Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 41 Minning: Olafur Jónsson, loft ■ siglingafræðingur Þegar ég áttaði mig á því fyrir nokkru, að vinur minn Ólaftir Jóns- son, loftsiglingafræðingur, yrði áttræður á næsta afmælisdegi sínum 17. ágúst, nefndi ég það við hann, að mig langaði til þess að minnast hans opinberlega á af- mælinu. Hann vildi ekki fallast á það. Hugsaði ég mér þá að rita honum smá kveðju, sem birtist hæfilegum tíma eftir afmæli. í millitíðinni bar dauðann að höndum, ekki fyrirvaralaust þó, þannig að hér verður um annarskonar kveðju að ræða en fyrirhugað var. Ólafur Jónsson fæddist í Málmey á Skagafirði 17. ágúst 1906. For- eldrar hans, sem þar þjuggu þá, voru hjónin Jón Meyvantsson og Guðrún Stefánsdóttir. Foreldrar Jóns voru Meyvant Gottskálksson á Siglunesi og Guðrún Jónsdóttir frá Leyningi. Foreldrar Guðrúnar, móður Ólafs, voru Guðrún Þórðar- dóttir og Stefán Magnússon sjómaður á Álftanesi. Foreldrar Ólafs fluttust suður á árinu 1907 og gerðist faðir hans togarasjómaður. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði en síðar á nokkrum stöðum í Reykjavík, þar á meðal í Hákoti í Gijótaþorpi, en þar bjó fjöl- skyldan frá 1916 og fram yfir fermingaraldur Ólafs. Hann mundi því Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar og hafði frá mörgu fróð- legu að segja um höfuðborgina á fyrsta fjórðungi aldarinnar, þ.e. áður en sá sem þessar línur ritar fór sjálfur að skynja fósturbæ sinn. Þegar Ólafur var 15—16 ára var verið að koma á fót prentmynda- gerð í ísafoldarprentsmiðju. Ólafur hafði þá stundað teikninám hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera, og það varð úr að hann réðst til náms í prentmyndagerð hjá hinum dönsku sérfræðingum, sem áttu að koma prentmyndagerðinni á fót. Eftir því sem mér skildist á Ólafi lognaðist tilraun þessi út af, en Ólafur Hvanndal tók upp merkið og réðist Ólafur til hans til sams- konar náms. Ekki leist honum meira en svo á möguleika á að ljúka því námi miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Settist hann því í Loftskeytaskólann á fyrstu árum hans (1924—1925). Svo mikill skortur var þá á mönnum í þessari grein, að Ólafur fór sína fyrstu ferð á togara áður en hann lauk prófi, en það var á gamla Belganum með Þórarni Olgeirssyni skipstjóra. Síðan starfaði Ólafur sem loft- skeytamaður á togurum til ársins 1931. Á þeim árum var flestum togurum lagt á sumrin. í þeim hlé- um starfaði Ólafur sem bifreiða- stjóri hjá B.S.R. í áætlunarferðum, bæði til Hafnaifyarðar og austur í sýslur svo langt sem vegur náði. I því starfí kynntist hann konu sinni, Sigríði Gísladóttur, en hún er frá Hamragörðum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Þau giftust á árinu 1930. A árinu 1931 réðst Ólafúr til starfa á loftskeytastöðinni í Reykjavík. Starf hans þar átti að vera venjulegt loftskeytamanns- starf en það breyttist fljótlega yfir í að vera aðallega fólgið í að sinna tækjakosti, sem aftur leiddi til þess að hann var sendur á ýmsa staði utan Reykjavíkur til þess að setja upp stöðvar og prófa tæki og þess háttar. Þegar svo talsambandi við útlönd var komið á á árinu 1936 var Magnús Magnússon, verkfræð- ingur, fyrsti stöðvarstjóri á stutt- bylgjustöðinni á Vatnsenda. Stuttu eftir upphaf talsambandsins þótti ljóst, að ekki væri þörf á verk- fræðimenntun við