Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 30

Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 30 Grandi hf.: 80 til 100 tonn af karfa unnin á dag GRANDI hf. vinnur um þessar mundir 80 til 100 lestir af karfa á dag og þar af eru um 20 lestir fyrir Japan að verðmæti um hálf milljón króna. Mikil eftirspurn er nú eftir frystum karfa á flest- um mörkuðum og hefurþví verið ákveðið að vinna ekki BUR-karfa fyrr en í haust. í frettabréfi, sem Grandi hf. hefur nýlega byrjað að gefa út, segir meðal annars, að söluhorfur séu mjög góðar. Mikil eftirspum á helztu mörkuðum og verð fari hækkandi. Þá kemur þar fram að vinnsla gangi vel á Grandagarði eftir að breytingum hafi lokið. Til- gangurinn hafi verið að sérhæfa vinnsluna fyrir fisk, aðallega karfa, sem settur er í fljótunnar pakkning- ar. Með breytingunni hafí náðst aukin afköst með færra fólki, en frá því vinnsla hófst á Grandagarði, hafi 40 til 50 manns unnið þar. Fyrstu 6 vikumar eftir breytingam- ar hafi verið unnið úr 1.100 lestum af fiski, að mestu leyti Japanskarfa. Það samsvari því að'hver maður hafi að meðaltali unnið úr um 800 kflóum af fiski á dag. Framleiðsla Qranda hf. jan. — apr. 1986 Annað (0,9%) Karfi FERSK FLÖK (0,4%) Grandi hf FYRSTU fjóra mánuði ársins var Snorri Sturluson með mest afla- verðmæti af togurum Granda hf., en Ottó N. Þorláksson afla- hæstur. Snorri hefur siglt með afla sinn það sem af er árinu og hefur nú aflað fyrir rúmlega 62 milljónir króna. Meðalverð fyrir afla hans fyrstu fjóra mánuði ársins var rúmar 40 krónur. Á umræddu tímabili, janúar til apríl, er afli og aflaverðmæti togar- anna sem hér segir. Meðalverð á hvert kfló innan sviga: Ásbjöm 1.260 lestir, 21.960.000 krónur (17,43 krónur), Asgeir 1.042, ,17.365.000 (16,66), Asþór 862, 14.488.000 (16,81), Hjörleifur 1.023, 20.036.000 (19,58), Jón Baldvinsson 1.205, 25.333.000, (21,00), Ottó N. Þorláksson 1.594, 35.047.000 (21,35) og Snorri Sturluson 985 lestir, 39.625.000 krónur (40,22 krónur). Að sögn Brynjólfs Bjamasonar, framkvæmdastjóra Granda hf., var Snorri látinn sigla í upphafi árs, þar sem vinnsla hjá Granda var ekki komin í fullan gang. Síðan hefðu hinir togaramir náð að sjá vinnslunni fyrir nægilegu hráeftii þannig að Snorri hefði haldið sigl- ingum áfram. Hann væri hins vegar að fara í slipp, væntanlega eftir næsta túr. Siglingamar hefðu gengið vel og aflaverðmæti nú komið yfir 62 milljónir króna. Af togurum Granda em þrír á sóknarmarki, þeir Asbjöm, Asþór og Hjörleifur. Þeir mega því taka 1.150 lestir af þorski og ótakmark- að af öðmm tegundum, en sókn Morgunblaðið/Emilía Gunnar Páll Ingólfsson t.v. og Sigurgeir Þorgeirsson við fyrstu léttlömbin. „Brotið blað í sölu á íslensku lambakjöti“ — segir dr. Signrgeir Þorgeirsson sauðfjárræktar- ráðunautur um léttlömbin „MEÐ ÞVÍ að bjóða nýtt lambakjöt á þessum tíma árs er verið að bijóta blað í sölu á íslensku lambakjöti. Með þessu er fjölbreytnin aukin og boðin léttari, yngri og fituminni lömb sem neytendum fellur betur í geð,“ sagði dr. Sigurgeir Þorgeirsson, sauðfjárræktar- ráðunautur, í ávarpi á Matstofunni Ritu í Kópavogi þegar Gunnar Páll Ingólfsson, matreiðslumaður, kynnti fyrstu léttlömbin fyrir blaðamönnum, ferðamálafrömuðum og fleirum. Léttlömb em þau lömb kölluð gömul þegar þeim var slátrað í síð- Ottó af lahæstur — Snorri með mest verðmæti þeirra er hins vegar takmörkuð við 270 daga á ári. Þeir hafa því samtals 3.450 lestir af þorski, en hefðu aðeins haft 1.797 lestir samtals í aflamarki. Fyrstu