Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 27. ÁGÚST 1986 29 AKUREYRl Fjórðung'sþing Norðlendinga á Siglu- firði um næstu helgi: Nýjar leiðir í byggðamálum megin- efni þingsins Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið i gagnfræðaskól- anum á Siglufirði dagana 29. og 30. ágúst nk. Meginmál þingsins verða byggðamálefni, nýjar leið- ir i málefnum landsbyggðarinn- ar, m.a. með tilliti til starfa byggðanefndar þingflokkanna. Þingið nú er hið 28. í röðinni, en Qórðungssambandið er um 40 ára gamalt. Rétt til setu á þinginu eiga 93 fulltrúar sveitarstjóma og sýslunefnda, en búist er við um 140 manns með þingmönnum og öðrum gestum. Þingið hefst kl. 14.00 með setningu Magnúsar Siguijónssonar, formanns sambandsins, og þá fer fram kjör starfsmanna þingsins. Því næst mun Sigurður Guðmunds- son, verkefnastjóri byggðanefndar þingflokkanna, hafa framsögu um niðurstöður nefndarinnar, en þær gera ráð fyrir að það beri að setja á laggimar þriðja stjómsýslustigið sem myndi sækja vald sitt til kjós- enda í beinum kosningum og að það fái umsjón með þeim verkefnum sem nú em í höndum ríkisvaldsins. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mun fjalla um nýjar leiðir í landsbyggðarmálum, en í skýrslu byggðanefndar kemur fram að ibúatala landsbyggðarinnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi nú í fyrsta sinn farið lækkandi og þar með sé hafin ein mesta búseturösk- un í sögu landsins. Samhliða fækkun í undirstöðugreinum eykst vinnuaflsþörfin í þjónustugreinun- um, sem að meginhluta eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er af- leiðing vaxandi miðstýringar í þjóðfélaginu og mun með tímanum stefna framtíðarhagsmunum þjóð- arbúsins í hættu, þannig að ljóst er að leita þarf nýrra leiða til að tryggja búsetu í landinu, segir í til- lögum til þingsins frá fjórðungs- stjóm. Þá liggur fyrir þinginu tillaga um þjóðarátak í samgöngumálum, en fjórðungssambandið leggur á það áherslu að bættar samgöngur milli byggða og landshluta séu stærsta byggðamálið og stór áfangi til að jafna búetuskilyðin í landinu. Stefán Thors, skipulagsstjóri, mun einnig hafa framsögu um forsendur landnýtingaráætlunar, en í áliti landnýtingamefndar kemur fram að við blasi byggðaeyðing sveitanna með búseturöskun í þéttbýli ef ekki koma til sérstakar aðgerðir í land- nýtingar- og byggðamálum. Báða dagana munu hefðbundin nefndarstörf fara fram og er þing- inu lýkur seinnihluta laugardags mun Siglufjarðarkaupstaður bjóða til kvöldverðar og fagnaðar með heimafenginni dagskrá. Stuðmenn hættu við tónleika á Akureyri og í Hrísey. Stuðmenn hættu við tónleika vegna kröfu um sölu- og skemmtanaskatt STUÐMENN héldu austur til Vopnafjarðar í gær frá Akureyri eftir að liafa hætt við tónleika bæði í Dynheimum á Akureyri sl. mánudags- kvöld og í Hrísey í gærkvöldi þar sem fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, Sigurður Eiríksson, tilkynnti þeim að aldrei hefði verið sótt um leyfi fyrir tónleikunum til yfirvalda og ef af tónleikunum yrði samt sem áður bæri að greiða skemmtana- og söluskatt af tónleikahaldinu. Hins- vegar hefur það ekki áður tíðkast að slík gjöld væru lögð á tónleikahald eingöngu. „Eg hef aldrei upplifað eins mik- inn gauragang og í fyrrakvöld," sagði Steindór Steindórsson, for- stöðumaður æskulýðsmiðstöðvar- innar Dynheima, í samtali við Morgunblaðið. „Hópur krakka stóð fyrir utan Dynheima og síminn stoppaði ekki — krakkar og foreldr- ar hringdu linnulaust til að vita hvað væri eiginlega að gerast eða hvort allt hefði verið bara plat og við Jak- ob Magnússon, Stuðmaður, reyndum að svara eftir bestu getu.