Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 61

Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 61 Minnisvarði um Johann L. Krapf, fyrsta kristniboðann, sem starfaði í A-Afríku. Hann lagðigrundvöllinn að kristniboði framtíðar íþessum heimshluta. Minnisvarðinn er viðgröf konu hans, Rosine. Margir fylltust andúð á trú „óvinar- ins“, en verulegur skriður komst á útbreiðslu múhameðstrúar, enda fylgdi því oft fjárhagslegur ávinn- ingur, sérstaklega hjá þeim, sem stunduðu viðskipti. Á skömmum tíma breyttist strandhéraðið úr opnum og nokkuð gljúpum kristni- boðsakri í erfiðan og harðan. Eftir þetta fækkaði kristniboðum á þessu svæði smám saman. Þeir fóru þess í stað langt inn í land þar sem fleira fólk bjó og loftslagið var betra. Upp úr aldamótunum var kristniboðið á ströndinni mjög veigalítið. Síðasti kristniboðinn fór frá Dígó-landi 1904. Kristniboðið á ströndinni hefur víða borið ávexti og nú á dögum eru margar kirkjur í þessum lands- hluta. Hins vegar eru aðeins örfáir Dígó-menn kristnir. Þijár íjölskyld- ur hafa varðveitt trúna allt fram á þennan dag, 50—100 manns. Margir Dígó-menn búa í Tanza- níu. Um 1.000 þeirra eru kristnir, flestir lútherskir. Aukinn áhug-i á kristniboði meðal múhameðstrúarmanna Kristniboð meðal múhameðstrú- armanna hefur ávallt verið erfitt og kristnum mönnum hefur ekki þótt kröftum og fjármunum vel varið í starf á meðal þeirra vegna þess, hve lítill sýnilegur árangur hefúr náðst. En nú er afstaðan mjög að breytast víða um heim, og kristnir menn gera sér sífellt betur grein fyrir því, að ekki má vanrækja starfið á meðal múhameðstrúar- manna, fímmtungs alls mannkyns, frekar en annarra og kallað er í auknum mæli til þjónustu á meðal þeirra. Fleiri námskeið eru haldin um múhameðstrú en áður bæði í kristniboðsskólum og utan þeirra. Frá kristniboðum í starfí berast þær fréttir, að fleiri múhameðstrú- armenn hafi orðið kristnir á síðustu 4 árum en 20 árin þar á undan. í Indónesíu, fjölmennasta mú- hameðstrúarlandi veraldar, hafa hundruð þúsunda manna gengið frá islam til kristni og frá íran berast þær fréttir, að fleiri Biblíur og Nýja testamenti hafi selst þar í landi frá því Ayatollah Khomeini komst til valda en í allri sögu lands- ins fram að því. Þess má geta, að íslenskur prest- ur, sr. Olafur Felixson (sonur sr. Felixar Ólafssonar og Kristínar konu hans, sem hófu kristniboðs- starf Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga í Konsó í Eþíópíu) var vígður í dómkirkjunni í Kaup- mannahöfn í september sl. til starfa á meðal múhameðstrúarmanna í smáríkinu Bahrain við Persaflóa. Hann er sendur af Danska kristni- boðsfélaginu. Kristniboðar á ný í Digó-landi Ýmis kristniboðsfélög, sem rekið hafa kristniboð í áratugi eða jafnvel heila öld hafa nú á síðustu árum tekið að senda kristniboða til mú- hameðstrúarmanna. Eitt þeirra er Norska lútherska kristniboðssam- bandið, stærsta kristniboðsfélag lútherskra manna í heiminum og jafnframt stærsta kristniboðsfélag mótmælenda í Evrópu, er Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur ætíð starfað í nánum tengslum við. Það sendi kristniboða til Dígó- þjóðflokksins fyrir um 10 árum, sem tóku upp þráðinn eftir kristni- boðana, sem fóru þaðan um alda- mótin. Nokkrir hafa áunnist, þó að ávextimir séu ekki eins miklir og á meðal annarra þjóðflokka. Dígó- menn eru almennt illa að sér í fræðum Múhameðs. Það er sann- færing mín að margir Dígómenn eigi eftir að