Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 21
öfcfiJ Tfíti'jh .TS M'JÍ)Á0!J41V<iJM (ÖJÖAIÖMUI
MORGDNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 27. ÁGÚST 1986
21
í Kristskirkju
KAMMERTÓNLEIKAR verða í Kristskirkju, Landakoti,
miðvikudagskvöldið 27. ágúst klukkann 20:30 á vegum Tón-
listarfélags Kristskirkju.
Fráfarandi sendiherra Breta á íslandi, Richard Thomas (fyrir miðju), ásamt nokkrum núverandi og
fyrrverandi styrkþegum.
Breska utanríkisráðuneytið og British Council:
5,4 milljónir króna í styrki
til íslenskra námsmanna
Á KOMANDI skólaári munu 19 íslendingar njóta náms- eða rannsókn-
arstyrkja frá breska utanríkisráðuneytinu og þrír frá British Council.
Heildarupphæð styrkjanna nem-
ur tæplega 89.000 sterlingspundum
(um 5,4 milljónir íslenskra króna)
og nægir styrkurinn í öllum tilfell-
um til þess að greiða skólagjöld
eins árs.
Eftirfarandi aðilar hlutu styrki:
Björg Bjarnadóttir. Sálfræði við
Stirling-háskóla. £ 3.360.
Ivar Jónsson. Rannsóknir á fé-
lagslegum áhrifum tæknibreytinga
við háskólann í Sussex. £ 3.600.
Elín J. Bjarnadóttir. Fornaldar-
saga við St.Andrews-háskólann. £
3.410.
Ingvar Sigurgeirsson. Þróun
námsskrárgerðar. Háskólinn í
Sussex. £ 3.800.
Valdimar U. Valdimarsson. Al-
þjóðasamskipti. London School of
Economics. £ 3.860.
Emil Ólafsson. Sjávarlíffræði við
Heriot-Watt. 4.670
Lars Hansen. Rannsóknir í
vatnalíffræði við Stirling-háskóla. £
5.700.
Jóhanna M. Thorlacius. Jarð-
fræði við Edinborgarháskóla. £
4.570.
Kristín Jónsdóttir. Tölvunotkun
í kennslu. Háskólinn í Kent. £
4.570.
Höskuldur Ásgeirsson. Við-
skipta- og hagfræði við Brunel-
háskóla. £ 3.310.
Gústav Ósear Arnar. Fjarskipti
við háskólann í Essex. £ 4.638.
Soffía Arnþórsdóttir. Plöntulíf-
fræði við háskólann í Norður-Wales.
£ 4.570.
Kristín Bergsteinsdóttir. Tauga-
sálfræði við Lundúnaháskóla. £
4.570.
Magnús Tumi Guðmundsson.
Jarðeðlisfræði við Lundúnaháskóla.
£ 4.570.
Ólafur Briem. Hagfræði við há-
skólann við Warwick. £ 3.557.
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. Silf-
ursmíði og málmvinna við Camber-
well-listaskólann. £ 3.820.
Einar G. Guðjónsson. Fiskeldi í
sjó og vatni við London School of
Economics. £ 3.860.
Herdís Dröfn Baldvinsdóttir.
Vinnusálfræði við háskólann í Lanc-
aster. £ 3.480.
Arnór T. Sigfússon. Fuglafræði
við háskólann í Aberdeen. £ 4.570.
Nína Margrét Grímsdóttir.
Píanónám hjá einkakennara. £
3.500.
Loftur R. Gissurarson. Dulsálar-
fræði við Edinborgarháskóla. £
3.480.
Rán Tryggvadóttir. Lögfræði við
Edinborgarháskóla. £ 3.480.
Á tónleikunum koma fram fjór-
ir hljóðfæraleikarar af yngri
kynslsóðinni í Reykjavík, þau
Szymon Kuran, fíðluleikari, Mart-
ial Nardeau, flautuleikari, Ásdís
Valdimarsdóttir, víóluleikari og
Guðrún Sigurðardóttir, sellóleik-
ari. Þau munu á tónleikunum
fjytja verk eftir sígildu Vínartón-
skáldin og stórmeistarana Haydn,
Mozart og Beethoven en einnig
verk eftir franska nýklassíkerinn
Jaques Ibert. Þá verða frumflutt
á þessum tónleikum ný verk eftir
þá Kuran og Nardeau.
