Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 51 EM íStuttgart: Glæsileg athöfn - sem einkenndist af mikilli litadýrð Stuttgart, Frá Ágúst Ásgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Evrópumeistaramótið í frjáls- íþróttum var sett með tilþrifum við glæsilega athöfn, sem ein- kenndist af mikilli litadýrð og gleði. Það dró ekki úr ánægjunni Yngsti keppandinn 14 ára Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, blaða- manni Morgunblaðsins. MIKILL aldursmundur er á kepp- endum á Evrópumeistaramótinu, eða 30 ár í kvennaflokki og 23 í karlaflokki. Yngst kvenna er norska stúlkan Kersti Tysse, sem er 14 ára, en elzt sænska konan Evy Palm, sem er 44 ára. Tysse keppir í 10 kílómetra göngu en Palm í 10 kílómetra hlaupi. Yngstur karla er Aris Oefai frá Möltu, sem er 18 ára, en elztur breski póstmaðurinn Dennis Jack- son, sem er 41 árs. Cefai keppir í 100 metra hlaupi en Jackson í 50 kílómetra göngu. Knattspyrna: England í gærkvöldi fóru fram 4 leikir í 1. deild og einn í 2. deild í ensku knattspyrnunni. Úrslft urðu þessi: 1. deild: Wimbledon—Aston Villa 3:2 QPR—Wattford 3:2 Coventry—Arsenal 2:1 Luton—Southampton 2:1 2. deild. Millwall—Hull C. 0:1 Ross fylgist með Juventus að að þvert á allar veðurspár staf- aði sólin geislum sínum yfir samkomuna. Að lokinni skraut- sýningu rúmlega 2.000 kvenna gengu þátttakendur inn á leik- vanginn undir þjóðfána sínum. En við svo búið setti Arthur Gold, forseti evrópska frjálsíþrótta- sambandsins mótið. Vegna mannfalls í íslenska keppnlsliðinu á síðustu stundu voru aðeins tveir keppendur í fimm manna sveit, sem gekk inn á leik- vanginn fyrir íslands hönd. íris Grönfeld, spjótkastari úr UMSB, var fánaberi. Næst henni gengu fararstjórar íslensku sveitarinnar, Guðni Halldórsson, formaður FRI, og Magnús Jakobsson, varafor- maður. Aftast gengu svo Helga Halldórsdóttir, grindahlaupari úr KR, og Jóhanna Sheel, sem er einn þúsund sjálfboöaliða, sem starfa við mótshaldið. Hún er aðstoðar- maður íslenzku sveitarinnar fyrir hönd gestgjafanna. Hún hefur ver- ið búsett í Stuttgart lengi og var útnefnd af hálfu framkvaemda- nefndar til að vera þeim innan handar og leysa úr vandamálum þeirra. Hefi ég frétt að hlutverk þetta hafi verið eftirsótt og færri komist að en vildu, en skilyrði var að viðkomandi talaði íslensku. Sveitirnar gengu inn á Neckar- leikvanginn eftir starfrófsröð. Jafn- óðum og þær gengu inn birtist nafn viðkomandi rikis á þremur tungumálum og heillaóskir á risa- stórri Ijósatöflu. um 25.000 manns fylgdust meö athöfninni á leikvanginum. Rúm- lega tvö þúsund konur léku aðalhlutverkið í skrautsýningunni og til að gera atriðin tilkomumeiri brúkuðu þær m.a. blöðrur, slæður og gjarðir. Tókst athöfnin í alla staði vel. AP/Símamy nd • Frá setningu Evrópumeistaramótsins i frjátsum íþróttum í Stuttgart i' gær. íslenski hópurinn gengur inn á leikvanginn, en á myndina vantar spjótkastarana Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson, sem voru að undirbúa sig fyrir keppnina annars staðar á vellinum. Fánaberi íslands er Iris Grönfeld, á eftir ganga Magnús Jakobsson, varaformaður FRÍ, og Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri FRÍ. Fyrir