Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Sovétríkin: Bjargaði börn- unum en lét lífið Moskvu, AP. MÓÐIR tveggja barna bjargaði lífi þeirra þegar þak veitinga- húss hrundi skyndilega yfir gesti þess. Konan, sem var 34 ára, lét hins vegar lífið. Dagblaðið Sovietskaya Rossiya skýrði frá þessum atburði og sagði konuna hafa kastað sér yfir bömin þegar þakið féll. Konan var stödd á veitingahúsi í smábænum Bel- insky um 500 kílómetra suður af Moskvu. Bömin sluppu ómeidd og var móðir þeirra eini gesturinn sem lét lífið. Ekki var sagt hversu margir hefðu slasast. Grænland: Heilbrigðismál í algjörum ólestri Frá N J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins á Grænlandi. Fjárlaganefnd danska Þjóð- þingsins er nú stödd í heimsókn á Grænlandi. Nefndarmenn hafa kynnt sér vanda Grænlendinga á sviði heilbrigðismála, sem er ærinn, og er ljóst að veita þarf stórum fjárhæðum til lausnar honum. Kynsjúkdómar, áfengisneysla og ofbeldisverk setja mjög mark sitt á þjóðfélag Grænlendinga. Á hverju ári skrá læknar 10.000 til 12.000 kynsjúkdómatilfelli. íbúar Græn- lands em nú um 50.000. Hvert mannsbam á Grænlandi innbyrðir á ári hveiju 23 lítra af hreinum vínanda. Til samanburðar má geta þess að árið 1985 var áfengisneysla á Islandi 3,2 lítrar á hvert mannsbam. Þessi gríðarlega áfengisneysla Grænlendinga hefur Qölmörg vandamál í för með sér. Að undan- fömu hefur athygli manna mjög beinst að áfengisneyslu ófrískra kvenna. Tölur sýna að hundraðasta hvert bam á Grænlandi fæðist með heilaskaða vegna áfengisneyslu móðurinnar á meðgöngutímanum. Ofbeldisverk em 20 sinnum fleiri á Grænlandi en í Danmörku og ém það einkum konur, sem þurfa á aðhlynningu lækna að halda. Miðað við höfðatölu em kjálkabrot 15 sinnum algengari á Grænlandi en í Danmörku. Kerti fyrir Ninoy Þess var minnst á Filippseyjum fyrir skömmu, að þijú ár eru liðin síðan Benigno „Ninoy“ Aquino, eiginmaður Corazon Aquino núverandi forseta, var veginn. Gerðist það á flugvellinum í Manila þegar Benigno var að koma heim úr útlegð í Bandaríkjunum. Litla stúlkan á mynd- inni fékk að kveikja á einu minningarkertanna. AP/Símamynd Bandaríkin: Líbýumenn sagðir áforma hryðiuverk Waahimrt/m. AP. Washington, AP. Bandariskir embættismenn sögðust á mánudag hafa heim- FRAMLEIDDIR FYRIR NORÐAN J O OFNASMIÐJA NORÐURLANDS FR0STAGÖTU 3c SIMI (96) 21860 AKUREYRI veitir ylinn ildir fyrir því að Moammar Ghaddafi, leiðtogi Líbýu, hygðist aftur taka upp stuðn- ing við hin ýmsu hryðjuverka- samtök. Þeir kváðu Banda- rikjamenn hafa tiltækar hernaðaráætlanir til að mæta þessari ógn. Talsmenn vamarmálaráðuneyt- isins sögðu Bandaríkjastjóm ekki áforma árás gegn Líbýu en töldu sig hafa óyggjandi heimildir fyrir því að Ghaddafi „væri enn við sama heygarðshomið". Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði Bandaríkja- stjórn fylgjast grannt með þróun mála í Líbýu og að í engu hefði verið hvikað frá afstöðunni til hryðjuverka Líbýumanna og stuðningsmanna þeirra. Embættismennimir lögðu allir áherslu á að væri ekki ástæða til að grípa til aðgerða nema Ghadd- afi léti til skarar skríða gegn Bandaríkjamönnum. Nefndu þeir sérstaklega að Bandaríkjastjóm myndi íhuga árás ef Ghaddafí hefði afskipti af heræfingum Bandaríkjamanna í Miðjarðarhafí eða ef fyrir lægju „óyggjandi skjalfest sönnunargögn" um hiyðjuverkastarfsemi Líbýu- manna. Valladares: Óánægjunni svarað með aukinni kúgun „Kommúnisminn á Kúbu lif ir ekki miklu lengur en Kastró“ Sao Paulo, Braailíu, AP. KÚBANSKA skáldið og rithöf- undurinn Armando Valladares, sem sat í fangelsum Kastrós í 22 ár, segir, að óánægja lands- manna sinna með stjórn kommúnista fari dagvaxandi og að valdastéttin hafi brugðist við henni með því að auka kúgunina um allan helming. Valladares er nú í Brasilíu til að kynna bók sína Against All Hope, endurminningar sínar um 22 löng ár sem pólitískur fangi á Kúbu. Mitterrand, Frakklandsforseti, átti mestan þátt í, að hann var leystur úr haldi árið 1982. „Kúbumenn eru búnir að fá sig fullsadda á einræðinu og eru óhræddari en áður við að segja skoðun sína,“ sagði Valladares f viðtali við fréttamann AP-frétta- stofunnar. „Þess má líka geta, að innan sjálfrar ríkisstjómarinnar eru menn, sem vilja betri samskipti við Bandaríkjastjóm, vilja flytja heim herliðið í Afríku og em á móti þvi að ýta undir byltingar í öðrum Suð- ur-Ameríkuríkjum. Við þessu hefur Kastró brugðist með því að auka kúgunina, sem er nú meiri en um langan aldur." Valladares segist hafa samband ýmsa við landsmenn sína, t.d. við leynileg mannréttindasamtök, og fá oft en ekki reglulega fréttir frá þeim. „Kommúnisminn á Kúbu mun ekki lifa miklu lengur en Fidel Kastró. Það getur enginn fyllt það tómarúm, sem hann kemur til með að skilja eftir sig, ekki einu sinni Raul, bróðir hans,“ sagði Valladar- es. Valladares segir, að á Kúbu séu 13-14.000 pólitískir fangar í 200 fangelsum og fangabúðum. Þar af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.