Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 4 KSÍ og úrskurðir aganefndar eftirHörð ^Hilmarsson Mikið hefur verið rætt og tölu- vert ritað um mál það sem kennt er við Pétur Pétursson, Skagamann, sem leikið hefur með liði ÍA í 1. deildarkeppninni í knattspymu nú í ágústmánuði. Eins og allir vita hafa mótherjar Skagamanna að undanförnu sent inn kærur þar sem þeir telja Pétur ólöglegan með ÍA. Hinn almenni knattspymuáhuga- maður hlýtur að vera orðinn þreyttur á þessum sífelldu kæru- málum sem upp koma á hverju ári , og spyrja sjálfan sig hvemig á þessu standi. Era félögin svo langt leidd í baráttunni um dýrmæt stig að þau grípa hvert tækifæri sem gefst til að kæra ef leikir tapast? Eða era lög og reglugerðir KSÍ svo óljós og gloppótt að þau bjóða upp á misjafna túlkun? Ég hallast að hinu síðamefnda. Undanfarið hafa sjónarmið Skagamanna birst á síðum út- breiddustu dagblaðanna, Morgun- blaðsins m.a. í viðtali við Jim Barron þjálfara ÍA fimmtudaginn 21. ágúst, og DV m.a. í spjalli við Hörð Helgason framkvæmdastjóra knappsymufélags ÍA þriðjudaginn Skoðanakönnun Helg- arpóstsins í kjölfar hvalveiðideilunnar: Meirihluti hlynntur endurskoðun •varnarsam- starfsins HELGARPÓSTURINN efndi ný- veríð til skoðanakönnunar um afstöðu fólks til þeirrar spurn- ingar hvort endurskoða ætti varnarsamstarfið við Bandaríkin í kjölfar hvalveiðideilunnar. Nið- urstaða þessarar könnunar var birt í síðasta tölublaði Helgar- póstsins. Samkvæmt skoðanakönnun Helgarpóstsins töldu 57,9% allra aðspurðra að endurskoða ætti vam- arsamninginn, en af þeim sem tóku ^afstöðu vora 70,6% á því að endur- skoða vamarsamninginn. 24,1% allra aðspurðra vora á þeirri skoðun að ekki ætti að endurskoða sam- starfið, 11,4% vora óákveðnir og 6,6% neituðu að svara. Skoðanakönnunin tók til 800 manna, þar af um 500 frá Reykjavík og Reykjanesi. Spuming- um var beint til þeirra sem voru 18 ára og eldri og var miðað við jafnt hlutfall kynjanna. Hörður Hilmarsson „Það er ekki endalaust hægt að kyngja því bulli sem borið er á borð fyrir manná síðum blaðanna. Ég er ekki lögfróður maður, en mín réttlætiskennd er ekki minni en hvers annars og mér finnst skína í gegn misbeiting aðstöðu og valds hjá ákveðnum frammá- mönnum í knattspyrnu- hreyfingunni...“ 19. ágúst. Báðir era þetta mætir menn og ekkert við það að athugá að þeiira skoðun á málinu komi fram. Ég tel þó að þeirra túlkun gefi ekki rétta mynd af kjama málsins og hef áhuga á því að önn- ur sjónarmið komi fram. í fyrsta lagi tel ég að þau félög sem kært hafa ÍA fyrir að nota Pétur Pétursson geri það af „ pri n s i pp “ - ástæð u m. FH hefði ör- ugglega kært þótt félagið ætti ekki í erfiðri botnbaráttu, heldur sigldi lygnan sjó í deildinni, gagnstætt því sem Hörður Helgason heldur fram í áðumefndu viðtali. Og vinir mínir Valsmenn eru minnugir þess að fyrir fjórum áram vora tekin af þeim fjögur stig (6 skv. núverandi stigagjöf) þegar Albert tíuðmunds- son var dæmdur ólöglegur með félaginu, þrátt fyrir að KSÍ hefði sent Val skeyti þar sem Albert var sagður löglegur með félag- inu. Mál Péturs er að því leyti sambærilegt við Albertsmálið að í báðum tilfellum gefa þau félög sem eiga samningsrétt þeirra þeim tíma- bundið leyfi til að leika á íslandi, og kemur það glöggt fram í skeyti Antwerpen til KSI. Þar stendur að félagið gefí Pétri Péturssyni, leik- manni sínum leyfi til að leika með ÍA frá ágúst til 15. október. Skaga- menn halda því hins vegar fram að samningur Péturs við Antwerpen hafí rannið út 1984. En það era fleiri fletir á þessu máli þó ekki gefíst tóm til að reifa þá ítarlega hér og nú. Formaður KSI kemur inn á einn þeirra í við- tali í Morgunblaðinu laugardaginn 16. ágúst sl. Hann segir KSÍ hafa gefíð út keppnisleyfí til handa Pétri þar sem öllum skilyrðum varðandi félagaskiptin hafi verið fullnægt. Ég vil leyfa mér að vefengja þessa fullyrðingu varðandi skilyrðin, því