Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Markaðssókn fyrir grænlenskan fisk í Bandaríkjunum Vinnslan fer fram í nýrri verksmiðju í Álaborg DANSKA fiskvinnslufyrirtækið Royal Greenland í Álaborg er nú að búa sig undir nýja markaðssókn fyrir grænlenskan fisk í Banda- ríkjunum, og er ætlunin að hefja framleiðsiu, sem miðuð er við þarfir veitingastaða þar vestra, að því er fram kom i danska blaðinu Jyllaads Posten fyrir skömmu. Fram til þessa hefur fyrirtækið flutt út óunninn fisk til Bandaríkj- anna — frá verkunarstöðvum sínum í Grænlandi — en með tilkomu _nýs og fullkomins verksmiðjuhúss í Ala- borg, verður unnt að framleiða og selja fullunnar vörur. „Við viljum bæði geta boðið staðlaðri vöru en hingað til og vera jafnframt færir um að afhenda hana í þeim pakkningum, sem henta viðskiptavinum fyrirtækisins," seg- var efstur á lista þeim, er flest atkvæði fékk við miðstjómarkjör. Portúgal: Nýr formaður Sós- íalistaflokksins Lissabon, AP. VITOR CONSTANCIO, fyrrverandi fjármálaráðherra Portúgals, var kosinn leiðtogi portúgalska Sósíalistaflokksins á 6. landsfundi hans er lauk sl. sunnudag. Á fundinum voru síðustu leifar marxisma hreinsaðar úr grund vallarreglum flokksins. Constancio hlaut 76% atkvæða í inn samstarfsmaður Constancio og stöðu aðalritara, sem Mario Soares gegndi frá stofnun flokksins fyrir 13 árum og þar til hann var kjörinn forseti landsins í febrúar sl. Keppi- nautur Constancio var Jaime Gana, fyrrum utanríkisráðherra. Constan- cio er yngstur af leiðtogum stærri stjómmálaflokka í Portúgal og gegndi áður stöðu æðsta yfírmanns Portúgalsbanka. Hann var hylltur ákaft er hann hvatti samflokks- menn sína í ræðu sl. laugardag til þess að bæta fyrir gömul mistök og gera Sósíalistaflokkinn aftur að stærsta flokki landsins, en í síðustu kosningum í október fengu Sósíal- demókratar fleiri atkvæði en þeir. Manuel Tito de Morais, einn af stofnendum flokksins, var kosinn formaður og tók við embætti Anton- io Macedo, sem gerður var að heið- ursformanni. Tito de Morais er ná- Vilja auka viðskipta- samstarf við Grænland Kaupmannahöfn, frá Niis Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnunblaðsins. JOSEF Motzfeldt, sem fer með viðskiptamál í grænlensku heimastjóminni, tók nýlega þátt í viðskiptaráðstefnu, sem Samtök frumbyggja á norðurslóðum (Inúítasamtökin) héldu í Toronto í Kanada. Sagði hann í viðtali við grænlenska útvarpið, að góðir möguleikar væm á, að unnt yrði að auka innbyrðis viðskipti í þessum heimshluta. Samþykkt var að setja á laggim- ar sameiginlega upplýsingamiðstöð í þessu skyni. Á hún að veita upplýs- ingar um vöruverð í þéim löndum, sem frumbyggjaþjóðimar versla við. Svo að dæmi sé tekið, ber henni að láta Grænlendinga vita, ef þeir geta t.d. fengið ódýrara byggingar- efni í Kanada en í Danmörku, þar sem þeir kaupa slíkar vörur að jafnaði. Inúítar í Kanada hafa mikinn áhuga á auknu viðskiptasamstarfí við Grænlendinga. Hafa þeir m.a. óskað eftir að taka á leigu græn- lenskan rækjutogara. Kanadíska alríkisstjómin hefur veitt inúítum í Quebec leyfí til að veiða rækju, en þeir eiga engan rækjutogara. ir Henry Greenebaum, ráðgjafí Royal Greenland í Bandaríkjunum, í viðtali við blaðið. Hann vill ekki giska á, hversu mikið af rækju og fískflökum verði mögulegt að senda á ný vestur um haf. „Aðalatriðið er, að með þessu fyrirkomulagi verður markaðurinn fyrir vömna miklu stöðugri en áð- ur,“ segir Greenebaum. „Við getum sent fískinn vikulega frá Álaborg, en áður voru sendingamar miklu stijálli vegna tregra samgangna við Grænland. Þar að auki fæst miklu betri nýting á hráefninu, þar sem grænlensku verkunarstöðvamar munu haga undirbúningsvinnslu eftir því, sem best hentar verksmiðj- unni í Álaborg hveiju sinni." Greenebaum, sem er forseti Dansk-bandaríska verslunarráðs- ins, er sannfærður um, að þessi aukna markaðssókn muni ekki leiða til nýrra átaka á físksölumarkaðn- um í Bandaríkjunum. „Samkeppni er alltaf til staðar, þar sem um offramboð er að ræða,“ segir Gre- enebaum, „en ef okkur tekst að sjá svo um, að eftirspumin aukist meira en veiðiafköstin, ætti að vera hægt að komast hjá vandræðum." Tækigegn fíkniefna vandanum Bandariskt fyrirtæki