Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 26

Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Afmæliskveðja: Ólafur M. Ólafs- son, yfirkennari Ógleymanlegt er ljóðið sem Steinn Steinarr orti um tímann og vatnið. Þetta tvennt virðist svo ólíkt hvort öðru, að samanburður til lík- ingar væri fjarstæður, en við nánari athugun birtist líkingin og það svo glöggt, að við hlytum að sjá, jafnvel þótt ljóðið væri ekki til að vekja athygli okkar. Eftirminnilegt er og athyglisvert að standa á bakkanum og horfa á rennslið. Áin streymir fram breið og lygn, stundum jafnvel svo, að vatnið virðist standa kyrrt. Sums staðar þrengir að og straumur þyngist og verða jafnvel flúðir og hávaðar; annars staðar skaga fram nes, höfðar og klettar, sem breyta stefnu og straumi. Þessu líkt gæti tímanum verið varið. Hann getur liðið svo hægt, að við tökum ekki eftir, gætum næstum haldið að hann stæði kyrr. En straumur tímans getur einnig verið hraður, breytingar koma svo ört, að við verðum alls að gæta, og þarna gengur fram nes eða klettur sem sveigir stefnu í nýja átt. Einkum fengi sá að kynnast rennslinu, sem væri staddur við bakkann á báti sínum og ýtti út í strauminn, sem væri stundum svo hægur, að feijan virtist standa kyrr. En straumur stríkkar annars stað- ar, strengir og flúðir, svo að alls verður að gæta. Þannig er lífssigl- ing okkar allra, þótt annars sé með ýmsum hætti. Og þama gengur fram nes sem breytir stefnu straumsinsogokkar eigin för. Vinur minn og mágur, Ólafur M. Ólafsson, er nú staddur þama við nesið, þar sem hann má láta Iokið bátsferð sinni í þágu lands og þjóðar, en getur nú meir ráðið sigl- ingu sinni sjálfur. Ólafur Markús Ólafsson fæddist í Reykjavík 16. júní 1916. Foreldrar hans vom sæmdarhjónin Ólafur Magnússon kaupmaður í Fálkanum og kona hans Þrúður Guðrún Jóns- dóttir. Var mikið umleikis hjá þeim hjónum, annars vegar umfangsmik- il verslun ásamt verksmiðju, hins vegar stórt heimili, bömin alls níu, og var Ólafur hinn næstyngsti í hópnum. Hallaðist þar ekki á um reglu og myndarbrag í starfi og á heimili. Ólafur fór í Verslunarskóla ís- lands og brautskráðist þaðan 1935, var síðan við nám í verslunarhá- skóla í Þýskalandi 1936—1937. En þrátt fyrir nám í veslunarfræðum kom brátt í ljós, að áhugi Ólafs var meiri á öðmm sviðum. Þegar Ólafur kom frá Þýskalandi, var Bjöm Guðfinnsson kennari við Mennta- skólann í Reykjavík og sá einnig um íslenskukennslu í útvarpinu og þætti um íslenskt mál, og gátu þeir er vildu, sent bréf um málfarsleg efni. Ólafur fékk áhuga á þessu málefni og tók að senda þættinum bréf um íslenskt mál. Bjöm Guð- fínnsson var glöggskyggn bæði á menn og málefni og veitti athygli þessum bréfum, þótt hann þekkti höfundinn þá annars ekkert. Þetta varð upphafið að kynnum þeirra Ólafs og Björns, sem leiddi síðan til vináttu og samstarfs, er entist meðan báðir lifðu. Ólafur sneri sér nú að námi að nýju, tók stúdentspróf vorið 1941 eftir eins árs lestur. Tók þá við nám í Háskóla Islands í íslenskum fræð- um. Árið 1941 hóf Bjöm Guðfínnsson hina miklu rannsókn sína á fram- burði íslendinga. Hér var lagt í stór- virki, er heimtaði m.a. ferðir um allar byggðir landsins. Þetta var ofvaxið einum manni, jafnvel Bimi Guðfinnssyni, sem var þó naumast einhamur til starfa. Bjöm varð að fá samstarfsmann. Hann valdi Ólaf M. Ólafsson. Menn hugsa sér fræðimennina einatt