Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 29 dómarann án þess að kanna málið. Þessi vinnubrögð þykja mér í ætt við það sem fæstir gera nema undir þrýstingi eða hótunum. í stuttu máli: ég fæ ekki betur séð en bæði rithöfundar og blaðámenn séu hér orðnir jafn dyggir þjónar kerfisins og frekast yrði kosið í hópi austantj- aldsvaldamanna. Þetta hlýt ég að segja upphátt um leið og ég óska þessum kollegum mínum þeirra almýkstu þæginda sem yfírleitt veitast kjölturökkum í ráðafólksins húsum þangaðsem umferðagnýr kvunndagsins heyrist ekki nema þá sjaldan að þjónustan opnar glugga tilað dusta af ryksópnum. Megi þeir aldrei vamm sitt þurfa að vita. * I heimsókn hjá Kafka Á þessu furðanlega méli sem ég nú virðist eiga meiri samleið með sísforstjórum en forystuliði kollega minna verð ég líka að gera þá játn- ingu að mér þykir sá dómur sem Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp þann 16. júní mjög bæri- legur útaf fýrir sig. Svokölluðu rit- frelsi stafar heldur engin hætta af þeim dómi, nema kanski þá í augum þeirra sem alt miða við peningana sína. Dóminn hefur Pétur bygt á þessum orðum 108. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940: „Aðdróttun þó sönnuð sé varðar sektum ef hún er borin fram á ótil- hlýðilegan hátt.“ En dómurinn hljóðaði uppá 10.000 kr. sekt. Nú veit ég mætavel að Pétur þessi lítur á hvert neikvætt orð um lögregluna sem ótilhlýðilegt tal en jákvæðum ummælum mínum í garð meirihluta lögreglumanna var bannaður að- gangur að sjálfu ákæruskjalinu. Niðurstaða Péturs verður því að teljast næsta eðlileg miðað við þær kringumstæður sem ritskoðunar- verkstæðið skapar honum. Orð mín dæmir hann hvorki dauð né ómerk heldur, þó sjónvaipsfréttastofan væri að reyna að dreifa þeirri lygi strax um kvöldið 16. júní. Pétur hefur litið á það sem skyldu sína að gera sannleikann að peningamáli og verður naumast sakaður um neitt okur þó hann geri mér að greiða sem svarar hálfum fímta eldspýtustokki á hvern lögregluþjón héríbæ fyrir skaddaða æru þeirra allra til samans. Verst að þeir njóta ekki peninganna sjálfír því mér er sagt að þeir standi höllum fæti í launabaráttunni núna. Málfrelsinu stafar engin hætta af því þó launin manns fyrir ritverk- ið séu annað veifíð gerð upptæk í gjald fyrir það ákjósanlega hlut- skipti að mega segja sannleikann. Þetta er að vísu dálítið einsog kvótakerfí á hreinskilni manns, en þannig orkar nú vináttan stundum líka, svo ekki sé minst á fjölskyldu- bönd og virðingu fyrir pólitískum samheijum. En jafnvel þó una megi við þenn- an einstaka dóm þá verður hinu ekki lotið með neinni reisn að samþykkja aðferðirnar sem við- hafðar eru tilað komast að svona niðurstöðu. Og því máli hefí ég einmitt vísað til úrskurðar Hæsta- réttar. Það er sjálf staða sakbomingsins í réttarkerfinu sem mér þykir nú margt Ijótt um: af reynslu sem þó mun vera öllu vægari en þaðsem aðrir margir hafa þolað fyrir Saka- dómi, eru nú að þola og munu því- miður þurfa að þola enn um sinn, eða þangaðtil mál þessi verða leið- rétt. Enginn hefur kannað sál hins einmana sakbomings betur en tékkneski rithöfundurinn Franz Kafka (sem raunar skrifaði á þýsku). Um verk hans em margar kenningar og sundurleitar skoðanir. Einn heldur því fram að næmi þessa höfundar hafí verið slíkt að hann muni hafa skynjað andrúm fasism- ans mörgum ámm áðuren Hitler og þeir götustrákamir hinir bám þá stefnu fram til sigurs. Enda búa þvílíkar tilhneigingar í djúpum samfélagsins löngu áðuren þær koma uppá yfírborðið. Aðrir telja að næmi skáldsins hafí jafnvel verið enn meira því hann hafí einfaldlega skynjað tilvemgrandvöll manneskj- unnar svona sterkt. Ekki treysti ég mér tilað skera úr þvílíku deilumáli en hitt veit ég fyrir víst að tilfínn- ingin af því að vera altíeinu staddur í fyrsta kafla einhverrar af stóm skáldsögunum hans Kafka greip mig fjarskalega sterkt undireins við fyrstu réttarhöldin í þessu „glæpa- máli“ mínu. Það vom