Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 58
 t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTJÁN GUNNARSSON, byggingarmeistari, Mýrarbraut 29, Blönduósi, sem lést í Héraðshæli Austur-Húnvetninga 30. júní sl., verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 5. júlí nk. kl. 14.00. Hrefna Kristjánsdóttir, Þórir Kristjánsson, Hreinn Kristjánsson, Hanna Kristjánsdóttir, Þormar Kristjánsson, Hilmar Kristjánsson, Sigurður Kristjánsson, barnabörn og Sigurður Ásbjörnsson, Guðrún Vernharðsdóttir, Sigríður Jónasdóttir, Jón Ólafsson, Valdfs Finnbogadóttlr, Sigurtaug Þorsteinsdóttir, barnabarnabörn. t Systir okkar, SÚSANNA ÁSGEIRSDÓTTIR frá Fróðá, Stýrimannastfg 10, lést í Landspítalanum 1. júlí. Kristfn Ásgeirsdóttir, Magdalena Asgeirsdóttir, Karl Ásgeirsson, Sofffa Ásgeirsdóttir. Mágur minn, t ASBJÖRN GISHOLT, Karl Staaffensvej 41, Oslo, er látinn. Hilmar Foss. t JÓNA STEFANÍA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Vinaminni, Borgarfirði eystra, er lést í Vífilsstaöaspítala 25. júní verður jarösungin frá Hvalsnes- kirkju, Sandgerði, föstudaginn 4. júlí kl. 14.00. Guðný Arnbergsdóttir, Margrét Arnbergsdóttir, Grétar Arnbergsson, Gfsli Arnbergsson, Jóhanna Arnbergsdóttir, Friðbjörg Arnbergsdóttir, Rúnar Arnbergsson, Arnbergur Gíslason, Ægir Bessason, Sigurður Magnússon, Salome Jónsdóttir, Lovfsa Þórðardóttir, Jón Hallvarðsson, Sævar Ólafsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir. t Móðir okkar, dóttir.unnusta og systir, INGA MAGNÚSDÓTTIR, Smárahlíð 3i, Akureyri, er lést af slysförum þann 27. júní verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 4. júlí kl. 15.00. Bergþór Ingi Þráinsson, Jón Geir Jóelsson, Reynir Magnús Jóeisson, Magnús Ingjaldsson, Lára Jóelsdóttir, Eva Marfa Jóelsdóttir, Björk Júlfana Jóelsdóttir, Júlíana Árnadóttir, Hjalti Bergmann og systkini hinnar látnu. Minning: Guðrún Jóhannes- dóttir, Húsavík Fædd 29. júní 1915 Dáin 25. júní 1986 Að kvöldi miðvikudagsins 25. júní lést Guðrún Jóhannesdóttir, Laugarbrekku 5, Húsavík, rétt tæplega 71 árs að aldri. Með henni er genginn mætur fulltrúi hús- vískrar alþýðu, vinmörg kona og vinföst. Guðrún var innfæddur Húsvík- ingur, fæddist í Gröf á Húsavík 29. júní 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jóhannsdóttir og Jó- hannes Pálsson verkamaður. Þeim varð 6 barna auðið og var Guðrún yngst systkinanna. Fátækt þeirra hjóna var slík að 4 bamanna af 6 var komið fyrir í fóstri annars stað- ar, þannig að það voru aðeins Guðrún og Albert sem ólust upp í foreldrahúsum. Hin systkinin voru Jóhann, síðar bóndi í Víðiholti, Reykjahverfi. Soffía, síðar húsfrú á Siglufírði, Þórhalla, síðar húsfrú á Hóli í Hjaltastaðaþinghá og loks Sigríður, sem dó ung af slysförum. Albert hefur búið allan sinn aldur á Húsavík, verkamaður og verka- lýðsforingi þar. Hann er nú sjúkl- ingur á Sjúkrahúsinu á Húsavík og auk hans er aðeins Þórhalla á lífí. Foreldrar Guðrúnar byggðu Baldurshaga á Húsavík og bjuggu þar lengst af. Guðrún var heima við ýmis störf til lands og sjávar eins og gerðist og gekk á þeim tíma fram að 19 ára aldri en þá flyst hún til Akureyrar og fer að búa með Jens Valdimarssyni. Þau gift- ust ekki og þeirra sambúð varði ekki nema í 3 ár. Með Jens eignað- ist Guðrún son, Öm, fæddur 19. júní 1935. Guðrún flutti nú aftur í foreldrahús og tóku foreldrar henn- ar Öm að sér, sem var síðan hjá þeim og Albert móðurbróður sínum alla tíð og má segja að Albert hafí gengið honum í föðurstað. Árið 1941 giftist Guðrún Einari Jónssyni frá Húsavík. Foreldrar Einars voru hjónin Sigurhanna Sörensdóttir