Morgunblaðið - 30.08.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.08.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBIAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Sumarstarfi í Kaldár- seli lýkur um helgina SUMARSTARFI KFUM og KFUK í Kaldárseli er nú að ljúka, en alls hafa um 200 börn dvalið þar í sumar á viku til 10 daga námskeiðum. Byr|að var að byggja nýjan skála í Kaldárseli seinni hluta júlimánaðar og er ráðgert að hann verði fok- heldur áður en vetur gengur í garð. Nýja húsið er 300 fermetrar og 1.600 rúmmetrar að stærð. í skálan- um verður m.a. svefnsalur, íþrótta- salur, setustofa, föndurherbergi og snyrtiherbergi. Bætir þetta alla að- stöðu, en gamla húsið var um 230 fermetrar að stærð. Ekki er þó ráð- gert að flölga dvalarbömum þegar nýbyggingin verður tekin í notkun. Samkoma verður haldin í Kaldár- seli á sunnudaginn næstkomandi kl. 14.30 í tilefni af því að sumarstarfi er að ljúka. Raeðumaður verður Benedikt Amkelsson cand. theol., sem starfað hefur með drengjum í Kaldárseli í mörg sumur. Kaffísala hefst um kl. 15.30 og stendur hún yfír til kl. 23.30 og mun allur ágóði af henni renna til framkvæmda í Kaldárseli. Teikning af aðstöðunni í Kaldárseli, bæði gamla hlutanum og nýja húsinu, sem nú er í smíðum. Um 40 börn geta dvalið I selinu i einu. Bókauppboð á sunnudag BÓKA-OG Tímaritauppboð verð- ur í Templarahöllinni við Eiríks- götu kl. 14 á sunnudag á vegum Listmunauppboðs Guðmundar Axelssonar í Klausturhólum. Þar verða ýmsar sjaldgæfar bækur og tímarit seld. Meðal þeirra má nefna „Árferði á íslandi í 1000 ár“ eftir Þorvald Thor- oddsen, sem var prentuð um aldamót í 600 eintökum, einnig ferðabók sama höfundar og íslandslýsingu hans í frumútgáfu. Meðal fágætra lögfræðibóka má nefna „Fomyrði lögbókar" eftir Pál Vídalín, Legorðs- málskver Magnúsar Stephensens, prentað í Viðey 1821, og danska Jónsbókarútgáfu frá 1763. Meðal fágætra tímarita má nefna „Skemmtileg vina-gleði“ Magnúsar Stephensens frá 1797, „Sunnan- Pósturinn“ útgefinn í Viðey frá 1835 til 1838, „Gefn“, tímarit Benedikts Sveinbjamarsonar Gröndals, „Ný tíðindi" Magnúsar skálds, prests og þjóðsagnasafnara Grímsonar, „Bóndi“, búnaðarrit Jakobs Guð- mundssonar frá 1851, 1.-5. árgang af „Lögfræðingi" Páils Briem, og listatímarit Steingríms Sigurðssonar „Líf og list“. Alls verða seldar 185 númer tíma- rita og bóka á uppboðinu. Bækumar verða til sýnis f verslun Klausturhóla við Laugaveg 8 í dag kl. 14—18. Starfsmenn utanrfldsráðuneytísins sem borið hafa hita og þunga undirbúningsins, frá vinstri: Þórður Einarsson, Sigrfður Snæv- arr, Komelíus Sigmundsson og Ingvi Ingvarsson, ráðuneytís- stjóri. Utanríkisráðuneytið: Þriðja ráðstefna ræðismanna haldin RÆÐISMENN íslands koma saman á ráðstefnu í Reykjavik dagana 1. september tíl 4. september. Þetta er í þriðja sinn, sem slík ráð- stefna er haldin. Siðast komu þeir saman árið 1977. Af 185 ræðis- mönnum hafa 127 tilkynnt þáttti „Við teljum nauðsynlegt að halda ráðstefnu sem þessa fyrir ræðis- mennina og þá Islendinga sem þeir hafa samskipti við,“ sagði Ingvi S. Ingvason ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra setur ráðstefnuna á mánudag og skýrir frá utanríkisstefnu íslands. Ingvi S. Ingvason gerir grein fyrir utan- ríkisþjónustunni og verksviði ræðismanna. Þá mun Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytissfjóri í við- skiptaráðuneytinu ræða um utan- ríkisviðskipti íslands. Að loknu hádegisverðarhléi flyt- ur Ólafur Davíðsson framkvæmda- stjóri Félags fslenskra iðnrekenda erindi um íslenskt efnahagslíf. Frið- rik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðftystihúsanna mun ræða um fslenskan sjávarútveg og útflutn- ing. Ragnar Halldórsson stjómar- formaður Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins fjallar um iðnframleiðslu og útflutning iðnaðarvöru. