Morgunblaðið - 30.08.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1986
35
Guðmundur Pétur
Gylfason — Minning
Vinur minn Guðmundur Pétur
Gylfason er látinn. Leið hans frá
vöggu til grafar varð aðeins 21 ár.
Við sem fylgdumst með Gumma
í veikindum hans vorum oft orðlaus
yfir andlegu þreki hans og kjarki.
Hann lét ekkert huga sig — og þó
hann hlyti að sjá örvæntinguna í
augum okkar hinna gat hann samt
brosað sínu ógleymanlega brosi.
Gummi var óvenjulegur persónu-
leiki, hlýr og gefandi. Hann hafði
yfirleitt ekki mörg orð um hlutina
og var vanur að gefa stuttar yfirlýs-
ingar sem allir tóku eftir og varð
ekki mótmælt. „Ekki klippa blómin,
þau finna til,“ sagði hann þegar
hann lá fársjúkur á gjörgæsludeild.
Þessi ummæli lýsa honum vel.
Allt og allir sem ekki gátu borið
hönd fyrir höfuð sér áttu hann vísan
sem stuðningsmann.
Um hann eru fallegar minningar.
í huganum spyr ég Guð hvers-
vegna Gummi, svona fallegur og
góður drengur þurfti að kveðja
svona fljótt. Það er svo sárt. Eg
viðurkenni skilningsleysi mitt á til-
gangi þess lífs. En þrátt fyrir
skilningsleysi trúi ég því að honum
hafi verið ætlað æðra hlutverk. —
Og maðurinn ákvarðar en Guð ræð-
ur.
Ég minnist Gumma með gleði
og þökk fyrir allt sem hann gaf.
Ég minnist hans eins og hann var
geislandi af lífsorku, með bros á
vör og stjörnur í augum. Ég kveð
hann eins og ég hef gert síðan
hann var pínulítill, ofurlítið
áhyggjufull um þennan kjarkmikla
dreng en þess fullviss að við hitt-
umst aftur.
Maja, Halli, Kiddi og Anna Stína,
elsku Sigga og Gylfí, bestu vinir
mínir í gegnum logn og storma,
gleði og sorgir. Guð gefi ykkur
styrk.
Anna Kristjánsdóttir.
Þegar ungur maður deyr fyll-
umst við sorg og söknuði og
spyijum óhjákvæmilega — hvers
vegna? Hver er tilgangurinn? Fátt
er um svör en samt spytjum við og
vitum að eitthvað okkur mikilvægt
er horfið.
Systursonur minn, Guðmundur
Pétur Gylfason, er látinn, aðeins
21 árs að aldri. Ég er nú í sporum
þess sem spyr — hvers vegna? Hver
er tilgangurinn?
Síðast hitti ég Gumma frænda
hinn 19. þessa mánaðar. Hann var
þá í sjúkrahúsi. I minningunni er
hann glaður og reifur. Hann lék á
als oddi og æðruleysið og dugnaður-
inn leyndu sér ekki. Mér finnst að
frændi minn ungi hafi kvatt lífið
trúr því, sem einkenndi hann frá
okkar fyrstu kynnum, þegar hann
var ungbarn. Hann var sjálfstæður,
dugmikill og fór sínar eigin leiðir.
Síðustu daga sína hér með okkur
lagði hann sig fram um að gleðja
sína nánustu og gera þeim kveðju-
stundirnar sem léttbærastar. Ég
veit nú að Gummi bar sig svo vel
síðustu dagana að ég gerði mér
ekki grein fyrir því hve sjúkdómur
hans var kominn á alvarlegt stig
og Gummi hlýtur að hafa verið sár-
þjáður.
Ævisaga 21 árs gamals manns
er ekki löng í sjálfu sér. Lífsreynsl-
an mælist þó aldrei í árum og
þannig var það í Gumma tilviki.
Aðeins 18 ára gamall þurfti hann
að horfast í augu við mjög alvarleg-
an sjúkdóm, þann hinn sama, sem
að lokum varð honum að aldurtila.
Þetta breytti auðvitað miklu um
lífshlaup frænda míns en ótrauður
hélt hann áfram, því lífið var rétt
að heQast og verkefnin mörg, sem
biðu.