Szymon Kuran hefur að undan-
förnu starfað sem 2. konsert-
meistari Sinfóníuhljómsveitar
íslands og komið fram sem ein-
leikari með henni. Hann hefur
einnig getið sér orðs hér sem tón-
skáld og hefur meðal annars
Sinfóníuhljómsveitin flutt eftir
hann verk.
Martial Nardeau hefur verið
búsettur hér á landi í fjögur ár.
Áður en hann fluttist hingað hafði
hann meðal annars leikið með
Lamoreux-hljómsveitinni í París,
sem er ein frægasta hljómsveit
Frakklands. Tónverk eftir Narde-
au hafa ekki verið flutt hér
opinberlega áður.
Aðgöngumiðar á tónleikana
verða seldir við innganginn. Þetta
eru 10. tónleikar Tónleikafélags
Kristskirkju á þessu fyrsta starfs-
ári þess. Næstu tónleikar félags-
ins verða 4. september nk. en þá
mun söngflokkurinn Hljómeyki
flytja nýja og gamla kirkjutónlist,
m.a. nýtt verk eftir Jón Nordal.
Sýningu
að ljúka
SUMARSÝNING 15 félaga List-
málarafélagsins, sem staðið
hefur yfir að undanförnu í Gall-
erý íslensk list, Vesturgötu 17,
lýkur kl. 17:00, næstkomandi
föstudag.
Þegar er búið að ráðstafa sýning-
arsalnum fram til áramóta svo
sýningunni verður ekki framlengt.
SUMAR á Vesturlandi
Skólabörn
og foréldrar...
Senn fara skólar að hefjast. Og til þess þarf meira en kennara
og skóla. Það þarf nemendur og foreldrar þurfa að búa þá undir
skólann.
Við hjá Vöruhúsi Vesturlands erum tilbúnir að hjáipa foreldrum
og nemendum.
Allar skólavörur, til dæmis skólatöskur, pennaveski, stíla-
bækurog ritföng, fást í GJAFAVÖRUDEILDINNI.
VEFNAÐARVÖRUDEILDIN býður úrval af skólafatnaði;
peysur, buxur, skyrtur, úlpur og stígvél svo eitthvað sé nefnt.
( MATVÖRUDEILDINNI fæst hollt og gott nesti handa nem-
endum sem sitja daglangt í skóla.
í stuttu máli sagt:
Það sem skólinn útvegar ekki
það eigum við.
Kammertónleikar
Frá afhendingu listaverksins „Leikgleði". F.v. iistamennirnir Sigrún
Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson, Kristján Pálsson og Kristófer
Þorleifsson forseti bæjarstjórnar.
Ólafsvík:
Lionsmenn gefa listaverk
Ólafsvík.
NYLEGA var sett upp og afhent
listaverk sem Lionsklúbbur Ól-
afsvíkur gefur Ólafsvíkurbæ
með tilstyrk Listskreytingasjóðs
ríkisins.
Listamennirnir Sigrún Guðjóns-
dóttir og Gestur Þorgrímsson voru
fengin til að gera verk á austur-
gafl íþróttahússins, en hann blasir
við þeim sem fara um bæinn. Þau
Sigrún og Gestur skópu listaverkið
„Leikgleði“ sem nú piýðir íþrótta-
húsið hér. Kristján Pálsson núver-
andi bæjarstjóri afhenti Kristófer
Þorleifssyni, forseta bæjarstjórnar,
listaverkið en Kristján hafði for-
göngu um málið í Lionsklúbbnum,
sem hafði þetta að sérstöku verk-
efni vegna 300 ára afmælis Ól-
afsvíkur sem löggilts verslunarstað-
ar á næsta ári. Almenn ánægja er
með þetta framtak Lionsmanna og
svo verkið sjálft. Núverandi formað-
ur Lionsklúbbs Ólafsvíkur er Karl
Valur Karlsson.
Helgi
Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200