Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 52
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833----------- ftgtnifrliiftifr hhmÍSbókha^, MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Ríkið og lífeyrissjóðirnir komast að samkomulagi um ávöxtunarkjör: Nokkrir kostir í boði en ársvextir verða alltaf 6,5% SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi milli fulltrúa ríkisins og lífeyris- sjóðanna um ávöxtunarkjör á skuldabréfum sem lífeyrissjóðimir kaupa af Húsnæðisstofnun næstu fjóra mánuði. Lífeyrissjóðunum er boðið upp á nokkra valkosti, en þó er ætíð miðað við 6,5% ársvexti. I samkomulaginu er miðað við að gengið verði frá samningum um kaup Húsnæðisstofnunar á skuldabréfum fyrir árin 1987 og 1988 í næsta mánuði. Þær viðræður koma væntanlega til með að snúast fyrst og fremst um hvaða vaxtaviðmiðun skuli hafa á meðan ríkið býður ekki spariskírteini til sölu. Lífeyrissjóðimir geta valið milli skuldabréfa sem bera fasta 6,5% ársvexti í 15, 20 eða 25 ár, eða uppsegjanlegra bréfa af báðum að- r ilum á þriggja ára fresti í jafnlang- an tíma. I öllum tilfellum er boðið upp á einn til tvo gjalddaga á ári, svo hér er í raun um 12 valkosti að ræða. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða sagðist sjálfur telja að vænlegasti kosturinn væri fastir vextir til 25 ára, en bjóst við að flestir lífeyrissjóðimir keyptu á „blönduðum" kjömm, bæði fasta vexti til langs tíma og uppsegjan- Sumar- slátrun að hefjast Sumarsiátrun lamba hefst í sláturhúsi Sláturfélags Suð- urlands á Hvoisvelli í dag. Kjötið kemur á markað á föstudag. Matthías Gíslason fulltrúi for- stjóra SS sagði þetta gert til að gefa bændum kost á að slátra vænum lömbum áður en þau fæm að safna of mikilli fitu. Matthías sagði að bændur fengju greitt 15% yfir núgild- andi verði fyrir lömbin. Sexmannanefnd hefur ákveð- ið afurðaverð vegna svokallaðr- ar sumarslátmnar fyrstu tvær vikurnar í september. Fyrri vik- una fá bændur greitt 8% yfír því afurðaverði sem tekur tildi 1. september, en 4% seinni vik- una. Þetta umframverð verður jafnað með innheimtu sérstaks verðjöfnunargjalds á kindakjöt úr venjulegri haustslátmn. lega til skamms tíma. Hrafn sagðist út af fyrir sig ánægður með sam- komulagið, en taldi nauðsynlegt að finna hið fyrsta viðmiðanir, sem lífeyrissjóðimir gætu sætt sig við í framtíðinni. Stjóm Landssambands lífeyris- sjóða samþykkti að mæla með samkomulaginu, en áréttaði mót- mæli sín á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð vom við ákvörðun lánskjar- anna. Sigurður Þórðarson skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins taldi samkomulagið báðum aðilum hag- stætt. „Ávöxtunarkjörin em í samræmi við ákvörðun fjármálaráð- herra og það er hagstætt Húsnæðis- stofnun hve lánstíminn er langur. Hinu má þó ekki gleyma, að 6,5% raunvextir í 25 ár er mjög góð ávöxtun," sagði hann. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar kvaðst vera mjög ánægður með með þetta samkomulag: „Með þessu tel ég að nýja lánakerfinu hafi ver- ið ýtt farsællega úr vör og við getum hafist handa eins og ráð var fyrir gert þann 1. september næst- komandi," sagði hann. Morgunblaðið/Júlíus TVEIR ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar í gær. Okumaður fólksbifreiðar, sem kom eftir Bústaðavegi, hugðist beygja yfir Reykjanesbraut, en kom ekki auga á bifreið, sem ekið var eftir Reykjanesbraut. Skipti engum togum að bifreiðirnar skullu saman og voru ökumenn báðir fluttir á slysadeild. Meiðsli þeirra eru ekki alvarleg, en bifreiðirnar eru báðar illa farnar og þurfti kranabifreið til að draga þær af vettvangi. Mikið um árekstra ÞRIGGJA ára barn slasaðist alvarlega á höfði i árekstri tveggja bifreiða á Höfðabakka í gærmorgun. Áreksturinn varð með þeim hætti að fólksbifreið, sem ók norð- ur Höfðabakka, varð fyrir stórri tankbifreið, sem ók Höfðabakka í suðurátt og beygði inn á Bæjar- háls. Skall bifreiðin þá aftarlega á vinstri hlið fólksbifreiðarinnar. Tvö böm voru í aftursæti bifreið- arinnar, annað þriggja ára gamalt og hitt fimm ára. Eldra bamið slapp með skurði, en yngra bamið var strax flutt I aðgerð í Borg- arspítalanum. Er það mikið slasað á höfði og er á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Móðir bamanna og bróðir hennar sluppu ómeidd. Harður árekstur Qögurra bif- reiða varð á Skúlagötu í Reykjavík í gær. Einn ökumaður var fluttur í slysadeild, en meiðsli hans munu ekki vera alvarleg. Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gær, en undanfarið hefur verið rólegt jrfir umferð- inni. Áreksturinn á Skúlagötu varð með þeim hætti að bifreið, sem ók vestur Skúlagötu, hægði á sér og skullu þá næstu þijár bifreiðir aftan á henni. „Hélt að nú væri stóri skjálftinn á leiðinni“ Vísindamenn telja hugsanlegt að um forskjálfta á undan stærri jarðskjálfta sé að ræða „ÉG HÉLT hreinlega að húsið kæmi í hausinn á okkur“, sagði Bjarni Davíðsson bóndi í Mykju- V estmannaeyjar: Þriðjunffur aflans fluttur út í gámum Voiitmannapviiim Vestmannaeyjum. ÞRIÐJUNGUR alls afla sem á land kom í Vestmannaeyjum fyrstu sjö mánuði ársins fór óunninn í gámum á erlendan markað. A þessu tímabiii voru fluttar út í gámum frá Eyjum ^alls 9.022 lestir af slægðum fiski. Frá áramótum og fram til síðustu mánaðamóta höfðu alls borist á land í Vestmannaeyjum 34.906 lestir af óslægðum fiski. Ut í gámum voru fluttar þessa sömu mánuði 9.022 lestir af -YsIæRðum físki sem gera um 10.500 lestir uppúr sjó. Gámafiskurinn er því rétt 30% af heraflanum. Gámaútflutningurinn skiptist þannig eftir fiskitegundum: þorsk- ur 2.628 lestir, ýsa 2.735 lestir, ufsi 464 lestir, karfi 351 lest, koli 2.233 lestir, aðrar tegundir 611 lestir. Þessi útflutningur er kom- inn frá 71 fiskiskipi, allt frá stærsta togara niður í smæstu trillu. Danski Pétur VE 423 hefur sent mestan afla út í gámum frá áramótum, alls 517 lestir. Andvari VE 100 hefur sent 461 lest og Bylgja 394 lestir. -hkj. nesi í gær um skjálftahrinuna sem gekk yfir Suðurland I fyrri- nótt. „Það hrikti í húsinu, glamraði og skrölti í leirtaui og maður hélt að nú væri stóri skjálftinn á leiðinni, var reyndar sannfærður um að svo væri þeg- ar stærsti kippurinn kom um fjögurleytið. Það er óskemmtileg reynsla að vakna upp við þennan ofboðslega hristing, glamur og Iæti,“ sagði Bjami einnig. Jarðvísindamenn geta ekki ráðið í hvað þessi skjálftavirkni táknar, og vilja ekki vera með spádóma um framhaldið. Páll Einarsson jarðeðl- isfræðingur hjá Raunvísindastofn- un Háskóla íslands sagði að skjálftarnir gætu gengið yfir eins og áður hefði gerst en einnig væri hugsanlegt að þeir væru forskjálft- ar að stærri jarðskjálfta, Suður- landsskjálfta, eins og komið hafa með nokkuð reglulegu millibili einu sinni á öld, síðast fyrir réttum 90 árum. Páll sagði að skjálftavirkni hefði að undanfornu verið á þremur svæðum á Suð-Vesturlandi: út af Reykjanesi, á Hengilssvæðinu og á Torfajökulssvæðinu. Allsstaðar væru skjálftarnir litlir. Skjálftamir á Torfajökulssvæðinu eru lágtíðni- skjálftar sem Páll sagði að oftast væru tengdir eldvirkni og stundum eldgosum. Alls mældust 10 jarðskjálftar á Suðurlandi í fyrrinótt og voru sex þeirra stærstir, á bilinu 2,5 til 4,1 stig á Richter. Upptök þeirra eru talin vera á mótum Holta og Lands í Rangárvallasýslu. Upptökin eru um 79 km frá Reykjavík en þó tel- ur að minnsta kosti einn Reykví- kingur sig hafa orðið varan við stærsta skjálftann. Fólki í sveitun- um og Hellu, sem er næsti þétt- býlisstaðurinn, varð ekki svefnsamt þessa nótt. I samtölum sem frétta- ritari Morgunblaðsins átti í gær við heimilisfólk á nokkrum bæjum kom fram að skjálftamir höfðu vakið óhug með fólki og allir sem rætt var við höfðu leitt hugann að mögu- legum Suðurlandsskjálfta og afleið- ingum slíkra hamfara, og margir vom viðbúnir því versta. Sjá einnig fréttir af jarðskjálft- unum á blaðsíðum 4 og 5. Mikil eftir- spurn eft- ir lóðum í Grafarvogi BORGARRÁÐ úthlutaði 22 lóðum undir einbýlishús í Grafarvoginum í gær. Bjöm Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar Reykjavíkur- borgar, sagði að óvenjulega mörgum lóðum hefði verið út- hlutað í Grafarvoginum á þessum fundi borgarráðs og að mikill eftirspum hefði verið eft- ir lóðum þar að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.