Ijóra mánuði ársins var karfi langmestur hluti afla togara Granda hf. eða 58,2%. Þorskur var 20,2%, ufsi 10,8%, ýsa 4,3% og aðrar tegundir 6,5%. sem slátrað er innan við 10 vikna gömlum og með innan við 10 kg fallþunga. Gunnar Páll Ingólfsson hefur unnið töluvert fyrir sauðfjár- bændur á undanfömum ámm. Hann er nú byijaður að hrinda þessari hugmynd sinni um Iéttlömb- in í framkvæmd í samvinnu við Stefán Olgeirsson veitingamann á Ritu, dr. Sigurgeir og nokkra sauð- fjárbændur í Vestur-Skaftafells- sýslu sem Jóhannes Kristjánsson, bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal og formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda, fékk til liðs við sig. Er ætlunin að slátra léttlömbum fram eftir sumri og bjóða á veitinga- staðnum. Undirtektir gesta á kynn- ingunni vom góðar. Einn gesturinn, Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sagði til dæmis að léttlambið gæti orðið heimsfrægur íslenskur réttur ef rétt yrði a.ð málum staðið. „Ég vona að við bemm gæfu til að þróa þessa afurð héma og hún verði síðan boðin á öllum betri hótel- um landsins og geti jafnvel orðið glæsileg útflutningsvara," sagði Gunnar Páll. Lömbin í þessari fyrstu tilraun vom um 1 lh mánaðar ustu viku. „Mjór er mikils vísir,“ sagði Sigurgeir Þorgeirsson og sagði að stefna ætti að því að hafa nýtt lambakjöt á boðstólum allt árið og að líffræðilega og tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. Spumingin væri fyrst og fremst hagfræðilegs eðlis, hvort þetta borgaði sig og hvort neytendur væm tilbúnir að greiða það verð sem bændur þyrftu að fyrir að slátra lömbunum utan hins hefð- bundna sláturtíma. Ekki er ljóst hvað bændumir sem taka þátt í tilraun Gunnars Páls fá fyrir lömbin, en ljóst er að þeir þurfa að fá töluvert hærra verð en greitt er fyrir kjötið á haustin, vegna þess að lömbin eiga eftir að bæta töluvert við sig í sumar án þess að bændumir beri kostnað af því. Aflasamsetning QRAMDI HF. Jan. - Apr. 1986 Karfi (58,2%) Dr. Ármann Snævarr heiðursdoktor — við háskólann 1 Osló Ármann Snævarr hefur verið útnefndur til heiðursdoktors- nafnbótar við háskólann í Osló. Á næsta hausti verður Oslóar- háskóli 175 ára, en hann var stofnaður árið 1811. í tilefni þessara tímamóta hefur háskólinn ákveðið að sæma 10 vísindamenn heiðursdoktorsnafnbót. Einn ís- lendingur er í þessum hópi, dr. Ármann Snævarr. Dr. Ármann er fyrrverandi rektor við Háskóla íslands en því embætti gegndi hann í nálega 10 ár, frá 1960 til 1969. Frá árinu 1948 til 1972 var Ármann pró- fessor við lagadeild háskólans. Á ámnum 1972 til 1984 var hann hæstaréttardómari og forseti dómsins árin 1978 og 1979. Er þá fátt eitt upptalið af þeim embættum sem Ármanni hafa verið falin. Þá hefur Ármann látið fjöldann allan af ritsmíðum frá sér fara Dr. Ármann Snævarr um lögfræðileg efni og auk þess hefur honum verið falin samning ýmissa lagafrumvarpa. Borgarráð: Borgin eignast jörðina Víðines í Kjalarneshreppi Á FUNDI Borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykktur samningur milli Bláabandsins og borgarinn- ar vegna vistheimilisins í Víði- nesi í Kjalaneshreppi. í samningnum er gert ráð fyrir að borgin styrki framkvæmdir við heimilið, gegn afsali fyrir jörðinni. Að sögn Bjöms Frið- finnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar hefur borgin veitt heimilinu lán á undan- gengnum ámm. Jörðin er nú afhent borginni, sem trygging fyrir þeim fjármunum sem látnir hafa verið af hendi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.