Morgunblaðið - 30.08.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 30.08.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAblÐ', ÍÁÍJOAUOAGUR 30.' ÁGUST 1986 Þing SUF í Eyjafirði: Samstarf við Al- þýðuflokk óhugsandi meðan Jón Bald- vin er formaður — segir Páll Pétursson í ávarpi á þinginu Akurcyri, 28. ágúst. PÁLL Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, sagði í ávarpi á þingi Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) í Hrafna- gilsskóla í Eyjafirði í gærkvöldi, að hann væri farinn að þreytast á sijórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Við það yrði þó að una til vors, þar sem aðrir kostir væru ekki í boði. I því sambandi r.efndi Páll að Alþýðubandalagið væri flakandi í sárum og hann taldi að samvinna við Alþýðuflokkinn kæmi ekki til greina meðan Jón Baldvin IJ.tnni- balsson væri formaður flokksins, en hann ræki ábyrgðarlausa slag- orðapólitík. Undir þessi ummæli var tekið með dynjandi lófataki. Á þinginu voru kynntar niður- stöður skoðanakönnunar um þjóðmál, sem félagsvísindastofnun háskóians gerði fyrir SUF. Þar kemur meðal annars fram að nærri helmingur kjósenda (46%) telur að Framsóknarflokkurinn sé ekki flokkur þéttbýlisins, heldur sé hann flokkur er fyrst og fremst gæti hagsmuna dreifbýlisins. Þessarar skoðunar eru einnig 42% kjósenda Framsóknarflokksins. Um 29% af þeim sem kjósa fiokkinnn telja að hann sé gamaldags. Þá reyndist Framsóknarflokkurinn vera sá stjómmálaflokkur, sem flestir að- spurðir töldu tækisfærissinnaðan (15,3%). í gærkvöldi voru kynntar álykt- anir um þjóðmál, sem lagðar hafa verið fyrir þingið, og fram fóru al- mennar stjómmálaumræður. Þing- inu verður fram haldið á morgun en lýkur annað kvöid. MorgunblaOið/J úlíus Blikkandi ljós blekktu ökumann HARÐUR árekstur varð á mót- um Hofsvallagötu og Hring- brautar í gær. Jeppabifreið ók á fólksbifreið og var ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar fluttur i slysadeild. Slysið varð með þeim hætti að jeppabifreiðin ók norður Hofs- vallagötu. Þegar að gatnamótun- um við Hringbraut kom vom götuljósin í ólagi og aðeins blikk- andi gul ljós. Okumaður jeppans áttaði sig ekki á biðskyldu og ók í hlið fólksbifreiðar sem var ekið austur Hringbraut. Var ökumaður fólksbifreiðarinnar fluttur í slysa- deild, en meiðsli hans reyndust óveruleg. Háskólarektor vill breyta reglum um skipun dómnefnda Ingvar Gíslason: Fer ekki í framboð aftur Akureyri, 28. ágúst. INGVAR Gíslason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra, hyggst ekki gefa kost á sér tií þingmennsku í næstu kosning- um. Ingvar Gíslason, sem nú er forseti neðri deildar Alþingis, greindi frá þessari ákvörðun í ávarpi sem hann flutti við setn- ingu þings Sambands ungra framsóknarmanna í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði í gærkvöldi. Hann sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að hann teldi tímabært að draga sig í hlé, nú þegar hann væri orðinn sex- tugur að aldri og hefði setið á Alþingi í 25 ár. Hlaupið í Súlu: „ÞAÐ ER rétt, ég hef verið að vinna að tíllögum um breytt fyr- irkomulag á því hvernig skipað er í dómnefndir, sem meta hæfni umsækjenda um stöður embætt- ismanna við háskólann. Ég hef hins vegar ekki lagt þessar hug- myndir mínar fyrir háskólaráð og vU ekki tjá mig um þær opin-' berlega fyrr. En þær munu sjá dagsins ljós innan tíðar,“ sagði Sigmundur Guðbjarnason rektor Keflavíkurflugvöllur: Ekið á flug- freyju FÓLKSBÍLL ók á flugfreyju á Keflavikurflugvelli snemma í gærmorgun. Hún hlaut höfðuð- áverka og var flutt í sjúkrahús Keflavíkur, en líðan hennar mun vera góð eftir atvikum. Konan var á gangi á flughlaðinu og stefndi á aftari Iandgang Flug- leiðavélar sem hún átti að fljúga með til Kaupmannahafnar. Hún gekk fram fyrir enda svokallaðs pressubíls, sem var kyrrstæður á hlaðinu. Samtíniis ók fólksbíl! sam- hliða pressubílunum og sá ekki konuna fyrr en um seinan. Háskóla íslands í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Sigmundar er núverandi fyrirkomulag með eftirfarandi hætti: Dómnefndir fyrir lektors- stöður eru valdar af viðkomandi deild og hefur hún algerlega með afgreiðslu málsins af gera. í dóm- nefndir fyrir stöður dósenta og prófessora er skipað með öðrum hætti. Þar tilneftiir háskóladeild einn fulltrúa, háskólaráð annan og menntamálaráðnuneyti hinn þriðja. Dómnefndir leggja síðan álit sitt fyrir deildarfund, þar sem fjallað er um málið