Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 27. ÁGÚST 1986 4- r30____________________________ * Sveitarfélög á Suðurnesjum: Misjafnlega í stakk búin til að taka á sig allan kostnað vegna skólaaksturs MENNTAMÁLARÁÐHERRA sagði í samtali við Morgnnblaðið í gser, þar sem rætt var um styrki ríkisins til sveitarfélaga vegna skólaaksturs, að kerfi þetta væri meira og minna gengið úr skorðum og tók þá sem dæmi, að Reykjavík og ýmis önnur vel stæð sveitarfé- lög á Reykjanesi hlytu styrk frá rikinu vegna skólaaksturs. Leitað var álits talsmanns borgarinnar og ýmissa bæjarfélaga á Reykja- M nesi vegna þessara ummæla. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá borgarhag- fræðingi, er framiag ríkisins til Reykjavíkurborgar vegna skóla- aksturs mjög lítið, allt að því ekki neitt. Kostnaður við skólaakstur í Keflavík nam á síðasta ári samtals 2.068.000 kr. og nam hlutur ríkis- ins þar af 785.000 kr. Að sögn Vilhjálms Ketilssonar bæjarstjóra var í upphafí ætlunin að ríkið borg- aði helminginn, en samkvæmt grunnskólalögum greiðir ríkið allt að helmingi kostnaðar við skóla- akstur í þéttbýli, en ástæðan fyrir I því að svo er ekki er sú, að margir þeirra sem keyrðir eru búa innan við 1.500 metra frá skólanum, en ríkið tekur aðeins þátt í kostnaði þeirra, sem lengra eiga að. „Þjón- usta bæjarfélagsins í skólaakstri hefur aukist, en þátttaka ríkisins ekki að sama skapi," sagði bæjar- stjórinn, sem taldi bæjarfélag sitt ekki betur statt íjárhagslega en svo, að þá munaði um þessa pen- inga. „Hins vegar eru mörg sveitar- félaganna á Reykjanesi verr stödd *. en við og hljóta hugmyndir Sverris að kalla fram hörð viðbrögð þeirra." Samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Ólafssonar bæjarritara í Njarð- víkum nam kostnaður af skólaakstri þar um 1,4 milljónum og fær bær- inn um helming af því endurgreidd- an, en áður var sú endurgreiðsla hærri. „Um 15-20 milljónir munu á næsta ári fara til framkvæmda í Njarðvíkum, þ.a. 700 þúsund króna aukakostnaður er talsvert stór biti fyrir bæjarfélag eins og Njarðvík. Grunnskóli er í Ytri-Njarðvík og er keyrsla með skólaböm úr Innri- Njarðvík og Grænási. Skólaböm úr Hafnarhreppi sækja einnig skólann í Njarðvík, en það er hins vegar Hafnarhreppur, sem sér um akstur skólabamanna. Kostnaður á síðasta ári við skóla- akstur hjá Hafnarhreppi nam 750.000 og borgaði hreppurinn um 15% af því, eða um 100.000. Það fé, sem hreppurinn hefur úr að spila á ári til framkvæmda, er um 1,0-1,5 milljónir. „Það væri vem- legt áfall fyrir hreppinn, ef ríkið hætti að taka þátt í þessum kostn- aði,“ sagði Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri Hafnarhrepps í samtali við Morgunblaðið. „Hugmyndir Sverns njóta ekki stuðnings framsóknarmanna“ ÞINGFLOKKSFUNDUR Framsóknarflokksins var haldinn á Sauðár- króki í vikubyrjun. Á fundinum var m.a. rætt um hugmyndir Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra um að skerða fjárframlög ríkisins til skólaaksturs, heimavistargæslu og mötuneyta um 205 milljónir, úr 230 í 25 milljómr. „Það var engin ályktun sam- þykkt á fundinum um þetta mál, en eins og Sverrir setur þessar hugmyndir sínar fram er ljóst af umræðum á fundinum, að þær njóta ekki fylgis meðal framsóknar- Sólheimaleikar SÓLHEIMALEIKAR, íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra, verða haldnir á Sólheimum í Grímsnesi dag- ana 29. til 31. ágúst. Guðmundur Pálsson mótsstjóri sagði að þessir leikar væru einn *• stærsti viðburður í félagslífí fatl- aðra. Dagskráin hefst á föstudag með kvöldvöku. Við setningu móts- ins á laugardagsmorgni mun Lúðrasveit verkalýðsins leika nokkur lög. Eftir hádegi verður keppt í sundi, borðtennis og „bocc- ia“ sem er vinsæl íþrótt meðal fatlaðra og þroskaheftra. Um kvöldið verður diskótek auk þess sem stórhljómsveit mun leika fyrir dansi. Á sunnudag er fjölskyldu- dagur með göngu þar sem gengnar verða §órar vegalengdir, 5 km, 10 t km, 15 km og 24 km. Fyrir þátt- töku í göngunni fá allir verðlauna- pening og viðurkenningarskjal. „Þetta er þessi hringur sem Reyn- ir Pétur gengur á kvöldin og um helgar og er því táknrænn fyrir okkur," sagði Guðmundur. Sól- heimaleikunum lýkur á sunnudag - með tónleikum „Stuðmanna". manna," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta yrði byrði, sem lítil sveitarfélög gætu ekki með nokkru móti risið undir.