Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986
félk í
fréttum l : isL
„Bjartsýnin
g-etur verið
barnaleg“
- segir Kjartan Ragnarsson, sem
hlaut Bjartsýnisverðlaun Broste í ár
c' S
Eins og fram hefur komið í frétt-
um, hlaut Kjartan Ragnarsson,
leikari, leikritaskáld og leikstjóri,
bjartsýnisverðlaun Broste , nú á
dögunum. Verðlaunaafhendingin er
orðin árviss viðburður og þykir það
mikill heiður að hreppa þau. En það
er fleira, sem í verðlaununum felst
en heiðurinn einn og sér — pyngjan
þyngist líka pínulítið, því í hlut-
vinningshafans koma 30.000
danskar krónur eða u.þ.b. 150.000
íslenskar.
Eftir töluverðan eltingaleik og
látlausar símhringingar, náðum við
tali af vinningshafanum, Kjartani,
sem þá var nýkominn heim úr
suðrænni sólinni á Grikklandi. „Já,
við erum nýkomin heim úr alveg
hreint stórkostlegri ferð til Grikk-
lands, svo það er nú kannske ekki
nema von að erfiðlega hafi gengið
að ná í okkur," sagði Kjartan.
„Þangað fórum við beint frá
Kaupmannahöfn og flæktumst um
alla þessa sögulegu staði, auk þess
sem við slöppuðum bara af og
nutum þess að vera til. Svo það er
nokkuð ljóst, að við þurfum ekki
lengur að velta því fyrir okkur,
hvemig best sé að eyða þessum
verðlaunum — þau fóru beint í þessa
ferð, sem var sko hverrar krónu
virði,“ bætti hann við.
Aðspurður kvað Kjartan þessa
veitingu hafa komið sér mjög á
óvart. „Upphringingin var mjög
gleðilegt undrunarefni," sagði
hann. „Svona verðlaun eru náttúr-
lega afskaplega hvetjandi fyrir
listamenn, því er ekki að neita. En
UppGríkk^nd7fltðinaenn Br0Ste með Wkkann
£<Wa, sem greiddi
þau eru þó aðeins hluti af viðbrögð-
unum við vinnu manns. Bensín-
birgðimar felast hinsvegar í sal
fullum af fólki, sem kann að meta
verkið, sem á fjölunum er. Það eru
þessi beinu áhrif utan úr sal sem
skipta mann mestu máli, þegar upp
er staðið. En auðvitað þykir manni
afskaplega vænt um svona viður-
kenningar frá mönnum, sem maður
ber mikla virðingu fyrir. Og sam-
koman, þar sem verðlaunaveitingin
fór fram, var afskaplega skemmti-
leg.“
En hvort finnst þér nú meira
spennandi — leikritun og stjóm eða
leikurinn sjálfur?
„Ja, nú veit ég vart hvað segja
skal,“ sagði Kjartan og hugsaði sig
vel um. „Það má kannske segja að
að vissu leyti sé hið fyrmefnda
meira gefandi. Það felst í því annars
konar ánægja en í leiknum sjálfum.
Engu að síður myndi ég lenda í
stökustu vandræðum yrði ég að
velja á milli þessara tveggja greina.
Og satt best að segja held ég að
það sé frekar jákvætt að sinna
hvora tveggja, því með því að leika
held ég vakandi tilfinningu fyrir
erfiði leikarans. Nei, sennilega
myndi ég ekki geta hætt að leika
— ég myndi sakna þess svo að vera
hluti af leikhópnum. — En báðar
era greinamar spennandi og hvetj-
andi, á því leikur enginn vafí,“ sagði
hann.
Nýjasta verk Kjartans er leikritið
„Land míns föður", sem Leikfélag
Reykjavíkur sýndi allan síðasta
vetur við fádæma góðar undirtektir.
Verður það stykki tekið upp á ný
í haust?
„Já,“ svarar Kjartan að bragði,
„en það mátti þó litlu muna að sá
draumur yrði eldinum að bráð.