þannig, að þeir sitji við skrif- borð sitt með bækur allt í kringum sig, og vissulega er umhverfi þeirra einatt á þá lund. En hér voru ferða- lög víðs vegar um land, stundum á vegum, en stundum einnig á full- komnum vegleysum, þar sem aðeins varð komist gangandi og jafnvel ekki án mannhættu. Af málrann- sóknarferðum Ólafs skal hér aðeins nefnd för hans um Homstrandir sumarið 1941. Þá var þar enn byggð að mestu, svo að unnt var að hljóðkanna þar, og var það mikill fengur að rannsaka framburð manna í þessum afskekktu sveitum, en ekki mátti tæpara standa, því að nokkmm ámm síðar eyddist byggð þar nær gersamlega. Var jafnvel ekki laust við að sumir litu tortryggnisaugum gestinn er kom í bæ í svo óvenjulegum erindum. En öllum misskilningi var skjótlega eytt, en kunningsskapur kom og vinátta, og komu jafnvel sumir strandbúar síðar í heimsókn á heim- ili Ólafs og foreldra hans, og höfðu sumir þeirra aldrei fyrr í höfuðstað- inn komið. Á Ströndum fékk Ólafur gistingu á bæjum og stundum fylgd, en fór þó oft einn. Hestar sáust þar naumast, en þó hitti hann þar eitt sinn unga smalastúlku á hestbaki, sem fylgdi honum milli bæja. Þar nyrðra er víða torleiði svo mikið að ótrúlegt er, yfir bratta fjallshryggi eða stórgrýtisurðir undir sjávarhömmm. Þarf þar að fara bæði djarflega og varlega. Einn af þessum erfíðu stöðum er Fumfjarðarófæran. Þar er feikna há klettabrík sem gengur í sjó fram, og á flóði fellir þar sjó í berg, en þurrt um fjöru, og verður að fara stórgrýtisurð sem er svo úfin, að fullillt er gangandi manni. Þar hefur verið farið með hesta aðeins einu sinni svo kunnugt sé, er Þor- valdur Thoroddsen fór þar sumarið 1886. Þegar Ólafur kom að Fumfjarð- arófæm í rannsóknarferð sinni einn síns liðs, hefur sennilega ekki verið nægilega lágsjávað. Þegar hann kom á Fumfjarðarófæmna, reið aðsogið að, fékk gripið hann og kastaði honum flötum. Náði hann að rísa á fætur og fékk borgið sér úr háskanum. Skall þar hurð nærri hælum, en laukst þó vel. Mikið verk var og vandasamt að vinna úr þeim gögnum sem þeir Björn og Ólafur söfnuðu í rannsókn- arferðum sínum. Kom fyrri hlutinn út, Mállýzkur I, árið 1946. En Bimi Guðfinnssyni entist ekki aldur til að ljúka verkinu, og var Ólafi falið ásamt Oskari Halldórssyni að vinna það sem eftir var, og kom út á þeirra vegum síðari hlutinn, Mállýzkur II, árið 1964. Ólafur lauk eand. mag. prófi í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands 1946. 1947-1949 kenndi hann íslenska nútímahljóðfræði við Háskóla íslands. 6. janúar 1951 kvæntist hann Önnu Christiane tón- listarkennara. Börn þeirra em tvö: Guðrún Birna og Ólafur Magnús. Sama ár, 1951, hóf hann kennslu við Menntaskólann í Reykjavík og hefur kennt þar allt fram á þetta ár, 1986. Kennslugreinar hans hafa verið íslenska og þýska. Nú hafa veið nefnd nokkur helstu störf Ólafs á þeim hluta starfsævi hans sem nú er liðin. Þau em margvísleg, en þó má skipta þeim í tvo aðalflokka: í fyrsta lagi fræði- og vísindastörf, og í öðm lagi er kennsla. Þessi tvenns konar við- fangsefni em ólík um margt, en þó þarfnast þau bæði hins sama: vera trúr verkefninu, taka á því með einbeitni, alúðogskilningi, sem þarf við hvert starf. Þá vinnast verkin, jafnvel þau sem óvinnandi virðast. Hér má nefna eitt dæmi til skýringar. Það tíðkast mjög í háskóla, að stúdentar fái heimaverkefni. Er slíkt góður undirbúningur undir