Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 49 EM í Stuttgart: Morgunblaðiö/Júlíus • Sigurður Lárusson, fyrirliði ÍA, og Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, halda fast um hinn nýja bik- ar, sem keppt er um f Mjólkurbikarnum-bikarkeppni KSÍ. Á sunnudaginn fæst úr því skorið, hvor þeirra hampar þessum glæsilega grip, sem fólag fslenskra gullsmiða gaf til keppninnar. Mjólkurbikarinn-bikarkeppni KSÍ: Úrslitaleikur Fram og ÍA á sunnudaginn — forsala hefst á morgun Úrslitaleikurinn f Mjólkurbik- arnum-bikarkeppni KSÍ fer fram á Laugardalsvellinum á sunnu- daginn og hefst klukkan 14. Til úrslita leika Fram og ÍA og er það f 22. skiptið af 27, sem annað þessara liða eða bæði taka þátt f úrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn f bikarkeppninni er sá leikur í íslenskri knattspyrnu, sem dregur að sér flesta áhorfend- ur og allir bíða spenntir eftir, burtséð frá því, hvaða lið eru í úr- slitum. Þetta er leikur ársins og að þessu sinni leika Fram og ÍA, mestu bikarúrslitalið íslands. Margfaldir bikar meistarar Fram og ÍA hafa aðeins einu sinni áður leikið til úrslita í bikar- keppninni. Það var árið 1984 og þá vann ÍA 2:1. Fram hefur 10 sinn- um komist í úrslit og orðið bikar- meistari fimm sinnum, en Skaga- menn hafa 12 sinnum leikið til úr- slita og unnið fjórum sinnum. Frá árinu 1973 hefur alltaf annað þess- ara liða leikið til úrslita í keppninni. Nýr bikar Knattspyrnusamband fslands og Mjólkurdagsnefnd gerðu snemma á þessu ári með sér sam- komulag um það að Bikarkeppni KSÍ árið 1986 væri háð undir heit- inu Mjólkurbikarinn-bikarkeppni KSÍ. í samvinnu við KSÍ og Mjólkur- dagsnefnd gaf félag íslenskra gullsmiða glæsilegan „gull"bikar til keppninnar og vill félagið með því hvetja íslenska knattspyrnu- menn til afreka og vekja athygli á íslenskum gullsmíðum. Mjólkurbikarinn er 66 cm á hæð, húðaður með 22 karata gulli og glæsilegasti bikar sem í umferð er hér á landi enda að verðmæti nálægt tvö hundruð þúsund krón- um. Félag íslenskra gullsmiöa mun sjá um að smíða áletraða, gull- húðaða plötu á bikarinn ár hvert. Eysteinn dæmir Eysteinn Guðmundsson, Þrótti, dæmir úrslitaleikinn og línudómar- ar verða Guðmundur Haraldsson, KR, sem jafnframt verður vara- dómari, og Eyjólfur Ólafsson, Víkingi. Eysteinn er 44 ára og einn reyndasti dómari landsins. Hann hóf að dæma árið 1959, dæmdi fyrst í 1. deild áriö 1965 og hefur verið milliríkjadómari í 13 ár. Þetta verður fjórði bikarúrslitaleikurinn, sem Eysteinn dæmir, en svo vill til að Fram hefur ávallt leikið í úr- slitum, þegar hann hefur dæmt. Forsala hefst á morgun Forsala á ieikinn hefst á morgun og stendur fram að leik. Á morgun og föstudag verður forsalan frá klukkan 12 til 18 í Austurstræti, en á Laugardalsvelli á laugardag- inn klukkan 10 til 16 og á sunnu- daginn frá klukkan 10. A Akranesi verður forsalan í versluninni Óðni og hefst hún á morgun. Barnamiðar kosta 100 krónur, stæði fyrir fullorðna 300 krónur og stúkumiðinn kostar450 krónur. Steffny hljóp lokasprettinn Stuttgart, frá Agústi Ásgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Við setningarathöfnina á Evr- ópumeistaramótinu lauk rúmlega 2.000 kílómetra boðhlaupi, sem efnt var tii í tiiefni mótsins. Er það í frásögur færandi sakir þess að lokasprettinn hljóp góðkunn- ingi okkar frá Reykjavíkurmara- þoninu í fyrra, Vestur-Þjóðverjinn Herbert Steffny. Steffny sigraði sem kunnugt er í hálfa maraþoninu í Reykjavík í fyrrasumar. Hann er mjög frækinn hlaupari og varð vestur-þýskur meistari í 25 km og maraþonhlaup- um í fyrra. Steffny verður meðal^ keppenda í maraþonhlaupinu á Evrópumeistaramótinu. Boðhlaup- ið hófst við höfuðstöðvar Evrópu- ráðsins í Strassborg í Frakklandi 16. ágúst sl. en síðan var hlaupin hringur um Vestur-Þýskaland, rúmlega 2.000 kílómetra langur, og er talið að um 2.300 manns hafi hlaupiö með boðið um landið áður en Steffny tók við því og hljóp með það inn á leikvanginn við setn- ingarathöfnina. Mikill kostnaður við mótshaldið Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, blaða manni Morgunblaðaina. Það er tæpast á færi allra