þó ekki grimmileg bamsaugun í dómaran- um né klaufalegir yfirburðatilburðir hans sem þessu ollu. Tilfinning þessi kom þegar ég hafði spurt dómarann: — Hvar er fulltrúi ákæravalds- ins? Og hann tilkynti mér að hann væri fulltrúi bæði ákæmvalds og dómsvalds þama í herberginu. Þá hríslaðist þetta um mig því ég hafði samstundis þama erindi að bera undir dómsvaldið. Það varðaði al- varleg mistök sem ákæmvaldið hafði gert. Altíeinu þótti mér svo örvænt um það að slíkt gæti fengið réttláta meðhöndlun fyrst bæði þessi öfl vom. mnnin saman í eina persónu. Samt las ég upp fjórðu gjein Höfundalaga frá 1972: — Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í þvi samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höf undarsérkenni. Þessi brot varða altað þriggja mánaða fangelsi, skilst mér. Þá varð dómarinn andartak eins- og niðursoðin síld á svipinn, en þannig verða menn í framan þegar dómarapartur sálarinnar ávítar saksóknarapart hennar sem vita- skuld svarar fullum hálsi. — Er nokkmm blöðum um það að fletta að ákæmskjalið brýtur þessa lagagrein með því að slíta einstaka, valda hluta útúr máli mínu og heimta mig dæmdan eftir því? Nú var kominn þessi svipur á dómarann sem gefur það til kynna að dómarapartur sálarinnar hefur náð samstöðu við ákæmvaldspart- inn. Það er nokkuð strangur svipur og mjög fullorðinslegur. Ekki feng- ust þessar athugasemdir bókaðar heldur. Einbeitt þögnin var eina svarið við þvílíkri beiðni. Og við þetta sat. Ég lít svo til að þama hafi dóms- vald og ákæmvald sameinast um að nema höfundalögin úr gildi í þessu tilviki. Nú hefði varla þurft að grípa til slíkra ráða ef dómarinn hefði treyst sér tilað gera mig sekan með því móti að fjalla um texta minn einsog þau lög segja fyrir. Þetta er þaðsem forysta RSÍ hefði eiginlega þurft að kynna sér áðuren hún tróð upp með traustsyfírlýsingu á vinnubrögð dómstólsins. Nú vil ég taka það skýrt fram að Pétur dómari hefur ekkert gert í þessu máli sem hann sjálfur telur órétt. Fróðir menn segja mér að sakbomingur minn hafi fengið að mörgu leyti réttlátari meðferð en fjöldinn allur þama fær, hvað sem Pétur svo fullyrðir um það að dóm- urinn veiti rithöfundum engin sér- réttindi. Það er því ekkert persónu- legt ámæli fólgið i því sem ég er að segja um störf hans, né heldur um þá aðra sem nafngreindir hafa verið í þessu greinarkomi mínu. Ekki fremuren ég væri að borða fisk uppúr menguðu hafsvæði, liti með fylusvip niðrá diskinn minn og segði: — Andskotans óbragð er að þessum fiski! Ekki væri það ámælisdómur um blessaða skepnuna sem ég ríf í mig þráttfyrir bragðið. En það væri gagnrýni á vatnið sem dýrið var látið synda í lengstaf. Ef þá einhver nennir að hlusta. Því vitaskuld lætur almenningur sér ritfrelsi í léttu rúmi liggja, bæði hér og annarstaðar. Mætti þó líklega huga að því að það hangir jafnaðarlega fleira á spýtunnl þarsem farið er að „terrorísera" höfúnda með lög- reglu og dómstólum. Þá stendur réttlætið yfirleitt völtum fótum í fleiri dæmum og sum þeirra kynnu að skipta almenning meira máli en atvinnuréttindi fámens hóps rit- höfunda. Mín skoðun er sú — og henni kann ég ekki að leyna fremur en öðmm skoðunum mínum — að það ætti vissulega að vera brýnt áhugaefni þjóðarinnar allrar (nema kanski Rithöfundasambands, Blaðamannafélags og Lögreglufé- lags) að skipt verði um vatn á skrautfiskunum sem nú synda um búrin þama í Borgartúni númer 7 þarsem kallað er Sakadómur Reykjavíkur. Það gæti trygt alment réttaröryggi í landinu og þarafleið- andi málfrelsið líka. Því orð löggjaf- ans em það ekki heldur verk dómar- ans sem búa okkur lífskilyrði í þessu landi rétteinsog annarstaðar á jörð manna. Reykjavík 16.