Gummi starfaði hjá föður sínum
síðustu árin, við stjórn þungavinnu-
véla, og ég veit að helsta tóm-
stundaánægjan hans var starfið
innan JC-samtakanna í Hveragerði.
Það var auðfundið að Gummi hafði
mikla ánægju og gleði af því starfi.
Sjúkrahúsdvöl frænda míns varð
ekki löng í lokin. Hann var að störf-
um nær því alveg til síðasta dags.
Gummi naut þess að vera úti í
náttúrunni og starfið gaf góðan
kost á því. Mér fannst hann líka
ávallt njóta sín þar best.
Að leiðarlokum, þegar ég kveð
þennan unga frænda minn, sem var
fýrsta systkinabarn mitt og mér því
kannski hugstæður fremur öðrum,
vildi maður gjarnan .hafa ræktað
frændsemina betur. Það fínnur
maður svo vel í vanmættinum, þeg-
ar kveðjustundin er runnin upp svo
skjótt og óvænt. Maður spyr sig
spuminganna sem ég ræddi um í
byijun, — hvers vegna? — hver er
tilgangurinn? — Fátt er um svör
sem fyrr, en þó heldur maður áfram
að trúa á tilganginn og veit að
lærast mun að lifa með söknuðinum
eftir góðan dreng.
Guðmundur Pétur var fæddur í
Reykjavík, hinn 19. maí árið 1965
og lést hinn 21. þessa mánaðar.
Hann var elstur fjögurra bama
hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur
og Gylfa Hallgrímssonar, verk-
stjóra, sem búsett eru í Hveragerði.
Á kveðjustund finnur maður að
orð mega sín lítils en ég votta þeim,
vinum mínum öllum, foreldmm og
systkinum Gumma, innilegustu
hluttekningu mína. Ég vona að
styrkur og æðruleysi frænda míns
unga megi verða þeim hjálp og
uppörvun, nú þegar minningin ein
um ástkæran son og bróður lifir.
Davíð Guðmundsson.
Kær vinur og félagi er kvaddui *
í dag. Það er svo erfitt að sætta
sig við að ungt fólk, sem á svo
mörgu ólokið í starfi og leik, sé
kallað á braut svo fyrirvaralaust.
Eftir situr maður og spyr sjálfan
sig hvers vegna? En aðeins Guð
getur svarað því.
Ég kynntist Gumma fyrst þegar^
ég leigði hjá foreldrum hans litla
húsið þeirra við Laufskóga fyrir
5—6 árum. Síðan lágu leiðir okkar
saman aftur fyrir tveimur árum
þegar ég gekk í JC Hveragerði þar
sem Gummi hafði verið virkur fé-
lagi í möig ár. Ég veit að ég get
fyrir hönd JC Hveragerðis sagt að
Gummi var einn okkar atorkusam-
asti félagi innan hreyfingarinnar.
Minningin um Gumma mun lifa í
hjörtum þeirra sem hann þekktu.
Ég bið Guð um að styrkja for-
eldra og systkini hans á þessar
sorgarstund. w
Guðrún Ingólfsdóttir
Gummi var bekkjarbróðir minn
úr gagnfræðaskóla, en kynni okkar
lágu ekki saman fyrr en í JC Hvera-
gerði, en við störfuðum saman í
stjórn þess síðasta ár.
Hann var einn af virkustu félög-
unum, sem voru mjög fáir þetta ár,
og alltaf var hægt að reiða sig á
hann hvað sem fyrir var. Þetta ár
var okkur mikil reynsla því ákveðið
var að byggja upp félagið og átti
hann mikinn þátt í því sem gert var.
Hann var mjög rólegur en lífs-
glaður og aldrei bar á veikindum
hans sem höfðu varað í langan tíma.
Skrítið er til þess að hugsa, að
um verslunarmannahelgina, sem
var í byijun þessa mánaðar, vorum
við í Þórsmörk ásamt fleiri vinum,
og hann fór í langar göngur sem
þeir hraustustu treystu sér ekki í,
og þegar til baka kom var ekki
hægt að sjá að hann væri svo veik-
ur að hann andaðist tveim vikum
síðar, svo ánægður var hann.
Já, það er erfitt að sætta sig við
það að jafnaldri sé að kveðja þenn-
an heim aðeins 21 árs að aldri. En +
eitthvað hlutverk hlýtur að bíða
hans, svo góðs og fágæts manns.