Evr- ópuríkja að halda Evrópumeist- aramót í frjálsíþróttum, stíkt er mótið allt og umgjörð þess í snið- um. Kostnaðurinn er og óheyri- legur fyrir smáþjóðir á borð við íslendinga því útgjöld mótshaida hér í Stuttgart munu vera 12,5 milijónir marka, eða jafnvirði 250 miiljóna íslenskra króna. Er þetta dýrasta mót sinnar teg- undar og miðað við fjölda keppnis- daga er kostnaðurinn rúmar 40 milljónir á dag. Stærstu útgjalda- liðirnir eru undirbúningskostnaður ýmiss konar eða 60 milljónir króna, uppsetning og rekstur blaða- mannamiðstöðvar kostar 30 millj- 34 þjóðir taka þátt Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. I FYRSTA sinn í rúma hálfa öld senda öll ríki, sem aðild eiga að Evrópska frjálsíþróttasamband- inu, þátttakendur á Evrópumeist- aramót. Að þessu sinni taka 34 ríki þátt í Evrópumeistaramótinu, m.a. dvergríkin San Marinó, Lichten- stein og Mónakó. Jafnframt senda Albaniumenn keppendur eftir langa fjarveru. Talið er að það eigi sinn þátt í þessu að framkvæmdanefnd mótsins borgar allan ferða- og uppihaldskostnað fyrir 200 kepp- endur. Kvóti minnstu ríkjanna er 1 —2 en ísland fær frítt fyrir 2. Alls eru keppendur og fylgdar- menn þeirra, sem í þorpinu gista, um 1.500, en þar af eru keppend- ur rúmlega 1.200. Sovétríkin senda stærstu sveitina, eða 112 menn. Búlgarir eru næstir með 104 og Austur-Þjóðverjar senda 96 manna sveit, þar af 70 kepp- endur. Það var síðast árið 1934 að öll aðildarríki Evrópska frjálsíþrótta- sambandsins sendu keppendur til mótsins, en þá var mótið háð í Torino á Ítalíu. ónir, auglýsingar 16 milljónir, rekstur eldhússins í þorpi kepp- enda og maturinn ofan i þá kostar 8 milljónir, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þetta gera mótshaldarar ráð fyrir að tekjur af mótshaldinu verði umfram kostnað. íslensk kona að- stoðar Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, biaða- manni Morgunblaðsins. íslenzk kona, sem búsett hefur verið hér í Stuttgart um árabil, aðstoðar íslenzku sveitina á Evr- opumeistaramótinu og er stoð þeirra og stytta meðan á mótinu stendur. r Hún heitir Jóhanna Seehl og er ættuð frá Fáskrúðsfirði, er Þor- valdsdóttir. íslenzka sveitin lofar frammistöðu og greiðvikni aðstoð- arkonunnar. Aðbúnaður mjög góður Ot. r.Á Á Á_t_t I _ ■ ... .... Stuttgart, Frá Ágústi Ásgeirssyni, blaða-manni Morgunblaðsins. AÐBÚNAÐUR keppenda á Evr- ópumeistaamótinu er eins og best verður á kosið, að sögn íþróttamannanna sjálfra, sem biaðamaður heimsótti í búðir þeirra. Hver og einn býr í eins manns herbergi og eru þau rúmgóð og fer vel um keppendur. Búa þeir á heimavist háskólans í Stuttgart í úthverfinu Vaihingen. Mötuneyti mikiö hefur verið sett upp í þorpinu og er þar gnægð úrvalsfæöu á boðstólum eins og hver og einn getur í sig látið frá því fyrir allar aldir á morgnana og framundir miðnætti á hverjum degi. Tekur mötuneytið 800 manns í sæti. Gert er ráð fyrir að þorpsbúar borði 50 tonn af mat meðan á mótinu stendur, eða 8 tonn af ávöxtum, 5 tonn af kjöti og 5 tonn af grænmeti, 12 tonn af fiski, 50, þúsund lítra mjólkur og 30 þúsuna^ dósir af jógurt. í þorpinu er haldið diskó á hverju kvöldi, kvikmynda- hús var sett á fót fyrir keppendur og myndbandakerfi. Jafnframt voru vigðar kapellur og bænarher- bergi fyrir hin ýmsu trúarbrögð. Evrópuleikur ÍA í Laugardalnum { GÆR ákvað stjórn Knattspyrnu- félags ÍA að leikur ÍA og Sporting Lissabon í Evrópukeppni félags- liða fari fram á Laugardalsvellin- um miðvikudaginn 17. sept- ember, en ekki á Akranesi eins og áður hafði verið fyrirhugað. Helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun eru tæknilegs eðlis. Þrjár portúgalskar útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð auk íslensku fjölmiðlanna, verða með beinar útsendingar frá leiknum, og er engin aðstaða til slíks á Akranes- velli. Þá er búist við fjölda blaða- manna og aðstaða fyrir þá er ekki heldur fyrir hendi á Akranesi. Einnig hefur verið mikið álag á Akranesvelli í sumar og þykir óvar- legt að leika á honum um miðjan september með næsta keppnistímabil í huga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.