hefur hafið sölu á tæki sem gera mun t.d. foreldrum kleift að ganga úr skugga um að börn þeirra neyti ekki eiturlyfja. Við tækið má einnig tengja áfengismæli. Tæki þetta kostar um 1500 islenskar krónur. Símamynd/AP Fegurðardísir ræða viðráðherra Ungfrú Reykjavík, Þóra Þrastardóttir, sem mun keppa fyrir íslands hönd um titilinn „IJngfrú alheimur" I Pa- namaborg þann 21. júli nk. sést hér á tali við viðskipta- málaráðherra Panama, Bernardo Cardenas, í hófi sem haldið var sl. föstudag. Næst Þóru situr Ungfrú Þýska- land, Gail Francis. Noregur: Verður „Moby Dick“ kyrrsett? Vardö, Noregi, AP. SVO KANN að fara að „Moby Dick“, skip Greenpeace-samtakanna, verði kyrrsett í Vardö í Norður-Noregi allt þar til hvalvertíð Norð- manna lýkur. Skipstjórinn, Jonathan Castle, var á þriðjudagskvöldið dæmdur til að greiða 20.000 norskar krónur í sekt fyrir itrekuð landhelgisbrot. Tveir áhafnarmeðlimir voru einnig dæmdir til að greiða sekt vegna gáleysislegrar meðferðar á sprengiefni. Mennimir fóru fram á frest til greiða 10.000 norskar krónur í sekt þess að þeir gætu ráðfært sig- við forsvarsmenn Greenpeace-samtak- anna. Norska strandgæslan stöðvaði „Moby Dick“ 25. júní og var það í annað skiptið á tveimur vikum sem gæslan hafði afskipti af skipinu. Skipið var þá dregið til hafnar í Vardö. Hálfrim mánuði áður hafði skipstjórinn verið dæmdur til að sökum landhelgisbrots. Sektina neitaði hann að greiða og var hon- um þá sleppt gegn tryggingu og gert að koma fyrir rétt í ágúst- mánuði. Yfírmenn norsku strandgæslunn- ar segja „Moby Dick“ hafa siglt inn fyrir landhelgina án þess að hafa fengið til þess tilskilin leyfí yfír- valda. Ítalía: Heróínsmyglari tekinn höndum Napólí, AP. LÖGREGLAN á Ítalíu réðist á sunnudag til uppgöngu í snekkju á Napólíflóa og hand- tók þar eftirlýstan glæpa- Blindur bílsljóri kærð- ur fyrir ölvunarakstur LouisvilJe, Kentucky, AP. BLINDUR maður á þrítugsaldri hélt þvi fram fyrir dómstól- um í Kentucky að ekki væri hægt að kæra hann fyrir ölvun við akstur, þar sem hundur hans hafi verið að leiðbeina honum við aksturinn og hann hafi verið hinn raunverulegi ökumaður. William Bowen var handtek- inn 26. apríl sl. þegar lögreglu- menn komu auga á hann þar sem hann ók mjög óstöðuglega um götur Louisville-borgar. Var Bowen kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis, vítaverðan akstur og fyrir að aka án öku- prófs. Hann neitaði að láta taka blóðprufu til að mæla áfengis- magn í líkamanum og sagði að blindrahundurinn Bud, sem sat við hlið hans í bílnum, hefði verið hinn raunverulegi bflstjóri. Við yfirheyrslur í lok júní sagði Bowen að Bud hefði setið í farþegasætinu og gelt til að gefa til kynna hvaða litur var á umferðarljósunum, þegar Bow- en nálgaðist gatnamót. Hins vegar væri hundurinn ekki þjálf- aður til að segja til hvar hvítu akreinamerkin væru og af þeim sökum hefði Bowen ekið óstöð- uglega. Bowen fékkst loks til að játa að hann hefði ekið pióflaus og undir áhrifum áfengis, en kær- unni um vítaverðan akstur var sleppt. Bowen var úrskurðaður í þijátíu daga varðhald, sem hann var búinn að afplána þegar jrfirheyrslur fóru fram. Honum var því sleppt ásamt hundinum Bud, sem dvalið hafði í hunda- geymslu á moðan málið var tekið upp fyrir récti. mann, sem sakaður er um að hafa stjórnað umfangsmiklu heróínsmygli til Bandaríkj- anna. Talið er að helmingur þess heróíns, sem smyglað er frá Sikiley til Bandaríkjanna, hafi verið smyglað þangað fyrir tilverknað manns þessa, sem heitir Pietro Vemengo. Fjórtán ákærur liggja fyrir á hendur Venengo og hann er sakaður um eiturlyfjasmygl, morð og aðild að mafíunni. Um þessar mundir standa yfir réttar- höld á hendur 474 mafíumönnum í Palermo. Ifyrir réttinum eru meðal annars mál nokkurra manna, sem lögreglunni hefur ekki tekist að klófesta, og var Vemengo þeirra á meðal. Að sögn ítölsku fréttastofunn- ar ANSA er Vemengo í tygjum við Corleone-fjölskylduna, sem mjög er valdamikil innan maf- íunnar. Vemengo var ásamt öðm fólki í samkvæmi á snekkjunni, sem lá fyrir akkeri undan eynni Nisida, þegar lögreglan handtók hann. Kom lögreglan aðvífandi á þyrlum og lögreglubátum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.