ganga Kristi á hönd, þegar kristniboðum fjölgar á meðal þeirra og þeir fá að kynnast Guði sem kærleiksríkum föður, sem menn geta fundið, er til hans íeita. í næstu grein verður greint frá starfí fslendinga á meðal þessa fólks. Höfundur er kristniboði íKenýa og skrífar greinar í Morgunblaðið um land ogþjóð. Þátttakendur á húsmæðravikunni á Bifröst. Fremsta röð frá vinstri: Unnur Einarsdóttir, N-Múlasýslu, Ingibjörg Bjarnadóttir, A-Húnavatnssýslu, Hulda Gísladóttir, Sauðárkróki, Alda Guðmundsdóttir, Húsa- ■, vík, Margrét Þorleifsdóttir, Reykjavík, Kristin Ólafsson, Reykjavík, Þórhalla Gunnarsdóttir, N-Múla- f sýslu, Jónína Helgadóttir, Eyjafjarðarsýslu, Erla Tryggvadóttir, Eyjafjarðarsýslu, Jóhanna Jóhanns- dóttir, Eyjafjarðarsýslu, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Sauðárkróki, Sigríður Friðriksdóttir, Sauðárkróki, Gerður Benediktsdóttir, S-Þingeyjarsýslu, Sigrún Sigurðardóttir, Fáskrúðsfirði, Guðrún Þorsteinsdóttir, Akureyri og Ester Lárusdóttir, Akureyri. Önnur röð frá vinstri: Margrét Oddsdóttir, Dalasýslu, Þuríður Benediktsdóttir, Dalasýslu, Þorbjörg • Jónasdóttir, Húnavatnssýslu, Ásgerður Pétursdóttir, Reykjavík, Ingibjörg Ólafsson, Rangárvallasýslu, Sigrún Ólafsdóttir, V-Skaftafellssýslu, Erla Halldórsdóttir, Eyjafirði, Gyða Magnúsdóttir, Borgarnesi, Guðfinna Sveinsdóttir, Eyrarbakka, Guðfinna Jónasdóttir, Selfossi, Margrét Pálsdóttir, Sandgerði, Snjólaug Jóhaiinsdóttir, Y-Njarðvík, Sjöfn Guðmundsdóttir, Rangárvallasýslu, Þóra Bemódusdóttir, Rangárvallasýslu, Sigríður Simonardóttir, Rangárvallasýslu, Brynhildur Hermannsdóttir, Eyjafjarðar- sýslu, Lilja Siguijónsdóttir, Eyjafjarðarsýslu, Ásrún Pálsdóttir, Akureyri, Sigríður Eiríksdóttir, Ames- sýslu, Þóra Sigfúsdóttir, Höfn, Sigríður Þorvaldsdóttir, Hafnarfirði, Helga Erlendsdóttir, Skagafirði, Guðlaug Egilsdóttir, Skagafirði, Snjólaug Guðmundsdóttir, Skagafirði. Aftasta röð frá vinstri: Rósa Pétursdóttir, Hveragerði, Sveingerður Benediktsdóttir, Hveragerði, Jenný Ágústsdóttir, Fáskrúðsfirði, Hjördís Ágústsdóttir, Fáskrúðsfirði, Þóra Guðmundsdóttir, Hveragerði, Sigríður Finnbogadóttir, V-Skaftafellssýslu, Guðfinna Hannesdóttir, Hveragerði, Svanhildur Stefáns- dóttir, Reyðarfirði, Þóranna Finnbogadóttir, Rangárvallasýslu, Jóhanna Kristófersdóttir, Hafnarfirði, A Sólveig Gestsdóttir, Akureyri, Sigurjóna Siguijónsdóttir, Árnessýslu, Helga Runólfsdóttir, Árnessýslu, Anna Einarsdóttir, Reyðarfirði, og ísólfur Gylfi Pálmason, umsjónarmaður, Bifröst. Húsmæðravika á Bifröst Dagana 4. til 11. júní var hald- in á Bifröst í Borgarfirði árleg húsmæðravika Sambandsins og kaupfélaganna. Þátttakendur vom 54 frá 15 kaupfélögum. Slíkar húsmæðravökur hafa verið haldnar frá 1960. Húsmæðravikan er fræðslu-, skemmti- og hvíldarvika. Erindi voru flutt, vörukynning haldin, stuttar ferðir famar um nágrennið, kvöldvökur haldnar o.m.fl. Gísli Þorsteinsson oddviti Norðurárdals- hrepps var sérstakur gestur á kvöldvökunni og söng þar einsöng við undirleik Sverris Guðmundsson- ar tónlistarkennara. Þátttakendur voru mjög ánægðir með vikuna. ísólfur Gísli Pálmason félagsmálakennari Samvinnuskól- ans var umsjónarmaður hennar. Salix kojumar frá Viðju eru sterkafí stílhreinar og rúma jafnt unga sem aldna. ' Henta jafnt heima sem í sumarbústaðnum. Fáanlegar í hvítu og beyki. HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjuvegi 2 Kópavogi simi 44444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.