Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Anatoly Shcharansky í sjónvarpsviðtali: Vesturlönd verða að þrýsta á Sovétmenn Barátta almennings mikilvæg New York, AP. Þetta gæti verið síðasta myndin, sem tekin verður af Rudolf Hess i klefa hans í Spandau-fangelsinu í Berlin. Hann skrifaði undir gyðingalög og var dæmdur fyrir þjóðarmorð og að æsa til striðs. Honum er farin að förlast sjón og hann á erfitt um gang. Hann hefur hengt upp myndir af tunglinu á vegginn fyrir ofan rúm sitt. Fjörutíu ár í þessum klefa Hess styttir sér stundir í fangelsinu með því að horfa á sjónvarpið. Honum er leyft að horfa á Dallas, Dynasty, knattspyrnuþætti og þýska framhaldsþáttinn Schwarzwaldklinik. Aftur á móti er slökkt á sjónvarpinu þegar sendir eru út þættir um stjórnmál og fréttir. SOVÉSKI andófsmaðurinn Ana- toly Shcharansky sagði við komu fjölskyldu sinnar til Israels að stjórnvöldum á Vesturlöndum bæri að beita þrýstingi í þvi skyni að fá Sovétstjórnina til að heim- ila gyðingum að flytjast á brott. Shcharansky sagði í sjónvarps- viðtali við bandarísku sjónvarps- stöðina ABC að yfirvöÍ!1 í Bandaríkjunum og Vestur-Þýska- landi hefðu, skömmu eftir að honum var sleppt úr fangelsi, fullvissað hann um að fjölskyldu hans yrði Gengi gjaldmiðla London, New York, AP. ÞRÍR stórir, bandarískir bankar lækkuðu i gær almenna útláns- vexti um hálft prósent, úr 8% í 7,5%. Hafa þeir ekki krafist minni vaxta í níu ár. Gengi doll- arsins hækkaði í gær gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum nema enska pundinu. Bandarísku bankamir, sem lækkuðu vextina í gær, vom Morg- an Guaranty Trust, First National Bank og Wells Fargo og er búist við, að aðrir fylgi á eftir. Á þessu ári hefur þandaríski seðlabankinn Qórum sinnum lækkað millibanka- vexti um hálft prósent. Var það gert til að ýta undir almenna vaxta- lækkun í þágu efnahagslífsins. Viðskiptabankamir hafa þó tregð- ast við þar til nú. Dollarinn hækkaði í gær gagn- vart flestum gjaldmiðlum nema pundinu og er búist við, að gengi hans verði stöðugt fram til fundar vestur-þýska seðlabankans á fimmtudag. Á honum mun verða rætt um viðbrögð við vaxtalækkun- unum vestra. I Tókýó hækkaði dollarinn nokk- uð og fengust í gær fyrir hann 153,94 jen (153,30). Fyrir pundið fengust þá 1.4880 dollarar (1.4835). Gagnvart öðrum gjald- miðlum var staðan þessi: 2.0480 v-þýsk mörk (2.0420). 1.6507 svissn. fr. (1.6458). 6.7050 franskir fr. (6.6940). 2.3115 holl. gyll. (2.3055). 1,410.37 ít. lírur (1,409,00). 1.3947 kan. dollarar (1.3928). Gullverð hækkaði aðeins í gær. Fæst nú 381 dollari fyrir únsuna en 380 í fyrradag. brátt heimilað að flytjast frá Sov- étríkjunum. Hann sagði ennfremur að sú bið sem varð á að þetta lof- orð yrði efnt sýndi að „diplómat ískar leiðir“ dygðu skammt og að þrýstingur frá almenningi á Vest- urlöndum yrði einnig að koma til. Shcharansky fluttist til ísraels í febrúar eftir að Sovétstjómin hafði sleppt honum úr fangelsi. I viðtalinu sagði Shcharansky að Sovétmenn hefðu engin áform uppi um að heimila gyðingum að flytjast úr landi. „Einungis þrýstingur ríkja Vesturlanda getur fengið þá til að skipta um skoðun,“ sagði Anatoly Shcharansky að lokum. