Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 32
32
-MORGUNBL’AÐID, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986
Achille Lauro-réttarhöldin:
Krafizt ævilangs
fangelsis yfir
7 sakborningum
Genúa, AP.
SAKSÓKNARINN í réttarhöld-
unum vegna Achille Lauro á ítal-
Ghadafi
stýrir
viðræðum
Yemena
Nikosia, Kýpur, aP.
LEIÐTOGAR Norður- og
Suður-Yemen hafa átt við-
ræður um sameiningu land-
anna. Jana, hin opinbera
fréttastofa Líbýu, sagði
fund þeirra hafa verið hald-
inn fyrir tilstilli Moammars
Ghadafi, leiðtoga Libýu. Á
þriðjudag áttu leiðtogar
ríkjanna lokaðan fund með
Ghadafi.
Haft var eftir Ali Abdallah
Saleh, forseta Norður-Yemen,
að landsmenn væru reiðubúnir
til að „sameinast bræðrum sín-
um í suðri". Abu Bakr Al-
Attas, forseti Suður-Yemen,
sagðist vera hlynntur sam-
einingu íandanna.
Ghadafi, leiðtogi Líbýu,
kvaðst vongóður um að við-
ræður leiðtoganná myndu
skila árangri.
Attas, forseti Suður-Yemen,
komst til valda í febrúar á
þessu ári eftir harðvítuga
baráttu við fylgismenn Ali
Nasser Mohammed, fyrrum
forseta landsins.
íu krafðist þess í gær, að þeir
15 manns, sem ákærðir eru í
málinu, yrðu allir fundnir sekir
og 7 þeirra dæmdir í ævilangt
fangelsi.
I hópi þessara 7 sakbominga er
Mohammed Abbas, sem skipulagði
ránið, en réttarhöldin yfír honum
fara fram að honum fjarverandi.
Einnig er krafízt ævinlangs fang-
elsis yfír Youssef Magied Al-Molqi,
sem ákærður er fyrir að hafa skotið
Bandaríkjamanninn Leon Kling-
hoffer til bana.
Skæruliðar kommúnista á Filippseyjum kanna lik stjórnarhermanna, sem féUu, er skæruliðar gerðu
bilalest þeirra fyrirsát. AIls féUu 11 stjómarhermenn í þessari árás skæruliða.
Tiittugii féllu í hörðum
átökum á Filippsejrjum
— Skæruliðar kommúnista grunaðir um fjöldamorð
Manila, AP.
SKÆRULIÐAR kommúnista sátu fyrir stjórnarhermönnum á
Filippseyjum á mánudag og felldu 20 þeirra. Átti þetta sér stað
í héruðunum Quezon og Cagayan. Athygli vekur, að þetta gerist
samtímis því sem stjórn Corazon Aquino forseta er að undirbúa
viðræður við fulltrúa skæruliða um, hveraig megi binda enda
á borgarastyijöldina í landinu, sem nú hefur staðið í 17 ár.
Til harðra átaka kom, er skæru- menn til bana og hirtu síðan skot-
liðar sátu fyrir bílalest stjómar- vopn hinna föllnu og lögðu eld að
hermanna á fjallvegi einum á Quez- bifreiðum þeirra. Ekki er vitað, hve
on á mánudag. Skutu þeir 11 her- mikið mannfall varð í röðum skæru-
liða.
Á öðrum stað í landinu voru 9
manns drepnir, er skæruliðar
kommúnista sátu fyrir stjómar-
hermönnum við bæinn Pamplona í
héraðinu Cagayan um 380 km fyrir
norðan Manila. Alls hafa yfir 1.000
manns fallið í innanlandsátökunum
á Filippseyjum, frá því að Aquino
komst þar til valda í febrúar sl.
V estur-Þýzkaland:
Aukum ekkí hagvöxt
með meiri ríkishalla
segir Stoltenberg fjármálaráðherra
Bonn, AP.
GERHARD Stoltenberg, fjármálaráðherra Vestur-Þýzka-
lands, vísaði í gær á bug tilmælum frá Bandaríkjamönnum
þess efnis, að Vestur-Þjóðveijar ykju á eftirspum heima
fyrir í þeim tilgangi að hún virkaði sem efnahagshvati
fyrir alla heimsbyggðina.
Stoltenberg vildi ekki svara
spumingum um, hvort vestur-þýzki
seðlabankinn hygðist lækka for-
vexti á morgun, fímmtudag, en
þessir vextir em nú 3,5%.
Ramon Mitra, landbúnaðarráð-
herra Filippseyja, sem er annar
tveggja embættismanna, er stjómin
hefur tilnefnt til viðræðna við
skæruliða, sagði á mánudag, að
hann hefði þegar átt viðræður við
fulltrúa þeirra um það, hvar og
hvenær viðræðumar ættu að fara
fram.
Mitra sagði ennfremur, að her
landsins hefði verið falið að gera
ráðstafanir til þess að tryggja það,
að þeir Satur Ocampo og Antonio
Zumel, aðal samningamenn skæm-
liða, gætu sér að hættulausu komið
til viðræðna við fulltrúa stjómarinn-
ar. Skæmliðar myndu væntanlega
einnig gera sams konar ráðstafanir
til þess að tryggja öryggi fulltrúa
stjómarinnar, er þeir fæm til við-
ræðna við skæmliða inn á land-
svæði, sem þeir síðamefndu hefðu
á valdi sínu.