“ „Það er ekki útilokað, að verk- efni séu flutt til á milli opinberra aðila og í raun æskilegt, að sveitar- félögin sjái um ýmsa þjónustu í héraði, sem ríkið sér um, en til þess að það sé hægt verða tekju- stofnar að koma á móti. Hugmynd Sverris um 25 milljóna sjóð, er standa eigi undir skólaakstri, geng- ur engan veginn, enda duga þær skammt. Þessar 205 milljónir, sem ríkið sparar, þarf þá að taka ein- hvers staðar annars staðar; e.t.v. gætu þessar greiðslur færst yfír á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. En til slíkra ráðstafana þyrfti að grípa áður en útgjöld þessi yrðu flutt á sveitarfélögin," sagði Páll. „Við framsóknarmenn tökum ekki þátt í þessum flutningi nema tryggt sé að tekjur komi á móti og þjónustan versni ekki.“ Páll Pétursson vildi einnig minna á það, að menntamálaráðuneytið hefði haft forgöngu um skólaakst- urinn á sínum tíma og sannfært sveitarfélögin um það að hann væri hagstæðari en heimavist. „Það er eðlilegt að skólabörnin geti verið heima hjá sér einhvern hluta sólar- hringsins og væri það mikið skref afturábak ef skólaakstur yrði lagð- ur niður," sagði Páll Pétursson að .lokum,.......,JT|... I HÁKON Hákon ÞH bíður löndunar á Siglufirði með 800 tonna farm af loðnu. Miklir straumar hamla loðnuveiðum Verksmiðjan í Grindavík byrjuð að taka á móti loðnu LOÐNUBÁTARNIR verða var- ir við mikla loðnu á Vestfjarða- miðum, en hefur gengið illa að veiða hana vegna mikiUa strauma. 23 bátar hafa byrjað veiðarnar. í fyrradag tilkynntu 6 bátar um afla til loðnunefnd- ar, alls 4.420 tonn, og um hádegið í gær höfðu tveir til viðbótar tilkynnnt afla. Á föstudag tilkynntu 6 bátar afla: Öm KE 600 tonn, Þórður Jónasson EA 700 tonn, Jón Kjart- ansson SU 1100 tonn, Gísli Ámi RE 600 tonn, Súlan EA 800 tonn og Guðrún Þorkelsdóttir SU 700 tonn, samtals 4.500 tonn. Á laugardag tilkynntu 9 bátar afla: Húnaröst ÁR 620 tonn, Svanur RE 730 tonn, Bergur VE 500 tonn, Magnús NK 520 tonn, Hrafn GK 670 tonn, Albert GK 600 tonn, Skarðsvík SH 640 tonn, Fífill HF 620 tonn og Örn KE 580 tonn, samtals 5.480 tonn. Á sunnudag tilkynntu þrír bát- ar afla, Harpa RE með 640 tonn, Hákon ÞH 800 tonn og Gísli Ámi RE 620 tonn, samtals 2.060. Á mánudag tilkynntu tveir bát- ar afla, Rauðsey AK 600 tonn, Þórður Jónasson EA 700 tonn, Ljósfari RE 550 tonn, Svanur RE 730 tonn, Júpiter RE 1300 tonn og Magnús NK 540 tonn. Sam- tals 4.420 tonn. Um hádegið í gær tilkynntu síðan Súlan EA 780 tonna afla og Hrafn GK 660 tonn. Bátarnir landa alls staðar á svæðinu frá Bolungarvík til Eski- fjarðar, þar sem verksmiðjur em á annað borð komnar í gang, en það er í Bolungarvík, Siglufírði, Krossanesi, Raufarhöfn og Seyð- isfírði. Verksmiðjan á Ólafsfirði og Isbjöminn á Seyðisfírði eru ekki byrjaðar að taka við loðnu. Verksmiðjurnar á Þórshöfn og Vopnafírði eru í uppbyggingu og bytja að taka við loðnu síðar í haust. Loðnubræðslan í Grindavík hefur lýst því yfir að hún vilji byija að taka við loðnu til bræðslu. Hugmyndir menntamálaráðherra um að jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði niður skólaakstur: Þyrfti að auka tekj- ur sjóðsins til muna — segir Magnús E. Guðjónsson SU SKOÐUN hefur vertð nokkuð áberandi í umræðu manna um minnkun framlaga ríknins til skólaaksturs, að jöfnunarsjóður sveitar- félaga eigi að taka að sér að greiða sveitarfélögunum þann kostnað, sem af skólaakstrinum hlýst. í samtali við Morgunblaðið, sagði Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ef sjóðurinn ætti að sjá um þessar greiðslur þyrfti hann aukið fjármagn. Með núver- andi tekjum væri sjóðnum um megn að sinna þessu. Aðaltekjur sjóðsins koma úr ríkissjóði auk þess, sem nokkuð kemur úr honum í formi útsvara frá ríkisfyrirtækjum eins og Áfeng- is- og tóbaksversluninni og Áburð- arverksmiðjunni. Brúttótekjur sjóðsins á yfírstandandi fjárhagsári eru um einn milljarður, en þar af er um 700 milljónum úthlutað til sveitarfélaga. „Það er ansi vel sloppið, ef menn halda að þeir geti falið sjóðnum þessar greiðslur án þess að auka tekjur hans,“ sagði Magnús, „og ef það á að vera hlut- verk sjóðsins að sjá um þessar greiðslur, þá verður sjóðurinn að hafa starfslið og aðstöðu til þess að geta sinnt þessu verkefni." Magnús bætti því við að endingu, að honum sýndist menntamálaráð- herra vera að blanda saman tveimur málum, annars vegar því að um þetta verkefni gildi fáránlegar regl- ur og hins vegar verkefninu sjálfu í heild. „Ef ráðherra fínnst kerfíð vera fáránlegt, þá getur hann breytt reglunum í stað þess að draga ríkið •út úr verkefninu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.