og Jón Gunnarsson sjómaður frá Naustavík. Einar var því kominn af miklum sjósóknurum og sjómennskan varð hans aðalstarf á yngri árum. Þegar hann var um þrítugt byijaði hann að starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga og var þar til að byija með í sumarvinnu ein- göngu. Stundaði sjóvinnu á vetmm. Fljótlega kom þó að því að Einar færi í fullt starf hjá kaupfélaginu, gerðist frystihússtjóri og hefur hann haldið því starfí óslitið nú í tæp 35 ár. Einar stundaði alltaf sjóinn jafnframt, þegar tómtundir gáfust til, og má til gamans geta þess að hann hefur alla tíð stundað hákarlaveiðar og hákarlaverkun í frítíma sínum. Guðrún og Einar bjuggu fýrst í Amahúsi á Húsavík, síðan í Mó- bergi í nokkur ár og loks byggðu þau í félagi við Albert bróður Guðrúnar stærðar íbúðarhús við Hringbraut á Húsavík, sem nú er reyndar Laugarbrekka 5. Þangað fluttu þau 1950 og bjuggu þar ætíð síðan. Guðrún og Einar eignuðust eina dóttur, Bertu Jóhönnu, fædd 17. september 1941. Meðan heilsa entist vann Guðrún alltaf mikið utan heimiiis og var þá fyrst og fremst í fískvinnu og ævinlega í síld á sumrin. Meðal annars var hún í tvö sumur í síld á Siglufirði eftir að þau Einar gift- ust, dvaldi þá hjá Soffíu systur sinni þar. Auk venjulegrar fískvinnslu var hún einnig í beitningu og m.a. dvaldi hún einu sinni sumarlangt í Flatey við beitningu. En vettvangur Guðrúnar var þó fyrst og fremst heimilið og flölskyldan. Guðrún var listfeng og smekkvís og bjó fjöl- skyldunni mjög aðlaðandi heimili. Hún var listakokkur í orðsins fyllstu merkingu og þess naut Qölskyldan, ekki síður en vinir og kunningjar. í árslok 1960 varð Guðrún fyrir alvarlegum heilsubresti og gat hún ekkert unnið utan heimilis eftir það. Hins vegar helgaði hún sig heimilinu nú eingöngu og sá ætíð um það, þótt ýmislegt bjátaði á með heilsuna. Hún hélt alltaf sínu létta og góða skapi þrátt fyrir heilsuleysi og heimili hennar stóð alltaf öllum opið. Hópur vina og kunningja varð stór og var þar ekki síður um fólk úr öðrum landshlutum að ræða. Gestir voru oft svo fjölmennir yfír sumartímann að oft á tíðum mátti frekar líkja heimilinu við hótel en einkaheimili. Guðrún naut þess að fá gesti, hafði gaman af að veita og veitti vel. Hún var höfðingi í lund. Kunningsskapur okkar Guðrúnar hófst fyrir tæpum 20 árum, þegar ég flutti til Húsavíkur og hóf þar læknisstörf. Vegna vanheilsu Guð- rúnar þurfti hún oft á læknisþjón- ustu að halda og því tókst fljótlega með okkur kunningsskapur. Þessi kunningsskapur þróaðist síðar upp í hreina vináttu. Ég fann það, sem aðrir, að þar fór traust manneskja og vinföst sem naut þess meir að gefa en þiggja. Ekki vil ég rekja margvíslegan vináttuvott hennar í garð mín og fjölskyldunnar frekar, en þakka henni hér með af alhug fyrir alla hugulsemina. Eins og áður sagði var Guðrún mikið fyrir fjölskylduna og lagði því mikið upp úr að efla fjölskyldu- tengslin. Hún var gæfumannseskja í einkalífí, meðal annars vegna þess að böm hennar bæði settust að á Húsavík og urðu nágrannar hennar. Þá var mjög kært alla tíð með Guðrúnu og Albert bróður hennar. Guðrún eignaðist 8 bamaböm. t Útför HELGA BJÖRGVINS BJÖRGVINSSONAR fv. deildarstjóra hjá Pósti og sima, verður föstudaginn 4. júlí kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Hanna Helgadóttir, Ásmundur J. Ásmundsson. t Innilegar þakkir færum við hinum fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og unnusta, HARALDAR LERVÍK AGNARSSONAR, SmárahlfA. Sérstakar þakkir til Flugklúbbs Selfoss er færði okkur minningar- gjöf um hinn látna. Agnar Lervík Haraldsson, Áslaug