Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Subaru XT Turbo, rennilegur, fleygur og fímur í akstri. Morgunblaðið/Einar Falur Torfærulúxussportbí 11 ___________Bflar_____________ Þórhallur Jósepsson Hann er trúr uppruna sínum þessi einstaki bíll. Subaru vann sér fyrst frægð og frama á al- þjóðavettvangi þegar fram kom fjórhjóladrifinn fólksbíll sem fór undralangt með að sameina kosti jeppa og fólksbíls í einum vagni. Hinn hefðbundni Subaru hefur siðan þróast og aukist að tækni og búnaði og þó engan veginn misst hina eftirsóttu torfærueig- inleika sína, fremur hægt að tala um að þeir hafi batnað með til- komu lággirs og fullkominnar drifatengingar svo dæmi séu nefnd. Á síðustu árum hafa komið á markaðinn fleiri tegundir frá Su- baru og skammt mun að bíða enn meiri fjölbreytni þar sem möguleik- Honum flökrar ekki við svolitlum ófærum þessum og verður liklega ekki mikið um þótt snjói lítið eitt í vetur. ar fjórhjóladrifsins eru nýttir á mismunandi vegu og þá verður stefnan ekki einvörðungu sett á torfærueiginleikana, heldur einnig lögð áhersla á að nýta aldrifið til betri aksturseiginleika á malbiki og á miklum hraða. QsT Subaru XT Turbo 4WD hefur stigið öðrum „fæti“ yfir í þessa átt, þ.e. að ná aksturseiginleikum og veggripi í hraðakstri og lipuð, en stendur þó fastí hinn torfæru- megin og hefur jafnvel treyst fótfestu sína þar með stilanlegri hæð. Jafnvígur á malbik og mela Enginn þarf að vera hræddur við að bregða sér út fyrir veg á XT Turbo og ótrauðir geta menn lagt í snjóa og sanda í sama mæli og á öðrum Subaru-bílum eða lágvaxn- ari jeppum. Og þessi sami bíll sem bröítir um vegleysur eins og ekkert sé sjálfsagðara, hann spymir fast, 136 hestöflum, við malbikið og fer auðveldlega óðslega um götur og torg með fjöri ungfolans og öryggi gæðingsins. Ekki er nóg með að XT Turbo sé af ætt jeppa og sport- bíla, hinn þriðji leggur kemur inn í dæmið og fullkomnar þar með hina þríeinu mynd þessa fjölhæfnis- vagns. Fjölskyldubíllinn hefur sannarlega sett sína erfðavísa í þenna Japana og kemur það ætt- emi glöggt í ljós þegar við blasa aftursæti og hreint ótrúlega rúm- góð farangurgeymsla, hún gefur ekkert eftir rýminu í ætthreinum fólksbíl. Síðan er, eins og ijómi á góðri sérrítertu, vel útilátinn lúxus til að fullkomna myndina. Og þá blasir hann við, bíllinn sem reynslu- ekið var í afmælisvikunni miklu, torfærutæki, Qörfákur, fjölskyldu- bíll, lúxusvagn: Subam XT Turbo 4WD. Nýstárleg- fjöðrun Þegar bíllinn er fyrst litinn aug- um, blasir við sannjapanskt útlit og allar iínur undirstrika hraða- Subaru XT Turbo 4WD Nokkrar staðreyndir Lengd 4.450 mm Breidd 1.690 mm Hæð 1.335 mm VeghaHÍ 170 mm Þyngd 1.185 kg Vél: Siagrúmmál 1.781 cm1 Þj.hlutf. 7.7:1 Afl 136 hövið 5.600 sn. mín. Togkr 20 kgm við 2.800 sn. mín. Ofanáliggjandi knastásar 4 strokkar Afgastúrbína Bein innspýting eldsneytis. Bensíneyðsla: 90 km/klst. : 8.6 1/100 km 120 km/ktst.: 11.61/100 km Bæjarakstur: 11.11/100 km Stýri: Tannst. með hjálparafli. Fjöðrun: Rafstýrð og -knúin loftpúðafjöðrun, sjálfstæð á hveiju hjóli, hæðarstilling. Beygjuradíus 4.9 m Dekk: 185/70 VR13 Helsti búnaður innifalinn í verði: Aflstýri Rafdrifnar rúður Miðstýrðar læsingar Rafdrifnir útispegiar Snúningshraðamælir Klukka í mælab. Sprauta á ökuljós Sóllúga Reynsluakstur: Subaru XT Turbo 4WD Umboð: Ingvar Helgason hf. Verð: 886.000 kr. (ág. 1986) SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L Sýnlshorn úr söluskrá: Stór og góð við Tjarnarból 5 herb. íb. á 4. hæö 117,6 fm nettó. 