Kæru Sigga og Gylfi, ég votta
ykkur mínar dýpstu samúðarkvcðj-
ur á þessum sorgardegi.
Ingibjörg Kjartansdóttir
í dag, laugardaginn 30. ágúst,
kveðjum við vin okkar og bekkjar-
bróður, Guðmund Gylfason, Lauf-
skógum, Hveragerði.
Þau tvö ár sem við sátum með
honum á skólabekk fór fremur lítið
fyrir honum. En þá hafði sjúk-
dómurinn gert vart við sig, sem við
reyndar vissum fæst þá, og seinna ^
leiddi hann til dauða. Hann tók þó
fullan þátt í félagslífi skólans og
var alltaf boðinn og búinn hvað sem
til stóð. Seinustu tvö árin var hann
mjög virkur félagi í JC Hveragerði
og átti stóran þátt í að reyna að
byggja upp öflugt félag.
Okkur setur hljóð að strax sé
farið að höggva skarð í félagahóp-
inn úr 8. bekk ’79—’80 í gagn-
fræðaskólanum í Hveragerði. En
við trúum því að tilgangur sé með
brottkvaðningu Guðmundar, því
þeir deyja ungir sem guðimir elska.
Foreldrum og systkinum hins
látna vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Fyrir hönd bekkjarfélaga, -*
Inga, Hulda og Helgi
Blómabúðin
Hótel Sögu
sími 12013
Blóm og
skreytingar
gjafavörur
heimsendingar-
þjónusta
t
Eiginmaður minn og faöir,
BJÖRN ÓLAFSSON,
byggingameistari,
Norðurvangi 44,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 28. ágúst.
Sigríður Jakobsdóttir,
Ólafur Björnsson.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR,
frá Fiskilæk
lést fimmtudaginn 28. ágúst.
Bergljót Garðarsdóttir Sleight, Morris G. Sleight,
Geir Garðarsson, Marita Garðarsson,
Arnþór Garðarsson, Guðrún Sveinbjarnardóttir.
t
Útför eiginmanns mins, föður okkar, bróður, tengdafööur og afa,
ARTHÚRS BENEDIKTSSONAR,
Hafnarstæti 7,
Akureyri,
sem lést þann 24. ágúst, fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudag-
inn 3. september kl. 13.30.
Hulda Sigurjónsdóttir,
Benedikt Arthúrsson,
Bára Arthúrsdóttir, Eggert Bollason,
Ester Benediktsdóttir,
Yrsa Benediktsdóttir
og dóttursynir.
t
Eiginmaður minn,
INGVAR INDRIÐASON,
Engjavegi 1,
Selfossi,
er andaðist 25. þ.m., verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju
laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 14.00. Jarösett veröur að Torfastöð-
um. Bílferð veröur frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.00 og frá
afgreiöslu Sérleyfisbíla Selfoss kl. 12.45. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á að láta Torfastaðakirkju njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Halldóra Jósefsdóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
RANNVEIGAR INGIMUNDARDÓTTUR.
Ingimundur Sigfússon,
Sverrir Sigfússon,
Sigfús R. Sigfússon,
Margrét Sigfúsdóttir
Valgerður Valsdóttir,
Stefanía Þ. Daviðsdóttir,
Guðrún Norberg,
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HELGU SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
Brimhólabraut 33,
Vestmannaeyjum.
Árný Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson,
Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Helga Sigurðardóttir, Ásgeir Sverrisson,
Kristín Sigurðardóttir, Magnús Þorsteinsson,
Lilja Sigurðardóttir,
Sæþór Ásgeirsson.
t
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúö við fráfall föður okkar
og tengdaföður,
ÁSGEIRS ÓLAFSSONAR
forstjóra.
Dagmar Gunnarsdóttir,
Ólafur Ásgeirsson, Vilhelmína Gunnarsdóttir,
Sigrún Ásgeirsdóttir, Theodór Árnason,
Ásgeir Ásgeirsson, Ragnhildur Zoéga,
Rannveig Ásgeirsdóttir.
Legsteinar
? , Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi
'UVfUt Símar 91-620809.
Í?S NÝTTSÍMANÚMER
69-11-00
Augýsingar 22480
Afgreiðsia 83033