“ I 12 ára sögu Dynheima hefur aldrei verið farið fram á skemmtana- skatt né söluskatt af tónleikahaldi fyrr en nú, rétt áður en Stuðmenn áttu að byija að spila. Fulltrúinn hringdi um kl. 16.00 á mánudag, að sögn Steindórs, og heimtaði að greidd yrðu gjöld af samkomunni og sagði að hið sama gilti um tón- leikahald í Hrísey sem varð til þess að Stuðmenn einfaldlega fældust frá og hættu við — neituðu að ríða á vaðið með slæmu fordæmi og sögðu að tónleikahald á fámennari stöðum úti á landi væri hluti af þeirra byggðastefnu. Ef farið yrði að greiða slík gjöld yrði það banabiti fyrir æskulýðsstarfsemi í landinu sem að mestu er rekin af bæjarfélögunum. Steindór sagði að upphaflega hefði fulltrúinn talað bæði um skemmt- ana- og söluskatt, en þegar líða tók á kvöldið sagði hann að söluskattur- inn myndi líklega sleppa. „Ég hef átt samskipti við Stuð- menn síðan ég tók við Dynheimum enda hefur hljómsveitin verið efst á óskalista krakkanna hér. Svona brölt yfirvalda eyðileggur augljóslega fyr- ir þeim sem vilja halda tónleika úti á landi sem venjulega er eingöngu af hugsjónaástæðum. Við höfum aldrei nokkurn tíma þurft að sækja um eitt né neitt til fógetaembættisins nema fyrir þær skemmtanir sem varða við útivistar- lög barna. Mér tókst að gera prósentusamning við Stuðmenn og þar af leiðandi kom þetta brölt full- trúans nú ekki við bæjarsjóðinn. Ég náði miðaverðinu niður í 300 krónur þannig að það vakti aldrei fyrir okk- ur að græða á þessu. Fyrst og fremst vildum við fá Stuðmenn til að spila fyrir krakkana héma á Akureyri og fórum nákvæmlega eftir þeim starfsreglum, sem gilt hafa í 12 ár. 10% af miðasölunni áttu að renna til Dynheima, sem er hálfgert mála- myndagjald fyrir ræstingu og rekstur hússins," sagði Steindór. Það hafa fleiri hljómsveitir haldið tónleika í Dynheimum í sumar, m.a. Drýsill, Bítlavinafélagið, Bubbi Morthens og um þar síðustu helgi var á ferðinni norsk popphljómsveit, sem lék kristilega popptónlist, og í engu af þeim tilvikum frekar en öðrum hefur komið beiðni frá bæjar- fógetaerr.bættinu um að skatturinn skyldi greiddur. Jakob hafði sam- band við Ómar Einarsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúa Reykjavíkur, þarna um kvöldið og staðfesti hann að þetta kæmi eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og hann orðaði það. Skóla- starfið að hefjast * NÚ LÍÐUR óðum að því að skól- ar hefji starfsemi að nýju eftir sumarleyfi, en i norðurlandsum- dæmi eystra eru skólarnir ýmist 8, 8 Ú2 eða 9 mánaða skólar. Grunnskólar Akureyrar og bamaskóli Húsavíkur eru níu mán- aða skólar og verða þeir settir 1. september. Aðrir grunnskólar í umdæminu hefjast ekki fýrr en um miðan septembermánuð eða nokkru síðar. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri verður settur 31. ágúst og Menntaskólinn á Akureyri 5. októ- ber, síðastur allra menntaskóla á landinu. Fræðsluskrifstofa norðurlands- umdæmis eystra í samráði við skólaþróunardeild menntamála- ráðuneytisins heldur námskeið fyrstu dagana í september fyrir kennara í umdæminu. Rætt verður um stefnumörkun skóla, námsvisa og fleira. Námskeiðið tekur einn dag en verður haldið á þremur stöð- um: að Hrafnagili 4. september fyrir kennara á EyjaQarðarsvæðinu utan Akueyrar, í gagnfræðaskólan- um á Akureyri 5. september fyrir kennara á Akureyri og þann 11.' september að Hafralæk fyrir kenn- ara austan Vaðlaheiðar. Þá verður haldið uppeldismála- þing á vegum Bandalags kennara- félaga miðvikudaginn 3. september að Hrafnagili og þann 12. septem- ber að Hafralæk. Fast starfslið sjón- varps verði á Akureyri — segir í tillögn frá fjórðungsstjórn Norðlendinga » Það var aldrei talað við mig — sagði Signrður Eiríksson fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri „Stuðmenn sóttu aldrei um leyfi til tónleikahaldsins, en samkvæmt reglugerð um löggæslu á skemmtuniun og samkvæmt lögum um skemmtanaskatt ber að sækja um leyfi fyrir slíkum samkomum til lögreglustjóra,“ sagði Sigurður Eiríksson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið. „Ég fór fram á það við Stuðmenn skemmtanir teljast skattskyldar: að fá vissar upplýsingar svo ég gæti metið það hvort þeim bæri að greiða skemmtanaskatt af þessu eða ekki, en málið komst aldrei á það stig. Hinsvegar bauð ég þeim að halda þessa tónleika og gæti ég látið fylgjast með því hvað mikið yrði selt inn. Menntamálaráðuneyt- ið hefur þá úrskurðarvaldið ef upp kemur deila viðvíkjandi slíkum mál- um, en að mínu mati þótti mér rétt að afla mér upplýsinga um hvort samkoman væri skemmtana- eða söluskattsskyld." Lög þau er fulltrúinn