Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Vaxtarverkir Ahrif þeirrar ákvörðunar Þorsteins Pálssonar, Qár- málaráðherra, að hætta sölu spariskírteina koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Það tekur peningamarkaðinn nokk- um tíma að laga sig að nýjum aðstæðum. Fyrir þá, sem stunda viðskipti þar, er það að sjálfsögðu róttæk breyting, að jafnumsvifamikill aðili og rflcis- sjóður dregur sig í hlé. Reynsl- an ein sker úr um það, hvemig til tekst. Höfundar forystugreina Þjóðviljans, Alþýðublaðsins og Dagblaðsins/Vísis (DV) þurfa ekki að sjá viðbrögðin á pen- ingamarkaðinum til að fella sinn dóm. DV kallar þessa ráð- stöfun „sjónhverfíngu", Þjóð- viljinn talar um „loddaraleik" og Alþýðublaðið um „hringl- andahátt". í skrifum þessara blaða um málið er hvergi ýjað að þeirri staðreynd, að það er samdóma álit sérfræðinga, að það hefði riðið hinu opinbera húsnæðislánakerfi að fullu, ef Byggingarsjóður ríkisins hefði keypt skuldabréf af lífeyris- sjóðunum með 8 til 9% vöxtum og endurlánað sama fé með 3,5% vöxtum. Þessir sömu sér- fræðingar telja, að þetta kerfí þoli ekki 3% vaxtamun til lengdar. Vegna ákvörðunar íjármála- ráðherra fær leiðarahöfundur DV útrás fyrir almenna reiði sína í garð ríkisstjómarinnar og Þorsteins Pálssonar sérstak- lega. Raunar er erfítt að sjá, hvort höfundurinn telur betra eða verra, að spariskírteinin voru tekin af markaðnum. Al- þýðublaðið leggur áherslu á það, að fjármálaráðherra hafí átt að lækka vextina fyrr, en telur þó, að andi Ronalds Reag- an hafí svifíð yfír vötnunum þegar Þorsteinn Pálsson tók af skarið. Þjóðviljinn tekur málstað þeirra, sem hafa hags- muni af háum vöxtum, og segir meðal annars: „Hann [fjár- málaráðherra] er að skjóta ríkissjóði undan því að greiða þá vexti sem lífeyrissjóðunum var lofað við síðustu kjara- samninga, að þeir fengju féð sem ríkið fær hjá þeim að láni til að fjármagna húsnæðiskerf- ið samkvæmt nýju lögunum. Þjóðviljinn fer með staðlausa stafí í þessari fullyrðingu sinni. Lífeyrissjóðunum var ekki lofað neinum ákveðnum vöxtum í kjarasamningunum eða eftir þá. Á hinn bóginn var þeim lofað því, að lánskjör af skulda- bréfum þeim, sem þeir seldu Byggingarsjóði ríkisins, skyldu miðast við þau kjör, sem ríkis- sjóður býður almennt á fjár- magnsmarkaði. Fjármálaráð- herra hefur ekki skotið sér undan að standa við þetta lof- orð. Hann sá hins vegar fram á það eins og sérfræðingamir, sem breyttu húsnæðisþætti kjarasamninganna í lög, að húsnæðislánakerfíð myndi riða til falls á skömmum tíma, ef vextir yrðu ekki lækkaðir. Ámóti flug'stöðinni Ef marka má fréttir af þing- flokksfundi framsóknar- manna á Sauðárkróki, var það skoðun einhverra þar, að fjár- hag ríkissjóðs yrði best borgið með því að hætta framkvæmd- um við nýju flugstöðina á Keflavfkurflugvelli. Fram- kvæmdir þar miðast við að stöðin verði tekin í notkun í apríl á næsta ári. Það er furðuleg þröngsýni, sem byggist á ótrúlegum þekk- ingarskorti, ef einhveijir þingmenn eru enn þeirrar skoð- unar, að nýja flugstöðin og smíði hennar sé og verði baggi á þjóðarbúinu. Þvert á móti er auðvelt að færa sterk rök fyrir því, að engin opinber fram- kvæmd og kannski engin framkvæmd í landinu sé líklegri til að skila arði en smíði flugstöðvarinnar. I fáum atvinnugreinum er meira líf núna en ferðaútvegi. Flugstöðin á Keflavíkurflug- velli, sem á að kenna við Leif Eiríksson eins og völlinn sjálf- an, þegar smíði hennar lýkur, er það hlið, sem flestir ferða- menn til landsins fara um, svo að ekki sé minnst