Yfírhershöfðingi Filippseyjahers,
Fidel Ramos, hefur beðið mann-
réttindanefnd forsetans að rann-
saka dauða 272 manna, sennilega
fómarlamba kommúnista, en lík
mannanna hafa fundist í fjöldagröf-
um á þremur stöðum í landinu.
í Misami Oriental-héraði fundust
í síðasta mánuði grafír á nokkmm
stöðum og vom í þeim jarðneskar
leifar 215 manna, aðallega
óbreyttra borgara, sem höfðu neitað
að starfa með uppreisnarmönnum
kommúriista. Hershöfðinginn sagði
sterkar líkur benda til, að fleiri
grafír myndu fínnast.
Á síðustu ámm hefur mannrétt-
indanefndin ásakað her landsins um
svipuð morð. Hafa sumir forkólfar
hersins gagnrýnt rannsóknarað-
ferðir nefndarinnar og sagt, að hún
legði hermenn í einelti, en léti
uppreisnarmenn í friði.
Ramos bað formann nefndarinn-
ar, Jose Diokno, að ákæra þá leið-
toga uppreisnarmanna, sem ábyrgð
bæm á hryðjuverkunum, en Diokno
er jafnframt helsti samningamaður
stjómarinnar í vopnahlésviðræðun-
um.
„Það yrði ekki öðram löndum til
gagns, ef við af ásettu ráði ykjum
hallann á Qárlögum-okkar til þess
að knýja fram meiri hagvöxt um
stundarsakir. Slíkt yrði aðeins
skammtímaávinningur," sagði
Stoltenberg á fundi með frétta-
mönnum í Bonn.
Fundur þessi var haldinn eftir
að Sambandsþingið hafði samþykkt
fjárlög Sambandslýðveldisins fyrir
árið 1987. Niðurstöðutölur þeirra
em 263,5 milljarðar marka.
James Baker, flármálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur hvað eftir
annað hvatt stjómvöld í Vestur-
Þýzkalandi til þess að auka eftir-
spum heima fyrir eftir vömm og
þjónustu með því að lækka vexti
eða skatta. Stoltenberg hefur jafn-
an vísað þessu á bug og sagt, að
slíkt myndi aðeins þýða vaxandi
verðbólgu í Vestur-Þýzkalandi eða
meiri halla á ríkissjóði þar.
GENGI GJALDMIÐLA
Lundúnum, AP.
BANDAR|SKI dalurínn hækk-
aði gegn flestum gjaldmiðlum
heims á gjaldeyrismörkuðum í
gær. Ástæðan fyrir hækkuninni
er talin spákaupmennska.
Breska pundið kostaði 1,5390
dali, en kostaði á þriðjudag
1,5455. Gengi dalsins var annars
sem hér segir, gengið frá því á
þriðrjudag innan sviga. Dalurinn
kostaði 2,1800 vestur-þýsk mörk,
(2,1775); 1,7780 svissneska
franka, (1,7745); 6,9675 franska
franka, (6,9500); 2,4565 hollensk
gyllini, (2,4520); 1.498,75 ítalskar
límr, (1.494,00) og 1,3790 kan-
adískadali, (1,3795).
Fyrsta opinbera viðtalið
við Molotov í tvo áratusfi
Moskvu. AP. '-*
Blaðamaðurinn segist hafa rætt við
Molotov í skrifstofú hans. Anti-
Diihring eftir Friedrich Engels lá
Moskvu, AP.
VYACHESLAV Molotov, forsætis- og utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna á valdatíma Jósefs Stalín, hefur opinberlega fengið uppreisn
æru eftir tæplega tveggja áratuga þögn. Opinberar fréttastofnanir
í Sovétríkjunum birtu i gær grein og viðtal við Molotov, sem nú er opin á borðinu, sem og Lygn
96 ára gamall, og féU í ónáð á valdatíma Nikita Khrushchevs er streymir Don eftir Sjolokov.
hann gerði upp sakimar við stalínstimann. Sovéskir embættismenn
sögðu áríð 1984 að Molotov hefði á ný verið tekinn inn i Kommún-
istaflokk Sovétríkjanna, en það var aldrei opinberlega tilkynnt.
Greinin og viðtalið birtust í hópi bama, bamabama og bama-
Moskvufréttum, sem gefnar em út
af Novostí-útgáfunni á sex tungu'-
málum, auk þess sem opinbera
fréttastofan TASS birti útdrátt úr
viðtalinu á rússnesku og ensku.
Viðtalið er tekið í sumarhúsi Molo-
tovs í útjaðri Moskvu og þar er látið
hjá lfða að minnast nokkuð á stjóm-
mál. Einkum er fjallað um hvemig
Molotov eyðir tímanum í ellinni í
bamabama. Molotov lætur tímann
líða við lestur, gönguferðir og heim-
sóknir til erfíngjanna. Hann segist
fylgjast vel með atburðum líðandi
stundar og segist einungis harma
það að geta ekki lengur orðið að
liði vegna heiisufars og elli.
„Ég er hamingjusamur í ellinni,"
segir hann í viðtalinu. „Ég vil lifa
það að ná hundrað ára aldri."
Molotov er einn fárra manna á
lífi, sem þátt tóku í sovésku bylting-
unni. Eftir dauða Leníns skipaði
hann sér f sveit með Stalín. Hann
var næstráðandi hans og gegndi
embætti utanríkisráðherra og for-
sætisráðherra á ámnum 1939—41,
er Stalín tók við forsætisráðherra-
embættinu, auk þess að vera aðal-
ritari kommúnistafldkksins. Árið
1957 var Molotov sakaður um
samsæri gegn Khmshchev, ásamt
þeim Malenkov og Kaganovich, og