áframhaldandi rekstur stöðvarinnar. Hvarf því Magnús til verkfræðistarfa hjá símanum en Ólafur var ráðinn stöðvarstjóri. Þar starfaði hann m.a. öll stríðsárin í samvinnu við fjarskiptadeildir herja Breta og Bandaríkjamanna. Á árinu 1945 töldu þau hjón sér ill kleift að búa svo afskekkt sem Vatnsendastöðin var þá og fékk Ólafur sig þá fluttan til starfa í aðalbækistöðvum símans í Reykjavík. Þá reisti hann hús, sem nú er Kópavogsbraut 45 í Kópa- vogi, og þar hafa þau hjónin Sigríður Gísladóttir og hann búið síðan, en hún lifir mann sinn. Á árinu 1948 sagði Ólafur lausri stöðu sinni hjá Landssíma íslands til þess að gerast starfsmaður Loft- leiða en þar átti hann að annast eftirlit með, og viðhald á fjarskipta- tækjum. Til þessarar ákvörðunar hlýtur að hafa þurft mikinn kjark. Annarsvegar opinber staða en hins- vegar fyrirtæki, sem margir töldu þá vonarpening. Löngun til þess að reyna nýtt og áhugi á þessari teg- und samgöngumála réðu. Síðar varð Ólafur einnig loftskeytamaður í millilandaflugvélum og einnig loft- siglingafræðingur er hann hafði numið þá fræðigrein. Ólafur lét af störfum 1973 er tæki höfðu að mestu leyst loftsiglingafræðinga af hólmi. Það sem greint hefur verið frá hér að framan er í stuttu máli starfssaga Ólafs Jónssonar, en auk þess hefur hann gegnt nokkrum trúnaðarstörfum fyrir Kópavogsbæ, var m.a. um margra ára skeið í stjóm Sjúkrasamlags Kópavogs. Ég sem þessar línur rita tók við starfí bæjarfógeta í Kópavogi á árinu 1955 og flutti heimili mitt þangað snemma á næsta ári. Það var nálægt heimili Ólafs en ekki leiddi nálægðin til neinna kynna okkar. Hins vegar hlaut ég að kynn- ast konu hans, frú Sigríði Gísladótt- ur, sem þá og lengi síðan var áberandi í bæjarlífi kaupstaðarins. Hún tók mikinn þátt í stjómmála- lífi í bænum, var lengi formaður Sjálfstæðiskvenfélagsins Eddu þar í bæ og í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarins. Mest hafði ég saman við hana að sælda í embætt- isstörfum vegna starfa hennar að bamavemdarmálum. Með okkur tókst samstarf og síðar vinátta, sem aftur leiddi til samgangna milli heimila okkar og vináttu við heimil- isfólkið sem nú hefur staðið í a.m.k. aldarfjórðung. Ólafur Jónsson var ekki hvers manns viðhlæjandi en því betri var vináttan þegar böndin höfðu verið treyst. Hann var kvænt- ur skörungskonu, sem mikið hefur látið til sín taka á ýmsum sviðum og stundum staðið styrr um, en aldrei hef ég orðið var við að það haggaði rósemi Ólafs eða festu. Hann var einn þeirra sem mér fannst vera eins og klettur, hafði fá orð um hlutina, en það fór ekk- ' ert á milli mála um einbeitni hans eða vilja. Öll samskipti hans við annað fólk einkendust af einstakri prúðmennsku og góðvilja að því er ég þest vissi. Ólafur var listrænn maður. Hann hefur fjölda ára haft Ijósmyndagerð að tómstundastarfi. Hafa nokkrar ljósmynda hans birst opinberlega, m.a. nokkrar í Lesbók Morgun- blaðsins. Síðar hófst hann handa um gerð mynda með svokallaðri skilkiprent- eða sáldþrykk aðferð. Ég kann ekki að lýsa þeirri tækni, ' en ljósmynd er lögð til grundvallar verkinu en áhersluatriði, litasetning og litaval eru listamannsins. Á allra síðustu árum hefur Ólafur einnig lagt stund á gerð vatnslitamynda. Allt var þetta gert af einstakri smekkvísi og vandvirkni. Það hæfír víst ekki að ólærður maður leggi dóm á myndlist enda smekkur