á alla þá, er þar hafa stutta viðdvöl. Með bættri aðstöðu í þessu hliði landsins munu viðskipti og umsvif aukast, hvort sem þing- flokkur framsóknarmanna áttar sig á því eða ekki. Það er fráleitt að unnt sé að „bjarga" fjárhag íslenska ríkisins með því að hætta fram- kvæmdum við nýju flugstöðina. Hins vegar er kannski ekki furða, að jafnerfíðlega gangi að bjarga blessuðum fjárhagn- um úr því, að þeir, sem til þess hafa verið kosnir, fá grillur á borð við þessa. Yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu, Nidarahallen fyrir miðri mynd. Nýja rækjupillunarvélin. Sjálf skelflettingin fer fram í litla hólfinu lengst til vinstri. Lóðrétti plötufrystirinn. Hér er hann sýndur án losunarbúnaðar. §L á Æ' < ífe \ m ** u Nor-Fishing ’86 í Þrándheimi: Nýjungar í fiskveiðum og vinnslu Frode Wedeld, sölumaður, stendur stoltur á svip við sjálfvirka blokka- Jósafat Hinriksson við stærsta toghlera í heimi. losarann. Trollvaktari frá Scanmar. Trollið og hlerarnir á neðri hluta skerms- ins og trollið séð frá hlið á miðjum skerminum. eftir Kristján Þ. Davíðsson Ellefta alþjóðlega sjávarútvegs- sýningin undir nafninu Nor-Fishing var haldin í Þrándheimi 11.—16. ágúst. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1968 og hefur áunnið sér sess sem ein af virtustu sýningum á sviði sjávarútvegs í heiminum Eins og verið hefur um allar fyrri sýningar var þessi stærri en þær sem áður hafa verið haldnar. 276 sýnendur komu til sýningarinnar frá alls 15 löndum með vörur og þjón- ustu 558 framleiðenda frá 23 löndum. 8.700 fermetra svæði á bökkum Niðaróss var lagt undir vaminginn, 6.650 fermetrar voru undir þaki flögurra sýningarhalla og 2.050 fermetrar undir berum himni. Sé mælt í flatarmáli var þessi sýning 30% stærri en sú síðasta og þrátt fyrir stækkunina varð að vísa frá sýnendum vegna rúmleysis. Það var samdóma álit aðstandenda sýn- ingarinnar og gesta að Nor-Fishing hefði nú sprengt utan af sér sýning- araðstöðuna við Niðarós. Það er ætlun bæjarstjómar Þrándheims- borgar að reisa nýja höll fyrir 1988, til að halda þessari stóm sýningu í borginni. Formaður sýningamefnd- ar, Hallstein Rasmussen, fiskimála- stjóri Noregs, sagði í ræðu sem hann hélt við opnun sýningarinnar, að ný aðstaða yrði að koma til, ella yrði að flytja sýninguna annað. Þeir staðir aðrir sem helst koma til álita em Osló, Bergen eða Tromsö. Ráðstefna um líftækni í tengslum við sýninguna vom haldnar tvær ráðstefnur. Sú fyrri stóð þann 13. ágúst og var þar rætt um líftækni. Þar var fíallað um framtíðarhorfur sjávarútvegs sérstaklega með nýtingu líftækni í huga. Þessi tækni, það er að segja nýting lifandi fmma eða fmmu- hluta í tæknilegum framleiðsluferl- um, verður stöðugt þýðingarmeiri í alls kyns iðnaði. Sem dæmi má neftia lyfjaiðnað, landbúnað og ekki síst sjávarútveg. Vinnsla lífefna, til dæmis ensíma, hormóna, fítusýra og litarefna úr sjávarfangi virðist eiga mikla framtíð fyrir sér, svo dæmi séu nefnd. Nú þegar er hafin framleiðsla á ensímum úr fiskislógi í Tromsö í Norður-Noregi. Notkun lífefna í framleiðsluferlum er annað dæmi. Sýnt hefur verið fram á, að unnt er að nota ensím til að roð- fletta fisk og skelfletta krabbadýr og þannig má lengi telja. Það var höfuðniðurstaða ráðstefnunnar að sjávarútvegur getur á margan hátt nýtt sér líftæknina en til þess að svo geti orðið þarf miklar rannsókn- ir og þróunarstarf. Einnig er skiln- ingur ráðamanna nauðsynlegur og vilji iðnaðarins til að reyna nýjar leiðir. Ráðstefna um fisk- massa og fiskimjöl Seinni ráðstefnan