Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 5 Unnt er að minnka hættu á tjóni með fyrir- byggjandi ráðstöfunum Upptök jarðskjálftanna aðfararnótt 26. ágúst. Skjálftarnir voru um 10 talsins og sex þeir sterkustu voru að styrkleika 2,5 til 4,1 á Richter. ALMANNAVARNIR ríkisins gáfu fyrir nokkrum árum út leiðbeining- ar fyrir almenning varðandi jarðskjálftavarnir. Hér á eftir eru birtir hlutar úr köflunum um fyrirbyggjandi ráðstafanir og hegðun í jarðskjálfta. Einnig má minna á varúðarráðstafanir í jarðskjálftum sem eru i símaskránni. 1. Öll kynditæki og aðra hitagjafa skal festa tryggilega. 2. Hafa skal eldsneytisleiðslur úr sterku en sveigjanlegu efni þar sem þær fara í gegnum útveggi húsa. 3. Allt eldfimt efni skal geyma í traustum og lokuðum ílátum, vel skorðuðum og festum. 4. Stór og þung húsgögn á að festa tryggilega í burðarveggi og loft þar sem það á við. Stór hillusamstæða eða skápur, sem dettur í jarð- skjálfta, getur valdið bana þeim sem undir verða. 5. Stórar ljósakrónur skulu festar tryggilega í loft. 6. Raða ber í hillur þannig að stærstu og þyngstu hlutirnir séu neðstir, en þeir minnstu og léttustu efstir. 7. Festa skal viðkvæma og verð- mæta hluti, en stafla þeim ekki upp. 8. Ekki skal sofa við hlaðna milli- veggi né við þung húsgögn sem geta fallið. 9. Rétt er að láta byggingafróðan mann athuga húsið með tilliti til jarðskjálftahættu, þar sem það á við. Oft má gera endurbætur, þann- ig að húsið verði síður hættulegt þeim sem í því búa. Besta vöm gegn tjóni í jarð- skjálftum er þekking, athygli og raunhæfur viðbúnaður sem fjöl- skyldan hefur sjálf æft. Reynslan hefur sýnt að oftast verður fólk í vöku vart við upphaf jarðskjálfta örfáum sekúndum áður en hann ríður yfir. Þó er ekki hægt að segja að jarðskjálfti geri boð á undan sér, heldur kemur hann mjög skyndilega. Fyrstu, og jafnframt hættuleg- ustu viðbrögð fólks þegar jarð- skjálftar verða eru ótti. Mest hætta er fólgin í því að fólk verði stjarft og varist ekki fallandi hluti, eða fari sér að voða á stjómlausum flótta. Því er mest um vert að vera rólegur og hafa róandi áhrif á aðra. Fólk sem er innan dyra þegar jarðskjálftar verða, á að: 1. Rejma að fara strax út í hom burðarveggja, í opnar dyr eða und- ir sterkt borð eða rúm. Athuga skal að ef hús hrynja eða laskast alvarlega em möguleikar mestir á að komast af í hornum burðarveggj- anna og þar er oftast byijað að leita. 2. Gæta þess að verða ekki fyrir þungum húsgögnum ef þau falla og athuga sérstaklega að minni hlutir geta skaðað böm, þótt full- orðnir standi þau af sér. Sérstak- lega ber að varast glerveggi og stóra glugga. 3. Gæta þess að hlaupa alls ekki út í neinu „óðagoti" því þá stóreykst hættan á að verða fýrir fallandi húshlutum t.d. dyraskyggnum, þak- brúnum, svölum o.s.frv. 4. Vera ákveðin í fasi og reyna að hafa róandi áhrif á aðra sem verða hræddir. Þeir sem eru utan dyra eiga hinsvegar að: 5. Forðast háar byggingar, veggi og rafmagnslínur, og fara út á opið svæði. Undir fjöllum er nauðsynlegt að fylgjast með gijóthmni og skrið- um. 6. Varast öll hlaup og.óðagot, ekki O Upptök jarðskjálfta að styrkleika 6 eða Stærri frá 1700. Heimild: P.E. og G.Ó.1.1981 síður en innan dyra, en fylgjast þess í stað með öllu í kringum sig. 7. Ef verið er inni í bíl, skal stöðva strax þegar ömggt er á opnu svæði, og bíða inni í bílnum meðan skjálft- inn gengur yfir. Suðurlandsskjálftarnir 1896: „Ogurlegur landskjálfti dynur yfir Suðurland“ „ÓGURLEGUR Iandskjálfti dynur yfir Suðurland. Fjöldi húsa hryn- ur til grunna, önnur eru hálfhrunin eða standa uppi stórskemmd. Margar fjölskyldur húsvilltar og með tvær hendur tómar.“ Þannig hljóðar fyrirsögn í Öldinni sem leið þar sem sagt er frá Suðurlands- skjálftunum 1896. Lýsingin á jarðskjálftunum var eftir þessu. Tvær skjálftahrinur komu, sú fyrri hófst að kvöldi 26. ágúst og sú síðari 5. september. Upphafi fyrri skjálftans er lýst svo í Óldinni: „Um kvöldið hinn 26. ágúst var þykkt loft og drungalegt, og tungl óð í skýjum. Ýmsir vom nýháttaðir og sumir ætluðu að fara að taka á sig náðir. Þó vora á stöku bæjum enn þá nokkrir utan húss og sums staðar lágu menn á engjum við tjöld eða kofa. Þá dundi land- skjálftinn yfir allt í einu fýrirvara- laust klukkan tæplega 10. Suðurlandsundirlendið hristist allt og skalf, og var því líkast sem allt ætlaði um koll að keyra. Allra harð- astur varð landskjálftinn á Rangár- völlum, Landi, Upp-Holtum og í Gnúpveijahreppi.“ I seinni skjálftanum, sem gerði engu minna tjón en hinn fyrri, vom mestu hræringarnar allmiklu vestar en áður og þau hémð á undirlend- inu, sem áður höfðu orðið fyrir litlum skemmdum, urðu illa úti. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í fyrri skjálftunum, en í þeim síðari fómst hjón á einum Selfossbænum og fólk slasaðist á nokkmm bæjum. Prestar á landskjálftasvæðinu tóku saman skýrslur um húsa- skemmdir. Samkvæmt þeim hafa í Rangárvallasýslu gjörfallið 603 bæjarhús, 1507 skemmst mikið, 1038 skemmst lítið og aðeins 170 óskemmd með öllu. I Ámessýslu hafa 706 bæjarhús gjörfallið, 1261 hefur orðið fyrir miklum skemmd- um, 1849 hefur skemmst lítið og 644 skemmdust ekkert. Svipaða sögu er að segja um peningshús. W / Cherokke Ns~y 4ra dyra CHER0KEE CHIEF 1.040.000 Cherokee, 2ja dyra Hefur þú tryggt þér AMC Jeep á þessu ótrú- lega lága verdi, ef ekki þá gerðu þaö nú! 990.000,- STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202. ri AMC Jeep AÐALSMERKI / 4/ 4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.