aftan hann er Helga Halldórsdóttir og henni á hægri hönd aðstoðarstúlka íslenska hópsins. IAN Ross, þjálfari Vals, og Eggert Magnússon, formaður Knatt- spyrnudeildar Vals, halda til Torino á Ítalíu á morgun til að sjá Juventus leika á laugardaginn og kynna sér allar aðstæður. Sem kunnugt er verður fyrri leik- ur Vals og Juventus í Evrópukeppni meistaraliða í Torino. „Við gerum allt sem við getum til að standa okkur vel í Evrópukeppninni og þess vegna förum við út og sjáum Juventus leika í bikarkeppninni á laugardaginn," sagði lan Ross í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi. Þórvann KA ÞÓR sigraði KA, 3:1, í meistara- flokki karla í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi. Þessi leikur var til minningar um Óskar Gunn- arsson, sem lóst á árinu. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Þórsarar höfðu yfir, 2:0, í hálfleik. Einar Arason skor- aði tvö fyrir Þór og Siguróli Krist- jánsson eitt. Mark KA geröi Tryggi Gunnarsson. UBKsigraði í gærkvöldi voru tveir leikir í 1. deild kvenna í knattspyrnu. UBK vann ÍA 4:3 í fjörugum og spennandi baráttuleik eftir að ÍA hafði verið 2:1 yfir í hálfleik. Karit- as Jónsdóttir (2) og Ásta Bene- diktsdóttir skoruðu fyrir ÍA, en Erla Rafnsdóttir (2), Kristrún Daðadótt- ir og Ásta M. Reynisdóttir fyrir UBK. KR vann ÍBK 2:1 í Keflavík og hefði sigurinn getað orðið stærri. Helena Ólafsdóttir skoraði bæði mörk KR, en Margrét Sturlaugs- dóttir fyrir ÍBK. —KJ. „Eg trúi þessu ekki“ - sagði Einar Vilhjálmsson þegar hann frétti að hann hefði vantað aðeins 12 sentimetra til að komast í úrslit Stuttgart, frá Ágústi Asgeirssyni, blaSamanni Morgunblaðsins. „ÉG TRÚI þessu ekki, ég trúi þessu ekki,“ sagði Einar Vil- hjálmsson þegar hann gekk út af leikvanginum eftir forkeppnina í spjótkasti og ég færði honum þær fréttir að hann hefði vantað aðeins 12 sentimetra upp á að hljóta sæti í úrslitakeppninni, sem háð verður í dag. Hann náði 13. lengstu kastinu í forkeppninni en 12 fyrstu komust í úrsiit. Sig- urði Einarssyni gekk enn verr en vonir stóðu til, varð 14. í sínum riðli og 23. yfir heildina með 71,54 metra. Einar kastaði 77,76 metra. Einar var niðurdreginn er ég skýrði honum frá úrslitum beggja riðlanna en hann hafði enga hug- mynd um úrslitin þar sem hann var við upphitun. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar hann komst að því hvert hlutskipti hann hlaut. „Sagan endurtekur sig frá Evrópu- meistaramótinu í Áþenu fyrir fjórum árum,“ sagði hann, en þá fór ýmislegt úrskeiðis sem nú. -Ég er gífurlega svekktur," sagði hann og hvæsti af reið: Hann reyndi aö hemja reiði sína en Ijóst var að hann var gramur mjög. „Ég fann mig vel í upphitun- inni og annað æfingakastanna var gott og gaf mér vonir, lenti handan 70 metra marksins, ég klúöraöi hins vegar fyrsta kastinu og þótt ég reyndi að einbeita mér sem best í öðru og þriðja kasti þá dugði það ekki til og ég tapa fyrir mönn- um, sem kastað hafa skemur en ég í ár.