snerist um fiskmassa og fiskimjöl. Fjallað var um þróun mjöl- og lýsisiðnaðarins og möguleika á nýsköpun í fram- leiðslunni, m.a. með nýtingu nýrrar framleiðslutækni. Fjölómettaðar fitusýrur, sem mikið er af í fiskfitu, eru með breyttum áherslum í mat- aræði orðnar eftirsóttar sem hráefni í matvæli. Hér gefst lýsisframleið- endum því kjörið tækifæri til að nýta framleiðslu sína á nýjum mörkuðum. Einnig má nefna súrímiframleiðslu úr bræðslufiski. Súrími er japanskt nafn á hreinsuð- um fiskmassa, sem notaður er sem hráefni í ýmsa framleiðslu, eins og til dæmis krabbalíki, rækju- og skeleftirlíkingar. Stærsti framleið- andi og neytandi __ súrímivara í heiminum er Japan. Á síðustu árum hefur neysla á súrími breiðst út til Bandaríkjanna og Evrópu og er vænst mjög aukinnar eftirspumar á næstu áram. Framtíð skipastólsins Auk þessara tveggja ráðstefna buðu Landssamband norskra báta- smiðja og Félag vélainnflytjenda til fundar, þar sem rætt var um nútíð og framtíð norska bátaflotans. Full- trúar stjómvalda, bátasmiðja og rannsóknarstofnana fluttu fram- söguerindi. Meðal annars var rætt um misheppnaða stjómun veiða með reglugerðum, sem hafa leitt til þess, að í stað þess að fullnægja kröfum um góða sjóhæfni, vinnuað- stöðu og hagkvæmni eru bátar og skip hönnuð í samræmi við reglu- gerðir um stjómun veiða með þeim afleiðingum að oft verða framfarir að víkja. Fiskiskip framtíðarinnar verður að hanna á öðram forsend- um en löngu úreltum reglugerðum, sögðu fundarboðendur. Kröfur um bætta vinnuaðstöðu og aukið öryggi fyrir sjómenn, ásamt hagkvæmni leiða til meiri og háþróaðri tækni og nýrra hönnunarforma. Helsta niðurstaða fundarins var í stuttu máli sú, að skipastólinn verður að endumýja, ekki endurbyggja. Viðamikil sýning Sjálf sýningin var opnuð 11. ágúst, sem fyrr sagði. Við það tæki- færi hélt borgarstjórinn í Þránd- heimi, Per Berge, ræðu og bauð gesti velkomna og bað þá að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur að bjóða. Fiskimálastjóri Noregs, Hallstein Rasmussen, sem var for- maður sýningamefndar, bauð svo gesti og sýnendur velkomna á Nor- Fishing ’86. Loks hélt sjávarútvegs- ráðherra Noregs, Bjame Mörk Eidem, ræðu og brýndi fyrir mönn- um að sveigjanleiki og framsýni yrðu að vera í öndvegi ef sjávarút- vegurinn ætlaði að halda áfram að þróast og vera samkeppnishæfur. Á sýningunni gaf að líta flest sem til er af tækjum og búnaði til notk- unar í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu; skip, vélar og tæki til stað- setningar, leitar, veiða og vinnslu; útbúnað til kælingar og frystingar, suðu og pökkunar og svo mætti lengi telja. Allt frá hinu stærsta til hins smæsta; frá stærsta trolli og toghleram veraldar til smæstu ör- tölvá í vogum, stýribúnaði og mælum. Ymsar nýjungar vora kynntar, meðal annars rækjupillun- arvél sem byggir á nýrri aðferð við að Qarlægja skelina, ný tegund af stýri sem gerir kleift að snúa skip- um á punktinum eða því sem næst; sjálfvirkur losunarbúnaður fyrir frystitæki og margt fleira. Það er að sjálfsögðu ekki unnt að lýsa í öllum atriðum svona sýningu í stuttu máli, enda ekki ætlunin hér. Sjón er sögu ríkari, segir máitækið, og hér verður aðeins reynt að lýsa fjölbreytninni og stiklað á einstök- um atriðum, sem höfundi þóttu athyglisverð. Nokkur íslensk fyrirtæki íslensk fyrirtæki vora nokkur á sýningunni, ýmist í samvinnu við norska umboðsaðila eða sjálfstæð. Jósafat Hinriksson sýndi stærstu toghlera sem framleiddir era í heim- inum, vega þeir 3.400 kg stykkið. Jósafat