Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 37 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Heill og sæll, stjömuspek- ingur. Getur þú sagt mér hvemig stjömukort Nauts, sem er fætt 17. maí 1958 í Reykjavík kl. 12.30, er með tilliti til hæfileika? Með fyrir- fram þökk?“ Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Tungl/Miðhimin saman í Nauti, Venus í Hrút, Mars í Fiskum og Meyju Rísandi. Hœfileikar Ég reikna með að þegar þú talar um hæfíleika eigir þú við þá sem geta nýst þér í starfi. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að því miður tökum við alltof margt sem sjálfgefíð og teljum marga ágæta eiginleika okkar ekki til hæfíleika. Sem dæmi má nefna að Nautið býr yfír mikilli seiglu og þolinmæði. Slíkir eiginleikar eru hins veg- ar almennt ekki taldir til hæfíleika og því gerum við lítið í því að efla þá. Vilji í sambandi við hæfíleika má einnig segja að ekki er nóg að búa yfir hæfíleikum, annað þarf að koma til, en það er vilji. Ég get nefnt hér nokkra hæfíleika sem ég sé f kortinu, en þú verður að velja á milli og vilja þroska þá, vera reiðu- búin að leggja á þig þá vinnu sem til þarf. AtvinnumóÖir Það fyrsta sem vekur athygli við kort þitt er tungl á Mið- himni. Það gefur vísbendingu um að þú hafír hæfíleika á uppeldissviðum. Þú hefur hæfileika til að vera atvinnu- móðir. Það geturþýtt kennsla, hjúkrun, fóstrustörf eða mat- seld og hótelstörf. Aðalatriði er að vinna þar sem tilfinning- ar fá notið sín, þar sem umhverfi er notalegt, heimil- islegt og öruggt. ViÖskipta- hcefileikar Nautið er jarðarmerki. Það táknar að það sem þú fæst við verður að vera gagnlegt, skila áþreifanlegum árangri og veita öruggar tekjur. Naut- ið á flestum merkjum erfíðara með að þola blankheit og til- gangsleysi. Þú gætir vegna Nauts og Meyju Rísandi þroskað með þér viðskipta- hæfileika. Fasteignaviðskipti eða störf í banka gætu t.d. átt vel við. Til að þetta megi verða verður þú hins vegar að yfirstíga ákveðið mál. Það er fólgið í draumlyndri hugsun og því að þú ert utan við þig og getur átt erfítt með að ein- beita þér (Merkúr—Neptún- us). Listrœnir hœfileikar Þriðji möguleikinn liggur í áðumefndu ímyndunarafli og Mars f Fiskum. Þessi staða gefur til kynna ákveðna list- ræna hæfíleika. Þú gætir þroskað þennan þátt og notið þín í tónlist, orðið ágætur ljós- myndari eða lært að skrifa skemmtileg ljóð eða ævintýri. Þar sem meirihluti korts þíns er í jörð tel ég þennan mögu- leika fjarlægastan. En þar sem þetta ímyndunarafl er fyrir hendi er nauðsynlegt að þú beinir því inn á einhver svið. Eitt mikilvægt eðlis- fræðilögmál segir að orka geti aldrei horfíð. Ef þú nýtir ímyndunaraflið ekki eða bein- ir inn á hagnýtar brautir kemur það til með að leita annað. Hættan eru ófijóir dagdraumar og það að þú verður utan við þig. Það gæti aftur leitt til þess að þú getir t.d. ekki þroskað viðskipta- hæfíleika þín eða einbeitt þér að námi. Þú ættir því a.m.k. að sækja danstíma f frístund- um eða taka Ijósmyndir og skrifa ljóð fyrir sjálfa þig. X-9 &RÆ&L/FI! 'ftaskon/ ojarstt' j oq Courtníy ftost fa/ltrái /eyn/- VpyónMtu U.S., S/otr jr. seoU/fer/u, aoaar Jor /?e/>n, 1 rtrrt/ eftc'r- \sea> "/oo/Uyorpa" \ t// af 'gy.. Zorkénn/ \ pr/f/ui/To £/í/T/ UoNc/M. /ONS y/RP\ TRUR////3NN /t>R~ w///R/œ/A/s ,CSS/W//M-/ © 19M Kir*g Fcaluret Syndlccle. Inc. World rightt reserved. EMN/ yVRA / AS/OS/VAR// GRETTIR pú ERT 27 li ki'lo', oa ERT EINN /Vi OG iATTATi'U l Af> HÆE> J HVERNK3 VEISTO HVA€> ÉS ÉR HÁR ? DÝRAGLENS UOSKA L-Tí\\ " ' © rcnmiii a iur> FERDINAND ' ;¥ A—TT A/Ua. a - • V\/ SMAFOLK BIRP5 ARE 5ITTIN6 IN FRONTOFTHEIR NE5T5., '------^3--------—' S-22 Sumanð hlýtur að vera í Það er farið að hlýna á Fuglamir sitja við hreiðrin > litlu ruggustólunum nánd ... kvöldin ... sín ... sinum ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson M Ungverski bridshöfundurinn Robert Darvas setti sér eitt sinn það markmið að búa til spil þar sem það væri fullkomlega rök- rétt að fyrsti slagurinn saman- stæði af öllum ásunum. Þetta var niðurstaðan: Norður ♦ Á ♦ KDG10742 ♦G9765 Vestur Austur ♦ - ♦ 9864 ♦ ÁKDG1098765432 ♦ - ♦ 98653 ♦ - ♦ ÁKD10 Suður ♦ KDG107532 ♦ Á ♦ 8432 Vestur er látinn hefja sagnir og vekja á 7 hjörtum. Ef les- andinn á einhvem tímann eftir að fá spil af þessu tagi þá er hætt við að það fari fýrir honum eins og vestri í þessu spili. Eftir tvö pöss sagði suður sjö spaða, - - sem voru passaðir út. Og þá er að sjá hvemig ásam- ir fjórir lenda saman í fyrsta slag. Vestur spilaði út hjartaás, sagnhafí trompaði með ásnum í borði, austur kallaði í laufi með því að henda ásnum þar og suð- ur hreinsaði stifluna í tígullitn- um með því að láta ásinn hverfa. Allt fullkomlega eðlilegt. Spilið er svo einfalt til vinn- ings. Laufhundamir hverfa niður í tígulhámennina og trompið stendur fyrir sínu. Umsjón Margeir Pétursson Á opna brezka samveldismót- inu í London, sem lauk í síðustu viku, kom þessi staða upp í skák Englendingsins Ady, sem hafði hvítt og átti leik, og bandaríska stórmeistarans Kudrin. Svartur ætlaði greinilega að treysta vamimar með 24. — Rf6, en honum gafst ekki ráðrúm til þess: 24. Rf5+! - Kf6 (Það var ekk- ert betra að þiggja fómina: 24. - gxf5, 25. Dg5+ - Kf8, 26. Hd8+ - Be8, 27. Dg6 - Rf6, 28. Df7 mát) 25. Re3 - Hf4, 26. Rcd5+ - Bxd5, 27. Dc3+ og svartur gafst upp. Sem kunn- ugt er vann Jóhann Hjartarson glæsilegan sigur á þessu móti, hlaut 8 v. af 9 mögulegum, vinn- ingi á undan bandaríska stór- meistaranum deFirmian og Indveijanum Prasad. Jóhann hafði heilan vinning umfram stórmeistaraárangur, svo mælt í stigum er hér líklega um að ræða bezta árangur sem íslensk- ur skákmaður hefur náð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.