Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 47 Hvar og hvernig geta Islendingar komið sér á framfæri? Mikil kunnátta og reynsla í markaðs- og sölumálum hefur safn- ast saman í tímans rás meðal þeirra sem hafa þau störf með höndum. Það liggur í augum uppi, að fram- leiðandi sérhæfðrar vöru reynir ávallt að höfða til þeirra kaupenda sem líklegastir eru til að hafa not fyrir vöruna. Til að ná augum og eyrum tilkippilegra kaupenda, nota auglýsendur sérhæfð blöð og tíma- rit, sýningar, og efna jafnvel til sérstakra kynninga ef svo ber undir. Vafalaust eru ýmsar leiðir færar til landkynningar í þeim tilgangi sem áður hefur verið vikið að. Benda má á einn ákveðinn mögu- leika sem aðrar þjóðir nota í ríkum mæli, en það eru alþjóðlegu iðnsýn- ingai-nar í Hannover sem haldnar eru í mars og apríl ár hvert. Til marks um stærð og umfang þessara sýninga, sem eru hinar stæretu sinnar tegundar í heiminum, má nefna að fjöldi sýnenda nemur jafn- an þúsundum og fjöldi gesta skiptir hundruðum þúsunda. Eitt af því sem dregur forráða- menn fyrirtækja að Hannover- sýningunum er sérstök deild, svo- kölluð viðskiptamiðstöð, en þar sitja fulltrúar iðnaðar og verslunar frá fjölmörgum þjóðum heims fyrir svörum og veita upplýsingar um sín heimalönd með tilliti til hráefna, markaða, iðnaðarsvæða o.s.frv. Sumir sýningargesta hafa fyrir fastan sið að ganga á milli „þjóða“ í viðskiptamiðstöðinni og afla sér upplýsinga um aðstæður til iðn- rekstrar og fyrirgreiðslu heima- manna þar að lútandi. Alvarr hf. hefur nýlega sent frá Synir Ólafs og eiginkonu hans, Auróru Gunnarsdottur, tóku þátt í rekstri og stjórnun fyrirtækjanna með föður sínum af miklum dugnaði og atorku strax og þeir höfðu aldur og þroska til. Olafur andaðist í febrúar 1936. Synir hans tóku þá alfarið við rekstri fyrirtækjanna og héldu áfram uppbyggingu þeirra. Þeir ráku svo hin svokölluðu Vatneyrar- fyrirtæki fram yfir miðja þessa öld. Ég hefi getið hér að nokkru tveggja athafnamanna, Péturs A. Ólafssonar og Ólafs Jóhannessonar, sem báðir störfuðu á Patreksfirði síðustu ár 19. aldar og á fyrstu árum þessarar aldar. Það er gert til þess að varpa ljósi á þróunarsögu staðarins. í tíð þessara manna var grundvöllurinn lagður að þéttbýlis- byggð á Patreksfirði. Ekki er hallað á neinn þó að sagt sé að þessir tveir menn séu feður staðarins. A seinni árum hafa svo aðrir tekið við og nýjum kröftum verið beitt í atvinnurekstrinum, sem ekki verður farið út í hér. Ég er nú víst kominn æði langt frá tilefni þessara orða, staðarlýs- ingu Patreksfjarðar og nágrennis í blaðinu Land. Ekki sakar þó að framanskráð komi fram þegar rætt er um nafn staðarins til þess að ýmis atriði varðandi nafngiftirnar verði skírari í hugum manna. Skýringin á því að nafnið Vatn- eyri hefir verið notað sem samheiti á kauptúninu af æði mörgum utan staðarins hefír þó ekki komið fylli- lega fram enn. Þar kemur til þáttur í atvinnusögu Vatneyrarfyrirtækj- anna. Þeir Vatneyrarfeðgar kenndu sig ævinlega við Vatneyri. í samræmi við það voru öll verslunarbréf þeirra og önnur skjöl merkt „Vatneyri" og dagsett þar. (Ekki Patreksfirði.) Ut á við hafði þetta þau áhrif að farið var að kalla kauptúnið Vatn- eyri. Þetta var þó villandi og nafn- giftin sem samheiti á staðnum röng. Örlygur gamli gaf firðinum nafn- ið Patreksfjörður þegar að hann á landnámsöld tók þar land, senni- lega