Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 41

Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 41
Skagafjörður: Sláttur haf- ínn á ein- stakabæ Skagafirði. ÞÓ FYRRI partur júní væri hálf kaldur og þurr, gTÓðri færi þá hægt fram, þá var síðari hlutinn með eindæmum hagstæður, þó flesta dagana þægju margir skúr til að auka sprettu. Hiti dag hvem hefur nú verið 15 til 20 gráður svo sprettu skilar vel þar sem ekki er mikið harðlendi. Byijað er að slá umhverfis hús og vitað er að sláttur er hafínn á ein- staka bæ. Fjölmennt ættarmót Helgu Frið- bjamardóttur og Þórhalls Ástvalds- sonar frá Litlu-Brekku var haldið á Hofsósi um síðustu helgi. Þórhallur er dáinn fyrir mörgum ámm en Helga dó nú á þessu vori. Þau eiga nú um 165 afkomendur. Fiskafli er nú lítill á smærri bát- um og er því atvinna stopul við fiskvinnslu. Björn í Bæ. Diskódrottningin Gloria Gaynor. Söngkonan Gloria Gaynor til Islands Dægurlagasöngkonan Gloria Gaynor er væntanleg til íslands á næstunni og mun hún koma fram á tvennum hljómleikum í veitingahúsinu Broadway, 11. og 12. júli næstkomandi. Gloria Gaynor er í hópi þeirra söngkvenna, sem nefndar hafa verið „diskódrottningar" og raunar sú eina þeirra sem krýnd hefur verið til þeirrar nafnbótar af al- þjóðasamtökum plötusnúða. Hún hefur auk þess hlotið ýmsar viður- kenningar á ferli sínum og má þar nefna Grammy-verðlaunin eftir- sóttu og er hennar getið í alfræði- bókinni „The World Book Encyc- lopedia", en lag hennar „I will Survive" seldist í 5 milljónum ein- taka á fyrsta misserinu eftir að það kom út. Síðar var það gefið út á spænsku, frönsku, arabísku, jap- önsku og fleiri tungumálum. Gloria hefiir meðal annars verið gerð að heiðursborgara Zululands og ferð- ast um ríki Austur-Evrópu við góð- ar undirtektir, þótt dyggustu að- dáendur hennar sé að finna í diskó- tekum Vestur-Evrópu og Ameríku. Hún hefur gefið út fyölda breið- platna, sem náð hafa miklum vin- sældum og má þar nefna „Never Can Say Goodbay", „Experience Gloria Gaynor" og „Love Tracks" svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru ótalin myndbönd, sjónvarpsþættir og kvikmyndir sem hún hefur tekið þátt í. Gloria þykir hafa einkar líf- lega sviðsframkomu og hefur hún sjálf látið svo ummælt að hún standi í beinu ástarsambandi við áhorfend- ur sína þegar hún kemur fram. Með Gloriu Gaynor í förinni til íslands verður sjö manna hljómsveit henn- ar. (Úr fréttatilkynningu.) MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JUU1986 Háskólabíó bætir við þremur nýjum sölum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leyfa viðbyggingu við Há- skólabíó, sem tengd verður kvikmyndahúsinu að austan í átt að Suðurgötu. Þar er gert ráð fyrir þremur misstórum sölum, sem rúma 316 sæti, 250 sæti og 170 sæti. Að sögn Friðberts Pálssonar framkvæmdastjóra Háskólabíós er aðalkostur nýbyggingarinnar, að Háskólinn mun nýta salina til fyrirlestrahalds að morgni og fram eftir degi en síðan taka við kvikmyndasýningar frá miðjum degi og fram eftir kvöldi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að halda minniháttar tónleika í stærsta salnum. Núverandi anddyri hússins verður stækkað og nýtist sameig- inlega af öllum sölunum, svo og miðasala og salemi. Þar verður hugsanlega komið upp veitinga- stað í rými sem útibú Landsbanka íslands hefur til ráðstöfunar en það verður flutt til, yfir í nýbygg- inguna. Gmnnflötur viðbygging- arinnar er 1850 fermetrar. Stefnt er að því að framkvæmd- ir hefjist í haust og er áætlaður kostnaður um 100 milljónir króna. Guðmundur Kr. Kristinsson arki- tekt teiknaði viðbygginguna en hann teiknaði Háskólabíó á sfnum tíma ásamt Gunnlaugi Halldórs- syni arkitekt, sem nú er látinn. LAMDMANK! UtAHO* [gfH f ! ikjlf.v. ^xv.-yv.*«j(v4 • v Grunnmynd Háskólabíós eftir stækkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.