sjálfstætt starf, er skóla er lokið, og oft hafa slíkar rannsóknir stúd- enta reynst merk fræðistörf. Á há- skólaárum Ólafs var eitt sinn lagt fyrir hann að reyna við nafnafelur í rímum einum, en þær höfðu þá reynst hveijum manni óleysanlegar, svo fast hafði þessi hnútur verið riðinn. í raun verður ekki ætlast til þess af neinum, að hann valdi verki sem enginn hefur áður getað orkað. En þennan harðsnúna hnút tókst Ólafi að leysa, og efast enginn um, að skýringar hans em réttar. Ljóst er að við slíkar úrlausnir duga engin vettlingatök. Enginn leysir harðan hnút með vettlinga á höndum. Þar verða menn að viðhafa alla ein- beitni, hugkvæmni og þrautseigju, í fám orðum sagt leggja sig fram að fullu. Þannig hefur Olafur staðið að hveiju verki og einnig ætlast til þess af öðmm. Vandvirkari mann og samviskusamari við hvert starf hef ég ekki þekkt. Þar hefur verið unnið í samræmi við eiðstafinn foma: „sem ég veit sannast og rétt- ast og helst að lögum." Vinátta er merkilegt fyrirbæri. Hún er með mörgum hætti. Ótrygg vinátta getur reynst mönnum hin hættulegasta, en sönn vinátta er meðal mestu gæða lífsins. Eftir- minnilegt er hvernig skáld og rit- höfundar lýsa margvíslegri vináttu. Hvergi er vináttu betur lýst en í Njálu. Þar em sýndar ótrúlega margar gerðir hennar, allt frá þeirri sem svo illa er til stofnað, að hún verður báðum að bana og til þeirrar sem mest er til vandað og a'.drei bregst. Um Gunnar á Hlíðarenda segir þar, að hann var vinfastur og vinavandur. Ég þekki enga lýsingu á vináttu sem á betur en þessi við Ólaf. Hann gerir sér ekki alla jafna, en sá sem öðlast traust hans, á þar vin sem ekki bregst. Og orðum hans er óhætt að treysta. Þar á það við sem sagt var fyrir löngu: „Jafnt þykja mér heit þín sem handsöl annarra manna.“ Þar fer hann eftir þessum orðum, sem eitt sinn vom lögð í munn Hrafnkeli Freysgoða: „Áð virða sín orð og halda sín heit manns helgust er skylda." Þau Ólafur og Anna em höfðingj- ar heim að sækja, og fá gestir þar hinar rausnarlegustu móttökur. Á það bæði við um stórmannlegar veitingar og alúðlegt viðmót. Þar er ánægjulegt að sitja við veisluborð og blanda geði við húsbændur og gesti með lifandi samræðum. Þar á við frásögn Leo Tolstoi um mið- degisverðarboð einnar af söguhetj- unum, sem hafði sérgáfu í þeim efnum: „En þótt sá þáttur mið- degisverðarins, sem tengur var munni og maga, færi fram með miklum sóma, var hinn andlegi engu síðri. Yfir borðum var aldrei hlé á viðræðum, sem ýmist voru almennar eða tveggja manna tal.“ Þótt Ólafur hafi lengstum stund- að bókleg störf, hefur hann ekki gleymt heilsuræktinni. Á háskóla- árum sínum fór hann jafnan gang- andi í skólann, þótt leið væri löng. Áður var minnst á gönguferðir hans, langar og strangar, vegna málrannsókna. Síðan hefur hann alla tíð iðkað gönguferðir. Enn má sjá hann, þar sem hann er á göngu, gervilegur að vallarsýn, beinn í vexti og léttur í spori, svo að margur tvítugur maður gæti öfundað hann af. Og garðurinn við húsið að Grundarlandi 8 hefur ekki farið varhluta af atorku hans og snyrti- mennsku. Okkur gengur einatt illa að átta okkur á rennsli tímans, hvort sem hann líður fram eins og áin lygn eða fellur í streng, en liðinn er hann fyrr en við vitum og við komin niður að nesinu þar sem breytir stefnu, en siglingin heldur áfram. Ég óska Ólafi til hamingju í þeirri för. Og þrátt fyrir straum