fyrstur manna, eftir að hafa haft útivist harða og heitið á fóstra sinn Patrek helga biskup í Suður- eyjum til landtöku sér: „Að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni þar sem hann tæki land,“ eins og segir í Landnámabók. Kauptúnið Patreksfjörður, sem sér formlega tillögu þess efnis, að iðnaðarráðuneytið ásamt viðskipta- og utanríkisráðuneytinu standi sameiginlega að „Íslandskynningu" í Hannover strax á næsta ári ef mögulegt reynist. Málefnið er nú sem stendur til athugunar hjá iðn- aðarráðuneytinu, og er ekki að efa að það verður afgreitt á einn eða annan hátt áður en langt um líður. Atvinnurekstri hér á landi, sem á sumum sviðum má kalla þroska- heftan sökum peningaleysis og ófullkominna stjórnunarhátta, yrði það varla til annars en góðs að fá nokkur öflug fyrirtæki inn í landið. Þetta hafa nágrannar okkar Skotar og írar lagt áherslu á með þeim árangri sem raun ber vitni. Stóriðjunefnd hefur nú um nokk- urra ára skeið haft það hlutverk með höndum að leita samstarfs og annast samningagerð við erlend fyrirtæki, en þar hefur einkum verið lögð áhersla á orkufrekan iðnað. Ég varpa að lokum fram sem hugleið- ingu fyrir þá sem málið er skylt, hvort ekki væri rétt að breyta hlut- verki Stóriðjunefndar á þann hátt, að nefndin leitaði samstarfs við erlend fyrirtæki um fleira en orku- frekan iðnað. Eðli raforku er hið sama, hvar sem er í heiminum, og Islendingar eru aldeilis ekki einir um að fram- leiða hana. Loks ber að hafa hug- fast, að flestar heimsins þjóðir eru í leit að möguleikum til aukinnar hagsældar og bjartara mannlífs, það er með þennan markað eins og ýmislegt annað, samkeppnin er mikil ogóvægin. Höfundur er verkfrædingur og frnmkvæmdastjóri ráðgjafaþjón- ustunnar Alvarrs hf. á Akureyri. byggst hefir í landi hinna fornu jarða, Geirseyrar og Vatneyrar, hefir ætíð heitið svo frá fyrstu tíð og ekkert annað. Því miður eru fleiri villur í frá- sögn Lands af Patreksfirði og ná- grenni. I fjórðu málsgrein frásagnarinn- ar segir svo: „Utan við kauptúnið rís fjallið Tálkni, hár og tignarlegur hamraskagi. Fjallið ofan við bæinn er tengt þessum sama skaga og heitir Skjöldur(l). Gömul vörðuð gönguleið er upp af kauptúninu, austan við Skjöld og um Lambeyr- arháls. Þá er komið niður hjá Lambeyri í sunnanverðan Tálkna- §örð.“ I þessari lýsingu er farið rangt með örnefni. Fjallið ofan við kauptúnið, frá Fjósadal að utan og að Litladal að innan heitir „Brell- ur“. Nafnið er æði fornlegt og hafa margir spreytt sig á að skýra þýð- ingu þess, sem ekki verður rakið hér. Fjallið er hátt og bratt. Lítt gróið með urðum og skriðum gnæfír það yfir kauptúnið. Úr því, um svokallað Stekkagil, féll mikið snjó- og vatnsflóð í endaðan janúar 1983 á innanverða byggðina, sem olli manntjóni og stórskaða á húsum og mannvirkjum. Ömefnið „Skjöldur" er á fjalls- enda nokkuð utan við kauptúnið, sem afmarkar ytri hlíð svokallaðs Fjósadals, sem er djúp dalskora inn í fjalllendið. Utan við Fjósadal og Skjöld taka við Vatneyrarhlíðar. Innan til, neð- an við urðir og skriður úr hömrum girtu fjallinu, er nokkurt undirlendi, mýrlendi, er nefnist Vatneyrarengj- ar niður að grasi grónum bökkum við sjóinn. Utan við engjarnar lýkur undirlendinu. Þar taka við skriður frá hömrum í sjó fram. Yst í Vatneyrarhlíðum gengur daldrag inn í ijallgarðinn, svonefnd- ur Hlíðardalur. Þar er nokkurt undirlendi á grónum