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og lU. kona hans frú Sigrún Þ. Mathiesen, bjóða til kvöldverðar að loknum fundarhöldum. Þriðjudaginn 2. september fara ráðstefnugestir í kynnisferð um Suðurland og koma við í Hvera- gerði, á Flúðum, við Gullfoss, Geysi og á Þingvöllum. Á miðvikudag verður fjallað um ferða- og menn- ingarmál. Ræðumenn verða Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík, Matthfas Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins, Birgir Þorgilsson forstjóri Ferðamálaráðs, Sigfús Erl- ingsson framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða og Hörður Einarsson stjómarformaður Amar- flugs. Davíð Oddsson borgarstjóri og ftú Ástríður Thorarensen bjóða ráðstefnugestum til hádegisverðar á Kjarvalsstöðum. Að honum lokn- um verður farið í skoðunarferð um Reykjavík og í heimsókn til frú Vigdfsar Finnbogadóttur forseta íslands. Dagskránni lýkur með kvöldverði á veitingahúsinu Broad- way þar sem boðið er upp á blandaða skemmtidagskrá. Dómsmálaráðuneytið: Bogifull- nægir öllum skilyrðum til skipunar Morgunblaðinu hefur borizt eftírfarandi fréttatilkynning frá dómsmálaráðuneytinu: Vegna umQöllunar í flölmiðlum að undanfömu vegna skipunar í embætti rannsóknarlögreglustjóra ríkisins óskar ráðuneytið að taka fram eftirfarandi: Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 108/1976 um rannsóknarlög- reglu ríkisins em skilyrði til skipun- ar í embætti rannsóknarlögreglu- stjóra þau, að hann fullnægi lögmæltum skilyrðum til skipunar í héraðsdómaraembætti og hafí afl- að sér þekkingar í þeim efnum er varða eftirgrennslan brota. Þar sem efasemdir hafa komið fram um að Bogi Nflsson uppfylli síðargreinda skiiyrðið skal tekið fram, að þegar umsóknir um emb- ættið lágu fyrir, lagði ráðuneytið mat á það hvort umsækjendur full- nægðu skilyrðum til skipunar. I því sambandi skal einkum tekið fram, að Bogi Nflsson gegndi starfi fulltrúa við embætti bæjarfógetans á Akureyri og sýslumannsins í Eyja- fjarðarsýslu um 8 ára skeið, og starfaði þar m.a. við rannsókn og meðferð brotamála. Síðan hefur hann í rúmlega 10 ár verið sýslu- maður f Suður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eskifírði og þar með verið lögreglustjóri og dómari, og sem slíkur haft með höndum stjóm á rannsókn brotamála og annast dómstörf í slikum málum. Hefur hann því í starfi sínu aflað sér alhliða þekkingar á þessum málafíokki, og telur ráðuneytið þannig engum vafa undirorpið að hann hafi aflað sér þeirrar þekking- ar sem lögboðin er til skipunar í embætti rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Guðni rektor í Reykjavíkur- spjalli í dag í DAG klukkan 3 flytur Guðni Guðmundsson rektor pistíl í Reykjavíkurspjalli á Kjarvals- stöðum sem hann nefnir „Óðins- gatan, nafli alheimsins". Á sama stað og tíma á morgun flytur Valgerður Tryggvadóttir er- indi sem hún nefnir „Minningar dreifbýlisreykvíkings", en Valgerð- ur ólst upp í Laufási við Laufásveg. Erindin í Reykjavíkurspjalli, sem haldin hafa verið á Kjarvalsstöðum í tengslum við Reykjavíkursýning- una, hafa verið flutt fyrir fullu húsi og mælst vel fyrir meðal áheyrenda. Starfsmenn Securítas skrifa dómsmálaráðherra: Krefjast rannsóknar á starfsemi keppinautarins FIMMTÁN starfsmenn öryggis- gæslufyrirtækisins Securitas sf. hafa krafist þess af Jóni Helga- syni