Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Nálgast 3000 í Laxá í Þing. „Þetta er búið að vera gott sumar; við Hilmar Valdemarsson fengum 70 laxa á úthlutunardög- um okkar og er það okkar besta veiði, klykktum út með 25 löxum í síðasta hollinu 19.-23. ágúst. Sumarið hefur verið gott í heild séð, það er hugsanlegt að heildar- talan nái 3000, nú eru líklega komnir um 2800 laxar úr ánni í það heila og ekki víst að Orri Vigfússon þurfi að éta flugumar sínar, en það mun standa í járnum til síðasta dags,“ sagði Þórður Pétursson veiðivörður og leið- sögumaður við Laxá í Aðaldal hress í bragði í gærdag. Þórður taldi um 2000 laxa vera komna á land af svæðum Laxárfé- lagsins og fyrir nokkru hefðu verið komnir um 400 laxar á Nesveiðum og tæplega 100 á Núpaveiðum, auk nokkurrar veiði á efstu svæðum árinnar, en þau gefa mest silung, en stundum einnig dijúga laxveiði, eins og í sumar. Hér er auðvitað eingöngu verið að tala um Laxá neðan virkj- unarinnar. Síðan hefði veiðst nokkuð vel, þannig að 2800 laxa ágiskunin væri trúlega mjög nærri lagi. „Almenn laxveiði" stendur til mánaðamóta, en þá taka við klakveiðar til 9. september. Sá lax er allur stangarveiddur og er það form óvíða viðhaft annars staðar. Þeir laxar verða allir skráðir, þess vegna gæti heildarveiðin náð 3000. Hvorst sem það gerist eða ekki virðist alveg hreint útséð um að Laxá er sú áin sem flesta mun gefa laxana í sumar. Milli 50 og 60 20-27 punda laxar hafa veiðst í sumar, víða í ánni, flestir á Nes- veiðum, þó Laxamýrarsvæðin hafi sótt sig er á leið. Meðalþunginn í heild er góður, en það er samt mikið af smálaxi sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta sumar. Eins og í „g-amla daga“ í Víðidalsá „Það voru komnir 1245 laxar á land á hádegi og ég spái því að heildarveiðin verði í kring um 1500 fiskar og svo enn betri næsta sumar, en Víðidalsá hefur yfirleitt náð sínum toppum árið eftir að aðrar ár ná sínum,“ sagði Snorri kokkur í veiðihúsinu við Víðidalsá í gærdag. Að sögn Snorra veiddi fyrsti hópur Islendinga eftir útlendinga- tímann 165 laxa, en síðan hefði veiðin dregist nokkuð saman, enda hefði vatn farið þverrandi í rigningarleysinu. Nú hefði hins vegar ræst úr og síðasti hópurinn sem fór úr ánni náði yfir 100 löx- um. Mest veiðist nú af nýlega gengnum smálaxi, en þeir vænu hafa ekki farið yfir 16-17 pund að undanfömu og þeir eru orðnir bæði rauðir, gulir, svartir, brúnir og þunnir. Veitt er til 14. sept- ember og því gæti margt gerst enn í Víðidalnum. Líflegar ár ... Það er misjafnlega hægt um vik að afla talna úr íslensku án- um, í hópi hinna erfíðari eru ámar á Sléttu og í Þistilfirði. Við höfum það þó fyrir satt, að sá veiðibati sem þar varð í fyrra hefur haldið áfram nú í sumar og í minnsta kosti þremur ánum, Deildará, Hölkná og Sandá, hafa veiðst í kringum 300 laxar og eru það bæði smáfiskar komnir eftir árs- dvöl í sjó og vænni bræður og systur, komin eftir lengri dvöl. Stærstu laxamir sem við höfum heyrt talað um af þessum slóðum hafa vegið 18-20 pund en það kann að vera að þar séu ekki öll kurl komin til grafar, enda geta laxar orðið býsna stórir í þessum ám, sérstaklega í Sandá. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | ýmisfegt Borðbúnaður til leigu Leigjum út alls konar borðbúnað. Borðbúnaðarleigan sími 43477. • Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Innrömmun Tómasar Hverfisgötu 43, s. 18288. Verðbréf og víxlar i umboðssölu. Fyrirgreiðsluskrif- stofan, fasteignasala og verð- bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja húsið við Lækjargötu 9. S. 16223. SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 29.-31. ágúst: 1) Óvissuferð. Gist i húsum. 2) Þórsmörk. Gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Nú er ákjósan- legur timi til þess að dvelja i friðsælu og fallegu umhverfi Þórsmerkur. 