4 svefnherb. Ágæt sameign. Sólarsvalir. MiklA útsýni. Einbýlishús í Smáíbúðahverfi Nýendurbyggt og stækkað. Húsið er hæö 99 fm og rishæö um 60 fm sem getur verið séríb. Bflskúr meö geymslu um 36 fm. Glæsilegur blóma- og trjágaröur. Skipti mögui. á 4ra-5 herb. hæö eöa vandaöri ib. í lyftuhúsi. Við Ásgarð — skiptamöguleiki Raðhús meö 4ra herb. íb. á tveimur hæöum um 48 X 2 fm. í kj. er þvottahús og geymsla. Verö aðeins kr. 2,7 millj. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. ib. 2ja og 3ja herb. við: Njálsgötu — Ránargötu — Flókagötu — Kriuhóla — Laugaveg og Skúlagötu. Ennfremur 3ja herb. hæð í Hafnarfiröi meö mjög Iftilli út- borgun. Hagkvæm skipti m.a.: Sérbýli óskast í Vesturborginni eöa nágr. með 5 svefnherb. Skipti mögul. á 5 herb. úrvalsíb. á 1. hæð i Vesturborginni. Sórhæð 5-6 herb. óskast í Norðurmýri, Hliöum eöa nágr. Skipti mögul. á 4ra herb. endurn. hæð á mjög góðum staö í þessum hverfum. 3ja herb. rúmgóðri íb. á 1. eöa 2. hæö miösvæöis i borginni. Skipti mögul. á 5 herb. endurn. íb. á góðum staö í Hlíðunum. 2ja-3ja herb. góöri ib. í Vesturborginni á 2. hæð. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. með stórkostl. útsýni í Vesturborginni. í háhýsi óskast 4ra-5 herb. góö ib. með útsýni. Æskilegir staöir Espigeröi, Ljósheim- ar, Sólheimar eöa Þverbrekka Kóp. Fjársterkir kaupendur. Opið í dag laugardag kl. 11.00 til kl. 15.00. FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 m s £ Góðan daginn! Aðstaða til knattspyrnuiðkunar hefír tekið miklum stakkaskiptum á örfáum árum. Til sölu Vandað einbýlishús í Fossvogi. Húsið er 146 fm og bílskúr sem er 32 fm. Húsið er sérgert fyrir fatlaða, snúningsrými fyrir hjólastól og innangengt í bílskúr. Húsið verður fullbúið og tilbúið til afhendingar 1. des. nk. Kaupendaþjónustan Örn Isebarn sími30541 sími 31104 29555 Opið ki. 1-3 Furugerði Vorum að fá í sölu 4ra herb. glæsilega íbúð á 2. hæð í lítilli blokk við Furugerði. Ákv. sala. Verð 3,7 millj. Hrólfur Hjaltason, viöskiptafræölngur. Knattspyrnufélagið Víðir í Garði 50 ára: Skemmti- dagskrá fyrir alla aldurshópa ^ Garði. Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár síðan knattspyrnufélagið Víðir i Garði var stofnað. í tilefni þess hefir stjórn Víðis og annarra styrktar- félaga sem tengd eru félags- skapnum ákveðið að hafa skemmtidagskrá á laugardag á nýja knattspyrnuvellinum og í Samkomuhúsinu um kvöldið. Skemmtunin hefst kl. 13.30 með móti sem kallað er íssporsmótið og leikur þá 6. flokkur Víðis gegn jafn- öldrum sínum úr Sandgerði. Þá mun stjóm kvenfélagsins spila gegn stjóm Víðis. Eiginkonur Víðis- manna ætla að kenna mönnum sínum nokkra takta í knattspymu íþróttinni. Einnig munu feður etja kappi við syni sína í knattþrautum og svo mætti lengi telja. Þá mun Jón Páll hinn sterki mæta á stað- inn. Hann gengur reyndar ekki heill til skógar en hefír samt ákveð- ið að láta sjá sig. Kaffisala hefst i Samkomuhúsinu kl. 16 og kl. 20 verður fjölskyldu- dansleikur í tvær klukkustundir en síðan er meiningin að mömmumar og pabbamir eigi það sem eftir lifír kvöldsins fyrir sig en keflvísk hljómsveit mun leika fyrir dansi frá kl. 23. Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.