Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 + „Allt annað verður að víkja áður en kynbótahrossum verður fækkað“ - segir Sveinn Guðmundsson um fækkun hrossa á Landsmótum Hestar Valdimar Kristinsson Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fréttum og skrifum eftir Landsmótið á Gaddstaðaflötum í sumar að nafn Sveins Guðmunds- sonar á Sauðárkróki hefur oft borið á góma og þá vegna góðrar frammistöðu hrossa hans í kyn- bótasýningu mótsins. Reyndar er þetta ekki nein nýlunda fyrir Svein því hann hefur verið með hross í verðlaunasætum á öllum Landsmótum sem haldin hafa verið. Árangur af raektunarstarfi Sveins kemur víða fram og má þar nefna að af þeim tuttugu gæðingum sem kepptu til úrslita í gæðingakeppnum Landsmóts- ins voru átta hestar undan hestum eða út af hestum í annan lið frá Sveini sem er athygliverð- ur árangur og reyndar merkilegt hvað ræktunarstarf hans hefur skilað miklu því hrossaeigu Sveins og fjölskyldu hans er um eða innan við 30 hross. Er þar greinilega meira höfðað til gæð- anna en fjöldans. Á ferð blaðamanns í SkagaQörð var Sveinn tekinn tali og spurður um eitt og annað tengt hrossarækt- inni. En fyrst barst talið að Landsmótinu og sagði Sveinn að sér hefði fundist stóðhestarnir sem þarna komu fram áberandi góðir þó honum væri málið skylt. Taldi hann að yngri hestarnir hefðu ekki síður gefið góð fyrirheit. „Meðal hryssanna voru góðir toppar og held ég að öllum verði Krafla 5649 ógleymanleg sem hana sáu. Við svo sem þekktum hana hérna heima og vissum hvað í henni bjó. Krafla hefur fegurðina fram yífir margar aðrar og svo er hún hörkuviljug," sagði Sveinn þegar talið barst að hryssunum. Þá taldi hann að sýning ræktunarbúanna hefði mátt fá meiri tíma því hún væri sá þáttur þessara stóru móta sem fólk vildi kannski síst missa af og veitir mesta eftirtekt. Morgunblaðid/Valdimar Kristinsson Sveinn Guðniundsson hefur svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir góða sigra á Landsmótinu 1 ■■ Það hallar að hausti: Opið í Mjóddinni frá kl. 10-16 í dag í Austurstræti frá 9 -13 slægður, nýgenginn Allar stærðir AÐEIM5 Afbragðsgott verð! Lambakjöt af nýslátruðu — Besta verðið .00 I ' borginni: " ^akjöt 1 "1 skrokkum AÐEINS 179 pr. kav Hvalkjöt - ÓDÝRT! ...og ýmsir spennandi réttir tilbúnir á pönnuna! AUSTURSTRÆT117 STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI En talandi um lítinn tíma þá var það skoðun margra mótsgesta að kynbótasýningin á sunnudag hafi verið naumt skammtaður tími og ekki hefði verið gott að fylgjast með þeim hrossum sem þar komu fram. Mikil umræða hefur verið um það hvort fækka beri hrossum á Landsmótum og var m.a. gerð til- raun til þess fyrir þetta Landsmót og var Sveinn spurður álits á því hvort æskilegt væri að fækka? „Mitt álit varðandi fækkun er það að allt annað verði að víkja áður en farið er að fækka kynbótahross- unum því ef áfram heldur sem horfir held ég að breiddin hljóti að aukast í góðum kynbótahrossum. Þau koma ekki fram nema fjórða hvert ár á þessum stóru mótum en geldingamir eru jú sí og æ í sviðs- ljósinu. Stundum sömu hestarnir oft á ári hverju og er ég því algjör- lega mótfallinn því að skerða hlut kynbótasýningar á Landsmótum. Ég tel eðlilegt að við höldum okkur við svipaðan fjölda og verið hefur.“ Þá var Sveinn spurður hvort ekki væri tímabært að setja reglur um það hvemig dómnefnd bregðist við þegar hross sem náð hafa góðri einkunn í forskoðun standi ekki undir þeim þegar þau kæmu fyrir dóm á mótsstað. Þetta hefur komið fyrir á mótum fyrri ára og gerðist einmitt á Landsmótinu í sumar. „Það er greinilega þörf á reglum um þetta og ég held að eitthvað hafi verið unnið að því að móta vinnureglur fyrir dómnefndir þó þær séu kannski ekki fullmótaðar á þessari stundu. Mín skoðun er sú að þegar kynbótahross hefur fengið dóm í forskoðun sem byggður er á rökum og þó svo eitthvað kunni að breytast í millitíðinni og hrossið komi ekki eins vel fyrir á mótinu megi ekki breyta einkunn. Hrossið er búið að sýna að það hefur þessa ákveðnu hæfileika og getu til að standa undir þeim einkunnum og þá verður að nota einhvetja aðra aðferð við röðun á mótinu. Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun á því hvernig eigi að standa að hlutunum en þó er ég með það á hreinu að ekki má lækka ein- kunn.