Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1986 mnmn ml 7/z* ) 1986 Universal Press Syndicate HcyrSir5u ek.ki í óimanum ?" ást er... ■ . .aðgifta sig upp á vonina TM Reg. (J.S. Pat. Ott,—all rights raserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu I þínum sporum myndi ég ekki kveikja í vindlin- um þínum hér. Kona mín þolir ekki tóbaksreyk í stofunni! Ég sagði aðeins: Ef við- skiptavinur minn er svindlari þá er ég það líka! HÖGNIHREKKVISI ,j HONU/M TOK6T pAO... NVfc OG, . 0ETRU/VtB/ETTUR SOOSO ! Þessir hringdu Sjónvarpið sýni „Reykja- vík er perla“ Sigríður Jónsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri áskorun til sjónvarpsins um að sýna leikritið Reykjavík er perla sem fjórða árs nemar í Leiklistarskóla Islands settu upp fyrir ári síðan. Stefán Baldursson leikstýrði verkinu. Sigríður sagði talsvert hafa verið rætt um verkið í sínum kunningja- hópi og hefði öllum komið saman um að tilvalið væri að sýna það nú í tengslum við 200 ára af- mæli Reykjavíkur. Vasapeningar vistmanna á Sólheimum óskertir Halldór Júlíusson hringdi: „Mig langar til að leiðrétta það sem aðstandandi vistmanns á Sól- heimum skrifar í Velvakanda sunnudaginn 24. ágúst um að hluti af vasapeningum vistmanna á Sólheimum hafi verið settur í rekstur Sólheima. Þetta er til- hæfulaust með öllu, vasapeningar vistmannanna hafa ekki verið skertir. Mér er ómögulegt að skilja hvernig þessi misskilningur hefur komist á kreik. Það er mjög slæmt að þurfa að sitja undir svona ásökunum frá einhvetjum nafnlausum aðilum." Myndum eina stórborg 4192-7828 hringdi: „Með þessum fyrstu orðum mínum vil ég þakka, ekki borgar- stjóra sérstaklega, heldur öllum landslýð fyrir eindæma þátttöku í hátíðahöldunum í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Sérstaklega vil ég þakka almenna prúðmennsku. Þó er eins og alltaf sé hægt að finna eitthvað að og mér fannst vanta eitthvað stórkostlegt inn í dæmið (og þá meina ég stórkost- legt). Dettur mér helst í hug eitthvað þjóðlegt sem hægt væri að minnast öldum saman. Reykjavík er mjög lítil borg og ef líkja ætti henni við eitthvað myndi ég líkja henni við mann- eskjuna. Reykjavík á oft erfitt með að standa undir sér, fáum mönnum er ætlað mikið verk. Nú eru eiginlega í borginni mörg iítil þorp með þetta 15 til 30.000 íbúum hvert. Mér datt í hug að núverandi stjómendur, ekki aðeins Reykjavíkurborgar, heldur stjómendur allra nærliggj- andi kaupstaða og þorpa, hefðu átt að sameinast um að mynda eina stórborg (annað eins hefur verið gert á Norðurlöndunum og gefist vel). Þá væri hægt að minnast þessara manna sem stjóma landinu með stolti eins og manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta og Skúla Magnússonar fógeta. Oll nærliggjandi kauptún og þorp sækja mikið til höfuðborgar- innar og hún er að verða of lítil sem borg. Góðir ráðamenn þessarar þjóð- ar, þið eruð nú svo „nefndaglaðir", setjið nú á stofn eina allshetjar- nefnd um höfuðborgarsvæðið svo að allt verði reiðubúið á 300 ára afmæli höfuðstaðarins. Þá hljótið þið að finna að höfuðborgin okkar verður ekki jafnþung í vöfum því að margar hendur vinna létt verk.“ Leðuijakki fannst en gleraugu týndust Þórunn hringdi: Sonur hennar fór til Vest- mannaeyja um verslunarmanna- helgina og fann þar gráan leðutjakka úti í hrauni. Þetta er karlmannsjakki, framleiðandi virðist heita Gavin Brown og er jakkinn nýlegur og vel með farinn. Hins vegar varð sonur Þórunn- ar fyrir því óláni að týna glænýj- um, svörtum gleraugum í svörtu leðurhulstri einhvers staðar á leið- inni frá Hlemmi og niður í miðbæ. Finnandi gleraugnanna og eig- andi leðutjakkans eru beðnir að hringja í síma 10752. Nordan hardan ... 0278-7334 hringdi og sagði að hún hefði oft heyrt eftirfarandi vísu, sem ætti að vera 'orðin les- endum góðkunn: Nordan hardan gerdi gard, geysihardur vard hann. Foldar svardar ennis ard upp i skardid bard’ann. Hún sagði að í hennar heima- sveit hefðu ekki þekkst neinar aðrar útgáfur af vísunni. Gullkross týndur Guðmundur Sveinbjarnarson hringdi. Hann hafði týnt gull- krossi á gullkeðju í Breiðholti, Kópavogi eða Glaðheimum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 73403 á kvöldin. Myndavél týnd Gunnhildur hringdi. Hún týndi myndavél af Konica gerð einhvers staðar á leiðinni frá Hljóðaklettum til Asbyrgis og þaðan til Húsavíkur helgina 8. til 11. ágúst. