Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Skýrslutæknifélag Islands: Alþjóðleg ráðstefna í Þjóðleikhúsinu um upplýsingatækni sem slj órnunartæki SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG íslands gengst fyrir ráðstefnu sem hefst í dag, 27. ágúst, og stendur til 29. ágúst í Þjóðleikhúsinu og fjallar hún um upplýsingatæknina sem stjórnunartæki. Ráðstefnan er aðallega ætluð stjómendum fyrirtækja, sem þurfa að byggja framtíð sína og afkomu á þróun upplýsingatækninnar. Markmiðið með ráðstefnunni er að ná saman stjómendum fyrir- tækja, þar sem rætt er um upplýs- ingatækni og möguleika, sem hún gefur í stjórnun fyrirtækja. M^ð því að hafa réttar upplýsingar og rétt tæki, bæta menn samkeppnisað- stöðu sína; unnt er að spá fram í tímann, gera áætlanir og fylgjast með rekstri. Lilja Ólafsdóttir, gjald- keri Skýrslutæknifélagsins: „Við lifum á breyttum tímum, þar sem skiptir miklu máli að fylgjast með og spá hvað framtíðin ber í skauti sér. Allar breytingar gerast hratt og er því erfitt fyrir stjómendur að fylgjast með framþróun, nema að hafa í þjónustu sinni nýjustu tækni.“ Að sögn Lilju munu mjög góðir fyrirlesarar víða að úr heiminum flytja fyrirlestra á ráðstefnunni og em þetta allt menn, sem standa framarlega í þessum efnum. Á ráð- stefnunni verður m.a. rætt um fj'árfestingu í upplýsingatækni til þess að standast samkeppni, upp- lýsingatæknina sem stjóraunarafl, stjómun á upplýsingaöld, stjómun við síbreytilegar aðstæður, stefnu Volvo-fyrirtækisins í stjórnun og tölvuvæðingu, nýjar þróunaraðferð- ir til framleiðslu og skipulags með upplýsingatækninni, hina full- komnu skrifstofu, þýðingu upplýs- ingatækninnar fyrir stjóraunar- hætti og ábyrgð stjórnenda í nýtingu upplýsingatækninnar. Hátt í 200 manns munu taka þátt í ráðstefnunni, en flestir ráð- stefnugestanna koma frá Norður- löndunum. Fyrirlestrar verða fluttir á ensku og Norðurlandamálunum. Þátttökugjaldið er 25.000 krónur og sagði Lilja Ólafsdóttir að það væri ekki meira en almennt tíðkað- ist. Miklu væri til kostað svo að ráðstefnan yrði vel úr garði gerð og innifalið væri einnig matur og fleira slíkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Skýrslutæknifélag íslands gengst fyrir ráðstefnu sem þessari, en hún er haldin í samráði við Samtök skýrslutæknifélaga á Norðurlönd- unum (Nordisk Data Union), en þau samtök gangast árleg fyrir ráð- stefnum sem þessari þær nefnast Nordata. Þess má geta að ráðstefnan hefst á ballett bæði á fimmtudag og föstudag og er þetta gert til þess að tengja saman tækni og list. Japanskur togari í Reykjavíkurhöfn ELLEFU japanskir togarar hafa undanfarið stundað veiðar við Austur-Grænland, úr kvóta sem Japanir keyptu af Grænlendingum. Þessi skip hafa oft komið til Reykjavíkur í sumar til að taka olíu og vistir, og var þessi mynd tekin af einu þeirra, Kohoku Maru No. 17, á mánudags- morgun. Óánægja vegna ráðningar skólastjóra í Garðinum DEILUR hafa orðið vegna ráðningu skólastjóra í Garði á Suður- nesjum. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur sett Eirík Hermannsson skólastjóra við grunnskólann, enda þótt meiri- hluti fimm manna skólanefndar mælti með Einari V. Arasyni, sem kennt hefur við skólann um skeið. Eiríkur hefur kennt í Keflavík undir Helga Jónasson, fræðslu- en er búsettur í Garði. Alls voru sex umsækjendur um stöðuna og hlaut Einar þijú atkvæði, Eiríkur tvö. Guðmundur Kristberg Helga- son, formaður skólanefndar, segir umsóknir beggja hafa verið bomar Kór Langholtskirkju: Jóhannesarpassían og „Misa Criola“ á vetrardagskránni KÓR Langholtskirkju hefur vetr- arstarf sitt 1. september næst- komandi. Þetta verður þrettánda starfsár kórsins í núverandi mynd og er áætlað að flytja meðal annars Jóhannesarpassíu Bachs og suður-amerísku mess- una „Misa CrioIIa" á þessu starfsári. Fyrsta verkefni kórsins í vetur verður þátttaka í Norrænum músík- dögum. Á þeim mun kórinn flytja Morgunblaðið/Júlíus Galvösk frammi fyrir nýju starfsári: Ingibjörg Guðjónsdóttir stjóra- armaður, Halldór Torfason varaformaður stjórnar, Guðmundur Gunnarsson formaður kórsins, Jón Stefánsson kórstjóri, Þorvaldur Friðriksson stjórnarmaður og Svanhvít Jakobsdóttir stjómarmaður. verkið „Trees“ eftir Svíann Lars Johann Werle á tónleikum þann 29. september næstkomandi. Verkið er tólf mínútna langt og samið fyrir kór, tvöfaldan kvartett og bariton. Kristinn Sigmundsson mun syngja einsöng í verkinu. Að þessu loknu hefur kórinn æfingar á negrasálmum í útsetn- ingu Michaels Tibbet úr óratoríunni „Child of Our Time“ og suður- amerísku