samkvæmt þeim gögnum sem ég hef borið augum og varða mál þetta era meintir formgallar á félaga- skiptunum. Of langt mál yrði að greina nákvæmlega frá því í hveiju þessir formgallar felast. Það verður væntanlega gert á öðrum vettvangi. Aðalatriðið er það að lög KSÍ og reglugerðir era það óljós að stjóm KSÍ hefur meira vald en hollt getur talist til að kveða úr um vafaatriði, veita mönnum keppnisleyfi eftir hentugleika o.s.frv. Það vald getur hæglega verið misnotað og er ekki laust við að manni bregði í brún þegar maður heyrir stjórn KSI sak- aða um spillingu og óheilindi. Betur að ósatt sé, en ýmsir furðu- legir atburðir eiga sér nú stað á bak við tjöldin. Atburðir sem kannski komast í hámæli á næstu dögum, en væntanlega aðeins innan tiltölulega þröngs hóps í knatt- spymuhreyfíngunni, ekki á síðum dagblaðanna. Skagamenn og formaður KSI hafa reynt að telja fólki trú um að Pétur Pétursson sé í sömu aðstöðu og þeir Sævar Jónsson og Janus Guðlaugsson vora þegar þeir komu heim og héldu síðan aftur út í at- vinnumennskuna. Þá var samið við þau erlendu félög sem þessir leik- menn vora í en ekki íslensku félögin. Það vill svo til að þetta þekkir undirritaður af eigin reynslu eftir að hafa leikið erlendis. Það er regla að fari leikmaður heim til íslands að loknum samningi, geri hann það án greiðslu frá íslensku félagi til hans fyrrverandi atvinnu- rekanda, erlenda félagsins. Hins í hafi speglast himinn blár, sinn himin á hvert daggartár. í hvetju blómi sefur sál, hvert sandkom á sitt leyndarmál. Nú dreymir allt um dýrð og frið, við dagsins þögla sálarhlið. Og allt er kyrrt um §öll og görð, og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) vegar er einnig tekið fram að í ákveðinn tíma eftir að samningi lýkur verði að semja við erlenda félagið ef leikmaðurinn heldur aftur út í atvinnumennsku. Þetta tímabil getur verið frá einu ári upp í tvö, þijú og skýrir hvers vegna Fortuna Köln fær greiðslu fyrir Janus þegar hann fór til Sviss og Cercle Brugge fyrir Sævar þegar hann gekk til liðs við Brann í Noregi. Menn telja Pétur Pétursson hins vegar enn á samningi hjá Antwerpen, og þar liggur hundurinn grafinn. Um „réttlæti“ KSÍ Annað Pétursmál er í gangi hjá KSI, þótt ekkert hafí um það verið fjallað í fjölmiðlum, sem undarlegt má teljast því það er vissulega þess virði og sýnir glöggt vinnubrögð þau sem viðhöfð era undir merkjum KSÍ. Það mál hófst þegar Guðmundur Haraldsson dómari hugðist aðvara Pétur Ormslev leikmann Fram eftir leik gegn Val 10. ágúst. Guðmund- ur gat ekki sýnt Pétri gult spjald eða látið hann vita af áminningunni þar sem leikmaðurinn hljóp af vett- vangi, en Guðmundur skráði atvikið á þar til gei-ða skýrelu sem hann skilaði svo inn til KSÍ. Lögum sam- kvæmt átti Pétur Ormslev að hljóta leikbann þar sem þetta var fjórða áminningin (eða gula spjaldið) sem hann hefur fengið í sumar. Aga- nefnd felldi hins vegar þann úrskurð að áminningin skyldi talin ómerk þar sem leikmaðurinn hefði ekki verið látinn vita um hana á leik- stað. Gott og blessað allt saman og stjóm Fram á hrós skilið fyrir að bregaðst fljótt og vel við og losa leikmann sinn við fyrirsjáanlegt leikbann. Hitt er svo allt annað mál að fyrr í sumar kom upp nákvæmlega sams konar atvik norður á Akureyri, að loknum leik Þórs og FH í 1. deildar- keppninni. Þá sendi Kjartan Ólafs- son dómari leiksins inn skýrslu vegna ummæla Viðars Halldórsson- ar FH-ings 20—30 mín. eftir að leik lauk. Viðar var hvorki aðvarað- ur á staðnum né sýnt rautt spjald, Hún móðir mín á afmæli í dag. Hún fæddist í hásumarsdýrð Aust- urlands 27. ágúst 1906 og hlaut nafnið Óla Sveinsdóttir. Alltaf síðan ég veitti því athygli hefur mér fund- ist það ákaflega vel hæfa að hún skuli vera fædd i' undrafegurð hins kveðjandi sumars og komandi hausts. Aldrei er landið undursam- legra en þegar himinn og jörð fallast í faðma og skapa þann frið og un- að, sem við