—28. júní 1986 Þorgeir Þorgeirsson Ps: Með þessu greinarkomi lýkur endanlega skrifum mínum um saka- dómsmál nr. 3445/1983. Ég vil því nota tækifærið tilað þakka Morgunblaðinu og Matthíasi Jó- hannessen alveg sérstaklega fyrir það að hafa frá upphafi lofað sjón- armiðum mínum að birtast. Við lifum þvímiður á tímum þegar sér- staklega þarf að þakka fólki sem gert hefur blábera skyldu sína án neinskonar skoðanaverslunar eða skilmála. Sami Þorgeir Höfundur er rithöfundur. Tækniskólinn: Fjölbreyttara náms- framboð og mögnleiki á „tæknistúdentinum“ Tækniskóla íslands var slitið 30. maí. Samkvæmt upplýsing- um frá skólanum voru haustið 1985 430 nemendur skráðir í skólann. Skólaárið 1985—1986 brautskráðust 9 útvegstæknar og 18 iðnrekstrarfræðingar frá rekstrardeild, 13 meinatæknar frá heilbrigðisdeild, 16 tækni- fræðingar og 2 iðnfræðingár frá byggingadeild, 6 iðnfræð- ingar frá véladeild og 12 frá rafmagnsdeild. Þá lauk 41 nemandi raun- greinadeildarprófi frá frum- greinadeild. Einnig luku 14 nemendur fyrsta ári í tækni- fræði í rafmagnsdeild og 13 i véladeild, en ekki er hægt að taka annað og þriðja árið hér á landi. Verða þeir að fara til Danmerkur til þess. Þá var bryddað upp á ýmsum nýmælum á árinu. Kennsla hófst á röntgentæknabraut en Röntgentæknaskólinn lagður niður. Þá verður rafmagns- deild frá og með næsta hausti skipt í veikstraums- og sterk- straumsbraut, og þeir sem ijúka raungreinadeildarprófi og iðnnámi kallast tæknistúdent- ar. Verður iðnnámið metið til 40 eininga af 140 sem áskildar eru til stúdentsprófs. Til kelinslu í röntgentækni þarf töluverðan tækjabúnað. Til þess hefur m.a. verið keypt „sjúklings- líkan" með raunvemlega beina- grind og gervilíffæri. Þá gaf Röntgentæknafélag íslands skól- anum raunvemlega beinagrind til notkunar við kennsluna. Margar aðrar góðar gjafir bár- ust skólanum. LIÚ gaf verðlaun fyrir bestan árangur í útvegs- tækni, Tæknifræðingafélag ls- lands gaf fé til bókakaupa, Meina- Útvegstæknar sem útskrifuðust frá Rekstrardeild Tækniskólans 30. mai sl. Iðnrekstrarfræðingar, útskrifaðir frá Tækniskólanum 30. mai, ásamt deildarstjóra rekstrardeildar- innar, Aage Steinsson. Tæknistúdentar (raungreinadeildarpróf) sem útskrifuðust 30. maí, ásamt deildarstjóra Frumgreina- deildar, Ólafi Jens Péturssyni. Á myndina vantar nokkra af þeim sem útskrifuðust í ár. tæknafélag íslands stofnaði sjóð til kaupa á kennslutækjum í meinatækni, og 10 og 15 ára ár- gangar meinatækna gáfu skólan- um tæki til kennslu. Félög meina- og röntgentækna höfðu forgöngu um útgáfu kynningarbæklinga um sínar brautir. Með tilkomu röntgentækni- brautar skiptist heilbrigðisdeild Tækniskólans í tvær brautir, hin er meinatæknibraut. Ifyrstu röntgentæknamir útskrifast í október 1988. Einnig verður raf- magnsdeild skipt í tvær brautir. Á veikstraumsbraut fara útvarps- og símvirkjar o.þ.h., en á sterk- straumsbraut fara rafvirkjar. Fmmgreinadeild í Tækniskól- anum er 4 annir, eða tvö ár. Menn hafa til þessa getað farið að því loknu inn á afmörkuð svið í t.d. verkfræði- og raunvísinda- deild HÍ. Samkvæmt bráðabirgða- námsskrá framhaldsskóla frá því í vor geta menn nú orðið tækni- stúdentar. Er þá iðnnám eða sambærilegt nám metið til 40 eininga af 140. Þetta er í fyrsta skipti sem það er metið inn. Af hinum einingunum, sem menn taka hluta í frumgreinadeild Tækniskólans, em 69 bóklegar, 7 í íþróttum og 24 samhliða iðnnám- inu. í byggingardeild er frá hausti 1985 starfrækt samfelld náms- braut með prófgráðum bygginga- iðnfræðingur (4 annir og sveins- próf) og byggingatæknifræðingur (9 annir eftir undirbúningsdeild eða 7 annir eftir stúdentspróf). Þá er hafín kennsla á þriggja anna nám.sbraut í iðnrekstri í rekstrardeild. Einnig em útskrif- aðir iðnrekstrarfræðingar sem vegna fyrri menntunar sinnar þurftu aðeins að taka síðustu önnina. Það em helst. vél- og rafmagnsiðnfræðingar, sem em búnir með þijár annir í því. Nokkuð þröngt er nú orðið í skólanum. Aðsókn hefur aukist, ekki síst með tilkomu rekstrar- deildar um áramót 1984—1985. Þá hefur orðið að taka tvær kennslústofur undir annað vegna hávaðamengunar og annarrar mengunar frá iðnaði í sama húsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.