Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 27.08.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS / ur i;wm i flvn iásUUL Ósanngjarnt verð á öku- skírteinum fyrir aldraða Friðrik Einarsson skrifar: „Ég vil gjarnan vekja athygli á dálitlu óréttlæti sem ég er viss um að viðkomandi stjórnvöld leiðrétta alveg á stundinni þegar þeim hefur verið bent á. Ég er nýbúinn að endumýja ök- uskírteini og kominn á þann aldur að það gildir aðeins til þriggja ára. Þó kostar skírteinið það sama og skírteini til 10 ára eða 1000 krónur. Það á ekki að níðast á gamal- mennum á þennan hátt enda gert, held ég, af hugsunarleysi. Sann- gjamt verð fyrir okkar ökuskírteini er 300 krónur, ekki satt?“ Gyllt næla týnd Emy hafði samband við Velvak- anda. Hún hafði týnt gylltri silfur- nælu niðri í miðbæ á 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst sl. Nælan er hringlaga og þykir Emy slæmt að týna henni enda var hún fermingargjöf. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 24570. — ’ -JX Silfurreynirinn gróður- settur í kringum 1951 í Morgunblaðinu hinn 20. ágúst er þess getið til að silfur- reynirinn á blettinum ofan við Stjórnarráðshúsið, sem nú er að dauða kominn, hafi verið gróð- ursettur „einhverntíma um 1910“. Þetta er hin mesta firra. Trénu var piantað, að mig minnir, 1951. Gæti þó hafa verið ári fyrr eða síðar. A sama stað á blettinum stóð áður fjögurra stofna víðir, sem var allt að 4 metrar á hæð er hann var í mestum blóma. Víðirinn óx upp- haflega í „Smjörhúsgarðinum", en þegar Lækjartorg var stækkað um 1930 varð hann að víkja. Eigend- um garðsins þótti sárt að fóma fallegu tré og gáfu það Stjórnar- ráðinu, sem flutti það á blettinn. Um allmörg ár óx og dafnaði víðir- inn mörgum til augnayndis. En svo kom að því, að stofnar hans fóru að fúna og brotna. Lengi var víðin- um tjaslað saman með böndum og spöngum, en svo fór að lokum að hann brotnaði niður sakir mergfúa. Þá var leitað til Skógræktar ríkisins og beðið um eitthvert tré í stað hins. Stóð svo vel á að grisja þurfti röð af silfurreynum, sem plantað hafði verið í gróðrarstöðina í Múlakoti árið 1936. Trén voru Sýnið knattspyrnu kvenna í sjónvarpinu 4811-1645 skrifar: „Ég ermikið fyrir kvennafótbolta og er mjög áánægð með að enginn leikur hefur verið sýndur í íþrótta- þáttum sjónvarpsins í allt sumar. Kæri Bjarni, vertu nú vænn og taktu þig á, sýndu að minnsta kosti úrslitaleikinn í bikarkeppni KSÍ, hann verður 30. ágúst." þá orðin um og yfír tveir metrar á hæð og voru nokkur þeirra tekin upp að vorlagi með stórum moldar- hnaus. Þau voru flutt á aðra staði, meðal annars eitt þeirra á Stjóm- arráðsblettinn og var það sett þar sem víðirinn stóð áður. Upphaflega kom tréð hingað til lands sem metra há planta vorið 1936 frá gróðrarstöð í Rognan í Noregi, en sú stöð er við botn Saltfjarðar örskammt frá norður- heimskautsbaugnum. Hafa tré frá Rognan þrifíst mjög vel í görðum hér á landi. Þau eru þó ekki hrein- kynja öll saman. Margt af þeim vom kynblendingar af silfurreyni og gráreyni eins og t.d. tréð á Stjómarráðsblettinum, en þær teg- undir eru náskyldar. Um orsök dauða trésins gét ég ekkert sagt með vissu. En senni- legt þykir mér, að alltof þétt grasrót allt í kringum stofn trésins um mörg ár hafí átt þátt í van- þrifum þess. Virðist mér flest benda til þess að súrefnisskortur í jarðveginum hafí valdið hægum rótardauða. En hann getur orðið af ýmsum orsökum, svo sem þéttri grasót, of miklu aðrennsli vants um lengri eða skemmri tíma, mik- ils traðks kringum tréð o.fl. Á stofni trésins gat ég ekki séð neitt merki um sjúkdóma við lauslega athugun. Hákon Bjarnason Gleraugu í brúnu hulstri týnd Barbara hafði samband við Vel- vakanda. Hún týndi gleraugum í brúnu hulstri niðri í Austurstræti sl. föstudagskvöld. Inni í hulstrinu er gefið upp rétt nafn eiganda en rangt símanúmer. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 656232. Bömin í umferðinni eru bömin okkar. Nú fara skólar að byrja og ýmis íþrótta- og félagsstarfsemi sem bömin sækja. Því er nauð- synlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vemda bömin fyrir hættum í umferðinni. Leiðbeinum þeim og sýnum þeim tillitssemi. Innilegar þakkir til allra þeirra vina minna sem sýndu mér vináttu og hlýhug á 85 ára afmœli mínu 17. ágúst. Guö blessi ykkur öll. Bergur A rnbjörnsson, Dvalarheimilinu Höföa Akranesi. Hjartanlega þakka ég sonum minum og tengdadœtrum ásamt öörum vinum og vanda- mönnum höföinglegar gjaftr, heimsóknir, blóm ogskeytiá 95 ára afmœli mínu þann 15. ágúst. Einnig þakka ég forstjóra Seljahlíöarheimilis- ins og öllu starfsfólki ómetanlega aÖstoÖ. LifiÖ heil. Óskar Bjartmarz Innilegt þakklœti til allra sem glöddu mig á níroeÖis afmœli minu þann 17. ágúst sl. GuÖ blessi ykkur öll. Guöni Bjarnason, Austurvegi 1, VikiMýrdal. Félagasamtök — atvinnurekendur Til sölu er samkomutjald, tvö stykki hústjöld, stórt grill, gasprí- musar (stórir), dínur o.fl. Upplýsingarísíma 622666 á skrifstofutima. íW ðu,n í^ei,is ARNARHÓLL H ■* •3L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.