Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 35 4 Mikil ást, lítið Kvikmyndir Amaldur Indriðason Karatemeistarinn II. hluti (The Karate Kid Part II). Sýnd í Stjörnubíói. Stjömugjöf: ☆ '/2 Bandarísk. Leikstjóri: John G. Avildsen. Handrit: Richard M. Kamen. Framleiðandi: Jerry Wintraub. Tónlist: Bill Conti. Kvikmyndataka: James Crabe. Helstu hlutverk: Ralph Macc- hio, Pat Morita. Menn gera gróðamyndir og svo gera menn framhaldsmyndir. Þetta er orðið að einskonar reglu í Hollywood og það er raunar ekkert óeðlilegt við það að menn vilji græða eins og þeir mögulega geta á góðri hugmynd. Að vísu eru framhaldsmyndimar oftar en ekki hrein útþynning á fmm- myndinni en það virðist ekkert fá á hvorki kvikmyndagerðarmenn- ina eða kvikmyndahúsagestina. Það em ekki allireins stórfengleg- ir og Sylvester Stallone sem gert hefur fjórar Rocky-myndir, sem fara jafnt og þétt versnandi, og þó; úti í Bandaríkjunum var ný- verið að fmmsýnd hryllingsmynd- in Föstudagurinn 13. VI. hluti (Friday the 13th Part VI) og eng- inn veit hvar það endar. Karatemeistarinn II. hluti (The Karate Kid Part II.), sem sýnd er í Stjörnubíói, stendur íyrri myndinni langt að baki. Leikstjóri þeirra beggja, John G. Avildsen, gerði fyrstu Rocky-myndina (og þá bestu) en fyrri myndin um karatestrákinn var byggð á Rocky-þemanu: Aulinn verður hetja. Það þurfti einhvern til að draga hetjuna upp úr aumingja- skapnum og í Rocky var það boxþjálfarinn (Burgess Meredith) en í Karatemeistaranum var það Gráleitt gaman Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Fyndið fólk í bíó — You Are in the Movies ☆ '/2 Framleiðandi og leikstjóri Emil Nofal. Samræmandi atriði Rob- ert Lewis. Þulur Joe Steward- son. Suður-Afrika 1985. Maðurinn hefur löngum haft gaman af að gera samborgurum sínum grikk, jafnvel hafa þá að fíflum. Sem betur fer eru flestir hófsamari en svo og aðhyllast frekar speki Hávamála; maður er manns gaman. Það var mottó þeirra ágætu sjónvarpsþátta Candid Camera, sem sýndir voru við miklar vinsældir í Banda- ríkjunum og víðar í hartnær tvo áratugi. Sama viðhorf virðist vera upp á teningnum hjá Suður-Afrík- önsku kvikmyndagerðarmönnun- um sem hafa gert a.m.k. þijár myndir eftir þessari formúlu. í Fyndnu fólki í bíói er að fínna meinfyndnar uppákomur með bráðsaklausum vegfarend- um. Sum atriðin leikin, önnur ekki. Það skiptir ekki höfuðmáli þegar ofangreind speki er höfð að leiðarljósi. Hér er líka að fínna leikna brandara, fáa og misjafna að vonum. En þá er þess skop- skyns ógetið sem setur ljótan blett á gamanið. I aulalegustu uppsetn- ingunum er undantekningarlítið gert ósmekklegt grín að gáfnafari hins þeldökka kynstofns landsins. Varla verða myndir sem þessar til þess að auka á lítilfjörlegt álit umheimsins á hnignandi veldi hvítra í Suður-Afríku. Sato og Miyagi lendir saman í Karatemeistaranum II karate karateþjálfarinn Miyagi (Pat Mor- ita). Framhaldsmyndin snýst ekki um strákinn Daníel, hetjuna úr fyrri myndinni, heldur Miyagi. Og myndin er minnst um karate held- ur sýnir hún Miyagi verða aftur skotinn í gömlu kærustunni sinni á Okinawa og hún sýnir strákinn verða skotinn í austurlenskri mær á sama stað. Það sem maður hélt að væri æsispennandi karatemynd er tvöföld ástarsaga hlaðin tilfinn- ingavellu með blóðrauðu sólarlagi og tárum í auga, huggunarorðum og hreinni væmni. Þeir félagarnir fara til Okinawa vegna þess að faðir Miyagis ligg- ur þar fyrir dauðanum og við fáum að vita að Miyagi flúði frá Ok- inawa fyrir 45 árum, þegar honum var meinað að kvænast kærustunni sinni, sem hafði verið lofuð besta vini hans, Sato. Eftir öll þessi ár hefur Sato ekki fyrir- gefið honum að ætla að taka frá honum konuna og hyggur á hefndir. En það verður aldrei neitt úr hefndum. Miyagi hittir aftur gömlu kærustuna sína (hún giftist aldrei Sato) og er lítt uppveðraður þótt Sato, sem er rumur mikill, sé sífellt að hóta honum lífláti. Innst inni veit Sato auðvitað að hann hefur rangt fyrir sér og gleymir öllum eijum þegar Miyagi bjargar lífi hans í miklu óveðri. En besti nemandi Sato hefur engu gleymt og leggur sérstaka fæð á Daníel og hið langþráða lokaupp- gjör verður á milli þeirra. Allt þetta kæfír gersamlega það sem myndin ætti fyrst og fremst að fjalla um, nefnilega karate. Inní tilfinningadramað er kastað nokkrum karatasenum eins og kjötbitum fyrir hungraða áhorfendur en það líður alltof langt á milli þeirra til að nokkur spenna haldist og fljótlega gleym- ir maður að hér er á ferðinni karatemjmd. Að vísu eru