tímans er maður- inn ætíð hinn sami. Tíminn líður, en vér ekki. Haraldur Matthíasson Chelsea Deardón. Hinn röggsami vamarlögmaður Laura Kelly (De- bra Winger) sannfærir Logan um að ef þau sameini krafta sína, sem eru umtalsverðir á lögfræðisvið- inu, fái þau Chelsea sýknaða. Daryl Hannah leikur hina ójarðn- esku Chelsea Deardon, sem er kannski ekki sek en engan vegin saklaus. Terence Stamp breytir sér í líki listaverkasala og Brian Dennehey, sem alls staðar skýtur upp kollinum þessa dagana, leikur lögreglumann. Eins og fyrr segir hefur myndin fengið geysiaðsókn og lofið hefur hlaðist á hana. Redford hefur gulltryggt stöðu sína á „topptíu", Hannah hlotið talsverðar sára- bætur eftir hrottalega útreið í The Clan of the Cave Beaver. Bestur rómur hefur hefur þó verið gerður að leik Debru Winger, virtustu gagnrýnendur álfunnar fullyrða að nú sé þessi athyglisverða leik- kona komin í fremstu röð fjöl- hæfustu leikkvenna vestan hafs. Þá hefur Reitman skipað sér í framvarðarsveit bandarískra leik- stjóra, myndin sar.nar að hann er ekki aðeins fær um að skapa stór- karlalegar skemmtimyndir eins og Animal House og Ghost- busters, heldur einnig fínlegar og fágaðar gamanmyndir í anda Capra og Cukors. Og við skulum hafa hugfast að það eru einmitt myndir á borð við Legal Eagles sem eru efnið sem notað er í Óskarsverðlaunin. Legal Eagles Gamanmynd fyrir fullorðna hálfguðinum er enginn annar en Ivan Reitman, (National Lamp- oon’s Animal House, Ghost- buster). Þeir hefðu einhvem tím- ann þótt harla ólíklegir samstarfs- menn. En mergur málsins er sá að svo var komið fyrir Redford karlinum að hann þurfti nauðsyn- lega að hressa upp á ímynd sína. Til að það lukkaðist töldu ráðgjaf- Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sú mynd sem nýtur hvað mestrar hylli hjá gagnrýnendum og almenningi (komu einhveijum í hug Óskarsverðlaunin?) í Vestur- heimi um þessar mundir er Legal Eagles, nýjasta mynd Roberts Redford. Og sá sem leikstýrir Reitman leikstjóri og Robert Redford við tðku Legal Eagles, sem hugsanlega verður jólamynd Laugarásbíós. Sagt er að megna „óscarsverðlaunalykt” leggi af leik Redfords og Debru Winger í Legal Eagles, og þó sérstaklega af leikkonunni. ar nauðsynlegt að hann tæki að sér safaríkt gamanhlutverk og nyti leikstjómar manns af yngri kynslóðinni. Þá var ekki síður þörf á ungum og glæsilegum mótleikara og til starfans valin Debra Winger og Dayl Hannah (Splash) kemur mikið við sögu. Þrátt fyrir vinsældir og ágæta frammistöðu Redfords í Out of Africa, fyrstu myndar hans í þijú ár, þótti flestum tvímælalaust ímynd hans þar heldur „karlaleg" og stjaman þyrfti tvímælalaust á efnislegri „andlitslyftingu" að halda í næstu mynd. Legal Eagles, sem nú troðfyllir á annað þúsund kvikmyndahús vítt og breytt um Norður-Ameríku og dregur að sér mun breiðari áhorfendahóp en dæmi em til um um Ianga hríð, er lögfræðilegur þriller með gamansömu ívafi. Snýst um listaverkafalsanir og morðmál. Margir hafa líkt henni við þá frægu mynd Cukors, Ad- am’s Rib, (var sýnd í sjónvarpinu ekki fyrir alls löngu), og aðalleik- urunum við það sögufræga par Tracy og Hepbum. Ekki slorlegur samanburður það. Redford fer með hlutverk sak- sóknarans Logans. Á hann glæsi- legan feril að baki sem tekur óvænta og ískyggilega dýfu vegna meints óviðurkvæmileika í máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.