messunni „Misa Criolla“ eftir Argentínumanninn Ariel Ram- ires. Þessi verk verða flutt á tónleikum í nóvember. Kór Lang- holtskirkju hefur áður flutt „Misa Criolla". Það var veturinn 1977-78 og vakti hún mikla athygli enda ekki lík því sem íslendingar eiga að venjast í sambandi við messutón- list. Messan er uppbyggð á suður- amerískri þjóðlagatónlist og byggist að miklu leyti á slagverkum. Ein- söngvarar verða þeir Sverrir Guðjónsson og Ragnar Davíðsson. Síðasta föstudagskvöld fyrir jól verða svo haldnir hinir hefðbundnu jólasöngvar kórsins klukkan 23:00. Þar mun kórinn flytja tónlist auk þess sem jólasöngvar verða sungnir sameiginlega. Eftir áramót hefjast síðan æfíng- ar á Jóhannesarpassíunni eftir Johann Sebastian Bach. Þetta er í annað sinn sem Kór Langholts- kirkju flytur þetta verk og mun flutningurinn fara fram í apríl á næsta ári. Að sögn aðstandenda kórsins vantar eitthvað af söngfólki í allar raddir, en þó sér í lagi djúpa bassa. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta haft samband við kórfélaga eða stjórnanda. Raddprófað verður föstudaginn 29. ágúst og laugar- daginn 30. ágúst. Æfingar hefjast síðan mánudag- inn 1. september, og er æft á mánudags- og miðvikudagskvöld- um. stjóra Reykjanesumdæmis, og hafi hann talið báða vel hæfa til starf- ans. Þess skal þó getið að Einar, sem hlaut menntun í guðfræði og sálfræði í Bretlandi og Banda- ríkjunum, hefur aðeins fengið guðfræðipróf sín viðurkennd hér á landi og hefur ekki full kennslurétt- indi á borð við Eirík. Guðmundur benti hins vegar á að nám Einars væri metið að fullu við launaút- reikninga. Báðir umsækjendur hafa reynslu af skólastjórn og mjög góð meðmæli. Guðmundur sagði að fulltrúi skólanefndar hefði á sínum tíma útskýrt afstöðu meirihluta nefndar- innar fyrir embættismanni í menntamálaráðuneytinu. Einar Arason væri kennari við skólann, þekkti því vel allar aðstæður og nyti vinsælda foreldra og nemenda. Blaðamaður hafði samband við menntamálaráðherra sem sagði það hafa ráðið úrslitum að annar um- sækjandinn hefði full kennslurétt- indi, hinn ekki. Hann sagði nauman meirihluta skólanefndarinnar ekki hafa fært rök fyrir afstöðu sinni. Aðspurður um skoðun sína á valdi ráðherra í málum af þessu tagi og forsendum þess sagði ráð- herra: „Ég kysi vissulega að þessi kal- eikur yrði frá mér tekinn. Það er alltaf erfitt að þurfa að úrskurða um örlög fólks með þessum hætti. En þegar um er að ræða slík álita- mál þá er nauðsynlegt að til sé úrskurðarvald og eðlilegast að það sé hjá ráðherra." Þýsk landkynn- ingarbók um ísland UT ER KOMIN í Vestur-Þýska- landi bók um Island er ber heitið „Menschen und Land- schaft“ (Fólk og landslag). Höfundar bókarinnar eru ræðis- maður Islands í Hannover, frú Gisela Maurer og Jörg Peter Maur- er sem tekið hafa myndirnar en texta ritaði Gylfi Þ. Gíslason, pró- fessor. Frú Gisela Maurer hefur oft ferðast um Island og sýnir Islandi og íslenskum málefnum einstakan áhuga. Bókin, sem ber yfirskriftina „Die Herausforderung ein Island- er zu sein“ (Að vera Islendingur), er gefin út af forlaginu Tourist- buch í Hannover og er hér á ferðinni mjög góð og eiguleg land- kynningarbók um Island fyrir þýskumælandi lesendur. „Ætla að hefja sjálf- stæðan rekstur á lögfræðiskr if stofu “ - segir Jónatan Sveinsson, saksókn- ari, sem lætur af störfum í haust TVÆR stöður saksóknara hafa verið auglýstar lausar hjá emb- ætti ríkissaksóknara. Hefur Jónatan Sveinsson, saksóknari, sagt starfi sinu lausu frá 1. október nk að telja og einni nýrri stöðu verður bætt við. Þá er einnig auglýst laus staða löglærðs fulltrúa. Jónatan Sveinsson hóf störf hjá sama vinnustað, en ég á auðvitað embætti ríkissaksóknara þegar að loknu prófí í lögfræði árið 1965. Hann hyggst nú hefja sjálf- stæðan rekstur á lögfræðiskrif- stofu ásamt syni sínum, Hróbjarti. „Sonur minn lauk prófi fyrir tveimur árum og hefur nú ákveð- ið að setja á fót lögfræðiskrif- stofu. Ég ætla að hefjast handa með honum um leið og ég er form- lega laus úr stöðu minni,“ sagði Jónatan. „Það verður gaman að breyta til eftir svo langan tíma á eftir að sakna starfans og sam- starfsmanna minna. Eftir rúm 20 ár er starfið orðið hluti af manni.“ Staða Jónatans hefur verið auglýst laus til umsóknar og einn- ig er ætlunin að bæta einni saksóknarastöðu við. Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, sagði að nú yrðut8 stöðugildi lög- fræðinga við embættið, tvær stöður saksóknara, staða vararík- issaksóknara og ríkissaksóknara, auk íjögurra fulltrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.