Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 19 Hlíðarfjall. Myndin er tekin af Námafjalli. helmingur virkjunarinnar er nýttur til rafmagnsframleiðslu. Fleiri staði mætti nefna sem eru einstaklega áhugaverðir fyrir ferða- menn, s.s. Amarbæli, sem er holur hraunhóll sunnan Mývatns, Sauð- hellir í Reykjahlíðarþorpi, Selja- hjallagil, Skútustaðagígar, Stóragjá og Syðrivogar. Jarðsaga Jarðmyndanir við Mývatn eru allar tiltölulega ungar. Fjöllin í ná- grenninu eru flest mynduð við eldgos undir jökli og geta leikmenn ráðið það m.a. af lögun þeirra, þar sem jökulveggur hefur stutt þau við mótun sumra þeirra. Nokkuð sérstök skipting er á fjöllunum. Þegar gaus undir jökli og gosið náði ekki að brjótast upp úr jöklin- um mynduðust móbergshryggir eins og Vindbelgjarfjall, Námafjall, Dalfjall og Hvannfell. Næði gosið hinsvegar að bijótast í gegn mynd- uðust móbergsstapar eins og Blá- fjall, Sellandafjall, Búrfell og Gæsafjöll. Eftir ísöld runnu hraun um Mý- vatnslægðina, en þar stóð lengi jökull. Hraun runnu nokkrum sinn- um þarna yfir og mynduðu t.d. gervigíga, Dimmuborgir og stíflaði lægðina svo þar varð smám saman til stöðuvatn. Þetta er nokkuð einfölduð lýsing á því sem gerst hefur á síðustu 10.000 árum eða lengur á Mývatns- svæðinu, en gefur samt nokkra hugmynd um hvernig atburðarásin var. Mývatn er um 37 ferkm að stærð og er í um 278 m hæð yfir sjávar- máli. Vatnið er mjög grunnt og vogskorið. í því teljast um 50 eyjar og hólmar. Stærstu eyjamar eru gervigígar. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að ekki falla margar ár í Mývatn. Mest af vatninu kemur úr neðan- jarðarlindum og er vatnið ættað úr Odáðahrauni. Grænilækur, sem kemur úr Grænavatni, er eina áin sem rennur í Mývatn. Afrennsli Mývatns er einnig fáskruðugt, það er einna helst Laxá, stór og fögur á sem rennur úr því vestanverðu. Friðlýst svæði Með lögum frá 1974 var Mývatn og Laxá sett undir friðlýsingu. Lög- in ná yfir allan Skútustaðahrepp og Laxá með hólmum og kvíslum allt að ósi árinnar við Skjálfanda ásamt 200 m breiðum bakka með- fram ánni beggja vegna. Tilgangur- inn er að sjálfsögðu sá að vemda Hið fallega fjall, Námafjall. Myndin er tekin skammt frá Grjótagjá. lífríki Mývatns og Laxár. Umsjón með hinum friðlýstu svæðum hefur að sjálfsögðu Náttúruvemdarráð. Ekki er hægt að skiljast við Mývatn án þess að nefna dýralífið. Vatnið dregur nafn sitt af mý- flugnamergðinni sem er undirstöðu- fæða silungs og fugla. Mýið er einkum tvenns konar, rykmý og bitmý. Rykmýið bítur ekki en er oftast mjög áberandi. Bitmýið elst eingöngu upp í Laxá og er þar aðal- fæða urriða, straumanda og húsanda. Kvenflugurnar leita á fólk og skepnur og sjúga blóð, einkum í röku og kyrru veðri. Í Mývatni er staðbundinn bleikju- stofn og urriði gengur í það úr Laxá. Fuglalífið er þó aðal Mývatns og Laxár. Allar íslenskar andategundir verpa við vatnið og þijár þeirra verpa ekki annars staðar, þ.e. hús- önd, gargönd og hrafnsönd. Húsöndin verpir hvergi annars stað- ar í Evrópu. Álftir setja sinn svip á Mývatn, en þær halda sig í hópum t.d. í Neslandavík. Upphaf sstaður Mývatn er ágætur upphafsstaður til ýmissa vinsælla ferðamanna- staða í hálendinu. Jón Ámi Sig- fússon er með fastar áætlunarferðir frá Mývatni í Öslq'u og Herðubreið- arlindir og Dettifoss, Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. Ferðaskrifstofan Eldá er með skoðunarferðir í kring- um vatnið og á flugvöllinn í Aðaldal, en þær ferðir em í tengslum við áætlunarflug Flugleiða. Bjöm Sigurðsson á Húsavík er með fastar áætlunarferðir í Kverk- fjöll frá Húsavík með viðkomu á Mývatni. Guðmundur Jónasson er með ferðir frá Reykjavík til Mývatns um Sprengisand og til baka aftur. Fastar ferðir em frá Egilsstöðum og Akureyri, þannig að Mývatns- sveit er í góðu vegasambandi við nágrennið. Ferðamenn geta nýtt sér þessa aðila, sem hér hafa verið nefndir, til ferðalaga til og frá Mývatni, um nágrennið og jafnvel enn lengra. Þess má geta að Flugleiðir em með fjölbreyttar pakkaferðir til Mý- vatns. Höfuadur starfar sem lausráðinn blaðamaður, og hefur skrifað und- anfarin tvö ár um innlend ferða- mál í Morgunblaðið. Hann var stofnandi ogfyrsti ritstjóri tíma- ritsins Áfangar. Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir eru vaxandi þáttur hjá útgerðar- félögum vegna kostnaðarsamra við- gerða og ótímabærra stöðvana. Ótrúlegur árangur hefur náðst með fyrirbyggjandi viðhalds- og viðgerð- arsuðu með efnum frá CASTOLIN + EUTECTIC. Aukning á líftíma hefur orðið margföld. Dæmi: Togblakkir, stýrikefli, hleraskó, bobbingar, spil- koppar, skrúföxlar, fóðringar, hedd, skipaskrúfur, sjókoparrör, afgas- greinar, tannhjól, dælur ofl. í()p N\ ^ lTfn- b ImB r Eutectic FIRST IN MAINTENANCE WELDING TECHNOLOGY Castalin ER VIÐHALDSKOSTNAÐUR ÞINN OF MIKILL? HAFÐU ÞÁ SAMBAND. Eutectic FIRST IN MAINTENANCE WELDING TECHNOLOGY Castnlin CASTOLIN + EUTECTIC er fyrsta fyrirtækið sem sér- hæfir sig eingöngu í fyrirbyggjandi viðgerðar- og við- haldstækni með raf- og logsuðu. CASTOLIN + EUTECTIC hefur 80 ára reynslu að baki í framleiðslu Sérvíra og efna til viðhalds- og við- gerðarsuðu. Reynsla CASTOLIN + EUTECTIC kemur islendingum nú að góðum notum við lausn á mörgum viðgerðar- og viðhaldsvandamálum. Notkun CASTOLIN efna er ört vaxandi þáttur í starfsemi fjölda vélsmiðja, vélaverkstæða, jarðvegsverktaka, útgerð- arfélaga og verksmiðja. ÍSTÆKNI HF. er umboðsaðili CASTOLIN + EU- TECTIC á íslandi og hefur á að skipa úrvalsliði fagmanna sem sérhæfa sig í lausn þinna mála. (|>—W Y^/oiuo^y / .•vvírjí* \ 1 ■’VVVpi;/ \ Wri’V?/ / S'VYY.V /V \;-y/ ^0 Armúla 34 - Pósthólf8556 -128 Reykjavík 34066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.