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 666788. Bréfin frá Filippseyjum gætu nægast verið tilbúningur S.S. hringdi: „Ég get nú ekki annað en tek- ið undir með konunni sem skrifar um undarleg bréf frá Filippseyjum í Velvakanda sunnúdaginn 24. ágúst. Sjálf er ég ellilífeyrisþegi en samt barst mér svona bréf um daginn og ég veit um ijölda fólks sem hefur fengið svona bréf þar sem beðið er um peninga og föt. Það er alls ekki þægilegt að lesa þessi bréf, það sem ég fékk var vel skrifað, stíllinn áhrifamik- ill og mikið um guðsorð og biblíu- tilvitnanir. Mér finnst það dæmalaus frekja að láta menn úti í heimi fá nöfn og heimilisföng fólks í þessum tilgangi. Það er ómögu- legt að vita, þetta gæti allt saman verið tilbúningur." Yíkverji skrifar Margir þeir, sem leið eiga frá höfuðborgarsvæðinu í Borg- arfjarðardali aka gjaman um Dragháls og Hestháls til þess að stytta sér leið. Þótt vegurinn yfír þessa hálsa sé sjaldnast góður, en hefur að vísu batnað mikið seinni árin, sparast töluverður tími við það að aka þennan veg í stað þess að fara fyrir Hafnarfjall. Víkvetji var þarna á ferð um síðustu helgi og ók sem leið liggur yfir Dragháls en þá kom í ljós að Hestháls var lokaður vegna vega- framkvæmda. Nú er það að vísu lofsvert að unnið skuli að vegabót- um á þessu svæði, en hins vegar veldur það vegfarendum óneitan- lega óþægindum að þess skuli ekki getið við vegamótin hjá Ferstiklu að Hestháls sé lokaður. Þarna voru nokkrir bílar sem komu að Hest- háls lokuðum á þeim tíma sem Víkveiji var á ferð. Nú er að vísu ekki um langan veg að fara að aka annað hvort niður að Hvanneyri og fram hjá Hvítárvöllum eða Vatnshamraveg, sem búast má við að fáir þekki, en í tilvikum sem þessum á að gera hvoni tveggja: geta þess við Fer- stiklu að Hestháls sé lokaður og koma fyrir leiðbeiningum við Hest- háls til þeirra sem þar eru á ferð hvaða leið auðveldast er að fara til þess að komast á áfangastað. Þetta kostar vegagerðarmenn ekki mikið umstang. Annars hefur umferðin óvíða verið jafn erfíð undanfarnar vikur og í höfuðborginni sjálfri. Svo virðist sem gífurlegar fram- kvæmdir standi yfir víðs vegar um borgina við margvíslegar lagfær- ingar á götum og leiðslum sem grafa þarf upp. Ókumenn hafa þurft að taka á sig ótrúlega mikla króka til þess að komast á áfanga- stað. Þótt sums staðar sé getið um það hvaða götur eru lokaðar eru þær leiðbeiningar alls ekki full- nægjandi. Astandið var óvenju slæmt á föstudaginn var. Það var eins og framkvæmdir stæðu yfir alls stað- ar um borgina. Umferðin í Reykjavík eftir hádegi á föstudög- um er orðin gersamlega óþolandi, eins og allir vita sem reynt hafa. Þegar til viðbótar koma svo viða- miklar framkvæmdir verður nánast ómögulegt að komast á milli borgarhluta. En þetta nöldur á víst ekki við vegna þess að þess- ar lagfæringar eru að sjálfsögðu í þágu ökumanna og borgarbúa allra! Víkveija brá illa í brún við að lesa frétt í Morgunblaðinu um síðustu helgi þess efnis, að Ferða- skrifstofan Urval, sem hefur séð um framkvæmd maraþonhlaupsins i Reykjavík hefði sent út gögn um hlaupið á ensku til þess að spara prentunarkostað. Þetta er svo sannarlega ekkert grín. Það er á þennan hátt sem þjóðir byija að týna tungu sinni, þegar það þykir orðið sjálfsagt að spara einhveijar krónur með því að fórna móður- málinu og taka upp erlenda tungu í þess stað. Þetta er fyrirtækinu til hneisu og alvarlegt umhugsunarefni fyrir landsmenn. Það hefur alltaf kostað sitt að vera Islendingur og þjóðin hefur alltaf þurft töluvert á sig að leggja til þess að halda uppi tungu sinni og menningu. Það þurfa at- vinnu- og þjónustufyrirtæki líka að gera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.