Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Sólheimaleikarnir: Fjölskyldu- og íþrótta- hátíð fyrir alla • Afturelding hefur tryggt sér sæti í 3. deild að ári ina, 5:3. Þeir eru hér í leik við Lótti sem þeir unnu um helg- Úrslitakeppni 4. deildar: B-riðillinn allur í baráttunni um úrslit A-riðill Afturelding-Leiknir 5-3 (4-2) Afturelaing gulltryggði sætí sitt í 3. deild með sigrinum. Mikið var um marktækifæri á báða bóga og voru heimamenn öllu seigari við að nýta sér þau. Óskar Óskarsson skoraði enn eina þrennu sína fyrir Aftureldingu og þeir Friðsteinn Stefánsson og Ríkharður Jónsson gerðu hvor sitt mark. Jóhann Við- ^ arsson skoraði tvö mark Leiknis og Ragnar Baldursson eitt, úr víti. Einn leikmanna Leiknis var flutt- ur á slysavarðsstofuna eftir að hafa lent í slæmu samstuðu við samherja og misst meðvitund. Haukar-Bolungarvík 3-0 (3-0) Haukar höfðu nokkurra yfirburði í fyrri hálfleiknum. Eiríkur Jörunds- son skoraði fyrsta markið, Guðjón Sveinsson bætti öðru marki við og Eiríkur var siðan aftur á ferðinni með annað mark sitt. í síðari hálf- leiknum sóttu Bolvíkingar í sig veðrið en án þess þó að ógna Haukum. B-riðill Sindri-HSÞ 4-1 (3-1) Fyrsti sigur Sindra eftir tvo tap- leiki. Elfar Grétarsson var á skotsskónum fyrir heimamenn, skoraði þrennu og Hermann Stef- ánsson skoraði eitt. Eina mark HSÞ gerði Hörður Benónýsson. HSÞ-Hvöt 2-0 (0-0) Leikurinn fór fram sl. miðviku- dag. Heimamenn tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum með mörkum Harðar Benónýssonar og Skúla Hallgrimssonar. Öll lið riðilsins eiga nú mögu- leika á sigri. HSÞ er í efsta sæti með sex stig úr þremur leikjum og á eftir að keppa við Hvöt á úti- velli og fer sá leikurfram á morgun. Þá eiga Hvöt og Sindri eftir að leika á heimavelli Sindra. Allt getur því enn gerst og ekki er ólíklegt að markahlutfall komi til með að ráða úrslitum riðilsins. UM helgina verður haldin geysi- mikil fjölskyldu- og íþróttahátíð að Sólheimum í Grímsnesi, sem ber heitið Sólheimaleikarnir ’86. Leikarnir hefjast á föstudaginn og þeim lýkur á sunnudag. Þessir leikar eru stórviðburður í félagslífi fatlaðra á íslandi og munu þar etja kappi margir okkar fremstu íþróttamenn í röðum fatl- aðra á Islandi. Keppt verður í þeim íþróttagreinum sem eiga hvað mestra vinsælda að fagna á meðal fatlaðra hér á landi, sem eru sund, boccia og borðtennis. Ennfremur verður keppt í 5 km, 10 km, 15 km og 24 km göngu, allt eftir hent- ugleika og getu hvers og eins. Gert er ráð fyrir að sem flestir mótsgesta taki þátt í þessari göngu, sem er ekki aðeins keppn- isganga, heldur einnig táknræn fyrir íbúa Sólheima. Þetta er áheitaganga og lokaátakið í bygg- ingu nýja íþróttaleikhússins á staðnum. Allir geta með þátttöku sinni lagt fram sinn skerf í þetta stórátak, sem hófst með íslands- göngu Reynis Péturs. Gefin verða út sérstök viðurkenningarskjöl og verðlaunapeningar, sem veittir verða öllum þeim, sem taka þátt í þessari göngu. Margt verður til skemmtunar þessa helgi. Stuðmenn standa fyr- ir stórdansleik og auk þess koma fram Lúðrasveit verkalýðsins og Big Band LV. Knattspyrnuvöllur, blakvöllur, þrautabraut, safarí, flugdrekasmíði, sund, gufa og heit- ur pottur eru aðeins nokkur þeirra atriða, sem eiga eftir að verða þátttakendum Sólheimaleikanna '86 til ánægju og yndisauka. Mótsstjórn leggur áherslu á að Sólheimaleikarnir eru einnig fjöl- skylduhátíð