“ Fyrsta kast Einars mældist 75,16 metrar. Útkastið tókst ekki vel og spjótið skalf í loftinu af átök- unum. Atrennan og útkastið smullu betur saman í annarri til- raun og sérstaklega þeirri þriðju. Fleiri kost fengu keppendur ekki og Einar sat eftir með sárt ennið. „Ég gat ekki hitað neitt upp vegna þess að ég var aldrei látinn hafa nema tvö keppnisnúmer. Þegar ég tilkynnti mig inn á upp- hitunarvellinum var mér tjáð að ég ÍSLAND er í 17. sæti af 29. ríkjum, sem unnið hafa verðlaun á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþrótt- um. Er raðað á listann, sem er opinbert skjal evrópska frjáls íþróttasambandsins, eftir fjölda gullverðlauna. ísland er ofar á listanum en Noregur, Belgía, Sviss, Danmörk, Spánn, Austurríki, Eistland, Grikk- land, Lithaugaland, Portúgal, írland og Tyrkland. Margar þessara þjóða hafa þó unnið fleiri verðlaun á mótinu en íslendingar og allar hlotið 1—2 ætti að bera fjögur númer eins og allir aðrir. Meðan reynt var að bjarga málunum var mér haldið inni í herbergi og gat ekki hitað upp. Prufuköstin fóru siðan fyrir ofan garð og neðan og allt var i molum hjá mér. Ég er ferlega svekktur. Reynsluleysi háir manni mjög á svona móti. Það sem fór hins vegar með mig var að geta ekki hitað upp eins og skyldi," sagði Sigurður Einarsson. Einar lenti einnig í vandræðum þar sem hann vantaði tvö keppnis- númer, sem hann átti að fá hjá gullverðlaun, nema Irar og Tyrkir, sem aðeins hafa hlotið silfur og bronz. íslendingar hafa unnið þrjú gull- verðlaun, ein silfurverðlaun og eitt bronz. Gunnar Huseby vann tvo gull í kúluvarpi og Torfi Bryngeirs- son eitt í stangarstökki. Örn Clausen vann silfur í tugþraut og Vilhjálmur Einarsson bronz i þrístökki. Er ísland ofar á listanum en þjóðir, sem eiga góða frjálsíþrótta- menn og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir þeirra skytust upp fyrir okkar her. fararstjórunum. H ínn vildi þó ekki gera of mikið úr þ jim vandræðum. Keppendur áttu að bera fjögur númer samkvæ’ it keppnisreglum og voru íslend .igarnir þeir einu, sem ekki höfði þau öll. í úrslitununr keppir aðeins einn Norðurlandab jí, Finninn Jyrki Blom, en 7 ar 12 keppendum eru frá austantjaldsríkjum. Voru þeir í sér flokki. Úrslitin í undankeppn- inni urðu annars sem hér segir: Fyrri riðill: 1. Klaus Tafelmeler, V-Þýskal. 82,68 2. Gerald Welss, A-Þýsksl. 81,40 3. Marek Kaleta, Sovótr. 81,32 4. Viktor Jewsjukow, Sovótr. 80,48^ 5. Jyrki Blom, Finnl. 79,02 6. Dag Wennlund, Svfþj. 76,88 7. Roald Bradstock, Bretl. 76,52 8. Seppo Raety, Finnl. 76,00 9. Jean-Paul Lakafia, Frakkl. 75,24 10. Reidar Lorentzen, Noregl 73,24 11. Kenneth Petersen, Danm. 73,24 12. Lazlo Stefan, Ungverjal. 72,88 13. JanOlovJohansson, Svlþj. 72,30 14. SigurOur Einarsson, isl. 71,54 15. Oeystein Slettevold, Noregl 89,32 Seinni riðill: 1. Heino Puuste, Sovótr. 82,54 2. Detlef Michel, A-Þýskal. 78,84 3. Sejad Krdzalic, Júgósl. 79,46 4. Wolfram Gambke, V-Þýskal. 78,94 5. Stanislaw Gorak, Póll. 78,32 6. Michael Hill, Bretl. 77,94 7. David Ottley, Bretl. 77,88^- 8. Einar Vilhjálmsson, ísl. 77,76 9. Jorma Markus, Finnl. 77,32 10. JanZeleznyTókkósl. 75,90 11. Michel Bertimon, Frakkl. 75,82 12. Peter Schreiber, V-Þýskal. 75,48 13. Narve Hoff, Noregi 75,14 14. Peter Borglund, Svfþj. 72,86 15. Pascal Lefevre, Frakkl. 69,42 Íslandí17.sæti Stuttgart, fró Ágústi Ásgeirssyni, blaftamanni Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.