Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Nú er unnið hörðum höndum við að koma upp sýningarbásum í Laugardalshöllinni. Að sögn Kaup- stefnunnar skipta þeir hundruðum iðnaðarmennirnir sem starfa á svæðinu. Heimilið ’86: Heimilissýning’ með hefð- bundnum hætti — búist er við 50-60.000 gestum SÝNINGIN „Heimilið ’86“ verður opnuð í Laugardagshöll á morgun. Það er Kaupstefnan í Reykjavík sem stendur fyrir þessari sýningu og ber hún undirtitilinn „Sýning-Markaður- Skemmtun". Gert er ráð fyrir um 50.-60.000 gestum á sýning- una sem lýkur sunnudaginn 7. september nk. „Heimilið 86“ verður með hefðbundnum hætti miðað við fyrri heimilissýningar. Að þessu sinni munu 138 sýnendur sýna í 76 sýningardeildum flest það er kemur að notum á heimilum og við heimilishald. Gestum verður boðið að smakka ýmislegt það er sýnendur hafa á boðstólnum og vörur verða seldar á kynningar- verði. Einnig verða á boðstólum ýmis skemmtiatriði fýrir sýningargesti. Pjöllistaflokkurinn „The Commodore Cabaret" mun sýna listir sinar, en í honum eru meðal annars trúðar, jafnvægislista- menn, sem sýna bæði á gólfi og í rólu í lofti Laugardalshallarinn- ar, og sjónhverfingamaðurinn Shalid Malik, en honum hefur verið veitt viðurkenningin „Töfra- maður ársins" af Heimssamtökum töframanna. í baksal og á útisvæði verður rekið skemmtiland þar sem boðið er upp á hopp- og hristihöll, hringjakast, veiðipotta, skot- bakka, hlutaveltu og fleira, skákáhugamönnum í hópi sýning- argesta gefst kostur á að tefla við stórmeistara og alþjóðlega meistara úr Ólympíuliði íslands og starfsmenn Marsk hf. á Skaga- strönd ætla að baka stærstu sjávarréttaböku í heimi. Bamagæsla verður á svæðinu meðan á sýningunni stendur. Hugvit 86 Á sýningunni verður sérsýning, „Hugvit ’86“, þar sem 20 íslensk- ir hugvitsmenn kynna uppfínngar sínar í formi teikninga, líkana og sem fullgerðar frummyndir. Hugverkastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að veita gullverðlaun þeirri hugmynd sem telst best á sýningunni að mati dómnefndar, og einnig fyrir þá hugmynd sem best þykir nýta íslenskar náttúruauðlindir. Einnig verður bestu hugmyndinni að mati gesta sýningarinnar veitt verðlaun. Nýr verðlagsgrundvöllur: Getur leitt til hækk- unar búvöruverðs Sauðfjárbændur óttast að sala kindakjöts minnki UPPLÝSINGAÖFLUN og úrvinnsla gagna á vegum verðlags- nefndar búvara (sexmannanefndar) vegna nýs verðlagsgrundvall- ar eru nú vel á veg komnar. í sexmannanefnd hefur verið að því stefnt að verðleggja búvörur samkvæmt þessum nýja grunni við næstu verðákvörðun, en ekki er víst að það náist fyrr en síðar. Útlit er fyrir að rekstrarkostnaður á gamla grundvellinum, sem verðlagt hefur verið eftir undanfarin ár, hafi verið töluvert vanreiknaður og að búvörur hækki því í september, talsvert umfram almennt verðlag, ef ekkert verður að gert. Núgildandi verðlagsgrundvöllur nefnd fyrir bændur, segir að nú er frá árinu 1980 og er hann fyrir hafi verið ákveðið í nefndinni að blandað bú. Ingi Tryggvason for- setja upp tvo verðlagsgrundvelli, maður Stéttarsambands bænda, annan fýrir sauðfjárbú og hinn sem jafnframt á sæti í sexmanna- fýrir kúabú, og hafa verðlagning- una aðskilda. Hann sagði að INNLENT upplýsingaöflun við hinn nýja grundvöll benti öll í þá átt að þörf væri á að hækka verð búvara, og kindakjötið meira en mjólkina. „Þetta er vandamál sem við stöndum frammi fyrir og verðum að leysa. Jafnframt er augljóst að verðþol varanna er mjög teygt, miðað við þá samkeppni sem þær eiga í á markaðnum. Eg tel að það sé ákaflega erfítt að hækka þessar vörur umfram eðlilegar verðlags- hækkanir án þess að það skapi erfiðleika í sölu þeirra,” sagði Ingi. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að athuga möguleika á lækk- un rekstrarkostnaðar, meðal annars með aðstoð ríkisvaldsins, til að komast hjá hækkun búvara. Stjóm Landssamtaka sauðfjár- bænda hefur oft fjallað um markaðsmál sauðfjárafurða í Ijósi verðlags á þeim, meðal annars samþykkt umdeilda ályktun þar sem bent er á leiðir til að lækka kindakjötsverðið. Ályktun stjóm- arinnar var lögð fyrir aðalfundinn á Hólum og voru efnisatriði hennar samþykkt þar samhljóða. Jafn- framt var samþykkt ályktun vegna þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er næstu daga eða vikur vegna nýja verðlagsgmndvallarins þar sem stjóminni er falið að spoma gegn því að kindakjötsverð hækki. Eldur í herbergi á Hrafnistu: Verið að koma upp fullkomnu viðvörunarkerfi ELDUR kom upp í herbergi á dvalarheimilinu Hrafmstu 1 Reykjavík í gær. Urðu starfsmenn varir við eldinn, en íbúi herbergisins var fjarverandi. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í gær, en þegar komið var á staðinn hafði starfsfólk þegar ráðið niður- lögum loganna. Fór betur en á horfðist, því lítið brann en reykur og sót var um allt herbergið og fram á gangi. Talið er að eldsupp- tök megi rekja til borðviftu. Sighvatur Sveinsson, rafvirkja- meistari Hrafnistu, sagði að nú væri verið að setja upp fullkomið aðvörunarkerfi í húsinu. „Kerfið er þegar komið upp í tveimur af sex álmum hússins og í fyrradag bárust vinnutilboð í þriðju álmuna,” sagði Sighvatur. „Helmingur hússins verður því kominn með aðvömnar- kerfi í haust og allt kerfið verður komið upp um mitt næsta ár. Núna eru reykskynjarar á öllum göngum hússins og 2-3 slökkvitæki eru á hverri hæð. Sá hluti kerfisins sem þegar er kominn upp verður nú tengdur við Slökkvistöðina í Reykjavík." Borgarspítalinn: Ekki verður ráðið í stöðu skurðlæknis BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að ráða ekki sérfræð- ing í skurðlækningum á Borgarspítalann að svo stöddu. Stjóm sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sínum 23. maí sl., að ráða sérfræðing í almennum skurðlækningum með lýtalækningar sem undirsérgrein í 75% starf. Eygló Stefánsdóttir (V) lét þá bóka mótmæli gegn ráðning- unni á þeirri forsendu að niðurstöð- ur úttektar erlendra ráðgjafa á nýtingu og notkun á skurðstofum spítalans sýndu að auka mætti að- gerðafjölda á hvem skurðlækni. í könnuninni kom fram að bæta mætti nýtingu á skurðstofum í dag- vinnutíma og jafnframt fækka sérfræðingum spítalans um 10%. Páll Gíslason, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, sagði að þarna hefði verið um stöðu Frosta Siguijónssonar sérfræðings í bijóstholsskurðlækningum að ræða og hefði stjórnin samþykkt að ráða annan með sömu menntun í hans stað en það tókst ekki. Stjórnin ákvað þá að ráða sérfræð- ing í lýtalækningum í stöðuna. Páll sagði að erlendu ráðgjafamir hefðu einungis kannað hluta af starfsemi spítalans og að stjórnin væri ekki sammála niðurstöðum könnunar- innar. „Því þó að á spítalanum séu að einhveiju leyti ónýtt sjúkrarúm vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um þá er alveg sama vaktþjónusta og áður og þess vegna er ekki svo gott að fækka mönnum," sagði Páll. Hann taldi að spamaður lægi að baki ákvörðun borgarráðs um að ráða ekki í stöðuna að svo stöddu. Keppni í landsliðsf lokki fer fram í Grundarfirði SKÁKÞING íslands í landsliðs- flokki verður haldið í Grundar- Sænsk smjörvadós með íslensku loki og upplýsingamiða. Smjörvi aft- ur í íslensk- ar umbúðir OSTA- og smjörsalan hefur að undanfömu dreift Smjörva í verslanir í sænskum umbúðum undir nafninu „Bregott". Þorsteinn Karlsson matvæla- fræðingur Osta- og smjörsölunnar sagði að svo óheppilega hefði viljað til að framleiðendur umbúðanna hefðu ekki getað afgreitt íslenskar umbúðir vegna sumarleyfa. í stað þess að stöðva framleiðsluna var ákveðið að pakka í 80 þúsund dósir með sænskri áletrun á hliðum og undir dósinni. Upplýsingar um inni- hald dósarinnar em á íslensku á lokinu. „Þetta voru um tveggja vikna birgðir," sagði Þorsteinn. „En við erum famir að pakka í íslenskar umbúðir núna.“ firði dagana 15.-27. september nk. Flestir sterkustu skákmenn landsins taka þátt í mótinu, en tvö efstu sætin veita rétt til þátttöku á ólympíumótinu í Dubai, sem hefst 14. nóvem- ber. „Grundfirðingar óskuðu eftir að fá að halda mótið í tengslum við 200 ára kaupstaðarafmæli sitt, og við því var fúslega orðið," sagði Þráinn Guðmundsson forseti Skák- sambands íslands. Þráinn sagði að teflt yrði í skólanum, þar sem að- staða væri ágæt bæði fyrir keppendur og áhorfendur. I landsliðsflokki keppa 14 skák- menn. Þráinn sagði að keppenda- listi lægi ekki endanlega fyrir, en sagðist búast við að allir stórmeist- aramir yrðu með að Friðrik Olafssyni undanskildum; það er að segja, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Ámason og Guðmundur Siguijónsson. Þá væri ljóst að al- þjóðlegu meistaramir Karl Þor- steins og Sævar Bjamason yrðu með, ennfremur Þröstur Þórhalls- son, Davíð Ólafsson og sigurvegar- ar áskorendaflokksins, Hrafn Loftsson og Tómas Bjömsson, svo og Þröstur Ámason Skákmeistari Reykjavíkur. Þá er í ráði að bjóða hinum unga og efnilega skákmanni Hannesi Hlífari Stefánssyni þátt- töku. „Ef að líkum lætur verður þetta sterkasta mót sem hér hefur verið haldið með innlendum þátt- takendum eingöngu,” sagði Þráinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.