karateatriðin þegar þau loksins birtast góð, vel útfærð og vönduð, en Avildsen og hand- ritshöfundurinn Richard Kamem tapa sér í tilfinningavellunni og finna enga leið út. Ralph Macchio og Pat Morita eru ágætir saman þótt engu sé bætt við gamla nem- anda-lærimeistarasamband þeirra: Morita er með sama spá- dómsköku vísidóminn á vörum og sama skeytastflinn á enskunni og Macchio er góði vinurinn og nem- andinn. En það er vonandi að Karatemeistarinn III. hluti (myndin endar þannig að fram- , hald er mögulegt þótt ekki sé enn rætt um að gera slfld) verði betri. Suður-afriskir kvikmyndagerðarmenn: Gaman að niðurlægja svarta. Orð í tíma töluð eftir Tryggva Helgason Biskupinn, herra Pétur Sigur- geirsson, sendi nýlega frá sér hirðisbréf, þar sem hann tekur skýra afstöðu gegn fóstureyðingum og hvetur til þess að núverandi lög verði afnumin. Megi biskupinn hafa heiður og þökk fyrir þessa afstöðu í sínu hirðisbréfí. Væri óskandi að allir prestar landsins beittu sameinuðu átaki ásamt með biskupi til þess að fá núverandi fóstureyðingatög afnum- in á Alþingi. Þau lög eru þjóðinni til vansæmdar. Fóstrið er hið ófædda bam og strax frá upphafí er það lifandi og búið öllum þeim eiginleikum frá föður og móður (50% frá hvoru) sem það kemur til með að hafa þegar það fæðist. Og allan meðgöngutím- ann tekur það ekkert frekar til sín frá móðurinni, nema næringu. Hið ófædda barn er sjálfstæður einstaklingur, í rauninni frábrugð- inn bæði föður og móður, í sínum sjálfstæða blóðflokki óháð blóð- flokki móður, og frá upphafí vega hefur enginn nákvæmlega sams- konar mannvera orðið til, né heldur mun nokkru sinni verða um ókomn- ar árþúsundir. Þegar það er einungis 3 vikna gamalt er hjartað farið að slá og átta vikna gamalt hefúr það hendur og fætur, fingur og tær, það mæl- „Væri óskandi að all- ir prestar landsins beittu sameinuðu átaki ásamt með biskupi til þess að fá núverandi fóstureyðingalög af- numin á Alþingi. Þau lög- eru þjóðinni til van- sæmdar.“ ast bæði heilabylgjur og hjartsláttur og það hreyfír sig og syndir um í sinni litlu afmörkuðu veröld. Nokkru síðar eru öll líffæri mótuð og eftir það bætist ekkert líffæri né líkamshluti við, og má þvi segja að eftir það geri þessi einstaklingur ekki annað en nærast og stækka þar til hann nær fullorðinsaldri, — það er, ef hann fær að lifa í friði undir vernd móður sinnar, þar til hann fæðist. Þingmenn setja lög og þingmenn afnema lög, og kjósendur, almenn- ingur, kýs þingmenn og ræður því hver fer á þing og hver fer ekki á þing. Eftir nokkra mánuði verða enn kosningar til Alþingis og komið er að kjósendum að velja nýja þing- menn til fjögurra ára. Kjósendur hafa fullan og óskoraðan rétt til að vita fyrirfram hvaða afstöðu Tryggvi Helgason frambjóðendur hafa til hinna ýmsu mála, svo sem hvort þeir eru með eða á móti fijálsum fóstureyðing- um, og kjósendur hafa fullan rétt til þess að velja og hafna frambjóð- endum í samræmi við það. Og þótt boðnir séu fram listar, hefur kjós- andinn fullan rétt til þess að strika út af listanum og breyta númeraröð eins og honum sýnist, á hinum end- anlega kjörseðli á kjördag. Til dæmis ef kjósandinn hefur hug á að velja ákveðinn lista, en vilji ekki efsta manninn á listanum þar sem hann sé fylgjandi fóstur- eyðingum, en kjósandinn vilji aftur á móti manninn í 5. sæti upp í 1. sæti, þá getur hann það og hefur fullan rétt til. Kjósandinn setur þá „X“ við sinn listabókstaf, strikar greinilega yfír nafnið í 1. sæti og setur tölustafínn „1“ framan við fímmta nafnið á listanum. Þá er fimmta nafnið komið í 1. sæti og fær fullt atkvæði á þessum seðli, en útstrikaða nafnið færist niður. Með þessum hætti má strika út svo mörg nöfn sem vera skal og setja hin nöfnin í þá númeraröð sem óskað er. Það eina sem þarf að varast er að snerta ekki við neinum öðrum lista á seðlinum, en þeim sem mað- ur sjálfur er að kjósa, því ef eitt- hvert krass eða útstrikun eða bara" punktur sést á öðrum lista en þeim sem maður krossaði við, — er seðill- inn ógildur og atkvæðið þar með ónýtt. Kjósendur ættu að verða sér úti um kosningalögin, lesa þau, vita sinn rétt og nota hann á kjördegi. Höfundur er flugmaður á Akur- eyri. Juvena snyrtivörukynning ídagkl. 13.00-18.00 Top Class — Laugavegi 51 Juvena snyrtivörur - Svissnesk gæðavara unnin úrjurtum fyrir þá sem láta sérannt um velferd húðarinnar (i) JUVENA OF SWITZERLAND Munið Juvena getraunina ViKu ferð tll Sviss ogJuvena vöruúttektir í verðlaun Sundaborg 36 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.