3) Landmannalaugar — Eldgjá. Gist i sæluhúsi F.í. i Laugum. Dagsferö til Eldgjár. Gönguferðir á Laugasvæðinu. Heitur pollur — hitaveita í sæluhúsinu. Góð gisti- aðstaða. Helgina S.-7. sept.: Snæfells- nes — Árbókarferð. Ferðast um svæði sem Árbók 1986 fjallar um. Fararstjóri: Einar Haukur Kristjánsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag (slands. UTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 29.-31. ágúst 1. Þórsmörk — Goðaland. Gist í skála Útivistar Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. 2. Landmannahellir — Hrafn- tinnusker — Laugar. Gist viö Landmannahelli. Skoðaðir íshellar og háhitasvæöi. Göngu- ferðir. Uppl. og farm. á skrifstofunni Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 20. heimili landsins! | raðauglýsingar — radauglýsingar — radauglýsingar ýmisfegt Gott söngfólk Kór Langholtskirkju óskar eftir góðu söng- fólki í allar raddir. Sérstaklega vantar þó djúpa bassa og bjarta tenóra. Verkefni vetrarins verða með fjölbreyttara móti: 1. Þátttáka í Norrænum músikdögum. 2. Argentínska messan Misa Criolla og negrasöngvar úr óratóríunni Child of our Time. 3. Jólatónleikar með blandaðri dagskrá. 4. Jóhannesarpassaían eftir J. S. Bach. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 74320 á vinnutíma. Kór Langholtskirkju. landbúnadur Sláturleyfishafar — bændur Verðlagsnefnd búvöru samþykkti á fundi í gær að heimila sláturleyfishöfum að greiða bændum 8% hærra en haustgrundvallarverð fyrir kjöt af dilkum, sem slátrað er í fyrstu viku septembermánaðar og 4% hærra í ann- arri viku septembermánaðar. Fé til þessarar greiðslu verði innheimt með verðjöfnunargjaldi kjöts. Kjöt af dilkum sem slátrað er eftir 15. september verður greitt þeim mun lægra verði. Reykjavík 26. ágúst 1986, Framleiðsluráð landbúnaðarins. tilboö útboö | Þönglabakki 6 Tilboð óskast í að steypa upp hús fyrir Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins og Póst og sima í Mjóddinni. Húsið sem er kjallari og 2 hæðir, alls 2596 fm að gólffleti skal skila fullfrágengnu að utan. Þegar hafa verið steyptar undirstöður. Verkinu skal að fullu lokið 1. maí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofn- un ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju- daginn 16. september 1986 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAi'.’UNl 7 F.IMl ?o844 Austurlandskjördæmi Almennir stjórn- málafundir verða haldnir fyrir upp- hérað að Arnhóls- stöðum, Skriðdal, föstudaginn 29. þ. mán. kl. 21.00. Fyrir Jökuldal, Jök- ulsárhlíð og Hróars- tungu að Brúarási — laugardaginn 30 þ. mán. kl. 16.00. Alþingismennirnir Sve og Egill Jónsson ræða horfið. Allir velkomnir irrir Hermannsson um stjórnmálavið- Sjálfstæðisflokkurinn. Hjaltastaða- og Eyðahreppur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hjaltalundi miðvikudaginn 27. þ. mán. kl. 21.00. Egill Jónsson alþingismaður ræðir um stjórnmálaviðhorfiö. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. Lögtaksúrskurður Að kröfu Gjaldheimtunnar í Garðabæ, hefur bæjarfógetinn í Garðakaupstað kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir eftirtöldum vangoldnum opinberum gjöldum, álögðum 1986. Tekjuskatti, eignaskatti, eignaskattsauka, slysatryggingu v/heimilis, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, slysatrygg- ingagjaldi atvinnurekanda, lífeyristrygginga- gjaldi atvinnurekanda, gjaldi í framkvæmda- sjóð aldraðra, atvinnuleysistryggingagjaldi, sjúkratryggingagjaldi, sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjaldi og útsvari og aðstöðugjaldi. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og skattsekta til ríkissjóðs eða bæjarsjóðs Garðabæjar. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan (Dess tíma. Garðabæ, 27. ágúst 1986, Gjaldheimtan í Garðabæ. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.