þekkjum fullkomnast á þessari jörð. Þar er ágústkvöld búið bestum auði. Fjöllin brosa, blómin ilma, fuglarnir kveðja í birkirunnum og fjörðurinn er eins og spegill him- insins og hlíðarinnar. Og alla tíð hefur hún mamma metið það mest, sem er friðsælt og fagurt. Allt sem sumar- og haustlitir gefa íslenskri sveit er sumri hallar. Þetta hefur hún líka helst og fremst viljað kenna okkur börnum og ömmubömum að sjá, meta og elska, þessa fegurð og reyna svo að skapa hana bæði í svip og sál, orðum og umhverfi. Það er og hefur verið nær ósjálf- rátt hennar uppeldisaðferð. Og auðvitað man ég hana mömmu frá því að ég vissi að ég var til. Enginn hefur verið mér ógleymanlegri, eng- inn betri, enginn rétt mér meira. Hvað gætu börn átt betra en góða og göfuga móður sem alltaf er reiðubúin að hjálpa, gleðja, gefa og fræða. Þannig hefur hún móðir mín alltaf verið í mínum augum. Eins þótt árin líði. Eiginlega fínnst mér hún að vissu leyti alltaf nærri. Ein- Afmæliskveðja: Óla Sveinsdóttir frá Norðfirði en var eigi að síður dæmdur í eins leiks keppnisbann. Það fyrsta sem FH og Viðar vissu um málið var skýrsla frá aganefnd KSÍ með til- kynningu um leikbann Viðars og þegar reynt var að fá fram leiðrétt- ingu kom í ljós að „úrskurði agnefndar verður ekki áfrýjað". Sams konar mál, tvær niðurstöður hjá aganefnd KSÍ. Ef þetta er rétt- læti þá vil ég ekki kynnast óréttlæt- inu! Þetta er nú orðin lengri grein en ætlað var, en þörfln er brýn. Það er ekki endalaust hægt að kyngja því bulli sem borið er á borð fyrir mann á síðum dagblaðanna. Ég er ekki lögfróður maður, en mín rétt- lætiskennd er ekki minni en hvers annars og mér finnst skína í gegn misbeiting aðstöðu og valds hjá ákveðnum frammámönnum í knatt- spymuhreyfíngunni og tel að þijú mál sýni það öðram fremur: 1. Jónsmálið í fyrra, sem er ná- skylt Þórðarmálinu um árið, þegar ÍBV var dæmt niður í 2. deild. Það er hneyksli að KR skyldi nota leikmann sem var í banni og komast upp með það. 2. Mál Péturs Péturssonar, sem er sláandi líkt Albertsmálinu. Þar era alls ekki öll kurl komin til grafar, þótt mönnum fínnist eins og stjórn KSÍ sé búin að ákveða niðurstöðuna. 3. Mál Péturs Ormslev og Viðars Halldórssonar, þar sem aga- nefnd sýnir af sér óskiljanlegan tvískinnungshátt. Ég vona að knattspyrnuforystan beri gæfu til að reka af sér slyðru- orðið og fírra unnendur knattspym- unnar þessum endalausu deilumál- um og kæram. Það verður einungis gert með skýram reglum og lögum, þar sem eitt gengur yfir alla. Þessu ragli verður að linna. Úrslit í knattspyrnuleikjum eiga að fást á leikvellinum en ekki í dómsölum, þar sem aðrar leikreglur en knatt- spymureglur gilda. Og um félagaskipti fyrir íslenska leikmenn sem leikið hafa erlendis er það að segja, að nauðsynlegt er að slík mál séu á hreinu, því öll viljum við að þeim verði gert kleift að leika hér á landi þegar þeirra samningi lýkur erlendis. Höfundur er aðstodarþjálfari og liðstjóri 1. deildar-liðs FHíknatt- spyrnu. mitt þess vegna man ég svo vel allt, sem hún óskaði og vildi kenna okkur. Best er ávallt að fylgja henn- ar ieiðsögn og ráðum, hvað sem fyrir kemur. Best að spyija sjálfan sig: hvað myndi hún mamma hafa ráðlagt mér og óskað. Það verður mér efst í huga hvert sinn er við kveðjumst. Hún gæti nefnilega allt- af hafa sagt eins og einhver Ijóða- smiður orðar á þessa leið: Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, berðu sérhveijum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson) Þannig hefur hún flutt með sér sína eigin vöggugjöf sem ágúst- kvöldið lagði henni í barm og hendur. Hún á vart heitari ósk en að við gætum gefið það gull öllum sem við mætum á lífsleiðinni. Elsku mamma. Við óskum þér öll til heilla með gjafirnar og af- mælisdaginn þinn. Þinn sonur, Þráinn Þorsteinsson Hún býður ölluni vinum og vandamönnum að veisluborðum í Safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.