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 11 skýjað Amsterdam 12 18 rigning Aþena 22 36 helðskirt Barcelona 29 léttskýjað Beriín 8 20 skýjað Brussel 7 19 skýjað Chicago 17 29 skýjað Dublin 8 14 rigning Feneyjar 25 skýjað Frankfurt 12 20 skýjað Genf 7 19 skýjað Heisinki 12 17 skýjað Hong Kong 28 32 heiðskírt Jerúsalem 19 30 heiðskírt Kaupmannah. 8 18 heiðskírt Las Palmas 29 heiðskírt Lissabon 16 29 heiðskírt London 15 rigning Los Angeles 18 þoku- móða Lúxemborg 19 rigning Malaga 35 heiðskfrt Mailorca 28 léttskýjað Miami 27 31 skýjað Montreal 11 22 heiðskfrt Moskva 12 20 rigning NewYork 15 25 rigning Osló 5 16 heiðskfrt Paris 15 21 rigning Peklng 18 29 heiðskírt Reykjavfk 13 léttskýjað Ríóde Janeiro 17 29 skýjað Rómaborg 16 33 heiðskírt Stokkhólmur 7 15 skýjað Sydney 10 19 heiðskfrt Tókýó 23 31 heiðskirt Vínarborg 14 21 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað „EITT SINN mun ég standa fyr- ir dómarasæti hins almáttuga. Honum mun ég standa skil gjörða minna og ég veit að hann sýknar mig,“ sagði Rudolf Hess, aðstoðarmaður Adolfs Hitler, eftir að hann hafði verið dæmdur í réttarhöldunum í Niirnberg 30. september 1946. Sigurvegaramir dæmdu Hess til lífstíðarfangelsis og hann var lokað- ur inni í Spandau-fangelsinu í Berlín. Þá var hann 52 ára gamall. Hann hefur setið í fangelsinu í ijörutíu ár og er nú eini fanginn þar. Sovétmenn, Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gæta Hess til skiptis. Sovétmenn hafa hafnað öll- um náðunarbeiðnum fyrir hönd fangans. Þess er skemmst að minnast að Richard von Weizsáck- er, forseti Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, kanslari, og Johannes Rau, kanslaraefni Sósíal-demókrataflokksins, fóru fram á að Hess yrði náðaður án þess að hafa erindi sem erfiði. í kjallara fangelsins stendur kista Hess tilbúin og þegar hefur verið ákveðið að hann verði grafinn í kyrrþey. Spandau-fangelsið, sem er feiknleg bygging, verður þá jafn- að við jörðu. Albert Speer, skipulagsráðherra stjómar Hitlers, spurði Hess eftir að dómur hafði fallið í máli hans hversu þunga refsingu hann hefði hlotið. Hess svaraði: „Ég veit það ekki. Líkast til dauðarefsingu. Ég var ekki að hlusta." Svona svarar aðeins maður, sem lætur sig lífið einu gilda. Síðan eru liðnir 16.000 dagar. Enn lifir Hess og er orðinn 92 ára gamall. Hann er orðinn heilsuveill. Hann fær að lesa fjögur dagblöð og hann hefur lesið allar bækur á bókasafni fangelsisins. Hess hefur fært dagbækur, en þær eiga aldrei eftir að koma fyrir augu sagnfræðinga: dagbækur hans eru brenndar reglulega. Saga Hess er sú að hann flúði frá Þýskalandi. Að kvöldi 10. maí 1941 stökk hann úr flugvél sinni í fallhlíf skammt frá skoska þorpinu Eaglesham. Winston Churcill, for- sætisráðherra Bretlands, og Anthony Eden, utanríkisráðherra, töldu manninn ekki ganga heilan til skógar og komu honum fyrir í þægilegu húsi skammt fyrir utan London til stríðsloka. á Bild am Sonntag. I f dagur ' ti/fyrstu útsendingar WMKB&íiiSH M________ W ■ mmmm ■ . . wm NYTT UTVARP 28.AGUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.