“ Telur þú að til greina kæmi að hrossin yrðu lækkuð í einkunn á sjálfu mótinu en síðan þegar dómar yrðu birtir opinberlega í tímaritum og ættbók og eins þegar einkunn yrði notuð í tölvuvinnslu stæði hærri einkunnin? „Mér finnst mjög erfitt að segja til um það þessari stundu en þetta er ákveðið vandamál sem oft kemur upp og við höfum besta dæmið um þetta frá síðasta landsmóti en þar voru hross sem komu ekki eins vel fyrir á mótinu og þau höfðu gert í forskoðun. Það eru mörg dæmi þess að dómarar hafi bent mönnum, sem lent hafa í því að vera með hross sem einhverra hluta vegna eru ekki í góðu formi á mótsstað, á að draga hrossin til baka og mæta ekki með þau á sjálfa sýning- una. Sýningarnefnd Búnaðarfélags- ins verður að finna einhveija lausn á þessu vandamáli." Ýmsir hafa sett fram þá skoðun að dómar á sjálfum mótunum séu óþarfir þar sem á undan sé gengin forskoðun og reynslan hafi sýnt að litlu sem engu er breytt þegar hrossin komi í dóm á mótsstað? „Því er til að svara að það bæt- ast nýir menn í dómnefndina sem ekki voru með í forskoðun. Einnig er þetta fyrirkomulag til að stað- festa fyrri dóma og gefa þá jafn- framt hrossunum kost á að bæta sig. I dómum á mótsstað hafa dóm- arar einnig betri aðstöðu til að bera hrossin saman sem á mótið hafa verið valin og ná meiri jafnvægi í dómana.“ Á næsta ári verður að öllum líkindum breytt tilhögun afkvæma- dóma þannig að stuðst verður við kynbótaeinkunn sem fæst með tölvuvinnslu þegar hross verða valin til afkvæmasýningar á mótum og var Sveinn spurður álits á þessu nýja fyrirkomulagi. „Ég veit ekki annað en stefnt sé að þessum breytingum og held ég að ekki hafi sést nein ljón á vegin- um sem gætu komið í veg fyrir að þær nái fram að ganga. Ég held að reynslan ein skeri úr um ágæti þessa fyrirkomulags en þessir vísu menn sem að því standa telja þetta það réttasta sem hægt er að fá og ég segi fyrir mig að ég ber órofa traust til Þorvaldar Árnasonar sem er frumkvöðullinn að þessu. Hann er búinn að sanna það og sýna að hann er geysilega fær á sínu sviði. Mér finnst ekki annað koma til Elín Vigfúsdóttir á Laxamýri — Minning Fædd 29. september 1891 Dáin 22. ágúst 1986 Að kvöldi dags 22. ágúst sl. barst okkur andlátsfrétt Elínar Vigfús- dóttur, húsfreyju á Laxamýri, en hún hafði látist þá um kvöldið á 95. aldursári. Hún fæddist á Vatn- senda í Skorradal, dóttir hjónanna Vigfúsar Péturssonar og Sigríðar Narfadóttur, sem bjuggu þar. Elín Vigfúsdóttir var glæsileg kona, sem aflaði sér góðrar mennt- unar miðað við þann tíma og tíðaranda. Árið 1921 giftist hún Jóni H. Þorbergssyni, bændahöfð- ingja, hugsjónamanni, sem vildi landi og þjóð allt það besta sem til framfara mátti teljast. Elín Vigfúsdóttir stýrði húsum á tveimur vildisjörðum, Bessastöðum og Laxamýri. Hún hefur örugglega átt mikinn þátt í hinni merku bú- sögu þeirra hjóna. En þess ber að geta að þrátt fyrir stórt heimili gaf hún sér tíma til að leika á þá hörpu sem henni var gefin, enda vitnar Ijóðabók hennar, sem ber nafnið Fagnafundur, hversu létt hún átti með að leika á ljóðhörpu sína og verður að teljast lífsafrek að geta sætt stórbrotna skáldhneigð við skyldustörf heimilis sem krafðist svo mikils. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að jafnlyndi hennar og þolgæði, ásamt óvenju skörpum gáfum og ást á öllu sem lifir, hafi verið sterk- ust einkenni hennar. Að endingu vil ég þakka henni góð kynni og bið guð að blessa hana og ættmenni hennar. Albert Ríkarðsson í dag kveðjum við frú Elínu Vig- fúsdóttur á Laxamýri, en hún lézt í hárri elli 22. ágúst síðastliðinn. Ekki fer hjá því, að ijölmargar end- urminningar leiti á hugann, enda var frú Élín mikil sæmdarkona til orðs og æðis. Hún giftist Jóni Þor- bergssyni 8. júlí 1921 og bjuggu þau í farsælu hjónabandi hartnær 60 ár, en Jón lézt 5. janúar 1979. Jón var landskunnur atorkumaður að hveiju sem hann gekk, stór í sniðum og fjölhæfur og bjó m.a. á tveimur mestu höfuðbólum lands- ins, Bessastöðum á Álftanesi 1917—1928 og síðan á Laxamýri. Elínu og Jóni varð auðið sex baraa: Sigríður er elzt, fædd 1922, gift Jóhannesi Gíslasyni, búsett í Reykjavík. Þóra, fædd 1925, gift Páli Flygenring, ráðuneytisstjóra, Reykjavík. Hallgrímur, fæddur 1927, sundlaugarstjóri í Reykjavík, kvæntur Þórunni Franzdóttur. Vig- fús Bjarni, fæddur 1929, bóndi á Laxamýri, kvæntur Sigríði Atla- dóttur. Björn Gunnar, fæddur 1932, framkvæmdastjóri Norðurlax hf. á Laxamýri, kvæntur Kristjönu Þórð- ardóttur. Þorbergur Helgi, tvíbura- bróðir Björns Gunnars, var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.