sagði að þessir hlerar væra um það bil tonni þyhgri en Eger- sundhlerar, sem auglýstir hafa verið sem þeir stærstu í heiminum. Annars sagði hann að 3.000 kg hlerar væra vinsælastir af stóram hleram og þeir væra notaðir af færeyskum og norskum rækjuskip- um. Hann sagði að sala til Noregs hefði verið heldur dræm hingað til en þó hefði lifnað yfír henni síðustu mánuði. Sem dæmi nefndi hann, að undanfama 3 mánuði hefðu 6 stór hlerapör farið til norskra skipa. Áhuginn á hleranum er mikill á sýninguni, sagði Jósafat og taldi öraggt að útflutningur Poly-Ice- toghlera til Noregs myndi aukast. Meðal annarra íslenskra fyrir- tækja sem sýndu vora Póllinn og Marel sem kynntu tölvubúnað s.s. vogakerfí til margra nota bæði til sjós og lands. Akureyrarfyrirtæki sýndu sýnar vörar: DNG var með rafeindastýrðu skakrúlluna sem vekur athygli fyrir glæsilega hönn- un og einfalda stýringu, vélsmiðjan Oddi sýndi m.a. losunarkerfi fyrir fiskikassa og Slippstöðin bauð breytingar, viðhald og nýsmíði á skipum. Vinnslutæki Af athyglisverðum nýjungum sem sýndar vora má nefna sjálf- virkan losara fyrir blokkaramma frá norska fyrirtækinu Atlas Copco. Rammamir era teknir úr frysti- tækjum og staflað í magasín, sem síðan er rennt í vélina með tjakk. Vélin matar svo rammana inn í los- arann, sem skilar síðan fískblokk- unum á pökkunarborð og römmunum á færiband til þvotta- vélar. Afkastagetan er 28 rammar á tveimur og hálfri mínútu. Önnur athyglisverð nýjung var rækjupillunarvél frá dönsku fyrir- tæki Kronborg að nafni. Vélin er mjög ólík hefðbundnum pillunarvél- um. Skelin er ekki völsuð af rækjunni heldur sprengd. Fyrst er rækjunni sturtað í skammtara sem flytur hana í suðuhólf. Þaðan fer hún í kælihólf og því næst er hitað aftur en nú bara skelin. Að lokum fer rælqan í pillunarhólfið, sem er undirþrýst og inniheldur vatn. Vegna þess að skelin er heit þenst gufan milli vöðvans og skeljarinnar út og skelin springur af. Loftblástur skilur svo skelina frá rækjunni. Vélin afkastar hálfu tonni á klukku- stund og framleiðandinn ábyrgist minnst 25% nýtingu. Helstu kostir vélarinnar era lítil fyrirferð, hún getur pillað nýja rækju og litur og bragð helst betur í rækjunni en með öðram vélum. Lóðréttir plötufrystar era notaðir meðal annars við frystingu bolfisks úti á sjó. Ókostir við þessa frysta hafa hingað til verið hvað það fer mikið fyrir þeim og hve það reynir á menn að losa þá. Norskur frysti- tækjaframleiðandi, Kvæmer Kulde, hefur I samvinnu við annað norskt fyrirtæki, Odim, hannað nýja teg- und slíkra frysta, sem era minni og sjálfvirkari en hingað til hefur þekkst. í stað rúmfreks losara aftan og ofaná frystinum er blokkunum nú lyft neðanfrá og þær eru teknar út úr frystinum á hliðinni. Stálbiti ofan á frystinum ýtir svo blokkun- um einni í senn út á færiband. Frá dönskum framleiðanda, Norfo, er einnig hægt að fá alsjálfvirkt losun- arkerfi til notkunar á landi, það skilar blokkunum innpökkuðum á bretti. Veiðitæki Simonsen Radio var stofnað í Noregi stuttu eftir seinni heims- styrjöldina og framleiddi rafbúnað ýmiss konar. Þetta fyrirtæki var með á sýningunni, nú undir nafninu Simrad Subsea og sýndi vörar, sem flestir ef ekki allir íslenskir sjómenn þekkja, fiskleitartæki af ýmsu tagi. Hið fullkomnasta, með rafeinda- stýringu og litaskjá, kostar litlar 5 milljónir íslenskra króna. Fyrirtæk- ið á tvo báta, sem notaðir era til rannsóknar, kennslu og sýninga. Annar þeirra „Simson Echo“, áður lystisnekkja norsks skipakóngs, fór hringferð kringum ísland í