og síðan eru greidd á deildarfundi atkvæði um umsækj- endur. En menntamálaráðherra hefur síðasta orðið og skipar í stöð- una óbundinn að öðru en því, að hann getur ekki skipað mann í stöð- una nema hann sé dæmdur hæfur af dómnefnd. Sigmundur sagði að þetta fyrir- komulag væri á ýmsan hátt gallað. „Ég tel að með því að hafa til- högunina svolítið öðruvísi megi Félagsgjöld Bandalags íslenskra sérskólanema munu ekki verða innheimt af Lánasjóði íslenskra námsmanna við af- greiðslu námslána fyrir septem- ber og október. Samkvæmt reglugerð, sem komast hjá ýmsum þeim erfiðleik- um sem upp hafa komið af og til á liðnum misserum og árum. Tillög- ur mínar miða að því að gera þetta sanngjarnara fyrir alla aðila,“ sagði Sigmundur Guðbjamason. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra gaf út nýverið, innheimtir Lánasjóðurinn því aðeins félags- gjöld fyrir BÍ SN og SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) að þau félög fari fram á það við sjóð- inn. SÍNE hefur þegar farið fram á það við sjóðinn, að félagsgjald SÍNE (1.000 kr.) verði dregið frá námslánum, en að sögn Hrafns Sig- urðssonar framkvæmdastjóra LIN hefur BÍSN ekki farið fram á slíkt. Um þessar mundir eru miklar annir hjá sjóðnum að afgreiða um- sóknir um námslán og útbúa skuldabréf vegna fyrstu úthlutunar (fyrir september-október) og er við það miðað, að skuldabréfín verði send til námsmanna um miðbik september. „Það er nánast búið að loka forritinu, þ.a. þeir hjá BÍSN eru orðnir of seinir," sagði Hrafn Sigurðsson. „Ég hef reynt í margar vikur að ná sambandi við forsvars- menn BÍSN, en án árangurs og ekkert frumkvæði hefur komið frá Seðlabankinn: Bankastj óraskipti HINN 1. september nk. tekur Geir Hallgrímsson, fyrrverandi ráðherra, við starfi seðlabanka- stjóra. Jafnframt lætur Davíð Ólafs- son af starfí sem seðlabankastjóri sakir aldurs, en hann varð 70 ára fyrr á árinu. Frá 1. september nk. er banka- stjómin skipuð dr. Jóhannesi Nordal, sem er nú formaður bankastjómar, Tómasi Ámasyni og Geir Hallgrímssyni. LÍN innheimtir ekki félagsgjöld BÍSN „Rennur við jökuljaðarinn með feiknarlegum boðaföllum“ — segir Oddur Sigurðsson hjá Orkustofnun sem flaug yfir svæðið í gær HLAUP hófst í Grænalóni í fyrrinótt og hljóp í ána Súlu, sem kem- ur undan Skeiðaráijökli og rennur í Núpsvötn. Áin var í vexti fram eftir degi í gær, en ekkert tjón varð á vegum eða brúnm. í síðasta Súluhlaupi, sem varð fyrir tveimur árum, munaði litlu að vegurinn við Núpsá undir Lóma- gnúpi skemmdist, en hann hefur verið nú verið styrktur. Hlaup í Súlu era nánast árlegur viðburður. Þau standa yfírieitt ekki nema 2—3 daga. Hlaupið í Skeiðará, sem hófst fyrr í vikunni, vex hægt og búist er við vexti í áitni í 1—2 vikur í viðbót. Oddur Sigurðsson hjá Orkustofn- un flaug yfír vatnasvæðin í gærdag. „Þetta var mjög tilkomumikil sjón. Vatnið í Súlu kemur venjulega und- an Skeiðaráijökli, en nú rennur það á yfirborðinu með jökuljaðrinum með feiknalegum boðaföllum. Við fylgdum hlaupinu upp eftir ánni og í Grænalón-og það er enginn vafí að það kemur þaðan, en ekki úr Skeiðará, ems og stundum hefur gerst,“ sagði Oddur. Jökulfylu varð fyrst vart í Skaftafelii fyrr í vikunni, sem talinn er órækur vitnisburður um að Skeiðará fari að hlaupa. Skeiðarár- hlaup eiga upptök sín í Grímsvötn- um á Vatnajökli. „Við flugum yfír Grímsvötn og sáum að íshellan er þar að brotna. Sem bendir til að hlaupið eigi eftir að aukast þó nokk- uð,“ sagði Oddur. Venjulega eru Skeiðarárhlaup á fjögurra ára fresti, en Oddur sagði þau hefðu verið tíðari á síðustu árum. Síðasta hlaup var í Skeiðará í desember 1983. þeim. Hins vegar verður nýr út- reikningur í nóvember og ætti að vera unnt að koma innheimtunni inn í forrit okkar þá.“ í samtali við Morgunblaðið, sagði Kristinn H. Einarsson starfsmaður BÍSN að það væri vissulega ætlun- in að notfæra sér þjónustu Iána- sjóðsins og ef ekki tækist að koma þessu inn í forritið hjá sjóðnum í september, yrði farið fram á það við sjóðinn, að félagsgjöldin yrðu innheimt í nóvember. „Ég stóð í þeirri trú, að búið væri að ganga frá þessu máli af hálfu fyrrverandi starfsmanns BÍSN,“ sagði Kristinn, „en sjálfur er ég nýbyijaður hjá bandalaginu og stöndum við í flutn- ingum um þessar mundir,“ sagði Kristinn og kvað það myndu koma sér mjög illa fyrir félagið, ef félags- gjöldin fengjust ekki inriheimt fyrr en í nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.