Morgunblaðið - 30.08.1986, Side 1
48 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
193. tbl. 72. árg. . LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Iran:
Sóknin mikla
að hefjast
1.000 herfylki verða send til vígstöðvanna
Nikósíu, AP.
„HIN MIKLA sókn iranska hersins gegn her íraks, sem nú
gerist æ þróttminni, er skammt undan.“ Þannig komst Huss-
ein Musavi forsætisráðherra írans að orði í mikilli ræðu, sem
hann flutti í gær. Sagði hann, að 1.000 herfylki væru nú til-
búin til þess að halda til vígstöðvanna til stórsóknar inn í írak
í því skyni að binda i eitt skipti fyrir öll enda á stríðið milli
landanna, sem nú hefur staðið i sex ár.
Ali Hasemi Rafsanjani, forseti
íranska þingsins tók undir þessi
orð í ávarpi, sem hann flutti. Þar
Snarp-
ir jarð-
skjálftar
á Italíu
Feneyjum, AP.
TVEIR snarpir jarðskjálftar
urðu á stóni svæði fyrir norðan
Feneyjar á Ítalíu i gær. Mikill
ótti greip uin sig og flúðu mörg
hundruð manns í skelfingu burt
frá heimilum og hótelum. Eng-
ar fréttir hafa þó borizt af
slysum á fólki né umtalsverðu
tjóni á mannvirkjum.
ítalska jarðeðlisstofnunin skýrði
svo frá í gær, að fyrri kippurinn,
sem varð rétt fyrir kl. 5 síðdegis,
hefði mælzt 4,2 stig á Richters-
kvarða og sá síðari, sem varð 3 'h
mínútu seinna, hefði mælzt 3,5
stig. Upptök beggja jarðskjálft-
anna voru um 100 km fyrir norðan
Feneyjar.
varaði hann nágrannanki Araba
við Persaflóa við því, að íranar
hefðu rétt til þess að loka
Hormuzssundi og stöðva þannig
olíuútflutning þeirra, ef þau héldu
áfram stuðningi sínum við írak.
„Ef þið styðjið stjóm fraks og
veitið henni aðgang að olíusjóðum
ykkar, þá eruð þið stuðningsmenn
hennar í stríðinu. Hvers getið þið
þá vænzt af okkur. Þolinmæði
okkar er senn á þrotum," sagði
Rafsanjani.
Hann skýrði svo frá, að undir-
búningi væri nú lokið undir það
að senda 1.000 herfylki til
vígstöðvanna og væru þau aðal-
lega skipuð ungum byltingarliðum
íslams. Þessir menn eru fyrst og
fremst ofstækisfullir sjálfboðalið-
ar, sem trúa því, að falli þeir í
bardaga fyrir málstað íslams, þá
tryggi þeir sér þarmeð vist í
paradís.
„Setjið fíngurinn á gikkinn og
bíðið skipunar um árás, svo að
unnt verði að frelsa þjóð íraks og
aðrar þjóðir á þessu svæði undan
vonsku stjómar síonista í írak,“
sagði Rafsanjani í hvatningar-
ávarpi sínu.
Talið er, að um 350.000 manns
séu í herliði því, sem íranar hyggj-
ast nú senda til vígstöðvanna.
Ifyrir eru þar 250.000 byltingar-
liðar auk 400.000 manns í hinum
reglulega her írans.
Fylgst með njósnavél
Atlantshafsbandalagið hóf miklar heræfingar á Norður-Atlantshafi og Eystrasalti í gær. Um 150
herskip og kafbátar, hundruð flugvéla og 35.000 hermenn frá 10 NATO-ríkjum taka þátt í æfingun-
um, sem standa í þrjár vikur. í tilefni af æfingunum hafa Sovétmenn aukið hernaðarumsvif sín á
Norðurslóðum og meðal annars sent flugvélar til að njósna um ferðir skipa og flugvéla NATO-
ríkjanna. Þessi mynd er tekin skammt frá íslandi í þessari viku og sýnir þrjár F-15-orrustuþotur
frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli elta sovéska kafbátaleitar- og eftirlitsflugvél af svonefndri
May-gerð. Sveitir úr varnarliðinu taka þátt í NATO-æfingunum. Þær halda uppi eftirliti með ferð-
um skipa og flugvéla i nágrenni landsins og einkum á milli Noregs og íslands.
Norskir hvalveiðimenn:
Stöðvuðu Nim-
itz í Vestfirði
Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
TUTTUGU norskir hrefnu-
veiðibátar sigldu í gær í veg
Bandariska flugmóðurskipið Nimitz i Vcstfirði fyrir sunnan Lófót.
ferð þess með því að sigla 20 hrefnubátum í veg fyrir það.
Verdens Gang/Simamynd
Norskir hvalveiðimenn stöðvuðu
fyrir bandariska flugmóður-
skipið Nimitz þegar það lagði
inn í Vestfirði í Norður-
landsfylki og hindruðu það í
að halda lengra. Með þessu
vildu hvalveiðimennimir mót-
mæla því, að frá næstu
áramótum verða hrefnuveið-
arnar stöðvaðar „vegna
þrýstings frá Bandaríkja-
stjóm“.
Skipherrann á Nimitz, sem nú
tekur þátt í heræfíngum Atlants-
hafsbandalagsins á Norður-
Atlantshafi, reyndi ekki að halda
áfram ferðinni eftir að hann
hafði mætt hrefnubátunum en
sendi hins vegar á loft nokkrar
flugvélar, sem flugu beint á haf
út. Hvalbátunum var þá öllum
siglt upp að Nimitz en að nokk-
urri stund liðinni var þeim snúið
aftur til hafnar.
„Þetta gekk vel og okkur hef-
ur tekist að vekja athygli á
málstað okkar. Við höfum mót-
mælt því áður, að Bandaríkja-
stjóm skuli gerast taglhnýtingur
óábyrgra umhverfisvemdarsam-
taka en það er einmitt vegna
þrýstings frá Bandaríkjastjórn
sem hrefnuveiðamar verða
stöðvaðar frá næstu áramótum.
Norska stjómin gafst upp í þessu
máli,“ sagði Steinar Bastesen,
formaður í félagi hvalveiði-
manna í Norðurlandsfylki.
Mótmæli hvalveiðimannanna
fóru friðsamlega fram en flest-
um fannst tilkomumikið að sjá
litlu bátana við hlið Nimitz,
þessa risastóra, kjarnorkuknúna
flugmóðurskips. Um borð í bát-
unum voru ekki aðeins hvalveiði-
menn, heldur vom þeir líka
þéttskipaðir blaðamönnum frá
öllum helstu fjölmiðlunum.
Kvaðst Steinar Bastesen búast
við, að myndir frá mótmælunum
birtust í blöðum og sjónvarpi um
allan heim.
„Þá hefðum við haft okkar
fram, að setja Bandaríkjastjóm
upp að vegg. Við höfum góðan
málstað að veija. Aðrir beijast
fyrir hærri launum, við beijumst
fýrir að að fá að vinna,“ sagði
Bastesen.