bökkum við sjóinn. Þarna er sæmileg lending á malarvogi. Verstöð var þarna fram yfir síðustu aldamót og standa verbúðarveggimir enn uppi. Utan Hlíðardals heitir fjalllendið Tálkni. Þar taka við hamrar og skriður í sjó fram, en fjallið endar í háum hömmm. Frá þeim neðst em brattar skriður til sjávar. Fjaltaskaginn milli Patreksfjarð- ar og Tálknafjarðar er víða yfir 500 metrar á hæð. Yst gnæfir Tálkninn, Neskaupstaður: Nýtt gistiheim- ili í Norðfjarð- arsveit Neskaupstað. Á bænum Kirkjubóli í Norð- fjarðarsveit hefur verið opnað gistiheimili fyrir ferðamenn. Þar er boðin gisting í þremur rúm- góðum herbergjum og selt fæði, grænmetisfæði fyrir þá sem þess óska. Kirkjuból stendur innst í firðin- um, rétt innan við bæinn er Kirkju- bólsteigur sem er útivistarsvæði Norðfirðinga. Stutt er í léttar og skemmtilegar íjallgönguleiðir,' t.d. á Goðaborg, í Mjóafjörð um Hóla- skarð. Einnig er hægt að ganga á Fannarjökul eða í Hellisfjörð og Viðfjörð sem em eyðifirðir, en þá þarf leiðsögumann sem útvegaður er á bænum. Veiðileyfi þarf að panta með fyrirvara og em þau útveguð í Norðfjarðará. Einnig er hægt að útvega bát í sjóstangaveiði og boðið er upp á hesta til leigu. Ábúendur á Kirkjubóli em Ámi Þórhallsson og Svanfríður Haag- vag. Sigurbjörg stórbrotinn útvörður milli fjarð- anna. Eins og áður segir nær fjallið Brellur, ofan kauptúnsins, inn að Litladal. Um hann og yfír Lambeyr- arháls liggur gamall, varðaður fjall- vegur yfir að Lambeyri við Tálkna- íjörð. Á Lambeyri var svo fyrr á ámm lögfeija yfir mjótt sund í Sveinseyrarodda norðan fjarðarins. Þessi leið var mjög fjölfarin fýrr á árum. Niðurstöður em þessar: 1. Kauptúnið hefír alltaf heitið Patreksfjörður. 2. Kauptúnið Patreksfjörður er byggt í landi tveggja jarða, Geirs- eyrar og Vatncyrar. 3. Vatneyri hefir aldrei verið sam- heiti á kauptúninu. 4. Eyrar hefír heldur aldrei verið samheiti á því. Eyrar var eins konar gælunafn, sem nágrannar kaup- túnsins gáfu því og notuðu í dag- legu tali þegar byggðin var í fyrstu mótun. 5. Fjallið ofan byggðarinnar heitir Brellur frá Fjósadal að utan og að Litladal að innan. 6. Skjöldur heitir fjallsendi nokkuð utan við kauptúnið, sem afmarkar ytri hlíð Fjósadals. 7. Gömul, vörðuð gönguleið er upp af kauptúninu innanverðu (upp af Geirseyri) innan við Brellur um Litladal og Lambeyrarháls að Lambeyri í Tálknafirði. 8. Tálkni heitir ysti hluti fjalla- skagans milli Patreksfjarðar og Tálknaljarðar frá Hlíðardal Pat- reksfjarðarmegin og er því æði utan langt kauptúnsins. Vonandi em ekki fleiri svona villur í staðarlýsingum Lands. Það væri afar slæmt ef lýsingamar væm ónákvæmar og villandi, sér- staklega hvað varðar staðarnöfn og örnefni. Ferðamenn og aðrir, sem lesa lýsingarnar, verða að geta treyst þeim. Ritið Land er annars mjög vand- að að öllum ytra frágangi. í því em góðar upplýsingar fyrir ferðamenn og aðra, sem vilja fræðast um hina ýmsu staði á landinu. Litmyndir em margar mjög góðar. Ég ráðlegg mönnum að hafa þetta rit með sér á ferðalögum um landið. í því em mjög góðar upplýsingar um margt sem að ferðamálum lýtur. Höfundur er frá Patreksfirði, nú búsettur í Kópa vogi. vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 28. júlí. Ryðvarnarstöðin hf. Bíldshöfða 14, sími 687755. %istan V» Laugavegi 99. Sumarfatnaður frá LAURA ASHLEY *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.