Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Sigurður Guðmundsson sumarbúðastj óri Það var oft fjörugt f lauginni og lítið var orðið eftir af bátnum í námskeiðslok, enda mikið notaður. Sumarbúðir að Revkj- um í Hrutafirði Broddanesi. ENDA ÞÓTT þvi sé stundum haldið fram að ungmennafélögin séu ekki svipur hjá sjón í dag frá þvf sem þau voru hér í eina tfð þá væri ósanngjarnt að segja að þau láti ekki ýmislegt gott af sér leiða. Nú f sumarbyrjun stóðu ungmennasambönd Stranda- og Húnavatnssýslna fyrir sumarbúðum að Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðir þessar voru einkum ætlaðar ungmennum úr áður- nefndum sýslum og var markmiðið m.a. að krakkar af svæðunum fengju tækifæri til að kynnast innbyrðis gegnum starf og leik. Haldin voru þijú námskeið sem stóðu í viku hvert. Auk „hefðbundinnar" sumar- búðastarfsemi, s.s. hesta- mennsku, báts- og veiðiferða, íþróttaiðkana af flestu tagi, sveita- og kirkjuferða, var boðið upp á ýmsar nýjungar. Má þar nefna blaðaútgáfu, en bömin gáfu út blað með ljósmyndum og texta sem þau sömdu auðvitað sjálf. Tilgangur blaðsins var m.a. sá að bömin gætu haldið tengslum við þá sem þau kynntust meðan á dvölinni stóð en í því vom auk annars myndir af öllum ásamt nafni, heimilisfangi og síma hvers og eins. Ennfremur fengu þátt- takendur að spreyta sig við tölvur undir handleiðslu tölvukennara. Farið var í heimsókn á Byggða- safn Stranda- og Húnavatns- sýslna sem staðsett er á Reykjum (það kom nefnilega á daginn að mjög fáir höfðu heimsótt þá merku stofnun). Síðast en ekki síst var höfð samvinna við Hand- knattleikssamband íslands og kom fyrirliði íslenska landsliðsins, Þorbjöm Jensson, í heimsókn. Hann dvaldi daglangt með hveij- um námskeiðshópi, veitti tiisögn í handbolta og stjómaði hand- boltakeppni af röggsemi við góðar undirtektir. Sumarbúðir hafa ekki áður verið haldnar á Reylqum en vart er hægt að hugsa sér betri stað til slíks þar eð öll aðstaða er alveg fyrsta flokks. Einn aðalhvatamað- ur þess að svo varð er Sigurður Guðmundsson, fþróttakennari við Reykjaskóla, en hann var sumar- búðasljóri. Aðspurður kvað Sig- urður þetta framtak hafa tekist öllum vonum framar. Aðsókn varð mun meiri en búist var við og endar náðu saman flárhagslega sem gefur þeirri von byr að hægt verði að endurtaka þetta að ári. „Mestu máli skiptir þó,“ sagði Sigurður, „að krakkamir voru hæstánægðir og okkur leiðbein- endunum hafa m.a.s. borist nokk- ur bréf frá þátttakendum á fyrstu námskeiðunum þar sem óskir koma fram um að fá að koma aftur. Og örugglega verður reynt að sjá til þess að svo megi verða." Sigurður óskaði eftir að koma á framfæri bestu þökkum til alls starfsfólks sumarbúðanna, skóla- yfírvalda Reykjaskóla og þeirra sem styrktu starfsemina á einn eða annan hátt. Það var auðséð á krökkunum sjálfum að þau skemmtu sér vel. Nokkrir voru teknir tali og bar öllum saman um að þetta væri „alveg æðislega gaman"; „ég ætla sko að koma aftur næsta sumar"; þetta er bara allt of stutt, mætti vera mánuður"; „ég hefði aldrei trúað að það væri svona skemmti- legt í sumarbúðum". Þá vitum við það og svo er bara að vona að sumarbúðastarf á Reykjum eigi langa framtíð fyrir sér og verði til eflingar félags- og æskulýðs- starfi í nærliggjandi byggðarlög- um. Þá er tilgangnum náð. Fréttaritari. Að komast á hestbak er eiginlega alveg ómissandi þáttur í sumarbúðarstarfi. En skyldu hestarair ekki þreytast á tíðum knapaskiptum? Þorbjöra Jensson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, í hópi efnilegra handknattleiksmanna og kvenna. Tvisvar keppt í lend- ingnm um helgina Einkaflugmenn fá að spreyta sig i lendingakeppnum á tveimur stöðum nk. laugardag, 5. júní nk. Flugklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir keppni á Selfossflugvelli og Flugskóli Akureyrar á Akur- eyrarflugvelli. A báðum stöðunum verður keppt í Qórum greinum: Lendingu með fíjálsri aðferð, lendingu með væng- börðum með hreyfilafli, lendingu með vængbörðum án hreyfílafls og loks í lendingu yfir hindrun með frjálsri aðferð. Sá flugmaður sigrar sem hlýtur fæst refsistig. A Selfossi hafa oft áður verið haldnar slíkar lendingakeppnir enda mjög góð aðstaða þar á flugvellin- um. Að þessu sinni fer keppnin fram á vegum Flugklúbbs Reykjavíkur og er jafnframt sú fyrsta hjá hon- um. Þátttakendur eiga að vera mættir á flugvélum sínum fyrir kl. 12.00 á hádegi sjálfan keppnis- daginn. A Akureyri gengst Flugskóli Akureyrar fyrir keppninni og er hún nú haldin í fjórða sinn. Þar er aðstaðan mjög góð eins og varla þarf að taka fram. Keppendur eiga að vera mættir til leiks kl. 13.00 en klukkustund síðar hefst sjálf keppnin. Reiknað er með a.m.k. 8 flugvélum frá Akureyri auk véla af Norður- og Austurlandi. Báðar lendingarkeppnimar eru liðir í sumardagskrá Flugmálafé- lags Islands og eru að sjálfssögðu háðar því að veðurguðimir gefi gott flugveður. Grétar Þ. Hjaltason sýnir í Þrastarlundi Grétar Þ. Hjaltason frá Selfossi sýnir vatnslitamyndir í veitingastaðn- um Þrastarlundi við Sog. Sýningin stendur dagana 7.-20. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.