Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 45

Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 45 Brekkuhátíð á Blönduósi Blönduósi. íbúar á Brekkunni efndu á laug- ardaginn til fjölskylduhátíðar og má segja að hver einasti Brekkubúi, sem hreyft sig gat, hafí verið þátt- takandi í hátíðarhöldunum. Hátíðin hófst með mikilli skrúðgöngu hvar fyrir fóru hljóðfæraleikarar en há- tíðarhöldin sjálf voru á útivistar- svæði Brekkubúa skammt austan við byggðina. Brekkan, sem svo er nefnd, er byggðarkjami vestan við ána Blöndu og hefur hann myndast kringum sýslumanninn og kirkju- garðinn. Það var mikið líf og ijör þegar fréttaritara bar að garði. Hópur hljóðfæraleikara, Brekku-bandið, lék undir miklum fjöldasöng. Að sögn þeirra sem hægt var að hafa tal af, var enginn forsvarsmaður fyrir þessum hópi heldur er hér um að ræða lárétt grasrótarsamtök í þess orðs fyllstu merkingu. Veðrið lék við Brekkubúa meðan á hátíðinni stóð, hitinn við 20 gráð- ur og áttin suðvestlæg. í tilefni af þessari útihátíð var gert skjaldar- merki fyrir þessa byggð sem mun vera saga hennar frá upphafí. Sem dæmi um áhugann fyrir þessari útihátíð þá sá enginn íbúi á Brekk- unni úrslitaleikinn um þriðja sætið á heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu. — JónSig. Mikið var spilað og sungið á Brekkuhátíð 1986. Elstu menn á Brekkunni muna ekki annað eins. Einnig var farið f leiki alls konar. Morgunbladið/Jón Sig. Reykhólasveit: Skeldýravinnsla á Reykhólum Miðhúsum, Rcykhólasveit. NÝLEGA var hér stofnað hluta- félagið Skeldýravinnslan hf. á Reykhólum og eru eigendur Árni Garðar Svavarsson, Inga Hrefna Jónsdóttir, Jón A. Guðmundsson bóndi i Bæ og kona hans Elsa Engilbertsdóttir. Fimmti maður er Ebeneser Jensson, kennari á Reykhólum. Hlutverk félagsins er að reisa og starfrækja skel- dýravinnslu á Reykhóluin. í samtali við Ama Garðar kom eftirfarandi fram: að í fyrstu hefði gengið erfiðlega vegna vankunn- áttu og reynsluleysis en nú væru veiðar famar að ganga vel. Ýmsir örðugleikar vom með geymsiu á trjónukrabbanum og beitukóngnum en dæla verður stöðugt á hann sjó, en hann er geymdur í keijum meðan hann bíður flutnings til Akraness en þar kaupir Kristján Einarsson aflann og líka Áma viðskiptin vel. „Einu sinni kom það fyrir“, sagði Ami, „að ég setti í sama ker krabba og kuðunga og eftir skamma stund hafði beitukóngurinn drepið tijónu- krabbann og étið. Mest hefur Ami fengið 15 kíló af krabba í eina gildm og hann hefur haft 60 gildmr í takinu. Gildr- umar em allar heimasmíðaðar. Síð- ustu dagana hefur aflinn verið beitukóngur og hefur Ámi notað 70 gildmr við veiðamar og mesti afli í gildru verið 12 kfló. Nú hyggur fyrirtækið á að færa út kvíamar og ætlar að kaupa 8,5 tonna bát sem smíðaður var í Mánavör á Skagaströnd og er ætlunin að vera með tvo báta og hafa 300 kuðunga- gildrur og 3-400 krabbagildmr. Ami kvartar undan skilningsleysi hreppsnefndar varðandi uppbygg- ingu á nýjum atvinnuvegi en „nýir siðir fylgja nýjum hermm og von- andi vakir hin nýja hreppsnefnd yflr hveiju velferðarmáli byggðar- innar", sagði Ámi í lokin. Sveinn.— Ný Hafnarey í stað þeirrar gömlu Höfn, Hornafirði. Eigendur gömlu Hafnareyjar SF aðalvél og hentar mjög vel til tog- 36, þeir Jón Hafdal og Gísli Páll veiða. Bjamason, hafa fest kaup á nýjum Fyrst um sinn munu þeir félagar bát sem var smíðaður í Svíþjóð árið fara á humarveiðar en síðar á rækju 1983. Hann er með 810 hestafla og frysta aflann um borð. Haukur NÝJA OG VINSÆLAR PLÖTUR 6ÆÐATÓNLIST Á GÓÐUM STA0 Sendum í póstkröfu samdægurs Loksins sendir Bubbi fró sér ekta trúbadorplötu þar sem hann kemur einn fram meö kassagítarinn og munnhörpuna. ,,Blús fyrir Rikka“ er tvöföld 25 laga plata, hljóörituð í stúdíói og ö tónleikum. Á plötunni er aö finna tvœr stórkostlegar hljóðrit- anir meö þeim félögum Bubba og Megasi. Bubba tekst, á „Blús fyrir Rikka“, aö koma enn einu sinni á óvart með sín- um einstaka og nœma söng. „Blús fyrir Rikka“ og þig er án efa eiguleg og góö plata um ókomna framtíð. THEQUEEN IS DEAD Biöin er liöin! Nýja Smiths platan er komin! The Queen Is Dead veröur vafalítiö fyrir mörg- um plata þessa árs llkt og síöasta plata Smiths I fyrra. alla vega virðist svo œtla aö verða hjá bresku músíkpress- unni, sem keppist viö aö lofa plöt- una, enda er hér á ferðinni ein fremsta poppsveit undan- farinna ára. ,,Stórkostleg tónlist, eitthvaö sem er dýr- mœtt og blómstrar." Melody Maker „Besta hljómsveit Breta heldur sér vid það sem hún gerir best, ad vera einfald lega The Smiths.“ EASTERH ■ RY COODER - Alamo Bay (tónlist úr kvikmynd) ■ CHRIS & COSEY - Techno-Primitiv ■ LLOYD COLE & THE COMMOTION - Rattlesnakes ■ LLOYD COLE & THE COMMOTION - Easy Pieces ■ CURE — Standing On A Beoche - The Singles ■ EASTERHOUSE - Inspiration 12" ■ PETER GABRIEL - So ■ GENESIS - Invisible Touch ■ JEAN MICHAEL JARRE - Rendeszvous/Zoolook ■ JUNE BRIDES - In The Run/This Town 12"ur ■ JOHN LENNON - Live In New York City ■ THOMAS MAPFUMO - Chimurenga For Justice ■ NEW ORDER - Shellshock 12" ■ PRINCE - Mountains 12" ■ LOU REED - Mlstral ■ SMITHS - Bigmouth Strikes Again 12” ■ SMITHS - Hatful Of Hollow ■ SPK - ln Flagrante Delicto 12" ■ STYLE COUNCIL - Have You Ever Had It Blue 12” ■ TOM WAITS - Rain Dogs ■ ROBERT WYATT - Old Rotlenhat ■ ROBERT WYATT W/SWAPO SINGERS - The Wind Ol Change 12' Fyrsta breiöskífa einnar umtöluðustu hljóm- sveitar Breta í dag. Kraftmiklu rokki og text- um Easterhouse hefur einna helst verið líkt við U2 og Joy Division. Kynnist hljómsveitinni, sem BBC bannaði. EIGUM FYRIRLIGGJANDI STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF: Blús. Jaz2, Rokk'n’Roll. Soul o.fl. qramm V—* Laugavegi 17 lOlReykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.