Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 190. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Urho Kekkonen Heilsu Kekkonen hrakar Helsinki, AP. HEILSU Uhro Kekkonen, fyrr- um forseta Finnlands, hefur enn hrakað að sögn sonar hans, Matti Kekkonen, i gærkveldi. Matti Kekkonen skýrði frá því á mánudagkvöldið að heilsu föður hans hefði mjög hrakað undanfama daga. Kekkonen er 85 ára gamall og var forseti landsins í 26 ár. Hann lét af embætti 26. október 1981 og hvarf eftir það alveg úr opinberu lífi. Tala látinna í Kamerún komin yfir 1500: Aðeins tveir lifðu af 1700 manna þorpi Læknar telja hættu á farsóttum Yaounde, Kamerún, AP. OPINBER tala látinna í Kamerún er nú komin á sextánda hundraðið og hjálp berst nú þangað hvaðanæva úr heimin- um. Fyrstu frásagnir sjónarvotta bárust umheiminum í gær. Samkvæmt þeim hefur gasið úr gigvatninu eytt öllu lífi í heilum þorpum og lík liggja eins og hráviði á strætum úti. Nú er talin mest hætta á að farsóttir breiðist út. Þorpið Nios, sem stendur á bökk- um vatnsins og dregur nafn af því, varð verst úti. Þar bjuggu 700 manns, en samkvæmt frásögnum fransks hjálparliðs, sem kom þang- að í gær, lifðu aðeins tveir íbúanna eiturgasið af. í þorpinu Efra-Nios, sem stendur hærra við vatnið í að- eins nokkur hundruð metra fjar- lægð, lést hins vegar enginn. Vatnið er venjulega tært, en er nú rautt að lit. Segja sérfræðingar að það sé merki um að ef til vili megi vænta frekari gassprenginga. Læknar frá Frakklandi og ísrael skipuleggja hjálparstarfið. Leggja þeir áherslu á að koma í veg fyrir að farsóttir breiðist út og er unnið af kappi við að grafa hina látnu. Þá drápust að minnsta kosti sjö þúsund nautgripir vegna eiturgass- ins og er unnið við að dysja hræ þeirra. Talsmenn neyðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í Genf segja að 30 þúsund manns hafí orðið fyrir skaða af völdum gassins. Læknar segja að margir þeirra, sem eftir lifa, hafi orðið fyrir gaseitrun í lung- um og þessu fólki sé sérstaklega hætt við lungnabólgu. Mörg hundr- uð manns hafa verið lagðir inn á þau fáu sjúkrahús, sem eru í grennd við gígvatnið Nios, og liggja víða þrír í hveiju sjúkrarúmi. Sjá frekari fréttir á bls. 23. Gígvatnið Nios í Kamerún AP/Símamynd 12 ára gömul — 11 ár í dái AP/Símamynd Þessi 12 ára stúlka, sem þarna situr í fangi móður sinnar, var í dái í ellefu ár. Læknar kínverska flughersins gerðu á henni skurðaðgerð og vöktu hana úr dáinu. Standa þeir brosleitir að baki mæðgunum.________________________________________________________________________________________ Bandarískar flaugar burt — segir Johannes Rau kanslaraefni jafnaðarmanna Nttraberg, AP. VESTUR-ÞÝSKIR jafnaðarmenn útnefndu í gær Johannes Rau kanslaraefni flokksins í þingkosningum 25. janúar næstkomandi. Rau hafði áður skuldbundið sig til þess í ræðu á þingi Jafnaðar- mannaflokksins (SPD) í Niirnberg að rifta samningum vestur- þýskra og bandarískra stjórnvalda um geimvarnaáætlunina. Jafn- framt kvaðst Rau ætla að láta Bandaríkjamenn fjarlægja kjarn- orkuflaugar af vestur-þýskri grundu kæmist hann til valda. Rau var nær einróma kjörinn kanslaraefni. Aðeins einn fulltrúi greiddi atkvæði á móti en 425 með. Þrír sátu hjá. Rau býður sig því fram gegn Helmut Kohl, kanslara kristilegra demókrata. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Kohl for- skot á Rau. Kohl styður geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna og hann var við völd þegar hafist var handa við að koma fyrir Pershing 2-eldflaugum og stýriflaugum Bandaríkjamanna fyrir þremur árum. Þá sýndu skoð- Palme-málið að upplýsast? Stokkhólmi, AP. Mm JL Stokkhólmi,( AP. NIÐURSTÖÐUR rannsóknarinnar á morði Olofs Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, munu hafa eftirköst í Svíþjóð og erlendis, að því er sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir í gær. Hins vegar getur orðið erfitt að sakfella nokkurn einn aðila fyrir morð- ið, að sögn blaðsins. Blaðið hefur eftir heimildarmanni innan lög- reglunnar, að „þegar lögreglan lætur til skarar skríða muni það hafa víðtækar afleiðingar, ef til vill árum saman. Ástæða morðsins snertir á mjög sérstakan hátt tengsl Svíþjóðar við umheiminn." Næstum sex mánuðir eru liðnir frá því Olof Palme var myrtur 28. febrúar síðasliðinn og hefur rannsókn lögreglunnar á morðinu lítinn sjáanlegan árangur borið. Yfirlýsingar lögreglu undanfarið hafa hins vegar borið vott um að lausn málsins væri í sjónmáli og Hans Holmer, lögreglustjóri, sem stjórnar rannsókn málsins, sagði í sjónvarpsviðtali nýlega: „Við teljum okkur viia hvað raunverulega gerðist og höfum nokkra grunaða." Hann sagðist þess fullviss að málið leystist, en það gæti tekið nokkra mánuði. „Við vitum nú í hvaða umhverfi og meðal hvaða fólks ákveðið var að myrða Palme," hef- ur Dagens Nyheter eftir heimildarmanni sínum. Blaðið segir að hópur öfgasinnaðra Svía, sem voru mjög andsnúnir Palme, sé undir eftirliti lögreglunnar nótt sem dag. anakannanir að tveir Vestur-Þjóð- veijar af hveijum þremur væru andvígir því að eldflaugunum yrði komið fyrir. Kohl hefur sakað Rau um að vera fjandsamlegur í garð Banda- ríkjamanna. Rau neitaði þessu staðfastlega á þingi jafnaðarmanna í gær: „Ég get haldið því fram án þess að verða sakaður um hræsni að ég er vinur Bandaríkjamanna. En vinátta er reist á jafnrétti." Rau kvaðst hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu, „en það eru fleiri gereyðingai'vopn hér en í nokkru öðru landi í heimi. Þeim verður að fækka". Hann krafðist þess að Pershing 2-eldflaugar yrðu fjarlægðar og hætt yrði að setja upp stýriflaugar. Hann hvatti Sovétménn einnig til að fækka SS-20-flaugum sínum og fór fram á að eldflaugar í Austur- Þýskalandi og í Tékkóslóvakíu yrðu teknar niður. Rau sagðist einnig stefna að því að loka kjarnorkuverum í Vestur- Þýskalandi. Kjarnorkuver sjá Þjóðveijum fyrir þijátíu prósentum orkuþarfar þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.