dómsmálaráðherra, að hann látí fara fram opinbera rannsókn á starfsemi vaktþjónustunnar Vara í Reykjavík, sem ráðuneytið viðurkenndi nýlega. í bréfi, sem fimmtánmenningarnir sendu dómsmálaráðherra í gærmorgun, segir að þeim hafi verið „mis- boðið herfilega sem stétt með þessari opinberu viðurkenningu á starfsemi Vara“. Telja þeir Kveðjuorð: Fríða Fríðríks í gær var til moldar borin vin- kona mín, Fríða Friðriks. Árin eru orðin mörg síðan okkar kynni hóf- ust. Hún var fædd í Reykjavík 2. ágúst 1902. Foreldrar hennar voru Valgerður og Friðrik. Var hann umsjónarmaður við Útvegsbank- ann. Þar ólst Fríða upp og vann þar við ræstingastörf uns hún flutti af landi brott til Bandaríkjanna. Henni þótti gott að vera þar. Heim- þráin var þó ætíð mikil. Mörg síðustu árin var hún meirihluta árs- ins hér heima. Hún hafði fyrir nokkru ákveðið að bregða sér vest- ur aftur. Af þeirri ferð varð ekki. Hún var flutt í sjúkrahús skömmu áður og lést þar um síðustu helgi. Hún hafði ætlað sér að hafa skamma viðdvöl þar og koma aftur hingað til bæjarins. Síðustu árin sem hún var hér í Reykjavík átti hún heima á Laugar- nesvegi 85 hjá Kristjáni Jónssyni. Þangað var gott að koma. Ég veit að þar er hennar mikið saknað. Eg vil þakka Fríðu allar þær góðu stundir sem við áttum saman á langri lífsleið. Vinátta okkar var ætíð náin og samband okkar rofn- aði aldrei og mörg urðu bréfin sem okkur fóru á milli. Fríða átti þijú myndarböm, tvo syni og eina dóttur, sem öll búa vestan hafs með Qölskyldum sínum. Dóttir hennar kom hingað heim við fráfall móður sinnar. Ég og dóttir mín kveðjum Fríðu með söknuði og mér er efst í huga þetta sálmavers: Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund. Eg legg sem bamið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Eg hafna auðs og hefðarvöldum, fel mig í þínum kærleiksböndum. Sigríður Hannesdóttir ástæðu tíl að rannsaka hvort Vari hefur „blekkt viðskiptavini sína með skipulögðum loddara- skap eða ekki“, eins og segir orðrétt í bréfi þeirra. Þar segir einnig að í veði sé „ung og vaxandi starfsgrein, sem verður að hlúa að í stað þess að setja á bekk með óforskömmuðum og óprúttnum lýð, sem virðist ekki starfi sínu vaxinn . . . Til að þjóna. hagsmunum okkar stéttar sem best og reyndar alls almennings óskum við eftir að starfsemi Securitas verði opinberlega rannsökuð og þannig leitt í ljós með hvaða hætti starfsem- in er rekin þar,“ eins og það er orðað. Starfsmennimir fimmtán geta um átta atriði, sem þeir telja ástæðu til að rannsökuð verði og þeir hafi vitn- eskju um „svo óyggjandi sé“. Ekki náðist í Jón Helgason dóms- málaráðherra i gær til að spyija hann um viðbrögð af hálfu ráðuneyt- is hans til bréfs starfsmanna Securitas. Hvorki Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri né Hjalti Zóphaníasson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, höfðu séð bréfíð síðdegis í gær og gátu því ekki tjáð sig um efni þess. Nýr æskulýðs- fulltrúi ríkisins Erlendur Kristj- ánsson hefur verið skipaður æskulýðsfulltrúi ríkisins til fimm ára frá 1. sept- ember. Erlendur Kristjánsson Hann hefur gegnt starfi æsku- lýðsfulltrúa síðan í október í fyrra en undanfarin tvö ár hefur hann verið formaður Æskulýðsráðs ríkis- ins. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Þórður Gunnar Valdimarsson, kennari við félagsvísindadeild Há- skóla íslands, Pálmar Halldórsson, framkvæmdasljóri Iðnnemasam- bandsins, og Ingi Þ. Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Farfugla. Það er menntamálaráðherra sem skipar í embættið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.