Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986
63
Shari Belafonte
Leikkonan Shari Belafonte,
sem íslenskir sjónvarpsáhorf-
endur þekkja hvað best úr fram-
haldsmyndaflokknum „Hótel", er
jafnframt dóttir hins dáða söngv-
ara, Harry Belafonte. Fimm ár
eru nú liðin síðan hún steig sín
fyrstu spor á leiklistarbrautinni
og sífellt hækkar stjama hennar.
Að eigin sögn á þetta-'líf vel við
hana, þar sem henni er meinilla
við alla „stimpilklukkuvinnu".
„Mér fínnst best að geta tekið
svona tarnir,“ segir Shari, „unnið
eins og vitleysingur í 2—3 mánuði,
en slakað svo á, þess á milli."
Shari á 3 systur og 1 bróður, sem
öll hafa haldið góðu sambandi við
söngvarann, föður sinn, þrátt fyrir
að foreldrar þeirra hafí slitið
samvistum er Shari var aðeins
tveggja ára að aldri. ,
„Pabbi gætti þess vel að við
myndum ekki gleyma honum,"
segir hún, „hann tók okkur alltaf
til sín af og til, eiginlega hvenær
sem hann gat. Við erum þess
vegna mjög náin. Og sem betur
fer styður hann dyggilega við
bakið á mér á þessari framabraut,
þó svo hann hafi verið hálfhrædd-
ur um mig fyrst í stað.“
Shari er að sögn hamingjusam-
lega gift og er mjög lífleg ung
kona, sem á sér fjölda áhugamála,
þar á meðal hestamennsku.
Shari Belafonte ásamt aðal-
áhugamáli sínu — hestinum.
Mariel Hemingway farin
að matreiða á Manhattan
Arnold Schwarzenegger, sem
þekktastur er fyrir kraftalegt
útlit sitt, hefur í fjölda ára átt
þcnnan gula Labrador-hund, sem
gegnir nafninu Conan.
Lesendur geta síðan sjálfír spáð í
það hvort fyrirsætumar eigi eitt-
hvað sameiginlegt.
L yrirsætan og leikkonan Mariel
■ Hemingway, sonardóttir hins
eina og sanna Hemingway, hefur
nú, ásamt manni sínum Stephen
Crisman, opnað veitingastaðinn
„Sam’s Cafe“ á Manhattan í New
York. Stephen, sem er nú 36 ára
að aldri, hefur frá tvítugu starfað
á þessu sviði og var hann m.a. einn
stofnenda „Hark Rock Cafe“, sem
er vinsæll veitingastaður í Lundún-
um.
Þau Stephen og Mariel, eða Sam,
eins og Stephen kallar konu sína,
kynntust fyrir 4 árum, þegar hún
var aðeins tvítug að aldri á veitinga-
stað, sem hann rak þá, á Man-
hattan. „Ég vissi ekkert hver hún
var,“ fullyrðir Stephen. „Ég hafði
ekki séð neina af myndum hennar,
en hún vakti um leið áhuga minn
með fágaðri framkomu sinni." Eftir
að þau giftu sig í desember 1984
fóru þau að leggja drögin að opnun
þessa staðar. „Mér fínnst það skipta
mestu máli að fólk geti slappað af
hér,“ segir Mariel. „Það er nefnilega
ekkert sem fer eins mikið í taugam-
ar á mér og veitingastaðir sem eru
svo ofsalega fínir að manni líður
illa þar. Þess vegna leggjum við líka
áherslu á góðan og heimilislegan
mat, en höfnum þessari nýju línu,
þar sem meiri áhersla er lögð á
skreytingu matarins en gæðin
sjálf." Það vekur athygli á þessum
stað að beljur virðast vera einkenni
hans og aðalsmerki. Myndir af þeim
hanga á öllum veggjum og prýða
m.a. matseðlana. Hvers vegna? „Jú,
það er liður í því að skapa þægilegt
andrúmsloft," segir Mariel og hlær.
Mariel Hemingway og Stephen Crisman á veitingastaðnum „Sam’s
Café“. Þetta hefur kostað mikla vinnu, eins og vera ber,“ segja
þau, „en við skiptum með okkur verkum." „Til dæmis sér Stephen
um að loka á kvöldin, því yfirleitt er ég svo uppgefin um 10-leytið
að ég verð að fara heim,“ bætir Mariel afsakandi við.
„Mér hafa alltaf fundist beljur af- svip.“ Alls konar fólk sækir þennan
skaplega róandi skepnur. Þær eru stað og þó svo að meðal fastagest-
svo æðrulausar og afslappaðar — anna séu stjömur á borð við Robert
eiginlega mitt á milli þess að vera DeNiro, Kevin Bacon og Ahmad
heimspekilegar og heimskar á Rashad, fá þar allir sömu þjónustu.
COSPER
COSPER.
— Ég er bara að athuga hvort pelsinn klæðir þig
NÝJA ÍSLENSKA ELDHÚSIÐ
NÝR MATSEÐILL
6
Leki í húsum getur myndast af mörgum ástæðum.
T.d. þegar frýs í þakrennum og niðurföllum, því um
leið og utanaðkomandi vatn kemst ekki venjulega
leið í niðurfall leitar vatn að öðrum leiðum sem getur
leitt til að leki myndist í híbýlum þar sem hans er síst
von.
Við vonum sannarlega að manninum hér að ofan sé
kunnugt um HITASTRENGINA frá Rönning, sem
leggja má í þakrennur og niðurföll, því þeir vinna í
þágu húseigenda.
HITASTRENGINA frá Rönning má einnig leggja í rör,
tröppur, bílskúrsaðkeyslur og gólf. Þú slekkur bara
á sumrin og kveikir aftur þegar frýs.
ítarlegri upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar.
Jf RÖNNING 25ISB