og skorar á aðstand- endur fatlaðra og áhugafólk um málefni fatlaðra að bregða undir sig betri fætinum og eiga góða og ánægjulega helgi á Sólheimum. Allar nánari upplýsingar varðandi hátíðina veita Guðmundur Páls- son, mótsstjóri, og Guðjón Sigmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 99-6430. Körfukrtattleikur: Æfingabúðir fyrir unga leikmenn Körfuknattleikssamband ís- lands og Unglingaiandsliðsnefnd munu gangast fyrir æfingabúðum í körfuknattleik dagana 29., 30. og 31. ágúst nk. Æfingabúðirnar eru ætlaðar leikmönnum í minni-bolta, 5. flokki, Körfuknattleikur: Erwing áfram með Fíladelfia Frá Gunnari Valgeirssyni, fréttaritara JULIUS Erwing ákvað fyrir skömmu að leika áfram með liði Fíladeifíu í bandarisku úrvals- deildinni í körfuknattleik. Erwing var laus frá félaginu og bauð Utah honum 1,9 milljónir Morgunblaðsins í Bandarfkjunum: dollara fyrir að leika með Utah næsta tímabil, en 3 milljónir doll- ara fyrir tvö ár. Filadelfia bauð 1,4 milljónir dollara fyrir eitt ár og svo fór að Erwing, sem er 36 ára, ákvað að vera um kyrrt, þó honum byðust meiri peningar hjá Utah. 4. flokki og 3. flokki. Þjálfarar verða: Jón Sigurðsson, Torfi Magnússon, Björn Leósson, Sigvaldi Ingimundarson. í æfingum og keppni er leik- mönnum skipt niður eftir aldri og getu. Æfingarnar fara fram í Selja- skóla og Fellaskóla í Reykjavík. Farið verður yfir öll helstu undir- stöðuatriði körfuknattleiksins, t.d. skot, sendingar og grip, knattmeð- ferð og knattrak, varnarstöðu og hreyfingar, liðsvörn, útstig, hindr- anir o.fl. Á hverjum degi verða þriggja til fimm liða mót, einnig verður keppt í skothittni, vítahittni, sendingum og knattmeðferð. Veitt verða verðlaun fyrir sigur í öllum keppnum. Boðið verður upp á gistingu og fæði ef óskað er eftir. Upplýsingar fást á skrifstofu Körfuknattleikssambands íslands í símum 91-83377 og 685949, einnig gefur Torfi Magnússon allar upplýsingar í síma 91-12523. • Verðlaunahafar á opna Volvo-mótinu á Svarfhólavelli á Selfossi. F.v. Kolbeinn Kristinsson GOS, Guðbjörn Ólafsson GK, Grétar Hjalta- son fulltrúi Baldurs Brjánssonar GK og Smári Jóhannsson GOS. Opna Volvomótið: Vallarmet á Svarfhólavelli Selfossi. OPNA Volvo-mótið í golfi fór fram á Svarfhólavelli á Selfossi 26. júli sl. Keppendur voru frá Selfossi og að auki 30 frá öðrum golf- klúbbum. Sigurvegarinn Guð- björn Ólafsson GK setti vallarmet, lék á 71 höggi sem er einu höggi yfir pari vallarins. í öðru sæti án forgjafar varð Baldur Brjánsson GK á 76 höggum og Smári Jóhannsson GOS þriðji á 78 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Baldur Brjánsson GK á 61 höggi, Smári Jóhannsson GOS varð annar á 63 höggum og Guðbjörn Ólafs- son GK þriðji á 64 höggum. Kolbeinn Kristinsson GOS fékk verðlaun fyrir að vera næst holu á 4. braut og Guðbjörn Ólafsson fyr- ir að vera næst holu á 7. braut. Sig Jóns. I Morgunblaðsliðið — 16. umferð I ÞRÍR nýliðar eru i liði okkar fyrir 16. umferð. Pétur Pétursson, Ingi Björn Albertsson og Stefán Jó- hannsson. Við stillum um leikaðferðinni 4-2-4. Stefán Jóhannsson KR (1) Guðni Bergsson Val (7) Ingi Björn Albertsson FH (1) Gunnar Gíslason KR (3) Viðar Þorkelsson Fram (7) Sveinbjörn Hákonarson ÍA (2) Gauti Laxdal Fram (4) Pétur Pétursson ÍA (1) Guðmundur Steinsson Fram (5) Sigurjón Kristjánsson Val (4) Jón Þórir Jónsson UBK (4)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.