Árnadóttir, Guðrún Lervfk Agnarsdóttir, Benedikt Arnórsson, Oddný Guðmundsdóttir. Gunnar Steinsson, Fossnesi -Minning Látinn er í sjúkrahúsinu á Sel- fossi Gunnar Steinsson. Gunnar var starfsævi sína bóndi að Fossnesi í Gnúpveijahreppi og var þriðji ætt- liður fjölskyldunnar til þess að stunda þar búskap. Gunnar var giftur Jóhönnu Jensdóttur og áttu þau fjóra mannvænlega syni, sem allir lifa föður sinn. Gunnar varð á besta aldri fómar- lamb alvarlegs sjúkdóms, sem lam- aði starfsþrek hans. Þurfti hann smám saman meiri umönnunar við, en hægt er aðstoðarlaust að veita í heimahúsum samfara daglegum önnum. Fékk Gunnar því að lokum inni á Elliheimilinu á Selfossi, og átti þar heimili allmörg síðustu árin. Það iiggur í augum uppi að til slíkra ráðstafana er ekki gripið nema brýna nauðsyn beri til. Víst er að þetta voru erfíðir tímar fyrir Jó- hönnu og syni þeirra hjóna, og unnu þau sér óskipta aðdáun þeirra, sem til þekktu, fyrir dugnað og ósér- hlífni. Ég átti þess kost að dvelja fjögur sumur í Fossnesi á unglingsárum mínum meðan Gunnar stýrði þar búi. Það er alltaf ævintýri fyrir borgarbam að komast í kynni við sveitamenningu og dagleg störf í sveit, og að umgangast skepnur. Og fyrir mig var þessi tími sannkall- að ævintýri. Því olli ekki minnst það, að við Gunnar komust í gott samband hvor við annan og áttum gott með að vinna saman. Er mér Öm sonur hennar er bifvélavirki að menntun en hefur hin síðari ár starfað við fiystihús Kaupfélags Þingeyinga. Hann er kvæntur Hall- fríði Ragnarsdóttur og eiga þau 5 böm, en þau eru: Albert Gunnar, Kristján Ragnar, Þóra Guðbjörg, Einar Öm og Guðmundur Flosi. Berta dóttir hennar giftist Guð- mundi Heiðmar Gunnlaugssyni lögregluþjóni. Þeirra böm eru: Ama Heiðmar, Harpa Heiðmar og Rúnar Heiðmar. Guðrún hafði lengi átt við van- heilsu að stríða, en þó kom fráfall hennar skyndilega og óvænt. Hún var á ferð í Húnavatnssýslum þegar kallið kom. Hins vegar hafði Guð- rún búið sig vel undir brotthvarfíð héðan, enda oft legið á sjúkrahúsum og gengist undir aðgerðir og taldi þá oft, að ef til vill ætti hún ekki afturkvæmt. Hún hafði því gengið frá öllum sínum málum ef jarðvist- inni lyki og var fyrirhyggjan söm þar sem á öðrum sviðum. Sérstak- lega tók hún fram að hún færi héð- an sátt við Guð og menn og vildi sem minnst tilstand hafa í kringum vistaskiptin. Ég hygg að á sama hátt muni öllum hennar vinum og kunningjum farið, að þeir skilji við Guðrúnu sáttir og óski henni farar- heilla yfír móðuna miklu. Að lokum vil ég senda eftirlifandi eiginmanni, Einari Jónssyni, bömum og bama- bömum innilegustu samúðarkveðj- ur okkar hjónanna. Guð blessi minningu Guðrúnar Jóhannesdóttur. Gísli G. Auðunsson, læknir. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. alltaf ljúft að minnast fjölskyldunn- ar í Fossnesi og þess tíma, sem ég dvaldi með þeim. Því miður hafa heimsóknir mínar í Fossnes og til Gunnars verið stijál- ar frá því er ég hætti þar sem vinnumaður. Veldur þar eingöngu ónóg ræktarsemi eða ímyndaður tímaskortur af minni hálfu. Er maður óþægilega minntur á það nú, þegar Gunnar er allur, og ljóst að þær heimsóknir sem maður fyrrum frestaði verða aldrei famar. Nú er Gunnar Steinsson látinn, og gat lát hans ekki komið á óvart úr því sem málum var komið. Á slíkum stundum koma eðlilega í hugann minningar og minningabrot frá liðnum samverustundum. Minn- ingar um Gunnar Steinsson og dvöl í Fossnesi er gott að eiga. Ég votta fjölskyldu Gunnars og öðrum vandamönnum samúð mína ogdýpstu hluttekningu. Pétur Bjarnason, Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.