manna með ýmsu móti, en hver má dæma með sjálfum sér eða fyr- ir sjálfan sig. Dómur okkar hjón- anna er á þá lund, að okkur er það heiður og yndisauki að hafa myndir eftir Ólaf Jónsson á veggjum heim- ilisokkar. Ólafur lést á Landakotsspítala aðfaranótt föstudagsins 15. þ.m. Útför hans fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 26. þ.m. Við hjónin og böm okkar vottum frú Sigríði innilega samúð okkar en okkur er jafnframt ljóst að orð eru til lítils þegar þau bönd eru rofin, sem á milli þeirra hjóna vom og treyst höfðu verið í 56 ár. Sigurgeir Jónsson EyjólfurJ. Einarsson vélstjóri—Minning Fæddur 16. júlí 1906 Dáinn 18. ágúst 1986 Tengdafaðir minn er látinn. Allir ástvinir hans fyllast söknuði og trega, um leið og við þökkum for- sjóninni fyrir að grípa svo snögg- lega í lífstrenginn. En hann varð bráðkvaddur að- faramótt 18. þ.m. á heimili sínu Miðtúni 17 hér í borg, þar sem hann undi sér best. Hafði lagt frá sér góða bók tilbúinn í svefninn eftir ánægjulegan dag. Hann var löngu orðinn leiður á líkama sínum, en sálin var óskert til hins síðasta. Eyjólfur Júlíus fæddist í Ólafsvík 16. júlí 1906 elstur bama hjónanna Euvfemíu Vigfúsdóttur og Einars Jónssonar. Af sex bömum sem upp komust er nú aðeins yngsta dóttirin á lífi. Eins og títt var um unga menn í sjávarþorpum lá leið tengdaföður míns á sjóinn, strax að lokinni venjulegri skólagöngu. Mér hefur verið sagt að ósjaldan hafi hann fengið ákúrar fyrir að láta loga á tíranni nær alla nóttina við lestur, enda alla tíð mikill bókaunnandi og því fróður um margt og hafði ánægju af að miðla öðram. Hann fysti í frekara nám. Fór hann því til Reykjavíkur strax og færi gafst. Hóf nám í vélsmíði í Hamri, þaðan lá leiðin í Vélskólann. Að námi loknu var hann vélstjóri á toguram, lengst af á Akureynni. Árið 1962 ræðst hann til Land- helgisgæslunnar og var á skipum hennar á meðan aldur leyfði. Mér ertohætt að fullyrða að í vélarrúmi Eyjólfs hafi ríkt einstök reglusemi og snyrtimennska því þannig var hann. Eyjólfur var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ás- gerði Huldu Karlsdóttur, sem var héðan úr Reykjavík, missti hann aðeins þrítuga frá þrem litlum böm- um árið 1940. Þá var gott að eiga að góða foreldra, sem fluttu inn á heimilið og önnuðust litlu sjómanns- bömin. Nutu þau góðs af því í ellinni, því þau fylgdu heimilinu eftir það eða þar til yfir lauk. Eyjólfur var svo lánsamur að kynnast góðri konu sem gekk börn- um hans í móðurstað og deildi heimilinu með tengdaforeldranum. Kona þessi er Guðrún Ámadóttir frá Akureyri, en þau giftu sig 12. október 1942 og lifír hún nú mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur, einn son átti Guðrún áður en hún gifti sig, en hann er Ámi St. Vil- hjálmsson, köna hans er Helga Magnúsdóttir og eiga þau fimm böm og 3 bamaböm. Böm Eyjólfs era: Karl, kvæntur Sigrúnu S. Einarsdóttur, böm þeirra era þijú; Elín Björg gift Magnúsi Lórenzsyni, böm þeirra era fjögur og bamaböm tvö; Einar, kvæntur Bergþóra^ Lövdahl, þeirra dætur era þijár; Ásgerður Hulda, gift Hans Melkersson, búsett í Sviþjóð, þau eiga tvo syni; Jónína Gunnhildur, gift Hannesi Ólafssyni, eiga þau einn son. Allur þessi hópur kveður nú góð- an mann og þakkar honum allt sem hann var okkur öllum í fúllvissu þess að nú iíði honum vel. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. Nú er ég aidinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga, - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Höf. Om Amarson) Bergþóra Eyjólfur Júlíus Einarsson, vél- stjóri, andaðist 18. ágúst sfðastlið- inn eftir töluverða vanheilsu á undanfomum áram. Hann fæddist í Ólafsvík 16. júlí 1906 og var því rúmlega áttraíður er hann lést. Hann var sonur heiðurshjónanna Euvfemíu Elínar Guðbjargar Vig- fúsdóttur, sem ættuð var frá Kálfárvölíum í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi og Einars Jónssonar sem ættaður var frá Skammadal f Mýr- dal. Eyjólfur var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ásgerði Huldu Karls- dóttur, missti hann eftir níu ára sambúð en hún lést aðeins 29 ára gömul. Þau höfðu eignast fjögur böm. Eitt þeirra dó í frambemsku en þijú komust til fullorðinsára og eru öll á lffí. Þau eru: Karl, vél- stjóri, kvæntur Sigrúnu Einars- dóttur. Þau eiga þijú böm og era búsett f Garðabæ. Elín Björg, hús- móðir á Akureyri, gift Magnúsi Lorenzsyni vélstjóra. Þau eiga Qög- ur böm. Einar Omar, rakarameist- ari, giftur Bergþóra Lövdahl. Þau eiga þijár dætur og era búsett í Reykjavík. Það var mikið gæfuspor sem Eyjólfur steig er hann gekk að eiga síðari og eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Ámadóttur, ættaða frá Akureyri. Þau gengu í hjónaband 12. október 1942. Guðrún gekk bömum Eyjólfs í móðurstað og reyndist þeim ávallt sem besta móðir, enda vönduð og elskuleg kona. Þau Guðrún og Eyjólfúr eiga tvær dætur. Þær eru: Ásgerður Hulda, sem gift er sænskum manni, Hans Melkersson. Þau era búsett í Svíþjóð, nánar til tekið á Gotlandi í Eystrasalti og eiga tvo syni. Yngri dóttir þeirra er Jónína Gunnhildur, sem gift er Hannesi Ólafssyni og eiga þau einn son. Þau hafa búið í kjallaranum hjá Guðrúnu og Eyjóifí sín búskaparár. Þegar Guðrún og Eyjólfur giftu sig fluttu þau í hús sem þau höfðu þá keypt að Miðtúni 17 í Reykjavík. Þar hafa þau búið alla tíð. Foreldr- ar Eyjólfs og systir hans, Guðrún, eiginkona undirritaðs, fluttu með þeim og bjuggu í kjallaranum. Þar fæddist líka elsta dóttir okkar Guð- rúnar, en við voram í heimili hjá tengdaforeldram mínum í nokkur ár. Þau sæmdarhjón létust með nokkurra mánaða millibili árið 1958. Margar minningar sækja á hug- ann þegar litið er til baka. Allar era þær góðar, svo sem minning- amar um fjölskylduferðir um landið. Og seint gleymast okkur og eldri dætram okkar aðfangadags- kvöldin í Miðtúninu. Þá safnaðist Qölskyldan saman og hélt hátíðleg jól, söng og dansaði kringum jóla- tréð, borðaði góðgæti sem borið var á borð af mikilli rausn og bömin glöddust er jólasveinninn bankaði uppá. Það vora ógleymanlegar gleðistundir. Mig langar að lokum að þakka Guðrúnu og Eyjólfí mági mínum fyrir alla þá hugulsemi sem þau hafa sýnt okkur hjónum og okkar bömum í gegnum árin. Guðrún reyndist manni sínum einstaklega vel í veikindum hans síðustu árin. Nú er Eyjólfur horfinn til annarra og æðri heimkynna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Holger P. Clausen Legsleinar um II S.KELOASON HF 1 STEINSiKMA ■ SKatAWEGl 48-SiMI 7687? Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum & ritstjóm blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrít séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu Knubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.