sumar og hlaut að sögn góðar móttökur hvar sem hann kom. Þessi bátur og annar, „Scanmar" eign sam- nefnds fyrirtækis, lágu í Þránd- heimshöfn meðan á sýningunni stóð og fóra kynnisferðir með sýningar- gesti um Þrándheimsfjörð. Scanmar er fyrirtæki, sem stofn- að var út úr Simrad árið 1981, með það fyrir augum að framleiða afla- mæla. Fyrirtækið hefur vaxið hratt og framleiðir ýmis tæki til að fylgj- ast með afla og veiðarfæram. Skynjarar, sem festir era í veiðar- færin, gefa upplýsingar um fisk- magn í opi trolls og poka, bil milli hlera, umhverfishita og raunvera- lega stöðu trollsins og hleranna. í þessu eftirlitskerfi er það nýtt, að skermur sýnir þessar upplýsingar á teiknaðri mynd, bæði „rétta“ stöðu og raunveralega. Á augabragði er unnt að sjá hvemig veiðarfærin virka, brejia stöðunni ef þarf og staðfesta að breytingin sé rétt. Fyrir lok þessa árs mun Scanmar ætla að setja á markað tvo skynj- ara til viðbótar, sem má tengja þessu kerfi. Annar er átaksmælir fyrir togvíra og hinn er straummæl- ir, sem gefur upplýsingar um átt og styrk straumsins sem veiðarfær- ið er í. Ýmsar opinberar stofnanir í norskum sjávarútvegi höfðu sam- eiginlegan sýningarbás, þar sem tengsl hins opinbera og sjávarút- vegs vora m.a. kynnt og starfsemi rannsóknastofnana. Meðal mynda á þessum bás vora myndir af tveimur lúðuseiðum sem urðu fræg í fyrra fyrir að vera fyrstu lúðuseiðin sem klakin vora af mönnum. Á fiskeldis- sýningunni Aqua-Nor ’85 vora þessi tvö seiði stjömur sýningarinnar, syndandi í búri nýklakin á stærð við fingurköggul. Hallstein og Jan Viggo, eins og seiðin vora skírð eftir tveimur framámönnum í norskum sjávarútvegi, vora ekki á þessari sýningu. Á veggspjaldi var hins vegar upplýst að þeir bræður væra orðnir 16 mánaða gamlir, 22,5 sentimetra langir og 116 grömm að þyngd. Einnig var þess getið að bræðurnir ættu nú um 200 lítil systkini, reyndar tjáði einn af „feðrunum" undirrituðum, að með réttu hefðu þau átt að vera tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en vegna tveggja hosuklemma, sem ryðguðu í sundur, slapp stór hluti seiðanna úr búram sínum og er ekki vitað um örlög þeirra. Teije van der Meeren, eins og „pabbinn“ heitir, sagði einnig, að lúðuseiðin hefðu í ár fengið félagsskap af sandhverfu og þykkvalúra og vel gengi með ræktun allra tegundanna, þótt enn væra ýmis vandamál óleyst. Meðal nýjunga á sýningunni má enn nefna tölvuvæddan gagna- banka, „AGB Fishnet" heitir hann, og hefur að geyma upplýsingar um landanir í öllum helstu fiskihöfnum Evrópu. Hægt er að sækja í ban- kann upplýsingar um físklandanir, bæði síðustu daga og áætlaðar landanir næstu daga. Magn, gæði og verð hverrar fisktegundar á markaðnum og ýmsar tölulegar upplýsingar um fiskveiðar og veður á fiskimiðum má „veiða“ úr þessum tölvubanka, sem líka býður seljend- um og kaupendum að eiga sam- skipti fyrir miiligöngu sína. Hér verður látið staðar numið. Vonandi hefur tekist að koma þeirri staðreynd á framfæri að sjávarút- vegur og fiskvinnsla er ekki „bara“ að veiða fisk og frysta. Fiskiðnaður nútímans er háþróaður iðnaður, sem nýtir nýjustu tækni æ meir tií að geta svarað þörfum neytenda og tryggja jafnframt hag þeirra, sem hafa framfæri sitt af sjávar- fangi og vinnslu þess. Að starfa innan sjávarútvegs er ekki að vera „bara“ í físki, þeir sem þar vinna, gegna mikilvægum störfum, sem áríðandi er, að vel séu af hendi leyst. Höfundur er nemnndi í sjá varút- vegsfrseði við háskólann í Tromsö, Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.