Búningamir sem sumir era ófáan-
legir, era nefnilega mikið atriði í
því stykki og áður en kviknaði í
Iðnaðarmannahúsinu gamla hafði
staðið til í marga daga að flytja
þá alla þangað. Fyrir einhveija
Guðs mildi hafði það þó verið trass-
að og við því fær um að fara aftur
af stað að sumarfríi loknu. En tjónið
fyrir leikfélagið, sem slíkt, er alveg
ómetanlegt, hræðilegt áfall. En við
verðum bara að vona að þetta verði
til þess að við látum hendur standa
fram úr ermum og flytjum í nýja
Borgarleikhúsið sem allra fyrst."
Að lokum, Kjartan. — Ert þú
bjartsýnn maður að eðlisfari?
„Nei, satt best að segja hef ég
aldrei álitið mig bjartsýnan rnann,"
segir hann og hlær. „Mér hefur
yfirleitt fundist mikil bjartsýni vera
bamaleg. Mér fínnst ég geta búist
við öllu, bæði í einkalífinu og þjóð-
félaginu og geri mér sjaldnast meiri
vonir en þær, að ég megi lifa næsta
dag. Annars er „bjartsýni" svo stórt
og viðamikið orð að það fer mikið
eftir því hvað um er rætt — hvort
maður er bjartsýnn eður ei. Ég er
ekki bjartsýnn á stöðu og þróun
heimsmálanna, en hef þó mikla trú
á því að við gætum skapað hér
nokkuð vænleg skilyrði til mann-
sæmandi lífs, væri viljinn fyrir
hendi.“
Eiginkona Kjart-
ans Ragnarssonar,
Guðrún Ásmunds-
dóttir, leikkona,
tekur við blómum
frá Braste.
Attu krakka,
kettling
eða hvolp?
Að búa einn og út af fyrir sig
er lífsmáti, sem nýtur sívax-
andi vinsælda um allan heim. Fólk
virðist vera farið að setja frama
sinn ofar íjölskyldulífínu og böm
era í mörgum tilfellum frekar álitin
byrði en blessun. Vissulega er þetta
ekki algilt, en bamsfæðingum hefur
fækkað og giftingaraldurinn í það
minnsta hækkað. Á tímabili olli
þetta félags- og sálfræðingum ver-
aldar miklum áhyggjum og heila-
brotum, þar sem þeir þóttust sjá
fram á að fjölskyldumynd framtíð-
arinnar yrði mynd af konu og/eða
karli ásamt gæludýri sínu, hundi
eða ketti. Hvort ástæða er til að
örvænta, er ekki gott að segja,
enda álitamál hvort sú þróun sé svo
slæm, eftir allt saman. — En, hvað
um það, manneskjan er félagsvera,
sem unir sér sjaldnast alein og
yfírgefín. Að mati ýmissa fróðra
manna sækir fólk því félagsskap
til ferfætlinganna, verður sér úti
um gæludýr í stað maka eða bama
eða jafnvel til viðbótar við það allt
saman. Sumir era hrifnastir af litl-
um og krúttlegum kjölturökkum,
aðrir af þessum stóra hundum, þeim
tegundum, sem virka svo trygg-
lyndar og traustar. Enn aðrir segj-
Báðar dálitið fínar frúr — Linda
Evans, Dynasty-stjarna, ásamt
síamslæðu sinni, She, sem hún
bjó með í ein 10 ár. Linda hlýtur
að vera æði hrifin af köttum,
því hún á víst tvö stykki til.
ast varla þola hunda í návist sinni
en kunna vel við kettina, segja þá
káta en jafnframt kelna, sjálfstæða
og þrifna. — Hver ástæðan fyrir
þessu misjafna mati er, er ekki vitað
Burt Reynolds og hundur hans,
Bruiser, sem nú er reyndar dá-.
inn.
með neinni vissu, en margir vilja
þó meina að maður velji gæludýr
sín, með tilliti til sjálfsímyndar
sinnar — vilji að dýrin séu sem lík-
ust manni sjálfum, eða því, sem
Þó svo aðeins sé liðið eitt ár frá
því Stefanía Mónakóprinsessa
fjárfesti í þessum þýska hundi,
segist hún ekki geta lifað án
hans. Hann býr með henni í
París, heitir Atmosphere (And-
rúmsloft) og fer m.a.s. oft með
henni í vinnuna.
maður vill vera. — Hvort eitthvað
sannleikskom kann að felast í þessu
skal ekki dæmt um hér, en til
gamans birtum við nokkrar myndir
af frægu fólki og félögum þeirra.