vitnaði í um skemmtanaskatt eru frá árinu 1970 og kveða þau á um að skemmtanaskatt beri að greiða þeg- ar aðgangur er seldur að skemmt- unum fyrir almenning. Eftirfarandi Hljómleikar og söngskemmtanir, sjónleikar, danssýningar, fyrirlestr- ar og upplestrar, og hlutaveltur. Undanþegnar skattskyldu eru hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands, leiksýningar Þjóðleikhúss- ins, sýningar á listdansi og þjóð- dönsum og fræðandi fyrirlestrar, sýningar á íslenskum kvikmyndum og íþróttasýningar, skemmtanir skóla og skólafélaga og innanfé- lagsskemmtanir aðrar en dans sem eru aðeins fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Ráðherra er heimilt að und- anþiggja skemmtanaskatt telji hann ástæðu til og þá m.a. dans- leiki sem unglingar, 16—21 árs, hafa einir aðgang að. í lögunum segir þó að skemmtanaskatt beri ekki að greiða í sveitarfélögum sem telja færri en 1.500 íbúa og hefðu því tónleikar í Hrísey ekki náð til þessa ákvæðis. „Ég heyrði fyrst af tónleikunum í útvarpinu á mánudag og lét því að sjálfsögðu kanna málið þar sem ég hafði ekki orðið var við að sótt hefði verið um leyfi eins og lögin kveða á um. Hinsvegar finnst mér persónulega sjálfsagt að æskulýðs- mál njóti undanþágu, en það var ekki einu sinni talað við mig,“ sagði Sigurður. Aðspurður um skattlagninu á aðrar hljómsveitir er haldið hafa tónleika í Dynheimum sagðist Sig- urður ekki geta gert að því ef einhveijar uppákomur færu fram hjá bæjarfógetaembættinu. Hins- vegar yrði reglunum framfylgt eftir bestu getu. Sigurður sagði í gær að sölu- skattur væri undanþegin af öllu tónleikahaldi ef tónleikarnir eru ekki neinum í tengslum við annað samkomu- eða skemmtanahald. Tillaga liggur fyrir fjórðungs- þingi Norðlendinga, sem haldið verður um helgina á Siglufirði, þess efnis að fast starfslið verði ráðið á vegum sjónvarpsins með aðsetri á Akureyri, sem sinni verkefnum um allt Norðurland í samstarfi við fréttaritara og heimamenn. Samhliða verði norðlensku frétta- efni veittur greiðari aðgangur að fréttaþáttum sjónvarpsins, með reglulegri þátttöku í útsendingu fréttaefnis. Þá er í tillögunum tekið undir þau markmið útvarpsstjóra að útsend- ingar Ríkisútvarpsins á Akureyri nái til alls Norðurlands. Jafnframt er skorað á Ríkisútvarp og Póst- og símamálayfirvöld að ráðast þegar í þær tækniumbætur, sem gera þarf til að sendingar Akureyrarútvarps- ins nái vestur um Norðurland og austur um til byggða í Þistilfírði og á Langanesi. Vonast er til að þetta verkefni nái fram að ganga á næsta ári. Samhliða bættum sendingarskil- yrðum þarf að leggja áherslu á frétta- og efnisöflun í hinum dreif- býlli byggðum Norðurlands þannig að um sífellt norðlenskt útvarp verði að ræða með verulegri þátttöku í efni aðalrásar hljóðvarps. Einnig segir í tillögum fjórðungs- stjórnar að fyrri ábendingar um að við hlið forstöðumanns Ríkisútvarps- ins á Akureyri starfi heimakjörinn nefnd, sem sé til ráðgjafar um mál- efni útvarpsins. Fimmtíu sóttu um starf hjá svæðisútvarpinu Norðlendingar virðast hafa mikinn áhuga á að því að starfa fyrir svæðisútvarpið á Akureyri. Nýlega var auglýst eftir fólki til vinnu og sóttu um 50 manns um starf. Að sögn Ernu Indriðadóttur, deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri, var annars vegar auglýst' eftir unglingum til starfa hjá útvarp- inu milli kl. 17 og 19 virka daga til aðstoðar við útsendingu, lestur til- kynninga, símavörslu og fleira og sóttu tæplega 30 unglingar um starf. Hins vegar var auglýst eftir dag- skrárgerðarfólki og 20 manns sóttu um að fá að starfa að dagskrárgerð — og sagði Erna þar um að ræða mismunandi þætti sem hugmyndir voru um. Aðspurð um „róttækar" breyting- ar á svæðisútvarpinu — sem mikið hefur verið talað um að myndi breyt- ast með skipun nýs deildarstjóra — * sagði Ema að breytinga væri að vænta 1. október. Sagði hún að tal- að hefði verið um að stytta jafnvel útsendingartímann dag hvem en nú er útvarpað í eina og hálfa klukku- stund hvern virkan dag vikunnar. Ekki væri þó neitt ákveðið enn varð- andi það atriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.