eða hringið í þjónustusíma varahlutaverslunar: 3 98 11 ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Gísli Sigurbjörnsson „Og þarna sátum við í stofunni hans, ég var að tala við mann, sem vildi hjálpa til að hug-- sjón rættist, Sólseturs- heimilið yrði að veru- leika“. HELGARÞJÓNUSTA Eins og undanfarin sumur er varahlutaverslun okkar OPIN ALLA LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 F.H. - 2. E.H. Höfundur er forsljóri Elliheimilis- ins Grundar. Greinin er upphaf- lega skrifuð fyrir „Heimilispóst- inn“. BÚLGARÍA DRAUMASTAÐUR SÓLDÝRKENDA ÍÁR Dæmi um verð. 4 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 2 börn, 2—11 ára, kr. 24.900 — 2 vikur m/hálfu fæði. kr. 28.650 — 3 vikur m/hálfu fæði. SOLARPARADIS VIÐ SVARTAHAFIÐ Videómyndir á skrifstofunni alla daga. FERDAÍÍZZVAL Lindargata 14 sími: 14480
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.